Morgunblaðið - 22.01.2011, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.01.2011, Qupperneq 43
DAGBÓK 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍSA! MMM! MVAH! ÞETTA ER EKKI VEL FARIÐ MEÐ LJÓSMYND SAGT ER AÐ GOTT HEIMILI SÉ UNDIRSTAÐA GÓÐS LÍFS ÞVÍ MIÐUR, Á MEÐAN ÉG VAR Í BURTU... ...ÞÁ SKIPTI KONAN MÍN UM LÁS Á GÓÐA HEIMILINU OKKAR ENGINN SEGIR AÐ ÉG SÉ SÆT ÞÚ HLÝTUR AÐ GERA ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞÚ ERT EKKERT SÉRLEGA FALLEG ÉG ÞARF LÍKA EKKI AÐ VERA FALLEG! MIG LANGAR BARA AÐ VERA SÆT ÁSTIN MÍN, ÉG HELD AÐ ÞÚ EYÐIR AÐEINS OF MIKLUM TÍMA Á FACEBOOK ÞÚ ERT NÆSTUM HÆTT AÐ SINNA BÖRNUNUM ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞÉR ÉG HELD AÐ ÉG ÆTTI EKKI BARA AÐ DRAGA ÚR ÞVÍ, HELDUR HÆTTA ALVEG ÞAÐ VÆRI EFLAUST BEST ÉG ER ÞÁ HÆTT FRÁ OG MEÐ MORGUNDEGINUM ÞAÐ VÆRI BETRA AÐ HÆTTA STRAX FYRIRGEFÐU, ÉG VISSI EKKI AÐ HÚN VÆRI GIFT ÞÉR EN NÚNA VEISTU ÞAÐ WOLVERINE HA? VEISTU HVER ÉG ER UH... ÉG HEYRÐI MJ KALLA ÞIG ÞAÐ... HANN MÁ EKKI KOMAST AÐ ÞVÍ AÐ ÉG HITTI HANN ÁÐAN... SÉRÐU HVAÐ GEORG ÚR NÆTUR- VAKTINNI LÍTUR MIKLU BETUR ÚT ÞEGAR HANN ER RAKAÐUR OG KOMINN MEÐ LINSUR ÞETTA ER EKKI NÆTURVAKTIN, ÞETTA ER ÚTSENDING FRÁ BORGARSTJÓRNAR- FUNDI ERTU VISS, ALLIR Í KRINGUM HANN ERU SVO KJÁNALEGIR VELKOMINN Í PÓLITÍK Eru engin takmörk fyrir því, hvað hægt er að bjóða þjóðinni? Við verðlaunaafhend- ingu í sjónvarpsþætt- inum Útsvari fyrir ári mótmælti Vilhjálmur Bjarnason á áhrifarík- an hátt rekstri Pálma í Fons á Iceland Ex- press. Alla tíð síðan hefur ríkissjónvarpið reglulega upplýst þjóðina um við- skiptafléttur Pálma og viðskiptafélaga hans Jóns Ásgeirs. Eftir fréttir sendir RÚV auglýsingar frá Iceland Express inn á heimili lands- ins. Þannig hefur friðhelgi heimilisins verið rofin hvern einasta dag í heilt ár. Til að bæta ímyndina hafa þeir slegið upp í auglýsingunum, að Ice- land Express hafi flutt inn í landið gjaldeyri, sem samsvari svo og svo mörgum Hörpu-hljómlistarhöllum. Hvernig væri að upplýsa, hvað gjald- eyririnn, sem þeir komu úr landi, séu margar Hörpur fyrir utan allan þann skaða, sem þjóðin hefur orðið fyrir beint eða óbeint af gjörðum þeirra fé- laga? Fróðlegt væri líka að vita hvað Iceland Express hafi eytt mörg hundruð milljónum árið 2010 í aug- lýsingar á Íslandi. Í viðbót við RÚV eru blaðaauglýsingar og meira að segja Útvarp Saga hef- ur lagst svo lágt að vera með vikulegan auglýsingaþátt um Ice- land Express. Þjóðin hefur líka verið upplýst um fléttur í sambandi við eignarhald á Stöð 2, sem Jón Ásgeir keypti af nafna sínum Ólafs- syni. Síðastliðin ár hafa ýmis félög átt stöðina en tekist snilldarlega að losa sig við hana áð- ur en þau fóru á haus- inn. Í dag á eiginkona Jóns Ásgeirs Stöð 2, sem hann varð að selja til að borga skuldir og það í viðbót við að selja móður sinni húsið sitt. Nú hefur það gerst að Stöð 2 hefur stolið handknattleikslandslið- inu okkar. Það ætti ekki að þurfa að setja í lög, eins og er í norskum lög- um, að landsleikir skuli vera í opinni útsendingu, en nú er ljóst að vík- ingum er ekkert heilagt. Það ber því að binda strax í lög að landsleikir skuli áfram vera í þjóðareign eins og fiskurinn í sjónum. Það hlýtur að vera hægt, áður en fleiri gripdeildir eiga sér stað, þó svo ríkisstjórnin geti ekki stoppað rekstur útrásarvíkinga í landinu. Sigurður Oddsson. Ást er… … að kljúfa öldurnar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Frostaveturinn 