Svanir - 01.05.1939, Side 100

Svanir - 01.05.1939, Side 100
90 Einn kost skóganna á ég enn ónefndan, sem ungu fólki er hollt að muna. Er hægt að hugsa sér unaðslegra en að reika um skóga, ef til vill með þá útvöldu eða þann út- valda við hlið sér, að vorlagi, þegar sólskin er, eða jafnvel þótt farið sé að rökkva, og þeir anga af ilman sem eigi verður lýst? Unað þennan getur enginn skilið, sem ekki hefir reynt. Nú verður ef til vill einhverjum á að spyrja. Hvað get- um við gert til þess að skrýða landið að nýju? Það fyrsta, sem gera þarf til þess, er að fá menn þá, er einhverja skógarbletti hafa, til að friða þá og verja þá ágangi bú- penings. Og þá sérstaklega sauðfjárins. Ekki má skilja þetta svo, að engin not megi hafa fyrst af skógunum eft- ir að þeir eru friðaðir. Það verður aðeins að nota þá á skynsamlegan hátt. Þá verða líka notin margfalt meiri. Að skýra þetta nánar, yrði of langt hér að sinni. í öðru lagi eiga ungmennafélög, skógræktarfélög og skólabörn að fá trjáplöntur til gróðursetningar frá trjáplöntuuppeld- isstofnunum, sem ríki eða héruð reka. Það er einmitt þetta, sem hefir bjargað skógum Noregs. 1 Noregi eru nú árlega gróðursettar lU/o milj. trjáplantna. Þar af gróðursetja skólabörn, æskulýðsfélög og skógrækt- arfélög lOy^ millj., einstakir menn 1/2 millj og ríkið V2 millj. Skógar Noregs batna nú ár frá ári, í stað þess að áður fór þeim stórhnignandi. Það færi betur að íslenzku æsk- unni mætti takast að lyfta tilsvarandi Grettistaki sem þeirri norsku hefir heppnazt að lyfta. Núna er ísland að mestu nakið, sökum illrar meðferðar skóganna, en um það tjáir ei að fást. En ef núlifandi æska landsins sameinuð gerir það eitt af aðalverkefnum sínum að klæða landið, þá mun það vissulega takast og verða óbornum kynslóðum til ómetanlegs gagns.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Svanir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.