Svanir - 01.05.1939, Síða 82

Svanir - 01.05.1939, Síða 82
74 öllu fremur strokizt við það. En, sem sagt, þetta atvik færði okkur Ellert hvorn nær öðrum.— Sameiginlegur ótti, sameiginlegur léttir. Eitt kvöld, þegar leið að því að búið yrði að losa kola- skipið, urðum við Ellert samferða upp í bæinn. — Ég á samleið með þér, sagði hann, — því að ég ætla að kaupa mér vinnuföt í búðarholu á Vesturgötunni. Það má nft verzla þar þó seint sé. — Duga okkur ekki reiðbuxurnar ? spurði ég. — Mér finnst óþarft, anzaði hann kalt, — að skera mig úr hópi annarra manna, þó að ég sé úr sveit, með því að ganga til fara eins og andhæli. — Alveg rétt, svaraði ég, — bráðum geri ég þetta líka. Það eru gömul sannindi, að alla sína tíð er maður alltaf að mæta einhverjum, það verður ekki hjá því komizt, — og í hallanum fyrir vestan Verzlun Björns Kristjánssonar mættum við tveimur stúlkum. önnur þeirra var stúlkan hans, ég þekkti hana strax aftur, það var sama kápan, sama áhyggjulausa göngulagið, — sama fallega stúlkan. Mér varð litið á Ellert, og ég sá, að honum var kynlega brugðið. Okkar áhyggjulausa spjall dó út, og við þrömm- uðum þarna áfram, sama sektartilfinningin lagðist yfir okkur báða, sekt óhreinindanna og hinna fátæklegu klæða, — sekt vinnunnar, — þvílík börn. Ég fann, að hann myndi gjarnan vilja fela sig á bak við mig, og ég óskaði mér þess, að ég væri orðinn f jögurra álna hár, og digur eins og Söllu-Gvendur, en sjá, hér stóð ég í mínum 164 eða 5 cm. og grannur að sama skapi, hann hafði höfuð og herðar yfir mig. Það leyndi sér ekki, að stúlkan hans hafði líka þekkt hann. Hún horfði á hann andartak og augun í henni stækkuðu af undrun þessarrar óvæntu sýnar. Svo blóð- roðnaði hún, horfði fast niður í götuna fram undan sér og greikkaði sporið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Svanir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.