1881 var einhversá harðasti síðan mælingar hófust. Um miðjan janúar var Reykjavíkurhöfn frosin langt út fyrir eyjar. Og í lok janúar var rið- ið yfir Hvalfjörð, gengið úr Reykjavík upp á Kjalarnes og það- an upp á Akranes segir í Annáli nítjándu aldar. Um þorra-frostin segir Páll Ólafsson í bréfi til Sig- urðar Hallgrímssonar á Ketils- stöðum: Hér hefur verið hvasst og svalt, hér hafa ljósin slokknað, eldinum hefur orðið kalt, eldabuskan kroknað. Göngin öll eru glæra-svell, gljá um allan pallinn, hundana inni í húsum kell, hestana fram við stallinn. Ofninn kyndi ég mest sem má að mýkja úr slíkum þrautum, þó má ganga einlægt á ofnhellunni á skautum. Í fjósinu hefur flórinn lagt, þótt fólkið í hann mígi. Þá hef ég aldrei satt orð sagt sé nú þetta lygi. Öðru sinni orti Páll: Það hef ég sjálfur séð og reynt, að svanna blíður sjóna-röðull svellin bræðir og sjálfan eldinn stundum glæðir. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Eldinum hefur orðið kalt Vilmundur Jónsson landlæknirsmíðaði að sögn orða- sambandið „sósíalisma andskotans“, þótt mér hafi ekki tekist að finna það í ritum hans (að vísu ekki við mjög ákafa leit), en gott væri, ef mér fróð- ari menn geta bent mér á, hvar þetta kemur þar fyrst fyrir. Mér er sagt, að Vilmundur hafi lagt þá merkingu í orðasambandið, að átt sé við þarflitla útþenslu hins opinbera. Kemur það heim og saman við það, að Vilmundur var áhuga- samur um að kynna Íslendingum Parkinsons-lögmálið, en samkvæmt því þrútnar vinna, uns hún fyllir út í tímann, sem gefst til að inna hana af hendi. (Á hversdagslegra máli má segja, að opinberir starfsmenn finni sér alltaf eitthvað til að dunda við, ef verkefnin eru lítil.) Önnur merking orðasambandsins er hins vegar, þegar ríkisafskipti hafa öfugar afleiðingar við það, sem þeim var ætlað. Eitt dæmi um þetta er, þegar aðgerðir til aðstoðar fá- tæku fólki bitna frekar á þeim sjálf- um en hinum efnaðri, eins og stund- um vill verða. Fyrsta beina dæmið, sem ég þekki af orðasambandinu sósíalisma and- skotans, er fyrirsögn greinar eftir Ragnar Jónsson í Smára í Nýju Helgafelli 1958. Þar sagði, að „þjóð- kunnur orðasmiður“ hefði gert orða- sambandið „fyrir nokkuð löngu“. Notaði Ragnar í Smára það um ýmis höft á fisksölu á Reykjavíkursvæð- inu. Ein stutt og laggóð skilgreining á sósíalisma andskotans hefur síðan orðið fleyg. Hún er, að ríkið þjóðnýti tapið, þegar illa gengur, en leyfi kap- ítalistum að hirða gróðann, þegar vel gengur. Jónas Jónsson frá Hriflu setti þá hugsun fram einna fyrstur í þing- ræðu um opinbera ábyrgð á fisk- verði rétt fyrir jólin 1946, eins og sjá má í Alþingistíðindum 1946 (B 1247). Hann benti á, að í Ráðstjórnarríkj- unum væri raunverulegur sósíal- ismi: „Þar er ekki heldur sagt við þegnana: Þið hirðið gróðann, sem kann að verða, en við greiðum tap, ef það verður.“ Síðan sagði Jónas: „Sá munur er því hér á, að þjóðnýting Rússa er alvarleg tilraun til að geta staðist. En hér er á ferðinni ný teg- und þjóðnýtingar, þar sem ríkið ber áhættuna af atvinnurekstrinum upp í topp, en atvinnurekendur eiga að stjórna og hafa gróðamöguleikana.“ Hér sem oftar sá Jónas frá Hriflu sumt skýrar en samtímamenn hans, þótt hann lokaði augum fyrir öðru. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesg@hil.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Sósíalismi andskotans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.