Morgunblaðið - 22.01.2011, Side 40

Morgunblaðið - 22.01.2011, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 Sagt er að hláturinn lengi lífið, amma var lifandi sönnun þess, og ekki er ólíklegt að hún hafi farið síðasta áratuginn á flissinu einu saman. Við munum minnast ömmu fyrir hlýju hennar, kærleik og ekki síst kímnigáfu, meira að segja þegar hún setti upp helgisvipinn sinn gat hún ekki falið glettnina sem ávallt skein úr augum hennar. Þótt ferðalag Ömmu Páldísar hafi oft verið erfitt, í gegnum dýpstu dali og yfir hæstu hæðir, þá brosti hún gegn um tárin, eins og við gerum núna, þeg- ar við minnumst elsku ömmu okkar. Sindri Páll, Halldór Smári og Davíð Steinn. Í rúm 30 ár var ég samferða Páldísi tengdamóður minni. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni, alltaf hafði hún lag á að sjá það góða og fal- lega í fari fólks. Engan öfundaði hún, nema kannski sjálfa sig, „allt þetta yndislega fólk sem ég þekki, stelpurnar, barnabörnin og tengdasynirnir, svo hló hun dillandi hlátri“, skál fyrir mér. Samt hafði hún kynnst sorginni ung, axlaði snemma mikla ábyrgð og glímdi við erfið veikindi. Ekki rættust allir draumarnir og hjartasárin nístu Páldís Eyjólfs ✝ Páldís fæddist áSjávarhólum á Kjalarnesi 22. sept- ember 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 5. janúar 2011. Útför Páldísar fór fram frá Fossvogs- kirkju 18. janúar 2011. stundum. Hún bugaðist ekki, stóð upp hnarreist og brosmild, dagarnir urðu aftur bjartir. Hún umvafði fjöl- skylduna og vini, hún var lífsglöð og gjafmild. Hún var stolt í sinni hógværð en ákveðin í sinni blíðu. Eitt bros og sólin skein, uppörvandi orð og allir vegir voru færir. Af henni getum við lært hvað er það mikil- væga í lífinu; að rækta garðinn okkar, gefa af sjálfum okkur og elska. Elsku fjölskylda og vinir, Dóra, Beta og Ella, grátum ekki heldur gleðjumst. Gleðjumst yfir góðu minningunum um Dísina sem við elskuðum og dáðum. Ferðastu hljóðlega um heiminn og hugleið hvert einasta skref. Mannfólkið magnar upp drauma og mótar sinn framtíðarvef. Þú aleinn í draumunum dvelur uns draumarnir varna þér máls. Meðbræður nefndu með nafni og nálgastu upphaf þín sjálfs. Órótt er mannanna eðli angrað af sorgum og leit. Gakk út meðan stjörnurnar stara og strengdu þín dýrustu heit. Ferðastu hljótt eins og húmið sem hjúfrar hvert lífsmark að sér. Draumarnir rætast í dögun lát draumana rætast í þér. (Halfdan Rasmussen/ Kristján E. Hjartarson) Elsku Páldís, hafðu þökk fyrir allt. Sigurður Halldórsson. ✝ Jóhann EinarBjarnason fæddist í Reykjavík 9. sept- ember 1925. Hann lést á Landakoti 3. janúar 2011. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Ragnar Árnason, verkstjóri í Reykjavík, f. 26. nóv. 1894 og Magnea Guðrún Ein- arsdóttir, f. 22. júní 1900. Bræður Jóhanns voru: Árni Kristinn, Gunnar Magnús og Sverrir. Þeir eru látnir. Jóhann Einar kvæntist 24. apríl 1954 Unu G. Aradóttur, f. 14. maí 1927 á Patreksfirði. Börn Jóhanns og Unu eru: 1) Helgi Örn læknir, f. 1954, giftur Jónínu Hörgdal og eiga þau þrjú börn. Þau eru: Bjarki, f. 1988, Reynir Þorsteinn, f. 1990 og Katrín Guðrún, f. 1994. 2) Magnea, náms- og starfsráðgjafi, f. 1958, gift Jóni Ólafs- syni, þau eiga tvö börn. Þau eru: Jóhann Einar, f. 1982, í sambúð með Sóleyju Brynjarsdóttur og eiga þau einn son, Óskar, og Una Helga, f. 1987, í sambúð með Agnari Darra Lár- ussyni. 