Morgunblaðið - 22.01.2011, Side 38

Morgunblaðið - 22.01.2011, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 ✝ Gunnar ÆgirSverrisson fædd- ist á Kópaskeri 14. júní 1943. Hann lést á Landspítalnum í Foss- vogi 3. janúar 2011 . Foreldrar Gunnars voru Sverrir Magn- ússon, lyfjafræðingur og lyfsali í Garðabæ, f. 24. júní 1909, d. 22. júní 1990, og Jórunn Steinunn Jónsdóttir framkvæmdarstjóri, f. 25. ágúst 1920, d. 24. október 1987. Þau skildu. Hálfsystkini Gunnars eru Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, f. 15. apríl 1953, og Ólafur Rögn- valdsson, f. 5. september 1958. Gunnar giftist Kristínu Dag- björtu Ólafsdóttur og áttu þau sam- urina Ingunni Helgu, f. 12. janúar 1981, maki Sigtryggur Árni Ólafs- son, börn þeirra eru: Ingvar Óli, Rúnar Logi og Einar Eldur, fyrir átti Óla Friðmey soninn Sigurð Óla Gunnarsson, f. 15. júlí 1973. Gunnar fór sem skiptinemi til Havaí skólaárið 1961-1962. Hann lagði stund á flugnám við flugskól- ann Santa Monica Flyers og starf- aði sem flugmaður fyrir Landhelg- isgæsluna fyrstu árin á Íslandi. Eftir það hefur hann störf hjá móð- ur sinni í Sælgætisgerðinni Völu samhliða sjómennsku. Gunnar kynnist seinni konu sinni árið 1976, Ólu Friðmey Kjartansdóttur, f. 1952. Á þeim árum starfar Gunnar sem sjómaður. Gunnar flytur norð- ur í Bitru 1979 og gerist bóndi á jörð fjölskyldu Ólu, á Þórustöðum. Gunnar sat í hreppsnefnd Brodda- neshrepps og sinnti starfi oddvita um skeið. Útför Gunnars fór fram í kyrrþey 13. janúar 2011. an fjögur börn. Þau eru: Sverrir Ómar, f. 8. apríl 1964, d. 25. febrúar 1965. Victor, f. 28. febrúar 1965, maki Sólveig Guð- jónsdóttir, börn þeirra Sverrir Ómar og Andrea Vigdís, fyrir átti Victor tvo syni, þá Ingva Hrafn og Gunnar Ægi. Selma Rut, f. 15. júlí 1973, börn hennar eru Jóhann Emil og Dagbjört Una. Ólafur Björn, f. 19. september 1976, maki Ingibjörg Huldarsdóttir. Gunnar og Kristín skilja 1976. Gunnar tekur saman við seinni konu sína, Ólu Friðmey Kjartansdóttur, f. 24. október 1952. Þau eignuðust dótt- Elsku pabbi, nú ert þú farinn á betri stað eins og þú orðaðir það sjálfur þegar við kvöddumst á milli jóla og nýárs. Ég man þá tíð þegar þú gladdir ungan dreng mjög mikið þegar þú komst heim frá Englandi og færðir mér, þá sjö ára gömlum, Leeds-búninginn; hvíta treyju, stuttbuxur og sokka. En það sem bar af voru sokkanúmerin sem bundin voru á sokkana, það var það flottasta og allir strákarnir í hverf- inu öfunduðu mig af. Svo voru það ófáir sunnudags- morgnarnir sem við fórum til afa Sverris, á meðan mamma eldaði sunnudagsmatinn. Það voru ógleymanlegar stundir sem við átt- um hjá afa í Hafnó. Ég man líka eftir því þegar þú fórst á sjóinn og sigldir landa á milli þar sem þú varst svo mikill heimshornaflakkari. Þegar ég var 12 ára bauðstu mér að koma einn túr með skipinu sem þú varst á, Hvassafelli. Það var mikið upplif- elsi að fá að fara þessa ferð og sjá allar þessar heimsborgir sem við sigldum á og þú sýndir mér helstu stræti og torg. Á síðasta staðnum, sem var Hull, fórum við að versla og vorum aðeins of lengi þannig að við vorum orðnir alltof seinir. Þeg- ar við komum niður á höfn var skip- ið farið, hvað var nú til ráða? Við vorum strandaglópar en þá komst þú auga á skipið þar sem það sigldi niður skipaskurðinn. Baðstu þá leigubílstjórann að elta skipið og náðum við því neðst í skurðinum og urðum að hoppa um borð. Þetta var nú meira ævintýrið. Elsku pabbi, nú ert þú farinn á annan stað þar sem önnur ævintýri eiga eftir að gerast. Þinn sonur, Victor og fjölskylda. „Eru pulsur í matinn?“ „Ha?“ „Eru pulsur í matinn?“ „Pabbi, klukkan er hálfsjö – sko um morgun! Maturinn er ekki al- veg tilbúinn en komdu samt inn og fáðu þér kaffi gamli minn.