Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011
✝ Kári Þorleifs-son fæddist í
Reykjavík 16.
mars 1982. Hann
andaðist á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Foss-
vogi 16. mars
2011.
Foreldrar hans
eru Guðný Bjarna-
dóttir læknir, f.
1952, og Þorleifur
Hauksson íslenskufræðingur,
f. 1941. Systkini Kára eru: 1)
Ari læknir, f. 1969, móðir hans
er Svava Aradóttir, f. 1945,
maki Ara er Mette Gammelga-
ard hjúkrunarfræðingur, f.
1966. Börn þeirra eru Mat-
hilde, f. 2000, og Jóhann, f.
2008. 2) Þórunn, f. 1979, í
kandídatsnámi í sálfræði við
Kaupmannahafnarháskóla. 3)
heimkomuna var hann fyrst í
Safamýrarskóla, síðan Öskju-
hlíðarskóla og loks Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti þaðan
sem hann lauk burtfararprófi
á starfsbraut 2002. Kári hefur
síðan verið nemandi í Fjöl-
mennt í ýmsum námsgreinum.
Næstum í tvo áratugi var hann
nemandi í Tónstofu Valgerðar,
og mestan hluta þess tíma var
hann virkur meðlimur í Bjöllu-
kór Tónstofunnar sem hefur
komið víða fram opinberlega
við góðan orðstír. Kári vann
mörg ár í Gylfaflöt og síðan í
Vinnustofunni Ási og síðustu
árin í Bjarkarási. Kári ferðað-
ist til margra landa í fríum
sínum og hafði yndi af tónlist,
leikhúsferðum og sundi, svo
eitthvað sé nefnt. 2005 flutti
Kári að heiman á áfangaheim-
ili í Drekavogi 16 og hefur bú-
ið þar síðan.
Útför Kára verður gerð frá
Áskirkju í dag, 25. mars 2011,
og hefst athöfnin kl. 13.
Álfdís, f. 1984,
meistaranemi í ís-
lenskum bók-
menntum við Há-
skóla Íslands.
Foreldrar Guð-
nýjar: Bjarni Ein-
arsson, 1917-2000,
og Sigrún Her-
mannsdóttir, f.
1919. Ástvinur
Guðnýjar er Svein-
björn Egill Björns-
son, f. 1951. Foreldrar Þor-
leifs: Haukur Þorleifsson,
1903-1990, og Ásthildur Gyða
Egilson, 1911-2005. Maki Þor-
leifs er Ragnheiður Margrét
Guðmundsdóttir, f. 1953.
Kári flutti rétt fyrir eins árs
afmælið með fjölskyldu sinni
til Uppsala í Svíþjóð. Hann átti
þar heima næstu átta ár og
hóf þar skólagöngu sína. Eftir
Við kynntumst Kára fyrir um
það bil átta árum þegar mamma
okkar Ragnheiður og Þorleifur
pabbi Kára tóku saman. Við
fundum strax og sáum hvað Kári
var mikilvægur hluti af lífi pabba
síns og systkina sinna og hvað
hann veitti þeim öllum mikla
gleði og hamingju. Við vorum
lánsamar að fá að bætast í hóp
þeirra sem fengu að njóta og
smitast af lífsgleði Kára. Þegar
hann kom brosandi kátur inn um
dyrnar á heimili mömmu og Þor-
leifs við Bauganes og heilsaði
okkur, þá var það nær undan-
tekningarlaust með einu af uppá-
haldsorðunum sínum: „Gaman!“
Já, Kári sagði „gaman“ og þá var
gaman. Og oft á tíðum sagði hann
„gaman“ út í eitt og þá var gaman
út í eitt.
Kári var skemmtikraftur af
guðs náð og naut þess að
skemmta heimilisfólki með hrika-
lega fyndnum eftirhermuatrið-
um, alls konar kómískum hreyf-
ingum og öðru sprelli. Hann
elskaði leikhús og fór á nær allar
sýningar sem kostur var á og
stundum oftar en einu sinni á sín-
ar uppáhaldssýningar.
Hann elskaði líka að syngja í
karókí. Uppáhaldslagið hans var
Sandy úr Grease. Það lag söng
hann síðast í Norræna húsinu á
karókímaraþoninu þar nú um
daginn. Til viðbótar við orðið
gaman þá eru orðin gleði og ást
þau sem koma upp í hugann þeg-
ar við hugsum um Kára. Hann
færði heiminum og öllum sem
hann hitti gleði og ást. Með lífi
sínu tókst honum það sem flest-
allar manneskjur á endanum
óska sér; að gera veröldina og
fólkið í kringum sig hamingjurík-
ara og betra.
Við erum harmi slegnar við
skyndilegt fráfall Kára. Þessi
hrausti, fallegi, glaði, góði dreng-
ur lifir í minningum okkar og
mun gera það um ókomna tíð.
