Svanir - 01.05.1939, Side 97

Svanir - 01.05.1939, Side 97
87 og fjöru. Mörg önnur dæmi mætti nefna úr fornsögunum, sem benda á mikla skóga hér. Sannanir fyrir þessu finnast í jarðlögunum frá þeim tíma. Skógar þeir, sem þá klæddu landið, voru birki- og reyniskógar. Niðri á láglendi og dá- lítið upp í hlíðarnar voru þeir stórvaxnir eða 7—15 m. há tré, en eftir því sem ofar dró, voru trén minni og krækl- óttari og loks endaði skógurinn í kjarri og gras- og lyng- geirum. Kjarrið hefir náð upp í 600—700 m. hæð yfir sjávarflöt. Þá var öðruvísi umhorfs og betri lífsskilyrði fyrir gróð- ur og dýr þau, er þá voru hér í skjóli skóganna. Þá var ekki síður stormasamt hér við land en nú. Tré þau, sem næst sjónum uxu, voru lág og runnakennd, ■en þau fóru fljótt hækkandi og brátt komu fyrir innan skógarjaðarinn stór tré, með lítt greindan stofn, en fagra útbreidda krónu; þannig myndast hallandi skógarþak upp frá ströndinni. En það er einmitt þessi flái skógarins sem beinir storminum upp á við, þannig, að inni í skógum verð- ur logn, sem skapar mjög bætt skilyrði fyrir jurtir þær, sem í skógum og skógarrjóðrum vaxa. Af logninu leiðir svo aftur að veðrátta hlýnar. Þannig telja Norðmenn að meðalhiti ársins hækki um 3—4° C með komu skóganna. Vegna lognsins, sem skóg- arnir skapa, verða stórhríðar engar, samanborið við það, sem nú er, því að þá fellur snjórinn jafn niður, en dregst ekki saman í skafla. Jarðarspjöll af völdum mikilla leys- inga að vori og uppblástur minnkar eða hverfur, því að ekkert bindur jarðveginn betur saman en einmitt rætur trjánna. En allir vita, hversu mikinn usla ár, lækir og vindar hafa gert hér á landi. Ekki þarf annað en líta á mörg öræfi landsins, til þess að sjá eyðileggingarnar. Hér hafa verið talin nokkur af hinum óbeinu notum skóganna. En þá eru ótalin hin beinu not þeirra. Þau skal ég ekki orðlengja, því að öllum er kunnugt, hver þau eru. Sem dæmi má þó nefna hina miklu þýðingu skóganna til allra mögulegra bygginga, eldiviðar og þar af leiðandi spörun á búfjáráburði og síðast en ekki sízt, að nú á seinni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Svanir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.