Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 ✝ Þórunn Sig-urjónsdóttir fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 20. mars 2011. Foreldrar hennar voru Sig- urjón Jónsson frá Sleif í Landeyjum, trésmiður í Reykjavík, f. 4.11. 1897, d. 3.10. 1956, og Sigríður Guðmundsdóttir frá Brók (nú Hvítanes) í Landeyjum, f. 15.7. 1896, d. 10.4. 1982. Eftirlifandi systir Þórunnar er Kristín Sig- urjónsdóttir, f. 13.8. 1927. Hálf- systir Þórunnar sammæðra var Kamma Nielsen, f. 4.4. 1923, d. 15.3. 1986, elsti sonur hennar rúnu Birnu, f. 3.1. 2005, og Önnu Sólveigu, f. 13.11. 2008; 2) Þorgerður Guðmundsdóttir, f. 31.7. 1979, sambýlismaður hennar er Emanúel Geir Guð- mundsson, f. 7.11. 1975; 3) Þór- unn Guðmundsdóttir, f. 15.2. 1989, sambýlismaður hennar er Hörður Ingi Björnsson, f. 18.1. 1984. Þórunn giftist aftur árið 1978. Seinni maður hennar var Benedikt Ólafsson, f. 19. ágúst 1910, d. 15. desember 2003. Foreldrar hans voru Ólafur Gunnar Einarsson, f. 1.9. 1887, d. 19.6. 1974, og Magdalena Margrét Benediktsdóttir, f. 13.5. 1891, d. 7.6. 1930. Þórunn vann ung hjá List- vinahúsinu við Skólavörðustíg við leirmunagerð og hjá Sæl- gætisgerðinni Freyju. Seinna starfaði hún sem aðstoð- armaður tannlæknis í mörg ár og síðast við skrifstofustörf. Þórunn verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 25. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Örn Sveinsson, f. 25.10. 1941, ólst upp með Þórunni. Þórunn giftist 3. apríl 1954 Garðari Sveinbjarnarsyni, f. 17. júní 1928, d. 3. október 1971. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Friðfinnsson, f. 28.11. 1891, d. 16.5. 1988, og Guð- rún Guðmundsdóttir, f. 17.5. 1900, d. 13.11. 1967. Dóttir Þórunnar og Garðars er Birna, f. 7.10. 1953, maki Guðmundur Jónsson, f. 30.6. 1949. Dætur þeirra eru 1) Ásta Björg Guð- mundsdóttir, f. 17.7. 1977, maki Kjartan Þráinsson, f. 4.3. 1971, og eiga þau tvær dætur, Guð- Elskuleg móðir mín er nú látin. Margt kemur upp í hugann á þessum tímamótum. Hún þurfti ung að vinna fyrir sér vegna veikinda föður síns og varð skólagangan því stutt. Kynnt- ist hún föður mínum, Garðari Sveinbjarnarsyni, um tvítugt og fæddist ég þremur árum síðar. Þau bjuggu lengi á Langholtsvegi 108 í kjallaranum hjá föðurforeldrum mínum. Síðar byggðu þau sér íbúð í fjölbýlishúsi í Fossvoginum og fluttu þangað árið 1969. Efnin voru ekki mikil og var íbúðin ófullbúin þegar við fluttum inn. Faðir minn hafði veikst alvarlega tveimur ár- um áður og var frá vinnu í heilt ár. Lést hann árið 1971, langt fyrir aldur fram. Stóðum við mamma þá uppi ein- ar, hún aðeins 41 árs og ég að hefja nám í Verzlunarskóla Íslands. Mamma bætti á sig meiri vinnu til að geta fullklárað íbúðina. Hún vann hjá Magnúsi R. Gíslasyni tannlækni til fjölda ára og tók einn- ig að sér aukavinnu um helgar. Hún var dugnaðarforkur og aldrei vanhagaði mig um neitt. Ef vantaði föt, þá tók hún upp saumavélina og saumaði. Með fullri vinnu fór hún í Námsflokka Reykjavíkur á kvöldin og lauk þaðan námi í skrifstofu- tækni. Þá gat hún fengið starf á skrifstofu sem var mun auðveldara fyrir hana þar sem hún var orðin slæm í fótum. Árið 1975 kynntist hún seinni eiginmanni sínum, Benedikt Ólafs- syni, áttu þau margar góðar sam- verustundir og ferðuðust mikið. Þau bjuggu sér fallegt heimili í Tungubakka og síðar í Hvassaleit- inu. Áttum við hjónin og dætur okkar margar góðar stundir með þeim. Benedikt lést í desember ár- ið 2003 en hún bjó síðustu þrjú ævi- ár sín á hjúkrunarheimilinu Skjóli þar sem hún fékk einstaka umönn- un. Það sem skipti móður mína mestu var að allt væri í lagi hjá okkur öllum. Hún hafði einnig ríka réttlætiskennd og var heiðarleiki henni framar öllu. Með þessum orðum langar mig til að minnast þín, elsku besta mamma mín. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Guð geymi þig. Þín dóttir, Birna. Elsku amma okkar. Það er hálfskrýtið að komið sé að þessu, að kveðja þig. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur og kennt okkur svo margt. Við mun- um eftir að hafa setið með þér í stiganum í Tungubakkanum þar sem þú söngst með okkur þegar við vorum litlar, kenndir okkur ýmis gömul og góð lög. Þú kenndir okk- ur að vera alltaf góðar hver við aðra. Þú kenndir okkur bænirnar og baðst með Ástu fyrir Þorgerði þegar hún var veik. Það var ómet- anlegt fyrir okkur að eiga þig að. Þér var alltaf umhugað um að okkur gengi vel. Gjarnan fannstu það á þér ef eitthvað bjátaði á, jafn- vel þó maður áttaði sig ekki á því sjálfur. Þá varst þú ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd og gefa góð ráð. Auk þess fylgdistu vel með okkur systrum og varst dugleg að hvetja okkur áfram, sérstaklega í náminu. Þú lagðir mikla áherslu á að við menntuðum okkur þar sem þú fékkst ekki tækifæri til þess sjálf þegar þú varst ung. Seinna náðir þú að mennta þig þrátt fyrir að vera í fullri vinnu, nýlega orðin ekkja og einstæð móðir. Amma, þú ert yndislegasta manneskja sem við þekkjum. Þú vildir allt fyrir alla gera. Þrátt fyrir mörg áföll, að hafa misst afa Garð- ar svona ung, fengið fjölmörg heila- blóðföll og síðan misst afa Ben; þá stóðstu alltaf upp aftur. Þú varst alltaf svo þrautseig og dugleg. Aldrei heyrðum við þig kvarta og ekki varstu þreytt heldur aðeins löruð. „Þið eruð draumadísirnar mín- ar, allar þrjár, fjórar, fimm, já sex.“ Þú varst vön að kalla okkur „draumadísirnar þínar“ og svo taldirðu upp hvað við værum orðn- ar margar. Alltaf bættust fleiri dís- ir við og nú erum við orðnar sex; mamma, við systurnar og svo lang- ömmubörnin Guðrún Birna og Anna Sólveig. Þér fannst þú rík að eiga okkur og þér þótti alltaf jafn- vænt um að sjá okkur. Þú varst alltaf svo glæsileg, vel til höfð og fín. Alla tíð var stutt í húmorinn hjá þér og voruð þið pabbi gjörn á að grínast hvort við annað. Undir það síðasta höfðuð þið enn þessi „húmor-tengsl“ og þú vissir að hann var að gantast við þig. Minningarnar eru margar og góðar, elsku amma okkar, tjaldútil- egur að Botnum, ferðir í Hvalsána og til Kanaríeyja auk allra góðu stundanna úr Tungubakkanum og Hvassaleitinu. Það var yndislegt að fá að búa svo nálægt ykkur afa í Hvassaleitinu, hittast daglega, koma jafnvel til ykkar í frímínútum og eftir skóla. Þó það sé erfitt að kveðja þá vit- um við að það verður vel tekið á móti þér og að þú ert hvíldinni feg- in. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Bepplurnar þínar, Ásta, Þorgerður og Þórunn. Þórunn Sigurjónsdóttir ✝ Helga Krist-jánsdóttir fæddist í Reykjavík 4. október 1930. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 15. mars 2011. Foreldrar henn- ar voru Kristján Jónsson, f. 1. júní 1870, d. 5. október 1946, og Kristín Þorkelsdóttir, f. 8. ágúst 1891, d. 9. desember 1982. Systkini Helgu: 1) Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1920, d. 2009. 2) Magnús Kristjánsson, f. 1921, d. 1997. 3) Hulda Kristjáns- dóttir, f. 1924, d. 1998. 4) Krist- 1957. Kona hans var Hólmfríður Á. Bjarnason, f. 19. febrúar 1962, d. 29. apríl 2004. Helga giftist hinn 15. júní 1968 Þor- steini Sigurðssyni, f. 27. ágúst 1932. Synir Helgu og Þorsteins eru: 1) Sigurður Þórir Þor- steinsson, f. 15. febrúar 1968. Kona hans er Hildur Hrönn Oddsdóttir, f. 27. júní 1973. Börn þeirra eru Erna Þórey Sig- urðardóttir, f. 4. september 2004, og Eiður Þorsteinn Sig- urðsson, f. 5. desember 2006. 2) Halldór Örn Þorsteinsson, f. 22. mars 1969. Kona hans er Lilja Björg Sigurjónsdóttir, f. 2. októ- ber 1977. Börn þeirra eru Alex- andra Mist Halldórsdóttir, f. 26. september 1998, Helga Karen Halldórsdóttir, f. 9. september 2008, og Emma Sóley Halldórs- dóttir, f. 11. desember 2009. Útför Helgu fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 25. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. ján Kristjánsson, f. 1925, d. 2007. 5) Valgerður Krist- jánsdóttir, f. 1926. 6) Sveinn Krist- jánsson, f. 1929. 7) Guðríður Kristjáns- dóttir, f. 1933. 8) Magnea Kristjáns- dóttir, f. 1934. Sam- feðra: 1) Steinunn Kristjánsdóttir, f. 1893, d. 1984. 2) Magnea Bjarney Kristjáns- dóttir, f. 1895, d. 1939. 3) Kjart- an Kristjánsson, f. 1895, d. 1956. Sonur Helgu með Helga Kristjánssyni, f. 1925, d. 1969 er Kristján Helgason, f. 1. maí Elsku mamma. Það er margs að minnast þegar við setjumst niður bræðurnir og lítum yfir farinn veg. Minningin um fal- lega, hlýja og barngóða konu og yndislega móður mun lifa með okkur alla tíð. Þú varst ávallt til staðar fyrir okkur og gott var að tala við þig, bæði þegar eitthvað bjátaði á og þegar vel gekk. Augljóst var hversu stolt þú varst af okkur og þú tókst móð- urhlutverkið mjög alvarlega. Ekki var um það að ræða að við færum í leikskóla eða dagvistun enda varstu algjörlega á þeirri skoðun að foreldrarnir ættu að vera sem mest heima með börn- unum sínum. Það var augljóst eftir því sem tíðarandinn breytt- ist að þér fannst þróunin ekki vera góð hvað barnauppeldið varðaði að báðir foreldrar væru að vinna mikið úti. Sumir myndu eflaust segja í dag að þú hefðir ofdekrað okkur bræður, en við munum eftir öllum góðu stund- unum okkar með þér þar sem þú gafst þér ávallt tíma fyrir okkur. Fjölskyldan var þér allt og þú kenndir okkur gildin sem við munum ávallt lifa eftir. Síðustu árin voru þér frekar erfið þar sem glíman við erfiðan sjúkdóm tók sinn toll. Alltaf var samt stutt í brosið og gleðina sem skein úr andliti þínu. Sérstak- lega var gaman að sjá glampann í augum þínum þegar þú sást barnabörnin þín. Þá var stutt í sönginn og fannst þér fátt skemmtilegra en að tala við þau og segja þeim sögur. Við mun- um alltaf segja þeim frá ynd- islegu Helgu ömmu. Nú líður þér örugglega betur, elsku mamma okkar. Minning þín lif- ir að eilífu. Þínir synir, Kristján, Sigurður og Halldór. Elsku Helga. Kynni mín af þér voru því miður allt of stutt en ég kynntist þér fyrir tæpum fjórum árum þegar ég fór að vera með Halldóri syni þínum. Ég hitti ykkur fjölskylduna fyrst á afmælisdegi þínum og var frekar stressuð en það reyndist vera algjör óþarfi, þið tókuð mér afskaplega vel. Ég var þér líka mjög þakklát fyrir að taka Alexöndru svona vel en þú varst mikil barnagæla og söngst iðulega með barnabörn- unum þínum þegar þú hittir þau og varst afskaplega stolt af þessum gullmolum. Við skírðum eldri dóttur okkar á afmælisdegi þínum árið 2008 og fékk hún nafnið þitt og mikið varstu stolt þegar nafnið var tilkynnt og talaðir iðulega um nöfnu þína. Sökum sjúkdóms þíns fékkstu hins vegar allt of lítið að kynnast litlu stelpunum en við munum passa að segja þeim frá þér og halda minningu þinni á lofti. Farðu í guðs friði, Helga mín, og hafðu þökk fyrir ynd- isleg kynni. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Lilja Björg Sigurjónsdóttir. Helga Kristjánsdóttir, móð- ursystir mín, er nú fallin frá og langar mig að skrifa nokkur orð sem koma í hugann til að minnast hennar og til að votta hennar nánustu samúð. Helst koma upp æskuminn- ingar frá fornri tíð og eftirfar- andi er svolítið dæmi um hvernig samskipti okkar Helgu voru þegar ég var barn: „Þú átt að sitja á rassinum,“ sagði Helga frænka og hló og kátínan skein úr augunum. Svona svar fékk ég venjulega frá Helgu móðursystur minni þegar ég spurði hvar ég ætti að sitja og var það þegar ég var barn á Háaleitisbrautinni hjá ömmu í fjölskylduboðunum og seinna í Búðagerði og bjóst í raun alltaf