Elsku Þorleifur, Guðný, Ari, Þór-
unn, Álfdís og mamma, megi góð-
ur Guð styrkja ykkur og umvefja
við missi ykkar elskaða sonar og
bróður.
Birna Anna og Lára
Björg Björnsdætur.
Hann Kári elskulegur bróður-
sonur okkar er látinn. Þar er
stórt skarð höggvið í fjölskyldu-
hópinn okkar. Við skynjum hve
fráfall Kára er mikið áfall jafnvel
fyrir yngstu kynslóðina sem bú-
sett er í útlöndum og hitti Kára
ekki svo oft. Við þurfum öll að
reyna að venjast tilhugsuninni að
hann sé ekki meðal okkar lengur.
Kára verður sárt saknað þegar
fjölskyldan kemur saman. Hans
sem alltaf kom gleiðbrosandi,
kyssti alla og gjarnan tróð upp
með heilu seríurnar úr vídeó-
myndum sem hann hafði séð.
Kári tjáði sig á táknmáli og
með leikrænum tilburðum, hann
hafði dásamlega kímnigáfu og
var glettilega góð eftirherma. Að
sjá hann leika Chaplin með sinni
miklu innlifun var ógleymanlegt.
Smáatvik gátu vakið hjá honum
óendanlega kátínu. Til dæmis
gleymdi hann aldrei hvað var
gaman þegar diskurinn datt og
brotnaði hjá Nönnu fyrir langa-
löngu. Kári var mikill gleðigjafi
og hann vann hjarta allra sem
fengu að kynnast honum. Kári
kom í heiminn 16. mars fyrir 29
árum. Hann virtist svo ósköp
brothættur þegar hann fæddist,
en óx úr grasi og varð mikill kar-
akter, með þessa sprúðlandi
kímnigáfu, yndislegur, kátur og
hlýr strákur.
Kári átti gott líf og var um-
vafinn umhyggju foreldra sinna,
systkina og seinna meir sam-
býlisfólks foreldranna. Kári var
alltaf í fyrsta sæti og samband
hans við systkinin Ara, Þórunni
og Álfdísi var svo náið og inni-
legt. Það var unun að sjá stelp-
urnar gantast við hann og
syngja með honum. Og ferðirn-
ar til Danmerkur í heimsókn til
Ara voru sennilega hápunktar í
hans lífi. Hann var mjög hreyk-
inn „onkel“ hans Jóhanns litla
Arasonar. Kári flutti í sambýli
24 ára gamall. Við höfðum efa-
semdir um að það tækist, eins
náinn og hann var fjölskyldunni.
En hann aðlagaðist vel og má
vera að breytingin hafi jafnvel
verið erfiðari fyrir pabba hans
en hann. Strengurinn hefur allt-
af verið svo sterkur á milli
þeirra. En Kári naut sín vel í
Drekavogi, sótti vinnu og tóm-
stundir þangað og átti þar sína
góðu félaga. Við erum mörg sem
munum sakna Kára og þá mest
hans allra nánustu. Elsku Þor-
leifur, Guðný, Ari, Þórunn og
Álfdís. Við hugsum til ykkar á
þessum erfiðu tímum og trúum
því að góðu minningarnar muni
hjálpa til við að sefa sárasta
söknuðinn.
Föðursystkinin,
Gunnar Már, Halla
og Nanna Þórunn.
Hann Kári var stóri frændi
minn og ég mun ævinlega vera
þakklát fyrir að hann hefur verið
partur af mínu lífi og ég er rosa-
lega stolt af honum. Því miður og
mjög skyndilega féll þessi fallegi
og yndislegi drengur frá og er
það mikill missir fyrir alla sem
þekktu Kára. Sem betur fer
standa margar og góðar minn-
ingar eftir sem ég get leitað í
þegar ég vil minnast hans og
hafa hann nærri mér. Kári var
mikill listaunnandi og mikill
listamaður sjálfur. Hann var frá-
bær leikari og margar eftir-
hermur hans eru ógleymanleg-
ar, þá sérstaklega Chaplin og
eru ekki margir sem geta gert
það eins vel. Kári var mikill
rokkari og fór það ekki fram hjá
neinum þegar hann spilaði á
trommurnar. Það var gleði,
glens og bros sem einkenndi
hann, hressari strák er erfitt að
finna.
Ég vil votta Guðnýju, Þorleifi,
Ara, Þórunni og Álfdísi alla mína
samúð, hans verður sárt saknað.
Kveðja,
Sigrún Einarsdóttir.
