Svanir - 01.05.1939, Side 44

Svanir - 01.05.1939, Side 44
40 VII. Póstferðir. Þegar ég man fyrst eftir, gengu póstar landveg frá Reykjavík norður og vestur um land. Báðir fóru hér um Norðurárdal. Norðanpóstur norður um Holtavörðu- heiði, en Vestanpóstur vestur um Bröttubrekku. Voru þá farnar 15 póstferðir á ári. Norðanpóstur var stund- um með um 20 hesta undir koffortum, einkum í des- ember og janúar. Ferðamenn að sunnan og norðan hyllt- ust til þess að vera með póstunum eða í kjölfari þeirra. Voru þá oft margir á ferð um póstferðirnar og gestkvæmt á ýmsum bæjum í Norðurárdal. Eftir að sæmilegt lag komst á skipaferðir milli Borgarness og Reykjavíkur, var farið að láta póstana norður og vestur ganga frá Borgar- nesi. Þó var ekki fjölgað ferðum. Það var ekki gert fyrr en hætt var að flytja póstinn á hestum og farið að flytja hann á bílum frá Borgarnesi út í sveitirnar. Nú er póstur sendur frá Borgarnesi einu sinni í viku að sumrinu, en einu sinni í hálfum mánuði á vetrum út um héraðið. Þetta er að vísu mikil framför frá því sem áður var. En póstgöngur þessar eru þó strax á eftir tím- anum, þegar þær komast á. Héðan úr Norðurárdal tekur hálfan mánuð að fá svar við bréfi úr Borgarnesi eftir leiðum póstsins. En bílar ganga f jórum sinnum í viku, eins og fyr segir, með afurðir og verzlunarvörur bændanna. VIII. Félög bænda. Ellefta dag marzmánaðar 1890 var stofnað, að Hamri í Þverárhlíð, búnaðarfélag fyrir Norðurárdal og Þverárhlíð. 1 stjórn voru kosnir: Gísli Einarsson, prestur í Hvammi, Þorsteinn Davíðsson, bóndi á Arnbjargarlæk, og Þorsteinn Hjálmarsson, bóndi í Örnólfsdal. 1903 var félaginu skipt í tvö félög og þá stofnað Búnaðarfélag Norðurárdals, 30. dag ágústmánaðar. í stjórn félagsins voru kosnir: Gísli Ein- arsson, prestur í Hvammi, form., Jóhann Eyjólfsson, bóndi í Sveinatungu og Jón Eyjólfsson, bóndi á Háreksstöðum. Frá 1890—1903 hefi ég ekki skýrslur um unnar jarða- bætur í félaginu. En gerðabók sýnir, að félagið hefir haft
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Svanir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.