við þessu svari frá henni. Þetta var orðinn fastur leikur. Svona var húmorinn hennar Helgu, blandaður léttri stríðni. Það var stutt í grínið og glensið hjá henni á góðum dög- um, en hún átti sína erfiðu daga og glímdi við erfið veik- indi, en þannig sá ég hana aldr- ei og man ekki eftir henni öðru vísi en hressri og kátri á mín- um æskuárum. Á efri árum var samgangur lítill en ég sá og vissi í gegnum fréttir frá son- um hennar að hún var orðin lú- in og þreytt enda með Alzheim- ers-sjúkdóm. Önnur barnsminning er um hvernig hún klappaði með einni hendi, en hún var laus í liða- mótunum í höndunum og hafði oft sýningu fyrir okkur þar sem hún gat klappað með annarri. Hristi höndina og náði að smella fingrum í lófann. Mér fannst hún svaka klár frænka og hún var oft beðin um þessa sýningu. Henni fannst líka gaman að horfa á okkur krakk- ana reyna að leika þetta eftir. Helga er ein úr stórum systkinahópi móður minnar, og sú fimmta af alsystkinum sem fellur frá. Nú sameinast hún þeim og öðrum úr fjölskyldunni sem á undan eru gengin og væntanlega slá þau upp veislu fyrir hana. Ég sé Siggu frænku í anda taka á móti henni með góða faðminn sinn og bjóða síð- an upp á súkkulaðikökuna sína með ljósa kreminu. Ég, og við öll í fjölskyldunni, vottum Þorsteini, eftirlifandi eiginmanni hennar, og sonum hennar, Kristjáni, Sigurði og Halldóri, og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Far þú í Guðs friði, elsku Helga frænka. Jóhanna Magnúsdóttir. Helga Kristjánsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Helga amma mín. Ég sakna þín svo mikið, það er svo tómlegt að hafa þig ekki hérna. Þú tókst mér opnum örmum og ég kom stundum til ykkar Þor- steins afa og svo með pabba að heimsækja þig á Hrafn- istu. Ég veit að núna líður þér vel hjá guði og ert laus við allar þjáningar. Elsku amma, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég kveð þig með bæninni sem ég fer alltaf með á kvöldin. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Alexandra Mist Halldórsdóttir. Elsku amma mín. Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Ég sakna þín og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman og geymi minningarnar í hjarta mínu. Ég mun aldrei gleyma þér. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, Vilborg Þóroddsdóttir ✝ Vilborg Þór-oddsdóttir frá Fjallalækjarseli í Þistilfirði fæddist í Garði í Þistilfirði 27. september 1942. Hún lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 9. mars 2011. Útför Vilborgar fór fram frá Sval- barðskirkju í Þist- ilfirði 19. mars 2011. og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Minning þín lifir í hjörtum okkar. Elsku amma við elskum þig. Stefán Hrafnkell, Íris Ósk og Helga Sóley Elvarsdóttir. Elsku amma Sigrún Þorbjörg. Við kveðjum þig amma með klökkva í dag það kennir í hjartanu trega nú biðinni er lokið og betri hag búi þér Guð eilíflega. Við lítum til baka en langt þurfum ei ljúfustu mynd til að finna alúðarbrosið þitt bjart og hreint berst nú til ástvina þinna. Sigrún Þorbjörg Runólfsdóttir ✝ Sigrún Þor-björg Runólfs- dóttir fæddist á Búðum í Fáskrúðs- firði 20. ágúst 1920. Hún lést 13. mars 2011. Útför Sigrúnar var gerð frá Eyr- arbakkakirkju 19. mars 2011. Það bros alltaf vermdi og vakti á ný vongleði í barnsins hjarta og kærleikans höndin þín mild og hlý hrakti burt skuggana svarta. Nú biðjum við Guð að gefa þér góða heimkomu og bjarta og allt það sem gerðir þökkum við hér þökkum af öllu hjarta. (Guðfinna Árnadóttir.) Þú varst mikil persóna, minntir mann stundum á konur úr Íslend- ingasögunum, stórskorin, stór- lynd, góð, misskilin, glaðlynd og hreinskiptin. Bið að heilsa afa sem þú sakn- aðir alltaf svo sárt. Sigrún Fanney.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.