Það voru sviptingar í nátt-
úrunni þegar Kári kvaddi. Þótt
aldrei væri stormasamt í kring-
um Kára var heldur aldrei nein
lognmolla þar sem hann var. Að
vera sjálfum sér nógur var fyrsta
boðorð afa hans. Eina syndin er
að láta sér leiðast, sagði hann, og
óhætt er að segja að Kári hafi
fylgt þeim bókstaf til hins ýtr-
asta. Ef ekki var í boði að horfa á
eitthvert show, hlusta á söng og
tónlist, lestur, leikrit, hvað þá lát-
bragð, grín og eftirhermur, þá
var bara eitt í stöðunni, og það
var að búa það bara til sjálfur.
„Að taka sviðið“ er sagt aðals-
merki performera, en segja má
að Kári hafi stolið senunni. Að
vísu naut hann til þess leiðsagnar
sem ekki var af verri endanum,
þar sem faðir hans og fjölskylda
er, og skömm væri að segja að
hvatning hefði verið af skornum
skammti á æskuheimili hans. Álf-
dís og Þórunn voru oft í auka-
hlutverki, verður að viðurkenn-
ast, en aldrei var spurning hver
var stjarnan á svæðinu.
Þegar ég eitt sinn hjólaði yfir
Svíþjóð þvera til að hitta fjöl-
skylduna, og kom inn á Billvägen
fyrir klukkan sex á midsomm-
arafton og spurði hvar þau systk-
ini voru, fann ég þau í höllinni
undir stiganum uppáklædd
prinsessukjólum, en gott ef syst-
ur hans höfðu ekki gert sér lítið
fyrir og farðað prinsinn fullmikið.
Í öllu sem Kári tók sér fyrir
hendur, svo sem eins og vinnu á
Bjarkarási eða í Bjöllukórnum,
var hann eljumaður og ákafa-
maður, eins og hann á ættir til.
Svo að ekki sé sagt ákveðinn og
þrjóskur, en það liggur víst í ætt-
um líka. Ákveðinnar útsjónar-
semi gætti líka. Má segja að hann
hafi lifað eftir prinsippi sem er
hátt skrifað í nútímanum en það
kallast að vera lausnamiðaður.
Það birtist í barnæsku meðal
annars í því, að á meðan önnur
börn létu bjóða sér innilokun og
áþján á barnaheimilum lagðist
það lítið fyrir hann að grand-
skoða leiðina út til þess eins að
síðan strjúka. Lá þá leiðin yfir-
leitt heim, eða ef svo bar undir
inn í næstu sjoppu eða búð, þar
sem eitthvað var að sækja, svo
sem kók eða snúð, nú eða þá bara
í sund sem frægt var. Það endaði
nú alltaf vel, þó að vissulega hafi
tekið stundum á hjartataugarnar
í foreldrunum rétt á meðan.
Þótt ekki sé ætlunin að setja
hér á blað æviágrip, þá verður að
telja upp eitt element þar sem
hann naut sín hvað best en það
var í vatni. Frá unga aldri var
hann sjálfbjarga í sundi og þver-
aði síðan Laugardalslaugina á
flugsundi eins og hann hafi gefið
því nafn að vera flugsyndur.
Kann sundlaugin að hafa verið
honum sú heilsulind sem sagt er
að hún sé fólki almennt, og varð
hann með tímanum vörpulegri en
við frændur eigum til. Það varð
snöggt um hann hið síðasta, en
hann naut almennt góðrar heilsu,
góðs atlætis allt frá æsku og ást-
ar á alla bóga. Hann var á blúss-
andi siglingu í lífinu, þegar hann
var skyndilega numinn brott af
illvígum sjúkdómi. Hann naut sín
í starfi, var vinsæll af vinnufélög-
um sínum og sambýlisfólki í
Drekavogi. Missir okkar allra er
að sama skapi mikill, en minn-
ingin um góðan dreng er gæfa
okkar sem fengum að kynnast
Kára.
Hermann Bjarnason.
Kári vinur okkar var búinn að
vera veikur alla vikuna, og við
fengum síðan þær sorgarfréttir
um að hann hefði dáið miðviku-
daginn 16. mars sem var afmæl-
isdagurinn hans. Hann varð 29
ára þann dag, var fæddur 16.
mars 1982.
Á fimmtudaginn í hádeginu
kom Guðný, presturinn okkar, og
hafði með okkur bænastund í
Bjarkarási.
Við áttum öll fallega stund
saman og minntumst Kára okk-
ar, báðum fyrir honum og ætt-
ingjum hans og okkur öllum sem
þekktum hann.
Jón Hrafnkell Árnason.
Elsku besti Kári minn.
Þú varst í uppáhaldi hjá mér,
elsku vinurinn minn. Ég kynntist
þér fyrst uppi í Reykjadal sum-
arið 2000 þar sem þú heillaðir
mig með brosinu þínu og faðm-
lögum. Þú varst alltaf svo hlýr og
góður. Þegar ég byrjaði að vinna
á áfangastaðnum Drekavogi 16
haustið 2007 endurnýjuðum við
kynnin okkar. Þú heillaðir mig
aftur upp úr skónum með bros-
inu, hlýjunni og öllum knúsunum
sem þú gafst mér. Í Drekavogi
erum við mikið ein á vakt og ég
gat yfirleitt alltaf treyst á það að
þú værir í góðu skapi og ávallt
varstu tilbúinn að knúsa mann og
kyssa.
