Svanir - 01.05.1939, Síða 41

Svanir - 01.05.1939, Síða 41
37 og falleg sveit. Á vetrum gat nú verið nokkuð öðru máli að gegna, meðan allar ár voru óbrúaðar. f snjóa- og umhleypingatíð spýta árnar fram krapa og jakaburði og það ekki all-sjaldan svo, að undirlendið er ófært af jök- um og tvískinnungi og vatnsrennum frá Norðurá og þver- ánum. Þegar svo bar til, var ekki önnur leið fær en með- fram hlíðunum, en hún sóttist seint vegna skurða og skorn- inga og svo vegna þveránna. Á meðan ekki var lagður vegur og allar ár óbrúaðar, sóttist ferðamönnum oft seint ferðin um dalinn. Ég minnist þess, að haust eitt biðu hér í Hvammi 17 manns í einn dag og tvær nætur eftir því að komast yfir Norðurá, álíka margt fólk beið í Sveinatungu. Þá voru ekki skipaferðir á milli Borgarness og Reykjavík- ur, en farið um Grjótháls landveg til Reykjavíkur. Um langan aldur og frá ómunatíð hafa dalbúar staðið í þjóð- braut og orðið að hlynna að blautum og ferðlúnum ferða- löngum, fóðra þá og hesta þeirra og veita þeim leiðsögn yfir torfærar ár og erfiða fjallvegi. Frá Sveinatungu að Grænumýrartungu er um 33 km. Var það löng leið í vetrar- hríðum og skammdegi. Fornihvammur hefir oft verið í eyði. Um hann segir Jarðabók Árna Magnússonar: „Forne Hvammur, forn eyðijörð. Liggur undir beneficium Hvamm í Norðurárdal. Hefur í auðn verið næstliðin 22 ár. Átján ár- um þar fyrir (eður um það skeið) var hjer á fornu eyðibóli lítilfjörlig bygð uppreist, en hvað mörg hundruð ár áð- ur hafði það í auðn verið, veit enginn að segja. Þá stund, sem bygðin átti að heita viðhjeldist, lá þó kotið öðruhvörju í auðn, tvö ár í bili eður lengur“. Ennfremur segir: „Þess- ar sakir telja menn til eyðileggíngarinnar: Átroðníng af verfólki mest. Ágángur af f jallpeníngi. Oflángur kirkjuveg- ur og vetrarríki. Byggja má hjer aftur, ef nokkur þá tvo síðari ókostu þolir, en getur hinum af hrundið". Nokkrar sagnir heyrði ég um það, þegar ég var unglingur, að menn hefðu orðið úti á Holtavörðuheiði, en um áreiðanleik þeirra sagna veit ég ekki. Sagt er að fyrir löngu síðan hafi átján menn lagt á heiðina og allir orðið úti nema einn, sem átti að komast að Sveinatungu. Sagt er að einn þessarra manna i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Svanir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.