Svanir - 01.05.1939, Side 67

Svanir - 01.05.1939, Side 67
61 Nú vill svo til, að fyrir áhrif frá áhugamönnum innan U. M. S. B. hefir Skógrækt ríkisins keypt jörðina Jafna- skarð, sem liggur að Hreðavatni á kafla. í þeirri landar- eign er allmikill skógur og fallegur, eftir því sem hér er um að ræða. Einnig á Skógræktin kost á því svæði í Hreðavatnslandi, sem að vatninu liggur og skógi er vaxið. Þriðja jörðin, sem land á að vatninu, er Laxfoss. Auk þess á svo Hjarðarholtskirkja þar dálítinn landskika, þar sem trén eru einna hæst og bezt. Hér er þá hafið verk, sem í höndum góðra manna og með góðum skilningi jarðeigenda við Hreðavatn gæti orð- ið merkilegt menningar- og uppeldismál fyrir þetta fagra hérað. Hversu stórt svæði sem þarna verður endanlega tekið til friðunar og ræktunar, þá verður það væntanlega nógu stórt til þess að sýna mátt og þrótt hins íslenzka gróðurs, — okkar lágvöxnu birkiskóga, og verða þannig eitt meðal annars til að auka trú okkar á íslenzka mold og tryggð okkar við sveitir þessa lands. Því eins og skáldið segir: Þó að margt hafi breytzt, síðan byggð var reist, geta börnin þó treyst sinni íslenzku móður. Um leið og Skógræktin snýr sér að því að girða og rækta þetta skóglendi, sem hún hefir þegar hlotið við Hreðavatn, verður óefað settur skógarvörður í þetta hér- að. Er líka fullkomin þörf á því, þar sem enginn skógar- vörður er á öllu Vesturlandi. Líkur benda til þess, að sá skógarvörður mundi verða búsettur annaðhvort á Hreða- vatni eða einhversstaðar á næstu grösum. Það kæmi því vel heim við hugmynd þá, sem hér hefir verið sett fram um þjóðgarð á þessum slóðum. Það lítur út fyrir, að á næstu árum verði skógræktar- málum sinnt meira í Borgarfjarðarhéraði en verið hefir, enda hefir ástand það, sem í þeim hefir ríkt, verið Borg- firðingum til mikils vansa. Eiga skógarnir hér það skilið að bætt verði fyrir undangengna vanrækslu. Fyrsta sporið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Svanir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.