Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Metþátttaka er í forritunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin er í dag, föstudag, á vegum Háskólans í Reykjavík og Nýherja, en um 82 keppendur í 30 liðum eru skráðir til leiks. Markmið keppninnar er að efla og örva forritunaráhuga ís- lenskra ungmenna. Keppnin er nú haldin í tíunda sinn. Að sögn Björns Þórs Jóns- sonar, forseta tölvufræðideildar Háskólans í Reykjavík, er keppnin ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa mikla forritunarkunnáttu heldur öllum þeim sem hafa áhuga á for- ritun þrátt fyrir að hafa ekki kynnst slíku námi í framhaldsskóla. Keppt er í þremur flokkum, eftir getu og þekkingu og því ættu allir sem áhuga hafa á annað borð á tölvunarfræði að geta tekið þátt. Morgunblaðið/ÞÖK Forritunarkeppni Framhaldsskólanemar keppa í forritun í dag. Forritunarkeppni Í dag, föstudag, kl. 14:00-16:30 efna Samtök atvinnulífsins til málþings í Hofi á Akureyri í tilefni þess að á árinu verða 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta. Formaður Samtaka atvinnulífs- ins, Vilmundur Jósefsson, setur málþingið og fjórir fyrirlesarar fjalla um áhrif Jóns á atvinnulífið í fortíð, nútíð og framtíð. Sigríður Á. Snævarr, sendiherra, mun m.a. fjalla um hvað leiðtogar samtímans geti lært af Jóni og Þorsteinn Páls- son, fv. ráðherrra, mun fjalla um nútímann í ljósi baráttu Jóns fyrir fullveldi og viðskiptafrelsi. Þá mun Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fjalla um Jón og liberalismann og Guðfinna Hreiðarsdóttir fjallar um áhrif Jóns á atvinnuuppbyggingu. Jón Sigurðsson og atvinnulífið Saga forlag stendur nú fyrir einu af stærstu þýðingarverkefnum sem ráðist hefur verið í á íslenskum bókmenntum, en það eru nýjar þýð- ingar á öllum Íslendingasögunum á Norðurlandamálin sænsku, norsku og dönsku. Útgáfan fylgir í kjölfar heildarútgáfu sagnanna á ensku frá árinu 1997 sem hefur hvarvetna verið vel tekið og fengið meiri um- fjöllun í fjölmiðlum austan hafs og vestan en nokkurt annað bók- menntaverk frá Íslandi, að því er segir í tilkynningu. Íslendingasögur Matvælastofnun heldur fræðslu- fund um díoxín miðvikudaginn 30. mars nk kl. 15-16 á Stór- höfða 23. Á fundinum verður fjallað um hvernig díoxín myndast og hvernig það berst í umhverfið, matvæli og fólk, ásamt vöktun og viðbrögðum þeg- ar efnið greinist yfir viðmið- unarmörkum. Fyrirlesarar eru Sigríður Krist- jánsdóttir, deildarstjóri hjá Um- hverfisstofnun, Kjartan Hreinsson, dýralæknir heilbrigðiseftirlits hjá Matvælastofnun, og Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Allir velkomnir. Fræðslufundur haldinn um díoxín Haraldur Briem STUTT Margrét Ólafsdóttir, leikkona, er látin 79 ára að aldri. Hún lést í gærmorgun á Land- spítalanum við Hring- braut. Margrét var fædd 12. júní árið 1931 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Kristjáns- dóttir, húsmóðir, og Ólafur Ragnar Sveins- son, heilbrigðisfulltrúi, á Árgilsstöðum í Hvolshreppi í Rangár- vallasýslu. Steindór Hjörleifsson, leikari, er eftirlifandi eiginmaður Margrétar. Dóttir þeirra er Ragnheiður Krist- ín, leikkona, en börn hennar eru Steindór Grétar Jónsson og Mar- grét Dórothea Jónsdóttir. Margrét lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja ár- ið 1948. Frá 1949 til 1950 stundaði hún nám við Leiklistarskóla Lár- usar Pálssonar. Árið síðar lauk Margrét svo burtfararprófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Fyrsta hlutverk hennar í Þjóð- leikhúsinu var May Fielding í „Söngbjöllunni“ frá 1950 til 1951. Eftir að hún flutti sig yfir til Leikfélags Reykjavíkur árið 1953 lék hún einna fyrst í „Undir heilla- stjörnu“, þar sem hún lék í fyrsta sinn á móti eiginmanni sínum Steindóri. Þar var hún fastráðin frá árinu 1973. Þá lék Margrét ýmis hlutverk í útvarpi og sjónvarpi, meðal annars í sjónvarpsþátt- unum „Sigla himinfley“ árið1996. Í kvikmyndum lék hún meðal annars í „Börnum náttúrunnar“, sem var tilnefnd til Óskars- verðlauna, „Fíaskó“ og kvikmynd Baltasars Kormáks, „A Little Trip to Heaven“. Síðasta stóra hlutverk hennar var Lovísa í „Domino“, leikriti Jök- uls Jakobssonar. Síðasta hlutverk hennar hjá Leikfélagi Reykjavíkur var í „Horft frá brúnni“ ásamt Steindóri eiginmanni hennar árið 1999. Sama ár hlaut