Svanir - 01.05.1939, Page 59

Svanir - 01.05.1939, Page 59
58 orðum og ógætinn. Eftir að Davíð missti konu sína, fóru efni hans að ganga til þurrðar. Hætti hann búskap árið 1900 og fór til Ameríku. Friðrika, dóttir Davíðs, og sonur hennar, Davíð Stefánsson, tóku við búsforráðum í Forna- hvammi eftir að Davíð eldri fór til Ameríku. Friðrika dó 1916. Davíð Stefánsson bjó í Fornahvammi til 1920, er hann fluttist suður á Vatnsleysuströnd. f Sveinatungu býr síðan 1924 Kjartan Klemensson, Baldvinssonar frá Hvassafelli. Kjartan ólst upp að Fells- enda hjá Ólafi Finnssyni, er bjó þar um langt skeið með mikilli rausn. Kona Kjartans var Sesselja Gunnlaugsdótt- ir Ijósmóðir. Gunnlaugur var bróðir Klemensar á Hvassa- felli. Sesselja dó vorið 1935. Börn þeirra hjóna eru: Ólaf- ur, Halldóra og Guðrún. Annað heimilisfólk er Sólrún Jónasdóttir, ættuð úr Norður-Múlasýslu. Jóhann Eyjólfsson bjó í Sveinatungu frá 1889—1915. Jóhann var mestur athafnamaður sinnar samtíðar. Hann byggði öll hús í Sveinatungu. Steinsteypt íbúðarhús, mikið og vandað, sem áður getur, tvær heyhlöður, steinsteypt geymsluhús og fjárhús yfir 500 fjár. Hann girti mikinn hluta landsins og gerði miklar umbætur á túninu. — Hann lét sér ekki nægja búskapinn einan saman, þótt hann byggi stórt á erfiðri jörð. Hann tók að sér ýms verk, oft- ast í ákvæðisvinnu, svo sem vegavinnu, stauraflutninginn á Holtavörðuheiði, þegar síminn var lagður, sements- og efnisflutningana í brýrnar á Hvassá, Norðurá, Miklagil og Kattarhryggsgil 1911. Þá keypti Jóhann í mörg vor ær úr vesturhluta sýslunnar, stundum 200—300 og seldi aft- ur á haustin. Eitt sinn sigldi Jóhann til Noregs með 6 hesta til sölu; ég ætla að það hafi verið 1907. Sumarið eftir keypti hann hesta til útflutnings. Jóhann var óvenjulega kjarkgóður og áræðinn og brast aldrei ráð. Hann var skarpgreindur og mælskumaður. Jóhann lét mikið til sín taka sveitar-, héraðs- og landsmál. Gegndi hann um langt skeið ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, og þing- maður Mýramanna var hann 1914—1916. Jóhann var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Svanir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.