“ Þetta var sprengidagurinn 2009 og ég var búin að bjóða þér í salt- kjöt og baunir, kallinn ekki alveg með tímann á hreinu, þér fannst líka óvanalega lítil umferð á leið- inni til mín. Þú varst búinn að hringja í Ingunni systur sem lá á fæðingardeildinni nýbúin að eiga tvíbbana og skildir ekkert í því af hverju hún var sofandi þegar þú hringdir klukkan að verða fimm um morgun og hún var ekki alveg með á hreinu hvort hún færi heim þá um daginn. Þetta atvik fékk okkur allt- af til að hlæja þegar við rifjuðum það upp. Man þegar ég var hjá þér í sveit- inni og við krakkarnir máttum ekki sjá þig á traktornum með vagninn aftan í þá vorum við mætt á svæðið og vildum koma með. Þú varst upp við braggann og ekki málið, við máttum alveg skella okkur aftan í vagn. Þú kallaðir á okkur og sagðir okkur að halda alveg rosalega fast því þú myndir rjúka af stað og við gætum dottið af vagninum ef við héldum okkur ekki. Við náttúrlega hlýddum þessu og ríghéldum okk- ur. Þú raukst í burtu skellihlæjandi en við sátum eftir á sama stað þar sem þú varst búinn að aftengja vagninn. Nú ertu kominn á betri stað og þarft ekkert að pæla í hvað tím- anum líður. Held að þú hafir vitað hvað framundan var, þar sem þú kvaddir okkur systur með þeim orðum daginn fyrir gamlársdag þegar ég sagðist ætla að kíkja á þig daginn eftir: „Ég verð kannski ekki hér, kannski verð ég kominn á betri stað,“ sagðir þú og fórst að hlæja, þér fannst þú ótrúlega fyndinn. Þú og þinn kolsvarti húmor, fékk hann sem betur fer í arf. Vona að ég hafi samt ekki fengið alla þrjóskuna frá þér þar sem ég held svei mér þá að það hafi ekki fundist meiri þrjóskupúki en þú. Þýddi ekkert fyrir okkur systurnar að reyna að fá þig til þess að gera það sem okkur fannst skynsamlegt fyr- ir þig, fór inn um annað og út um hitt, en svona varstu bara minn kæri. Það er svo margt sem ég vildi spyrja þig um núna en ég veit líka að ég myndi ekki gera það ef þú værir á lífi, það er mörgum spurn- ingum ósvarað. Það mætti eigin- lega segja að þú hefðir lifað tvö- földu lífi síðustu árin; það sem við systkinin þekktum og hitt sem við þekktum ekki. Ég á eftir að sakna þín endalaust gamli minn. Líklega ertu staddur í LA hjá Santa Monica flyers að fylgjast með vélunum fara í loftið eða í kaffi hjá ömmu, afa og Ómari bróður, – kaffi og retta, það var málið, spurn- ing hvort það sé orðið reyklaust í himnaríki. Jæja elsku, elsku pabbi minn, þá ertu floginn, floginn frá okkur sem elskum þig mest. See you in heaven baby, en það verður bið á því, því ég stefni á 100 árin. Kossar og knús á þig elsku kall- inn minn frá mér og börnunum. Selma Rut, Jóhann Emil og Dagbjört Una. Það er víst komið að leiðarlok- um elsku pabbi minn. Skrýtin til- hugsun og svo óraunveruleg. Ég mun sennilega bíða eftir að fá þig í heimsókn, í kaffibolla og spjall, þangað til ég verð búin að venjast því að þú ert víst alfarinn. Það var vani hjá þér að koma í heimsókn einu sinni eða tvisvar í viku, varðst nú að kíkja aðeins á afastrákana þína og fylgjast með okkur, kannski gerirðu það áfram án þess að við vitum það fyrir víst. Þær eru ansi margar hugsanirn- ar og tilfinningarnar þessa dag- ana. Í sorginni hugga ég mig við það að þú varst ekki aleinn í loka- baráttunni. Síðasta daginn sem þú lifðir hafðir þú okkur nánustu fjöl- skylduna við sjúkrarúmið þitt. Ég er þakklát fyrir þennan dag, þótt hann hafi verið mér og öðrum erf- iður. Að sjá þig svo veikan og varnarlausan gerir mér auðveld- ara í dag að trúa því að nú líði þér vel og sért laus við þjáningarnar. Ég hef sagt Ingvari Óla, afa- drengnum þínum, að nú sértu eng- ill hjá Guði og getir