Morgunblaðið - 25.03.2011, Síða 27

Morgunblaðið - 25.03.2011, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Guð blessi minningu Kára Þorleifssonar. Einar Þór Jónsson. Elsku Kári. Álút og sorgmædd sátum við á síðustu æfingu. Við héldum utan um hvert annað, tárin runnu og harmþrunginn gráturinn braust fram. Rut setti engil í stólinn þinn. Við kveiktum á kerti og töl- uðum um þig. Djúp væntum- þykja og söknuður hljómaði í fal- legu minningarbrotunum þeirra. Hann var skemmtilegur og besti strákur í heimi. Hann var flinkur með bjöllurnar og góður trommuleikari. Hann var grínisti og alltaf í góðu skapi. Ég sakna hans svo mikið, það var svo gott að sitja við hliðina á honum í kórnum. Hann var alltaf hjálp- samur. Við vorum öll vinir. Kári var sannur vinur og vakir yfir okkur. Ég held að hann sé fal- legur engill. Hann er engillinn okkar. Kertaljósið okkar skín upp til þín. Hann heyrir í bjöll- unum og við spilum fyrir þig. Já, nærveran og höndin þín var hlý eins og væntumþykjan sem þú áttir svo auðvelt með að sýna öðr- um. Þú varst einlægur listamað- ur, leikari, söngvari og hljóðfæra- leikari. Sama hversu þreyttur þú varst, gleðin þín í músíkinni var alltaf fölskvalaus og enginn naut þess betur en þú að gleðja aðra með söng og leik. Þú varst stoltur þegar þú komst fram á tónleik- um. Söngur þinn og leikur var sérstaklega ætlaður mömmu þinni og pabba sem alltaf voru efst í huga þér. Elsku fallegi og hjartahlýi Kári, þú varst sannur gleðigjafi. Spuninn þinn er þagn- aður en „Sandy“ og „Íslenskt vögguljóð á hörpu“ hljómar áfram fyrir þig. Við þökkum þér fyrir dýrmætar og lærdómsríkar samverustundir sem lifa í minn- ingunum og sendum aðstandend- um þínum innilegar samúðar- kveðjur í þeirra miklu sorg. Valgerður og Bjöllukórinn. Í dag kveðjum við Kára Þor- leifsson, góðvin minn og fyrrver- andi nemanda. Við Kári kynnt- umst á starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir tólf árum þar sem hann stundaði nám og ég vann við kennslu. Kári var einn af umsjón- arnemendum mínum á þessum árum. Kári var glaðlegur, ungur maður og naut þess að vera í hressilegu umhverfi framhalds- skólans. Hann hafði mikinn húm- or, sá gjarna hið skoplega og lék hinar ýmsu persónur í margvís- legum aðstæðum. Það var oft glatt á hjalla þegar hann hermdi eftir allskonar uppákomum með miklum leikrænum tilbrigðum og það var gaman að hlæja með Kára við þessar aðstæður. Við Kári tókum á þessum tíma þátt í málörvunarverkefni undir stjórn Iréne Johanson frá Karls- tad í Svíþjóð og sendum reglu- lega gögn og myndbönd af kennslustundum okkar til Sví- þjóðar. Í þessari vinnu tengd- umst við böndum sem héldust upp frá því. Í tengslum við verk- efnið fengum við margvísleg verkefni sem okkur fundust nú misskemmtileg. En Kári tók öll- um þessum kennslutilraunum af mesta jafnaðargeði og lagði sig allan fram. Kára fannst tilheyra að skoða myndböndin vel áður en við sendum þau og hafði gaman af, jafnvel þó að ýmislegt færi nú öðruvísi en við ætluðum í fyrstu. Þegar á verkefnið leið fórum við að vinna meira með verkefni sem tengdust Kára meira og hans áhugasviðum og þá líkaði honum nú lífið. Fjölskylda Kára tók mik- inn þátt í verkefninu með okkur og það fannst Kára mjög skemmtilegt. Aðstæður höguðu því þannig að við hittumst aftur hjá símennt- unarmiðstöðinni Fjölmennt. Kári valdi sér nokkrum sinnum nám- skeið sem voru undir minni um- sjón og oft rifjuðum við þá upp atburði frá fyrri tímum. Eftir að ég hætti í kennslu og tók til við önnur störf kom hann alltaf við hjá mér, sýndi mér bókina sína og sagði mér frá því sem honum fannst markverðast, sérstaklega ef eitthvað