Svanir - 01.05.1939, Side 32

Svanir - 01.05.1939, Side 32
30 töfrandi gróður Miosentímans og undir fargi þeirra breytt- ist hann smátt og smátt í surtarbrand (mókol). Nokkru fyrir síðustu aldamót var stunduð kolavinnsla í Hreðavatnsfjalli, og þóttu kolin gefast vel. Þegar lengra kom fram á Nýju-öldina, hófust hin miklu landsig, og þá hefir Norðurárdalurinn sennilega myndazt, að vísu ólíkur því, sem hann er nú, því að síðarmeir breyttu jöklar, sjór og ár útliti hans stórkostlega. Um langt skeið hefir Norðurárdalur hvílt undir heljar- fargi jökla þeirra, er huldu landið á jökultímanum, og síð- ar sökk láglendi hans í djúp hafsins. I Hvammsmúla og Sveinatungumúla finnast skeldýraleifar í fornum sævar- bökkum. Þvínæst tók landið að hefjast að nýju. Á síðari tímum jarðsögunnar hafa árnar efalaust verið stórvirkastar við mótun Norðurárdals. Hinar fögru, grasgefnu engjar neðantil í dalnum eru til orðnar við framburð Norðurár og Bjarnadalsár. Og enn- þá vinna þessi sömu öfl stöðugt að því að breyta útliti landsins, brjóta niður og byggja upp á nýjan leik. Án efa er það Norðurá, sem fyrst og fremst skapar dalbúum góð lífsskilyrði; hún er hið frjóvgandi afl víðáttumikilla, sléttra engja, sem Norðdælingar njóta í ríkara mæli en flestir aðrir. Og nú er hún orðin sumarheimkynni þús- unda silfurgljáandi laxa, sem geta orðið dalbúum drjúg tekjulind, þegar fram í sækir. Norðurá getur þó vikið frá vinskap sínum við Norðdæl- inga. í miklum vatnavöxtum flæðir hún yfir allt láglendi dalsins og getur unnið mikið tjón, ef slíkt verður að sumri til. Þannig var það t. d. 6. sept. 1933, að hún lét greipar sópa um mörg þús. hesta heys. Norðurárdalur er grösug sveit og gróðursæl. Auk lág- lendisins, sem þegar hefir verið minnzt á, eru hlíðarnar víðast mjög gróðurríkar, enda beitilönd góð. Til forna voru hlíðarnar mestmegnis skógi vaxnar, en nú er skógur einungis til á þrem jörðum. Mestur er hann umhverfis Hreðavatn. Þar finnast birkitré allt að sex metrar á hæð, ennfremur er þar nokkuð af reyni og víði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Svanir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.