Svanir - 01.05.1939, Page 30

Svanir - 01.05.1939, Page 30
28 sem skiptast á mosagróin holt og mýrarsund. Um hana liggur þjóðvegurinn til Norðurlandsins. Neðantil í Norðurárdal er allmikið láglendi og er mik- ill hluti þess þakinn hrauni, Grábrókarhrauni, en víða standa upp úr því blágrýtishólar, skógivaxnir. Hraun þetta hefir komið úr tveim gígum, Grábrók, er stendur fast við þjóðveginn, og Grábrókarfelli, sem er örlítið vestar, og hefir meginhluti hraunsins runnið þaðan. Kring um bæði gígopin hefir hrúgazt mikið af gjalli og brunnu grjóti og myndað allhá fell með djúpum skálum ofan í, þar sem hraunið hefir fengið útrás. Hraunið hefir sennilega runn- ið lítið eitt fyrir landnámstíð, en er nú víða mikið gróið, bæði birki og grasi, einkum þó meðfram Norðurá, en hún rennur með suðausturrönd hraunsins og hefir á nokkru svæði brotizt gegnum það. Þegar hrauninu sleppir, taka við víðáttumikil engjalönd, sem ná hlíða á milli í dalnum, Norðurá og Bjarnadalsá liðast um þau í mörgum kvíslum og skipta þeim niður í ýmsa hluta: Hrauney, Desey (Dysey) og Hvassafellsengjar eru helztir. Framanvert við sléttlendi þetta lokast dalurinn næstum því af allhárri hæð, er Arn- arbæli nefnist. Þvínæst skiptast á grasigrónar eyrar og sendnar, er ná allt að Sanddalsá. Þá tekur dalurinn mjög að þrengjast og hækka, og er undirlendi sáralítið úr því. Eftir Norðurárdal rennur Norðurá. Ilún á upptök sín í Holtavörðuvatni, sem er lítið vatn upp af drögum dalsins milli Holtavörðuheiðar og Snjófjalla. Norðurá er í fyrstu mjög vatnslítil, en vex óðfluga eftir því sem neðar dregur, enda kemur í hana fjöldinn allur af ám og lækj- um. Víðast hvar er hún fremur lygn, liðast milli sandeyra og vallgróinna bakka. Undantekning hér frá er þó svæðið milli Fornahvamms og Króks, þar rennur hún eftir grunnu gljúfri, um flúðir og klappir, og á einum stað myndast þar lágur foss, er Króksfoss nefnist. Hæstur allra fossa í Norðurá er Glanni. Hann er við suðaustur-rönd Grábrók- arhrauns; nokkru neðar er Laxfoss, er samkvæmt hreppa- mörkum telst til Stafholtstungna, en heyrir Norðurárdal til landfræðilega. Báðir hinir síðastnefndu fossar eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Svanir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.