fylgst með okkur og honum finnst sérstakt að þú getir séð okkur en við ekki þig – ekki lengur. Hún var einlæg bænin sem ég heyrði hann Ingvar fara með fyrir nokkrum dögum, þar bað hann Guð um að passa afa sinn á himninum á meðan hann horfði á mynd af þér. Ég minnist þín sem duls og ró- legs manns sem hafðir ótrúlega þolinmæði við mig á mínum ung- lingsárum, þegar ég bjó hjá þér og var dugleg að bjóða vinunum heim. Þú gafst mér lausan taum- inn því augljóslega barstu traust til mín og hafðu þökk fyrir það. Ég hef heyrt það að ég hafi erft smá- vegis af dulúðinni frá þér gamli minn – og reyndar rólegheitin líka. Ef það er framhaldslíf eftir þetta líf þá veit ég að þér líður vel þar sem þú ert í dag og ég bið að heilsa í þann heim. Þar til síðar. Litlan þín, Ingunn Helga. Gunnar Sverrisson Ég kynntist Eddu þegar hún kom heim frá Tromsö í Noregi, þar sem hún hafði stundað framhaldsnám um skeið. Hún var þá 34 ára gömul. Ég hafði kynnst Bjarna syni hennar um vet- urinn, og ömmu Salóme, en þau bjuggu á sameiginlegu heimili þeirra í Árbænum. Það var mikil tilhlökkun Edda Bragadóttir ✝ Svanhildur EddaBragadóttir, hjúkrunarfræðingur, fæddist á Siglufirði 21. mars 1943. Hún lést á Landspít- alanum 26. desember 2010. Útför Eddu var gerð frá Fossvogs- kirkju 5. janúar 2011. hjá fjölskyldunni að fá Eddu heim og ég var forvitin að hitta hana. Hún tók mér ákaflega vel og mér fannst ég fljótlega tilheyra þess- ari stóru fjölskyldu. Þetta var fjölskylda margra sterkra og sjálfstæðra kvenna sem gaman var að kynnast. Ættmóðirin, Salóme, hélt ákaflega vel utan um hópinn sinn, var í góðu sam- bandi við systur sínar, stelpurnar sínar allar, uppeldisson og alla afkomendur. Edda var ung og ástfangin og henni fylgdi mikið líf og mikil gleði. Hún var eftirsótt til vinnu og hafði gaman af starfinu sínu og talaði með væntum- þykju um samstarfsfólk sitt á Heilsu- verndarstöðinni. Heima hafði hún yndi af því að hafa heimilið fallegt, elda góðan mat og baka, enda frábær kokkur. Hún tók vel á móti gestum og var gestkvæmt á heimilinu. Það var enda sérlega skemmtilegt að spjalla við Eddu, hún var fluggreind, vel að sér um marga hluti og áhugasöm um fólk. Mér leið alltaf vel í návist hennar því hún átti mjög auðvelt með að sýna væntumþykju sína, bæði í orði og í verki. Þegar hún eignaðist, ásamt Ingibergi, yngri drengina sína, Ingi- berg Braga og Magnús Grétar, fékk ég að taka þátt í því með henni og passa þá, ásamt Lönu og Bjarna. Það leið ekki á löngu þar til hún fékk að endurgjalda mér barnapöss- unina því að við Bjarni gáfum henni ömmustrák meðan hún var enn með drengina sína unga. Hún gætti Sverr- is fyrir okkur fyrsta veturinn hans með mikilli gleði og var Sverri æ síð- an góð amma. Ég þakka henni fyrir það, og fyrir allt það sem hún gaf mér og kenndi mér á mótunarárum mín- um. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Systrum hennar og börnunum öll- um sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Anna Svava Sverrisdóttir. Elsku Edda mín hefur kvatt þenn- an heim. Er ég sest niður til að rita kveðjuorð um Eddu kemur fyrst í huga mér hversu fróð og skemmtileg hún var, en einnig hvað hún var traust og yndisleg vinkona. Til hennar var ávallt gott að leita og þess nutu bæði ég og dætur mínar. Kynni okkar hóf- ust fyrir um 20 árum þegar við hófum störf saman. Allar götur síðan höfum við hist reglulega og spjallað saman í síma, síðast á aðfangadag. Þessi fátæklegu orð eru aðeins þakklæti fyrir alla tryggð hennar við mig og mína. Við töluðum oft um að þegar þessari jarðvist lyki væri eitt- hvað meira framundan. Það er alveg víst að Edda hefur farið á góðan stað. Ég á eftir að sakna hennar, kímnigáfu hennar og góðu nærveru. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir) Með þessu ljóði kveð ég Eddu. Megi minning hennar vera ljós í lífi afkomenda hennar. Þeim sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku vinkona. Þín Bjarghildur. Fljótlega eftir að ég hóf störf sem sóknarprestur í Garðapresta- kalli á Akranesi lét ég það verða Guðbjartur Gestur Andrésson ✝ Guðbjartur Gest-ur Andrésson, kennari og húsa- smíðameistari, fædd- ist á Hamri í Múla- sveit, Austur-Barðastrand- arsýslu, 22. janúar 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 8. desember 2010. Útför Guðbjarts fór fram frá Selfoss- kirkju 17. desember 2010. eitt af mínum fyrstu verkum að hefja sunnudagaskólastarf með börnum, og nefndum við það kirkjuskóla. Kirkju- skólinn hófst um haustið 1975. Aug- ljóst var fljótt að ég réð engan veginn einn við þann fjölda barna sem komu hvern laugardags- morgun. Það var því úr að Guðbjartur Pétur Andrésson handavinnukennari, ásamt Ragn- heiði, kirkjuverðinum sem aldrei brást, urðu mínir aðstoðarmenn. Guðbjartur var alltaf reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum. Eftir að við Guðbjartur fórum tveir að starfa saman, höfðum við það fyrir reglu að hittast eina kvöldstund í hverri viku og búa okkur undir framkvæmd kirkju- skólans. Það voru blessaðar stund- ir, okkur báðum mikils verðar og uppbyggjandi. Við lásum saman Biblíutexta sunnudagsins, ræddum innihald og boðskap þeirra og báð- um saman. Guðbjartur var heitur og einlægur bænamaður og mátti mikið af honum læra á þeim vett- vangi. Sjálfur er ég í lífstíðar þakklæti fyrir sambænastundirn- ar. Guðbjartur var kennari af Guðs náð. Ekki vantaði handlagnina og það sem þurfti til að kenna börn- unum að smíða góða og vandaða gripi. En samt hefði hann nú held- ur átt að kenna kristinfræði. Á þeim vettvangi var hann umfram allt á heimavelli. Sögur úr Biblí- unni sagði hann þannig að þær gleymdust ógjarnan. Og margir unglingar sem verið höfðu undir handleiðslu hans mundu þær seinna sér til leiðbeiningar og blessunar. Guðbjartur var löngum einn öt- ulasti og dugmesti starfsmaður Gi- deon-deildarinnar á Akranesi. Um áratuga skeið ferðaðist hann víðs vegar um Vesturland með Nýja testamentið frá Gideon, sem gefin eru 10 ára börnum í skólum lands- ins. Þar heimsótti hann skólana og flutti um leið hugvekjur, sem bæði voru vekjandi og minnisstæðar. Oft lenti hann í erfiðleikum á þess- um ferðum en treysti ávallt ferða- bæninni. Hann þekkti og fylgdi daglega heilræði Hallgríms: „Bænarlaus aldrei byrjað sé burtför af þessu heimili.“ Samstarf okkar Guðbjarts stóð á annan áratug. Þá varð sú breyting á að ungir guðfræðistúdentar tóku barnastarfið að sér, en við gömlu mennirnir stigum til hliðar. Ég veit að Guðbjarti þótti sárt að verða að hætta, og víst er að hann hélt áfram að biðja fyrir hópnum öll- um, þótt sjálfur væri hann horfinn af vettvangi. Allt hans mikla og margþætta starf var sjálfboðastarf og aldrei vissi ég til að hann þægi eina einustu krónu fyrir þjónustu sína. Árið 1977, þegar Akranes- kirkja var 100 ára, smíðaði Guð- bjartur þrjár fagrar númeratöflur, sem prýða kirkjuna okkar í dag. Síðustu árin fór heilsu Guð- bjarts mjög að hraka. Hann flutti til dóttur sinnar á Selfossi og dvaldi þar litla hríð. Þá lá leiðin á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Þar andaðist hann hinn 8. des. sl. Það er sannfæring mín að á helgri jólahátíð hafi Guðbjartur tekið fagnandi undir lofsöng engl- anna og sungið af hjartans fögn- uði: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á.“ Samúðarkveðjur. Björn Jónsson, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.