3) Einar verk- fræðingur, f. 1961. Jóhann Einar ólst upp við Nýlendugötuna í vesturbæ Reykjavíkur. Hann lauk námi í hús- gagnabólstrun frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði alla tíð við iðn sína á eigin bólsturverkstæði. Útför Jóhanns Einars fór fram í kyrrþey. Hann grípur kaffibrúsann og röltir af stað. Áfangastaðurinn er vinnustað- urinn, verkstæðið. Þar er hann í ríki sínu, fagmaður á sínu sviði. Þar lofuðu verkin meistara sinn. Húsgagna- bólstrun var hans ævistarf og þar stóðu honum fáir á sporði. Vinnudag- urinn var langur og vinnuvikan nýtt til hins ýtrasta. Auglýsing var óþörf, handbragðið þekkt og viðurkennt af þeim sem þjónustu nutu. En hann var meira, miklu meira en fagmaður á þessu sviði. Hann var fræðimaður, ferðamaður, félagi. Þótt kynslóð og kynslóðir skildu stundum að þá var hann sívakandi yfir nýjungum á öllum sviðum því áhugasviðin lágu víða. Hann var ósínkur á að miðla þeirri vitneskju sem hann bjó yfir og áhuga- samur um það sem aðrir tóku sér fyr- ir hendur í leik og starfi. Samferða- fólkið naut, börn, tengdabörn og barnabörn. Allir áttu greiða leið að honum og því sem hann bjó yfir og fundu fyrir einlægum áhuga hans á því sem þeir gerðu og þáðu góðar ráð- leggingar. Þannig var tengdafaðir minn vakinn og sofinn yfir velferð sinna nánustu og samferðamanna yf- irleitt. Hann kallaði ekki á torgum en athygli átti hann óskipta þegar hann ræddi málin. Þekking og áhugi á menningu og listum heima og heiman einkenndi hann alla tíð. Hann las mikið menn- ingartengt efni og listáhuga hans var viðbrugðið, sérstaklega á málaralist. Hann var esperantisti og þannig náði hann góðri tengingu við grunn evr- ópskra mála og nýtti á ferðalögum er- lendis. Sem ferðamaður fór hann víða. Á yngri árum voru skipulagðar og farnar ferðir um heilu landshlutana hérlendis þar sem gönguskórnir og göngustafurinn voru þeir hlutir sem hann og ferðafélagarnir reiddu sig á og slattinn í bakpokanum það sem varð að bjargast við milli staða en förueðlið og fróðleiksþorstinn dró þá félaga áfram. Hann setti spor sín á ystu nes sem hæstu fjöll og miðlaði af reynslu sinni af sömu hógværð og ein- kenndi allt hans fas. Eðlilega dró úr slíkum ferðum þegar hann festi ráð sitt, kvæntist förunauti sínum og hóf búskap. En þegar fjölskyldan stækk- aði, börnin uxu úr grasi og fram á síð- ustu æviár var hann drjúgur við skipulagningu alls konar ferða, lengri og skemmri og gjarnan með tengingu við kirkjustað og þá um leið kirkju- garðinn því slíkur staður segir svo margt um fortíðina og þá það sem við byggjum á í dag. Minnisstæðastur er hann okkur sem félagi og jafningi. Það var gott að leita til hans með hin margvíslegustu mál og hann var ávallt reiðbúinn til aðstoðar. Hann gaukaði punktum og hugmyndum að börnum og barna- börnum að nýta í ritgerðir og við nám. Fékk hann í staðinn að lesa yfir verkin þegar þau voru fullmótuð og álit hans var mikils metið. En nú er kallið komið. Hann hefur lagt upp í sína hinstu ferð og þá ferð fer hann einn. Hugur okkar fylgir honum. Í hjörtum okkar er þakklæti fyrir að hafa fengið að ganga með hon- um hluta lífsgötunnar og notið þess sem hann gat þar miðlað til okkar. Það er veganesti sem við varðveitum okkar veg á enda. Jón Ólafsson. Ég kom í heiminn á afmælisdegi afa. Milli okkar var ætíð góð vinátta. Alla tíð var afi að kynna mér söguna og listina og ýta undir áhuga minn á því sviði. Alltaf var tími fyrir spjall. Oft fórum við í heimsóknir á lista- söfn. Á söfnunum var nýjum straum- um og stefnum tekið opnum huga. Áhugi og jákvæðni var sterkur þáttur í persónugerð afa, af því lærði ég mest. Það verður undarlegt að segja ekki „sömuleiðis“ eins og alltaf þegar afi óskaði mér til hamingju á af- mælisdaginn minn. En minningarnar lifa og fyrir þær er ég þakklátur. Hvíl í friði. Jóhann Einar Jónsson. Afi var alltaf góður félagi og hans verður sárt saknað og tómlegt að vita til þess að hann muni ekki grínast með manni aftur, hringja og spyrja um ein- kunnir, kíkja á listasafn eða skoða kirkjur. Afi sýndi öllu því sem ég tók mér fyrir hendur mikinn áhuga og var hvetjandi á jákvæðan hátt. Samveran með afa kenndi mér margt og mun verða mér gott veganesti í lífinu. Minningarnar eru margar, góðar og hugljúfar og þær munu lifa