Svanir - 01.05.1939, Page 19

Svanir - 01.05.1939, Page 19
17 manntusku, sem ráfar hugsunarlaust suður Suðurgötu.— Það er réttlætinu að kenna, ef einhver á sök á þeim á- rekstri. Mannræfillinn rekur upp öskur — skerandi hræðslu- öskur. Hann nemur staðar eitt augnablik — en heldur ekki lengur. Svo þýtur hann áfram suður götuna, hræddur eins og samvizkusöm vinnukona eða huglaus héri. Ég sé lögregluþjóninn koma. Hann hendir sér yfir kirkjugarðsvegginn og stefnir á mig. Ég verð að halda áfram. Menn, sem flýja, eru lítilmenni, en menn, sem gef- ast upp á flótta, eru pínulítilmenni. Svo pínulítill vil ég ekki verða. Ég hleyp á eftir hrædda manninum. Það er erfitt að hugsa á hlaupum. Hlaup gera menn heimska. fþróttir gera það yfirleitt. Þessvegna eru íþrótta- menn andlega fátækari en prestar. En þeir eru djarfari og sjálfum sér samkvæmari. Það er kostur. í þetta skipti get ég hugsað. — Óttinn knýr mig til þess. — Og hugsun mín er snjöll og rökrétt: Ég er ágæt- ur hlaupari. Hví þá ekki að hlaupa fram úr hrædda mann- inum og láta hann sem flýjandi sökudólg lenda í klóm langa slánans með gylltu hnappana? — Lögregluþjónninn myndi aldrei ná mér nema með aðstoð annarra, en þeim hrædda myndi hann strax ná. Réttlætið er svifaseint og heimskt. Það gerir gyllingin. Mér er boi’gið. Ég hleyp. Suðurgatan er hörð og slétt, og mér finnst ég vera léttur eins og fiðrildi. Þó er ég í tveim skyrt- um, vesti, peysu, jakka, tveim frökkum. En ég er léttur samt — laufléttur, því ég er hræddur og kaldur. Ég er að draga manninn upp. „Góða ferð í tugthúsið“, hugsa ég með mér. Ég er hrærður yfir þessarri hugulsemi minni. Um leið ætla ég að skjótast fram úr hrædda manninum, en það er líkast því sem honum vaxi ásmegin við að fá mig í nálægð sína. — Hann tekur snöggt viðbragð, beygir um leið niður á Skot- húsveginn og þýtur langt fram úr mér. ■Svanir I 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Svanir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.