Svanir - 01.05.1939, Blaðsíða 102

Svanir - 01.05.1939, Blaðsíða 102
92 manns á „Laxfossi“ (Stefán var um 18 ára að aldri, en ég 10 ára), vorum búnir að gefa í fjósið og moka og stóðum sinn í hvorum bás. Lýsislampi hékk í einni stoðinni, stillt og glatt logandi, og vorum við eitthvað að tala saman. Fjósi var svo fyrir komið, að aðalfjósið var tvístætt með flór í miðju og tveim hurðum fyrir; fram af því var rang- hali, eða fjós fyrir geldneyti, og var beinn gangur út úr báðum fjósunum til vesturs. Þetta var um kvöld; stjörnu- bjart var, gott veður og þíð jörð. Allt í einu heyrum við hark mikið á fjósþakinu og virtist sem titringur fari um allt fjósið; var það þó traustlega gjört af rekaviði. Ekki leið á löngu þar til svo var að heyra sem hörð húð væri dregin á freðinni jörð niður þekjuna og fylgdi því sker- andi og ámátlegt ýlfur. Á sömu stundu slokknaði ljósið hjá okkur, svo að ekki sást skar á kveiknum. Ekki höfð- um við eldfæri hjá okkur, og þurftum því að fara heim í bæ til þess að kveikja. Stefán gekk á undan mér út úr innra fjósinu, en ég hélt aftan í hann. Þegar hann kom út úr innra fjósinu, nam hann snögglega staðar; ég spyr hann, hvort við eigum ekki að halda áfram. „Ekki strax“, kvað hann. Mér verður þá litið til dyra, sem áttu að vera opnar og blasa við beint framundan oldtur og skammt frá, en þær var hvergi að sjá. Leið svo nokkur stund, þó ekki löng, þar til allt í einu að þær opnuðust sem hurð hefði verið tekin frá þeim. Fórum við þá leiðar okkar heim í bæ, kveiktum á lampa okkar, létum hann í dall, breiddum yfir og bárum á leið til fjóss. Þegar við erum komnir miðja vegu, sjáum við að ríðandi maður með hestalest kemur götuna heim að fjósinu; er þar kominn Sigurður oddviti frá Svignaskarði og biðst gistingar, sem var auðfengin. Getur hann þess um kvöldið, að samferða- maður sinn, Jóhann söðlasmiður Guðmundsson í Stangar- holti, hafi orðið eftir á Kvíslhöfða til gistingar hjá Run- ólfi föðurbróður sínum og í fylgd með honum hafi verið drengurinn Runólfur, sonur þeirra Kvíslhöfða-hjóna, sem fóstur var búinn að fá í Stangarholti. Hafði hann farið í heimsókn til foreldra sinna. Ferðinni kvað hann heitið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Svanir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.