Svanir - 01.05.1939, Side 78

Svanir - 01.05.1939, Side 78
70 — Það er laugardagur í dag, sagði ég, þegar karfan var farin. — Já, gegndi hann hress. — Ætli ég geti ekki fengið útborgað í dag? Ég ætla að skreppa í kaffitímanum. Ég á í kvöld tveggja daga kaup að frádregnum einum klukku- tíma, það gerir nákvæmlega 25,84, — ekki rétt? Það má nú töluvert skemmta sér fyrir það. — Já, skaut ég inn í, — eða borga skuldir. — Já, eða borga skuldir, sagði hann þá, þreytulega, og varð daufur í dálkinn aftur. En þegar við skildum þetta kvöld, vorum við samt orðnir góðir kunningjar, og sjálfum fannst mér að við hlytum að eiga töluvert sameiginlegt. Við vorum þó báðir sveita- piltar, og buxurnar okkar voru líkar í sniðunum. Það mátti heita sama góða veðrið næsta morgun, sunnu- dagsmorguninn. Ingólfur húsbóndi minn hafði lofað mér því, að láta mig hafa sunnudagavinnu og eftirvinnu, þeg- ar hann gæti. Kaup fyrir þá vinnu átti ég sjálfur. Annars átti hann kaup mitt virka daga, en galt mér ákveðið kaup yfir tímann, sem ég var ráðinn hjá honum, auk fæðis og húsnæðis. Þá var eftir- og næturvinna frá klukkan 6 að kvöldi til 6 að morgni, borguð jafnt og sunnudagavinna, eða tvær kr. og fimmtíu aurar um tímann. Þó að það væri gott að hvíla sig yfir helgina, eða skemmta sér, freistuðu krónurnar mín þó meira. Kreppan stóð á mér. Ef til vill var komin yfir mig „lífsvenjubreyt- ing“. — Aðfaranótt þessa dags hafði „Tryggvi gamli“ komið inn, og það var von á „Jóni forseta“ um miðjan daginn. Báðir áttu að fá afgreiðslu í fljúgandi fartinni. Það var Ingólfs að sjá um að „kola og salta“ Alliancetog- arana, áður en þeir færu á veiðar, svo að ég átti vísa vinnu allan daginn, og fór í hana strax um morguninn. Það var mikið um vinnu við höfnina þennan sunnudag, en hvergi sá ég Ellert, félaga minn úr kolaskipinu, þar. Þennan dag varð talsverður vindgjóstur undir kvöldið,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Svanir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.