spennandi var fram- undan. Heimsóknir til Ara bróð- ur í Danmörku og ferðalög með fjölskyldunni toppuðu allar aðrar athafnir. Kári var mjög tengdur fjölskyldu sinni og var tryggur vinur vina sinna, sérstaklega fé- laga sinna í Drekavogi. Kári var viljasterkur og gat verið fastur á sínu, en hann hafði einstaklega góða nærveru, var hlýr og ljúfur í allri framkomu sinni. Svo viðkvæmt er lífið sem vor- dagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Kára þakka ég samfylgdina og allt það sem hann kenndi mér. Kæru Þorleifur og Guðný, Þór- unn, Álfdís, Ari, vinir Kára í Drekavogi og aðrir ástvinir, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. María Hildiþórsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að setjast niður og skrifa minn- ingarorð um ungan hraustan mann. Mann sem var fullur af lífsgleði og framtíðaráætlunum. Andlát Kára vinar okkar er eitt- hvað sem enginn gat ímyndað sér að væri yfirvofandi og við eigum erfitt með að trúa að hafi gerst. Sum okkar eru að skilja í fyrsta sinn hvað orðasambandið að vera harmi sleginn þýðir í raun og veru. Við erum sorgmædd og eig- um erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að Kári sé far- inn frá okkur og komi aldrei aft- ur. Drekavogshúsið er óvenju- hljótt, enginn Kári að syngja og tralla inni í herbergi eða vinirnir Óðinn og Kári að hlæja og gant- ast í eldhúsinu. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki – (Tómas Guðmundsson.) Það hefur verið rofið stórt skarð í samheldna hópinn sem flutti úr foreldrahúsum í Dreka- voginn haustið 2005. Að fylgjast með þeim og taka þátt í lífi þeirra hafa verið forréttindi fyrir okkur sem höfum aðstoðað þá. Það hef- ur verið yndislegt að sjá vináttu þeirra og væntumþykju þróast í gegnum árin. Þeir hafa ætíð stutt og hjálpað hver öðrum, hver á sinn hátt. Eitt af því sem var sjálfsagt og eðlilegt var að að- stoða Kára þegar þeir voru ein- hvers staðar saman utan heimilis, þar sem Kári gat ekki tjáð sig á sama hátt og þeir hinir. Kári gaf sitt inn í hópinn, hann var mikill gleðigjafi sem gat sprellað enda- laust, átti það til að vera stríðinn en alltaf í góðu. Ef einhver var dapur kom Kári oftar en ekki með sinn sterka hlýja faðm og fallega bros. En næmni á líðan fólks var hæfileiki sem Kári var ríkur af. Hann var blíður og heillandi per- sónuleiki með einstaklega góða nærveru, fólki leið vel í návist Kára. Hann var vinmargur og vinsæll hvar sem hann staldraði við. Hann hafði margvísleg áhugamál, tónlist og leiklist skip- uðu þar stóran sess. Kári var mik- ið fyrir að dansa og var mjög eft- irsóttur dansherra. Hann hafði sérstakt yndi af sundi og var af- bragðssundmaður, einnig stund- aði hann keilu og líkamsrækt. Kári elskaði að ferðast og var úr- valsferðafélagi, hann fór víða en Danmerkurferðirnar til Ara bróður og Jóhanns var erfitt að toppa. Kári starfaði í Bjarkarási síðustu árin. Hann var nemandi í Fjölmennt og félagi í Bjöllukórn- um. Kári átti yndislega fjölskyldu sem var honum mikils virði. Þau fóru saman í ferðalög, í leikhús, á tónleika eða bara hittust og höfðu það notalegt saman um helgar. Hugur okkar og samúð er hjá þeim í þessum dapurlegu aðstæð- um. Við erum mjög sorgmædd en jafnframt endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða Kára síðustu árin. Við eigum dýr- mætar perlur í huga okkar sem eru minningarnar um þennan yndislega mann sem við kveðjum í dag. En hvar sem elsku Kári okkar er staddur núna þá er hann örugglega umvafinn englum. Fyrir hönd íbúa og starfs- manna í Drekavogi, Anna Hlín Bjarnadóttir. Kári vinur minn og skólabróðir er farinn frá okkur í ljósið. Við Kári höfum