hún við- urkenningu sem heiðurslistamaður Garðabæjar. Andlát Margrét Ólafsdóttir - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur um sakfellingu þeirra Daníels Þórðarsonar og Stefnis Agnarssonar fyrir markaðsmisnotkun þeirra í árs- byrjun 2008. Hæstiréttur mildaði hins vegar refsinguna sem ákvörðuð var í héraði. Þeir munu því sitja í fangelsi í sex mánuði, en ekki átta eins og hinn áfrýjaði úrskurður Hér- aðsdóms kvað á um. Þeir Daníel, sem var sjóðsstjóri peningamarkaðssjóðs hjá Rekstrar- félagi Kaupþings banka, og Stefnir, sem var skuldabréfamiðlari hjá Kaupþingi, voru fundnir sekir um að hafa brotið gegn lögum um verð- bréfaviðskipti, nánar tiltekið með því að eiga í viðskiptum og gera tilboð, í þessu tilfelli í skuldabréfaflokk út- gefinn af Exista, sem til þess voru fallin að gefa ranga mynd af verði og eftirspurn. Um var að ræða tiltölu- lega lágar upphæðir hverju sinni, en sex sinnum voru lögð fram kauptil- boð á verði sem var töluvert úr sam- hengi við markaðsverð og höfðu áhrif til hækkunar. Tilboðin voru að auki gerð í lok viðskiptadags og mynduðu þau því dagslokaverð skuldabréfanna. Lýstu sig saklausa af broti Kauphöllin upplýsti Fjármálaeft- irlitið í upphafi um grunsemdir sín- ar. Fjármálaeftirlitið kærði málið síðan til lögreglu í byrjun maí árið 2008, með vísan til laga um verð- bréfaviðskipti. Hinir dæmdu lýstu báðir yfir sakleysi sínu, en hljóðrituð símtöl þeirra í millum, sem og vitn- isburður annarra sem kallaðir voru fyrir, þótti sanna að brot hefðu verið framin. Þeir neituðu því meðal ann- ars að hafa sett kauptilboðin fram í sameiningu, en símtöl sýndu fram á hið gagnstæða. Daníel bar því við að verðmyndun skuldabréfaflokksins sem um ræðir hefði verið „út úr korti“ og hann hefði leitast við að finna verð sem eðlilegt gæti talist. Sáralítil viðskipti hefðu verið með skuldabréfin og því hefði lítið þurft að versla með þau til þess að hafa áhrif á verðlagninguna. Verðbreytingarnar sem kauptilboð- in höfðu í för með sér voru hins vegar verulegar, samkvæmt vitnisburði starfsmanns Kauphallarinnar, og vöktu því grunsemdirnar sem leiddu að lokum til kæru. Dómur fyrir markaðs- misnotkun mildaður  Höfðu ólögleg áhrif á verðmyndun skuldabréfa Exista Markaðsmisnotkun » Kauptilboðin sex voru á bilinu 3,32% til 4,99% yfir verði síðasta tilboðs. » Ætlunin var að hafa áhrif á verð peningamarkaðssjóðs undir stjórn Kaupþings, og verjast þannig innlausnum sem færst höfðu í vöxt. Úrval af buxum - háar í mittið - Verð 7.900 kr. 96% polyester - 4% elastane Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Sendum í póstkröfu s. 568 5170 Velúrgallar Fyrir konur á öllum aldri Velúrgallarnir vinsælu fást alltaf hjá okkur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 8. apríl 2011 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Breytingar á samþykktum félagsins, en megin efni þeirra breytinga er eftirfarandi: a. Breyting á heimili félagsins, verður: Skarfagarðar 4, Reykjavík. b. Lenging á lágmarks fresti til að boða aðalfund og til framlagningar á gögnum fyrir hluthafa fyrir aðalfund, úr einni viku í tvær. c. Að hluthafar sem ráða minnst 1/20 hlutafjárins geta krafist þess að boðað verði til hluthafafundar í stað 1/10 áður. d. Að sett verði ákvæði um sérstakt hæfi stjórnarmanna þannig að starfsmenn, stjórnarmenn og hluthafar samkeppnisaðila, og félaga sem eru tengd samkeppnisaðila, sem og aðilar sem eru nákomnir slíkum aðilum, megi ekki setjast í stjórn félagsins. Að stjórnin úrskurði um það hvort framboð uppfylli formskilyrði og hvort frambjóðendur séu hæfir til að setjast í stjórn félagsins. Úrskurði stjórnar um höfnun á framboði má skjóta til hluthafafundar. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, nákvæm útlistun á tillögum um breytingar á samþykktum, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn Hampiðjunnar hf. Aðalfundur HAMPIÐJUNNAR CHELSEA - MAN UTD MEISTARADEILDIN 6.APRÍL Á “BRÚNNI” 95.900kr.* VERÐ FRÁ AÐEINS: *INNIFALIÐ: FLUG, SKATTAR, MIÐI Á LEIKINN, HÓTELGISTING m.v 2 í herbergi ! TOTTENHAM - REALMADRID MEISTARADEILDIN 13 .APRÍL Á “WHITE HEART LANE” 88.900kr.*VERÐ FRÁ AÐEINS: *INNIFALIÐ: FLUG, SKATTAR, MIÐI Á LEIKINN Bókaðu ferðina þína á urvalutsyn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.