Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Sci-Fi klúbburinn Zardoz verður með mánaðarlegar kvikmyndasýn- ingar í Bíó Paradís og ætlar að sýna vísindaskáldskaparkvikmynd- ir, þekktar sem lítt þekktar. Fyrsta sýning klúbbsins verður í kvöld kl. 20 og verða tvær kvik- myndir sýndar, Terminator og RoboCop. Sú fyrri er frá árinu 1984 og segir af því er dráps- vélmenni er sent aftur í tíma til að myrða móður uppreisnarleiðtoga. Vöðvatröllið Arnold Schwarzeneg- ger leikur vélmennið skæða en leikstjóri myndarinnar er James Cameron. Robocop er frá árinu 1987 og segir af lögreglumanni sem er dauðvona eftir skotárás. Honum er breytt í véllögregluþjón sem gengur milli bols og höfuðs á glæpamönnum. Leikstjóri mynd- arinnar er Paul Verhoeven en vél- lögreglumanninn leikur Peter Weller. Véllögga Peter Weller í hlutverki véllögreglumannsins í Robocop. Zardos sýnir Robocop og Tortímandann verður um að hafi breytt gangi tón- listarsögunnar“. Meðal þeirra sem hafa samið tónlist undir áhrifum hans má nefna Brian Eno og Sufjan Stevens. Reich hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín, hlaut með- al annars hin virtu Polar-verðlaun árið 2007 ásamt Sonny Rollins, og Pulitzer-verðlaunin 2009. Drumming er talið eitt helsta meistaraverk Reichs og hljómar nú á Íslandi í fyrsta sinn. Verkið er samið á árunum 1970-71. Slagverkssveit Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og sænski slag- verkshópurinn Kroumata leika saman á tónleikum í Háskólabíói í kvöld, verkið Drumming eftir bandaríska tónskáldið Steve Reich. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Steve Reich er einn af höfuð- paurum mínímalismans og talinn eitt áhrifamesta tónskáld síðustu áratuga. Breska dagblaðið The Gu- ardian sagði Reich nýverið „einn fárra núlifandi höfunda sem sagt Steve Reich Flytja Drumming Reichs Eftirtaldar kvikmyndir verða frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum í dag. Adjustment Bureau Hér segir af stjórnmálamanninum David Norris sem sækist eftir sæti í öld- ungadeild Bandaríkjaþings. Norris kynn- ist fagurri ballettdansmey, Elise, og verð- ur ástfanginn af henni. Þá dúkka upp dularfullir menn sem tilkynna Norris að það sé ekki í kortunum að þau njóti sam- vista hvort annars, e.k. fulltrúar örlag- anna. Leikstjóri er George Nolfi og í aðal- hlutverkum Emily Blunt og Matt Damon. Metacritic: 60/100 Empire: 80/100 Rolling Stone: 38/100 Four Lions Gamanmynd sem segir af lánlausum hryðjuverkamönnum sem dreymir um að sprengja sig í loft upp. Þeir leggja á ráðin um sjálfsmorðssprengjuárás í Sheffield á Englandi en illa gengur að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd. Leikstjóri er Chris Morris en með aðalhlutverk fara Adeel Akhtar og Riz Ahmed. Metacritic: 68/100 Empire: 80/100 The Hollywood Reporter: 80/100 Limitless Atvinnulaus rithöfundur, Eddie Morra, tekur inn lyf sem gerir það að verkum að hann hlýtur gríðarlegt sjálfstraust og getur nýtt heilabúið betur en aðrir. Hann kemst með hraði til metorða í fjármála- heiminum og viðskiptafrömuður einn hyggst nýta sér þessa mögnuðu heila- starfsemi í gróðaskyni og hala inn millj- örðunum. Aukaverkanir af lyfinu gera þá vart við sig og óprúttnir náungar vilja Eddie feigan. Leikstjóri er Neil Burger og með aðalhlutverk fara Bradley Cooper, Abbie Cornish og Anna Friel. Metacritic: 59/100 Empire: 80/100 Rolling Stone: 75/100 No Strings Attached Emma og Adam hafa verið vinir allt frá æskuárum en stefna vináttunni í hættu með því að sofa saman einn daginn. Til að koma í veg fyrir vinslit heita þau hvort öðru því að verða ekki afbrýðisöm, rífast ekki og halda sambandinu algjörlega á vinastiginu, þ.e. byrja ekki saman. Sam- komulagið felst einnig í því að þau megi sænga hjá þeim sem þeim sýnist. Þetta samkomulag virðist þó ekki alveg ætla að ganga upp því einhver neisti hefur kviknað milli vinanna. Leikstjóri er Ivan Reitman og með aðalhlutverk fara Natal- ie Portman og Ashton Kutcher. Metacritic: 50/100 Empire: 40/100 Variety: 60/100 Bíófrumsýningar Ástir, örlagastjórn, ofur- heili og hryðjuverkagrín Sótsvart Úr Four Lions, sótsvartri grínmynd sem segir af afar misheppnuðum sjálfsvígssprengjumönnum sem hyggjast fremja hryðjuverk í Sheffield á Englandi. Hér virðist krummi vera í heldur vondum málum. Skannaðu kóðann til að horfa á stiklu fyrir kvikmyndina Robocop á You- Tube. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar - T.V. - KVIKMYNDIR.IS - ROGER EBERT - H.S. - MBL - Þ.Þ. - FT Rango er afbragðs skemmtun og veisla fyrir þá sem kunna að meta metnaðarfullar teiknimyndir - H.S. - MBL NO STRINGS ATTACHED Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 RANGO ENSKT TAL Sýnd kl. 3:40, 8 og 10:10 RANGO ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 3:40 og 5:50 OKKAR EIGIN OSLÓ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -K.S.B., MONITOR LIMITLESS KL. 5.40 - 8 - 10.20 14 LOVE AND OTHER DRUGS KL. 8 – 10.30 7 BIUTIFUL KL. 6 – 9 12 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L BLACK SWAN KL. 5.30 16 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI LIMITLESS KL. 8 - 10 14 NO STRINGS ATTACHED KL. 8 - 10 12 RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 6 L BLACK SWAN KL. 6 16 -H.S., MBL -Þ.Þ., FT -T.V. - KVIKMYNDIR.IS LIMITLESS KL. 5.40 - 8 - 10.20 14 LIMITLESS SÝND Í LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 14 NO STRINGS ATTACHED KL. 5.40 - 8 - 10.25 12 SEASON OF THE WITCH KL. 10.15 14 BATTLE: LOS ANGELES KL. 8 - 10.30 12 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 L RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 3.30 L RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 3.30 L JUST GO WITH IT KL. 5.30 L Milljónaveltan 20 milljóna króna vinningur: Dregið er úr öllum miðum, bæði númer og bókstaf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 1 milljónar króna vinningar: Dregið er aðeins úr seldum miðum, bæði númer og bók- staf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 3. flokkur, 24. mars 2011 Kr. 30.000.000,- 7272 G 11462 G 31293 B 34184 B 42849 E 36139 F Kr. 1.000.000,- TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.