Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 25. MARS 84. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Stundaði kynlíf fimm sinnum á dag 2. Svo sorglegt að ég á ekki orð 3. Fermingarveisla fyrir dóm 4. Barnið á plötuumslagi … fundið »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stórsöngvarinn og gleðigjafinn Bogomil Font mun stjórna spjall- þáttum á ÍNN og hefjast upptökur 4. apríl næstkomandi. Fyrsti þátt- urinn fer svo í loftið vikuna fyrir páska. Í þáttunum Djammað með Bogomil tekur meistarinn á móti gestum í spjall og spilirí í hljóðveri sínu. Um svipað leyti mun leikarinn góðkunni Randver Þorláksson hefja þáttagerð og birtast landsmönnum aftur á skjánum með spjallþætti. Áhersla verður á „léttleika, menn- ingu, forvitnilega gesti og óborg- anlega kímni“, samkvæmt sjón- varpsstjóra, Ingva Hrafni Jónssyni. Þar kemur einnig fram að ÍNN send- ir nú út 8.760 klukkustundir af ís- lensku efni á ári, langmest allra sjónvarpsstöðva. Bogomil og Randver með þætti á ÍNN  Hljómsveitirnar Reykjavík! og Lazyblood munu frumflytja nýtt tón- verk undir nafninu The Tickling death machine á tónlistarhátíðinni Reykja- vík Music Mess sem fram fer 16. og 17. apríl. Tónverkið er sam- ið sérstaklega fyrir listahátíðina Kunsten festival des arts í Brussel í maí. Lazyblood er skipuð listaparinu Ernu Ómars- dóttur danshöf- undi og Valdimar Jóhannssyni tónlist- armanni en hann er einnig í hljómsveit- inni Reykjavík! Danstónverk flutt á Reykjavík Music Mess Á laugardag Norðvestan 8-13 m/s og él NA-til, en annars hægari V-læg átt og súld með köflum. Hiti 0 til 8 stig, svalast á NA-landi. Á sunnudag Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en sums staðar súld S- og V-til. Hiti víða 1 til 6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri og skýjað en sums staðar dálítil væta S-til fram á kvöld. Hlýnandi veður og hiti 0 til 6 stig. VEÐUR Hamarskonur úr Hvera- gerði tóku Njarðvíkinga í bakaríið í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deild- arinnar í körfuknattleik en liðin áttust við í Hvera- gerði í gær. Deildarmeist- ararnir fóru á kostum og unnu stórsigur, 83:47. Hamar er 2:1 yfir í einvígi liðanna en þrjá sigra þarf til að komast í úrslita- rimmuna. » 4 Hamar tók Njarð- vík í bakaríið Íslenska U21 ára landslið karla í knattspyrnu tapaði naumlega fyrir Úkraínumönnum, 3:2, í æfingaleik sem háður var í Kænugarði í gær. Ar- on Jóhannsson og Björn Bergmann Sigurðarson gerðu mörk íslenska liðsins, sem enti 3:0 undir. » 4 Naumt tap gegn Úkraínumönnum Heil umferð fór fram í N1-deild karla í handknattleik í gær. FH-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram og lögðu Valsmenn og FH heldur í veika von um að ná Akureyringum að stigum í baráttunni um deildarmeistaratit- ilinn. Akureyri gerði jafntefli við Hauka en botnliðin Afturelding og Selfoss lágu fyrir HK og Fram. »2-3 FH-ingar á miklu skriði í N1-deild karla ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Sjoppumenningin á Íslandi hefur tek- ið miklum breytingum á undan- förnum árum og hafa þessar breyt- ingar ekki farið framhjá verslunarmanninum Jóni Magn- ússyni, sem margir þekkja sem Jón Skalla, en hann hefur rekið söluskál- ann Skalla ásamt fjölskyldu sinni í 40 ár. Nú er Skalli á tímamótum og stendur til að flytja söluskálann úr Grjóthálsinum við Vesturlandsveg í Ögurhvarf. Jón opnaði fyrsta Skalla í Lækjar- götu árið 1971, en nafnið má rekja til fyrri eiganda verslunarinnar. Skalli var við Lækjargötu í ein fimmtán ár og einnig í Hraunbæ og Hafnarfirði og hafa söluskálarnir notið mikilla vinsælda í gegnum árin. „Þetta er bú- ið að vera mjög gaman í öll þessi ár, alltaf brjálað að gera og aldrei frí,“ segir Jón. Hann tók sér pásu frá Skalla í nokkur ár en var svo fenginn aftur inn í reksturinn. „Ég ákvað að taka við rekstri Skalla á Selfossi gegn því að ég fengi búðina á Grjóthálsi. Það gekk nokkuð brösuglega fyrst um sinn og það tók tíma að koma rekstrinum í gang. En svo hætti ég á Selfossi og gat þá ein- beitt mér að rekstrinum á Grjót- hálsi.“ Þar hafa Jón og fjölskylda hans rekið Skalla frá árinu 1993. Jón segir árin í Grjóthálsinum hafa verið góð og þar hafi hann kynnst mörgum skemmtilegum kúnnum í gegnum árin. Fjölskyldufyrirtæki Áttu þá uppáhaldskúnna? „Nei, þeir eru bara allir skemmti- legir og góðir. Svo hef ég líka haft mjög góðan hóp með mér í rekstr- inum. Bæði krakkana mína, barna- börn og gott starfsfólk. Ef það væri ekki fyrir þau þá væri þetta ekki hægt.“ Jón bætir við að hann hafi séð miklar breytingar eftir öll þessi ár í rekstri. „ Sælgætið er til dæmis eig- inlega alveg dottið út hjá okkur, það er komið inn í markaðina og mat- urinn kominn inn í staðinn. Þetta er orðinn meiri veitingastaður og það sem við erum að opna hér á nýja staðnum er mjög stór veitingastaður. Það verður sami matseðill og í Grjót- hálsinum, auk þess sem við bætum við pítsum og opnum stóra ísbúð líka.“ Skeljungur vildi ekki endurnýja leigusamninginn við Skalla. „Jú, það er náttúrlega hundfúlt að fara úr Grjóthálsinum og var ekkert á dagskrá hjá mér.“ Jón segir það ekk- ert grín að byrja á nýjum stað, þó að Skalli sé merki sem flestir kannist við. Framboðið í dag sé einfaldlega orðið það mikið. „Nú er að koma þessu í gang á nýja staðnum og sjá hvort við fáum ekki til okkar kúnna,“ segir Jón að lokum. Brjálað að gera og aldrei frí  Fyrsti Skalli var opnaður árið 1971  Munu brátt flytja í Ögurhvarfið Morgunblaðið/Árni Sæberg Samhent fjölskylda Atli, Magnús, Andrea og Sara Jónsbörn ásamt föður sínum Jóni Magnússyni í Skalla í gær. Á myndina vantar soninn Hrafn. Þó að margir þekki Jón undir nafninu Jón Skalli heitir sölu- skálinn ekki í höfuðið á honum. Fyrsti Skallinn var í Lækjargötu, gegnt Menntaskólanum í Reykjavík, afar vinsæll hjá nem- endunum. „Ég er nú ekki upphaflegi skallinn, sá sem rak þetta á undan mér var með mikinn skalla og ég heyrði frá krökk- unum í MR að þau væru að fara í Skalla eða til hans Skalla og svo þegar ég fór að auglýsa þá fannst mér rakið að kalla sjopp- una Skalla. Það tóku allir vel í það og það varð strax brjálað að gera,“ segir Jón. Heitir eftir fyrri eiganda SKALLA-NAFNIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.