Ég gleymi því seint þegar ég
var að aðstoða þig og tókst að
sprauta vatni á mig og hvað þú
hlóst og talar um þetta við alla
sem þú hittir næstu daga og
sagðir setningu sem þú sagðir
svo oft „pabbi að sjá“. Söknuður-
inn verður mikill hjá foreldrum
þínum og systkinum. Þvílíkt
gleðibros sem færðist yfir andlit
þitt í hvert skipti sem þau komu í
heimsókn og buðu þér með heim,
sem var nú ansi oft.
Elsku besti Kári minn, ég mun
heldur aldrei gleyma söngnum
þínum, þegar þú tókst þið til og
söngst hástöfum á sænsku eða
varst að herma eftir manni.
Elsku vinurinn minn, þín verður
sárt saknað í Drekavoginum þar
sem þú varst algjör gleðigjafi og
heillaðir alla með brosinu þínu.
Með ástar- og saknaðarkveðju.
Þín vinkona,
Pála Kristín.
Vinur minn Kári Þorleifsson
er látinn. Mikill harmur er nú
kveðinn að fjölskyldu og vinum.
Ég er þakklátur fyrir lærdóms-
ríku árin sem ég var svo heppinn
að eiga í Drekavogi með þeim fé-
lögum Kára, Hilmari, Óðni og
Villa. Kári hafði flutt beint úr ást-
ríkum faðmi foreldra í Drekavog
og gekk honum furðu vel að fóta
sig í nýjum aðstæðum. Kári var
ævinlega hrókur alls fagnaðar og
mikill stemningsmaður. Gleðin,
hláturinn, leiklistin, vináttan,
hlýjan, mannkærleikurinn og svo
ótalmargt annað mun ekki
gleymast. Minningin um Kára er
hrein, glöð og falleg. Okkur öllum
sem þótti vænt um Kára og átt-
um vináttu hans eigum þá ósk
eina að minningin um svo vænan
dreng og gleðigjafa megni að
styrkja foreldra hans, systkinin,
vinina í Drekavogi og aðra ástvini
í að takast á við sorgina og sökn-
uðinn.
Kári Þorleifsson
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna fráfalls móður okkar,
HALLBERU PÁLSDÓTTUR,
Birkiteig 4a,
Keflavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björg Ólafsdóttir,
Sigrún Ólafsdóttir,
Þorsteinn Ólafsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð vegna fráfalls okkar
ástkæra
KRISTINS VIGNIS HELGASONAR,
Heiðnabergi 11,
Reykjavík,
og heiðruðu minningu hans.
Jófríður Björnsdóttir,
Inga Rún Kristinsdóttir,
Helgi Vignir Kristinsson,Ásgerður Jófríður Guðbrandsdóttir,
Þráinn Kristinsson, Sigurborg Kristjánsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum sem
sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför okkar ástkæra
BALDVINS EINARS SKÚLASONAR.
Sérstakar þakkir sendum við til heima-
hjúkrunar Karitasar og deildar 11-E
Landspítala.
Unnur Tessnow,
Helgi Magnús Baldvinsson, Bára Mjöll Ágústsdóttir,
Hafdís Erla Baldvinsdóttir, Einar Ragnarsson,
Hulda Björg Baldvinsdóttir, Jóhannes Kristjánsson,
afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR JÓSEFSDÓTTUR,
Húsavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á öldrunar-
deild við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
fyrir alúð og einstaklega góða umönnun.
Erling Kristjánsson,
Kolbrún Kristjánsdóttir,
Dóra Guðný Kristjánsdóttir,
Lára Júlía Kristjánsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR ÞORBJARGAR
RUNÓLFSDÓTTUR
frá Fáskrúðsfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
dvalarheimilinu Grund.
Sigurður Emil Ólafsson, Guðný Ásta Ottesen,
Sigmar Ólafsson, Úlfhildur Gunnardóttir,
Hrefna Ólöf Ólafsdóttir, Sveinbjörn Arnarsson,
Auður Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi,
RÍKARÐUR LONG INGIBERGSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í
dag, föstudaginn 25. mars kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir,
þeim sem vilja minnast hans er bent á
krabbameinsfélagið.
Albert Ríkarðsson, Elín Vigfúsdóttir,
Vigfús Bjarni Albertsson,
Ríkarður Reynisson,
Sigrún Reynisdóttir,
Árný Reynisdóttir,
Stefanía Reynisdóttir,
Inga Rós Reynisdóttir.