áfram í huga og hjarta. Una Helga Jónsdóttir. Kær mágur og vinur, Jóhann Einar Bjarnason, lést á Landakotsspítala 3. þ.m. eftir langvarandi veikindabar- áttu við erfiðan sjúkdóm á 86. aldurs- ári. Segja má að hvíldin hafi verið hon- um líkn. Ungur að árum lærði Jóhann hús- gagnabólstrun, sem varð hans ævi- starf. Naut hann virðingar og trausts meðal starfsfélaga sinna og viðskipta- vina, sem kunnu að meta hæfni hans og vandvirkni. Það var hamingjuríkt ár í lífi þeirra beggja, Jóhanns og syst- ur okkar Unu, þegar þau ung að árum gengu í hjónaband. Við systkinin kunnum strax að meta þennan hæg- láta og trausta mann að verðleikum. Jóhann var mikill bókaunnandi og átti gott bókasafn. Ef til vill hefði hann átt að hasla sér völl í upphafi á bók- menntasviðinu því hann naut þess að liggja yfir fræðibókum og kom stund- um með athyglisverðar ábendingar úr þeirri smiðju. Hann fylgdist af áhuga með þjóðmálaumræðunni og hafði mikinn áhuga á myndlist, sem hið fal- lega heimili þeirra Unu ber vott um. Jóhann var afskaplega dagfarsprúð- ur maður og hann bar hag fjölskyld- unnar fyrir brjósti og vildi veg hennar sem mestan. Hann var í raun valmenni í samskiptum við annað fólk, raunsær og góðum gáfum gæddur. Jóhann naut þess að ferðast og ferð- uðust þau hjónin mikið bæði innan- lands og utan. Var hann manna fróð- astur um landið okkar og gæði þess. Á sínum tíma gerðist hann mikill aðdá- andi alheimsmálsins esperantó og sótti þing þess í öðrum löndum. Hann átti sæti í stjórn íslenskra esperantista um árabil. Minnisstæðar eru haustferðir okkar systkina ásamt mökum og mágkonum. Haldið var vestur á Mýrar og gist á þekktu höfuðbóli frá fyrri tíð. Venjan var að nota heilan dag til að fara um héraðið þar sem brekkur, lækir, ár, fjöll og dalir var skoðað ásamt fornum söguslóðum. Kom þá í hlut Jóhanns að leiðbeina á þessum ferðum svo að allir hefðu gagn af. Að áliðnum degi, þegar komið var til baka í áfangastað, var slegið upp grillveislu og tók þá Jóhann að sér að grilla. Lagði hann steikina í fallega gerða holu og bjó um eins og meistarakokkur. Brást það aldrei, að úr varð úrvalsveislumatur. Leið svo kvöldið með stórveislu söng og gleð- skap. Mætur maður er genginn. Hann bjó yfir hógværð og átti flesta þá lífsþætti, sem prýða góðan mann. Við þökkum samfylgdina og sendum Unu, börnun- um og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. systkina Unu og fjölskyldna þeirra, Þórhallur Arason. Jóhann Einar Bjarnason ✝ Einar HaraldurÞórarinsson fædd- ist á Fljótsbakka í Eiðaþinghá 22. mars 1929. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum 18. desember 2010. Foreldrar Einars voru hjónin Guðjón Þórarinn Guðmunds- son, bóndi á Fljóts- bakka, og kona hans, Jóhanna Matthea Ein- arsdóttir Long. Þór- arinn og Matthea bjuggu allan sinn búskap á Fljótsbakka og bjó Einar með þeim þar til þau létust og hann tók við búinu ásamt systur sinni, Sól- veigu. Eignuðust þau Þórarinn og Matthea sex börn og komu þeim vel til manns. Systkini Ein- ars: Guðmundur Þor- kell, f. 30. des 1922, d. 7. nóv. 1995, Anna Jón- ína, f. 3. feb. 1925, býr í Reykjavík, Guðný, f. 25. okt. 1927, d. 2. mars 1998, Jóhanna, f. 24. feb. 1931, býr á Ak- ureyri, Sólveig, f. 15. nóv. 1936, nú búsett á Egilsstöðum. Einar var bóndi alla sína starfsævi og fór það vel úr hendi en þegar hann varð sjötugur ákvað hann að hætta búskap og flutti til Eg- ilsstaða og bjó þar síðustu ellefu árin. Einar var ókvæntur og barnlaus. Einar var jarðsettur í kyrrþey frá Eiðakirkju 4. janúar 2011. Látinn er kær bróðir og komið að kveðjustund. Ég hugsa um lífið og til- veruna sem við áttum saman. Við vorum alin upp í sex systkina hópi og áttum ánægjuleg uppvaxtarár í leik og starfi. Lífið var ekki alltaf auðvelt en það var skemmtilegt og þrosk- andi. Foreldrar okkar létu okkur ganga í flest störf sem vinna þurfti hverju sinni og við lærðum af því hvernig maður bjargar sér við ýmsar aðstæður, lærdómur sem komið hef- ur sér vel í gegnum lífið. Við Einar vorum samrýnd systkini og þegar ég eignaðist fjölskylduna mína fylgdi Einar okkur áfram og naut fjölskylda mín góðs af vináttu okkar alla tíð. Við Einar vorum í miklu símasambandi síðustu árin og fylgdumst vel hvort með öðru. Einar hafði gaman af því að ferðast og fór víða um landið. Hann átti víða vini sem hann þurfti að vitja um og koma við hjá. Þegar við komum á Austurland fórum við saman í margar lengri og styttri ferðir og eins var þegar hann kom norður til okkar á Akureyri. Alls staðar var tekið vel á móti okkur og það var gaman að ferðast með Einari. Hann þekkti landið vel og tók vel eftir staðháttum. Einar var vel lesinn og fróður um menn og málefni. Hann var stálminn- ugur, átti gott bókasafn og hafði mikið yndi af því að lesa og fræðast um alla hluti. Skólaganga hans var stutt enda tækifæri til menntunar á þessum tíma ekki mikil. Greinilegt var að Einar var mikill námsmaður en á þessum tíma sem við vorum að alast upp á var ekki í boði að stunda nám, nema að við systurnar fengum að fara í hús- mæðraskóla en bræðurnir höfðu tæki- færi til að fara einn vetur í Eiðaskóla eins og Einar gerði. Síðan tók vinnan við og hún var það sem allt snerist um. Það sem einkenndi Einar helst var að hann var fljótur að hugsa og fljótur að framkvæma. Fékk hugmynd og framkvæmdi hana strax. Það átti ekki við hann að bíða lengi. Síðasta ár var honum erfitt heilsufarslega en hann lét það ekki trufla sitt daglega líf þar til á lokastundinni. Þá fékk hann hug- mynd um að nú væri komið nóg, fór upp á sjúkrahús og kvaddi svo fljótt að varla gafst tími til að komast aust- ur til kveðja hann hinstu kveðjunni. En það hafðist. Sérstakar þakkir eru til Sólveigar systur minnar og Guðmundar manns hennar fyrir að fylgjast vel með Ein- ari og hlúa að honum þegar hann þurfti þess með. Einar vissi að hann gat alltaf leitað til þeirra. Eins vil ég þakka heimahjúkruninni og starfs- fólki á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum fyrir góða umönnun. Hafðu hjartans þakkir fyrir vinátt- una og samfylgdina í gegnum lífið, kæri bróðir. Minningin um þig lifir og ég veit að við hittumst síðar. Jóhanna Þórarinsdóttir. Einar Haraldur Þórarinsson „Þú gerðir mig að ömmu“ sagði amma Karin iðulega við mig þegar við hittumst og vísaði þar til Karin Waag Hjálmarsdóttir ✝ Karin WaagHjálmarsdóttir fæddist í Vest- mannahavn í Fær- eyjum 16. ágúst 1926. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk- inni í Reykjavík 29. desember 2010. Útför Karinar Wa- ag Hjálmarsdóttur var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 5. janúar 2011. þess að ég var hennar elsta barnabarn. Fannst mér þetta stundum óþægilegt þegar ég var yngri og taldi jafnvel að ég hefði gert eitthvað af mér, en staðhæfingunni fylgdi þó alltaf glettnisblik í auga og því lærði ég fljótt að þetta var nú ekki svo slæmt eftir allt saman! Alltaf var gaman að hitta ömmu Karin og hún og afi fylgdust vel með hvað gerðist í lífi þessa elsta barnabarns, eiginkonu hans og elstu barnabarnabarnanna þriggja sem síð- ar bættust við á heimilið og gerðu þau að langömmu og langafa! Amma Karin var mikil heimskona og var gaman að heyra hana og afa lýsa staðháttum og mannlífi í þeim löndum sem þau bjuggu í. Amma gleymdi samt aldrei uppruna sínum og talaði með stolti um ættina, bæði þá sem á undan fóru og á eftir komu. Nú þegar komið er að því að kveðja í hinsta sinn er mikil huggun fólgin í því að vita að amma Karin náði að kveðja fjölskylduna um jólin og að afi Hannes tekur fagnandi á móti henni og þau verða saman á ný. Guð blessi minningu ömmu Karinar. Hannes Birgir Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.