þekkst síðan við vor- um litlir strákar, við vorum alltaf saman í skóla, fermdust saman, útskrifuðumst saman frá FB og unnum saman í Gylfaflöt. Síðustu 5 árin höfum við búið saman ásamt Hilmari og Villa í Dreka- voginum. Við Kári höfum gert margt skemmtilegt saman á síðustu ár- um, til dæmis farið til útlanda, verið saman í sumarbúðum, spil- að keilu með Öspinni og margt, margt fleira. Þegar við vorum litl- ir vorum við stundum að gera prakkarastrik en það var allt í góðu. Kári var mjög skemmtileg- ur og gaman að vera með honum. Honum fannst endalaust gaman að syngja, leika leikrit og hlæja. Ég sakna Kára vinar míns mjög mikið, það er svo skrýtið og erfitt þegar einhver fer svona skyndilega frá manni. En ég skoða myndir af honum og á fullt af skemmtilegum minningum um hann sem ég get rifjað upp þegar ég sakna hans. Vertu sæll, Kári minn. Þinn vinur, Óðinn Rögnvaldsson. „Múfasa“ sagði Kári við mig með miklum tilþrifum þegar ég hitti hann í fyrsta sinn fyrir vel rúmum áratug. Ég komst fljótt að því að Kári væri, líkt og ég, mikill aðdáandi Disney-teiknimynda, enda átti hann auðvelt með að sjá bæði sjálfan sig og ástvini sína þar í aðalhlutverkum – Þórunn var alltaf gellan, Álfdís var litla krúttið, ungi myndarmaðurinn var yfirleitt einn af tilsjónar- mönnum hans, en sjálfur var hann iðulega fyndna eða skrýtna persónan. Ég man að þessi sam- eiginlegi áhugi var mér mikið gleðiefni því ég hafði ekki haft mikil kynni af fötluðum og var hálffeimin, vissi ekki alveg hvern- ig ég ætti að vera í kringum þenn- an unglingsbróður nýju vinkonu minnar. En ég þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur. Kári var svo ljúfur og glaður og skemmtilegur að það var ekki annað hægt en að slaka á og hlæja með. Næstu árin fékk ég svo að fylgjast með Kára vaxa og dafna. Hann nýtti kosningarétt sinn, flutti að heiman, tók við af pabba sínum í hlutverki jólasveinsins og naut þess í botn að vera ungi, glaði, uppátækjasami maðurinn sem hann var. Og uppátækja- samur var hann. Kárasögur gætu auðveldlega fyllt heila bók og eru hver annarri skemmtilegri, eins og allir vinir Kára og fjölskyldu vita. Kári vissi nefnilega hvað hann vildi og þegar hann langaði í eitthvað þá var hann ekkert að láta smáatriðin stoppa sig – eins og þegar hann stalst í Laugar- dalslaugina með Óðni vini sínum þrátt fyrir að hafa ekki fundið þeim annan útbúnað en allt of stóra sundskýlu af pabba sínum og sundbol af systur sinni. Það allra stærsta og mikilvæg- asta í lífi Kára var þó án efa fjöl- skyldan hans sem honum þótti svo óendanlega vænt um, og sem þótti svo óendanlega vænt um hann. Hann sýndi glaður hvernig maður segði Álfdís, Þórunn og Ari og pabbi og mamma á tákn- máli, og strauk svo kinnina til að tákna hvað viðkomandi væri góð- ur, og bætti gjarnan við að hann sjálfur væri góður. Sem hann og var, eins góður og hægt er að vera. Kára er og verður afskap- lega sárt saknað, en hans verður líka minnst með brosi á vör. Og eitt er víst, þegar ég horfi upp til stjarnanna þá mun ég alla tíð sjá Kára þar á meðal konunganna, hlæjandi við hlið Múfasa vinar síns. Ólöf Embla Eyjólfsdóttir. Kveðja frá Bjarkarási Það var haustið 2008 sem Kári hóf störf í Bjarkarási. Hann þekkti marga nýju samstarfs- félaganna fyrir og hefur það sjálfsagt gert þessa fyrstu daga á nýjum, stórum vinnustað auð- veldari. Kári hafði ljúfa og aðlað- andi framkomu og var því ekki lengi að öðlast sinn sess í starfs- mannahópnum. Hann hafði gam- an af vinnu sinni og lagði sig fram um að skila vel unnu verki en var líka mikil félagsvera og skemmti sér manna best þegar eitthvað var um að vera. Hann var fljótur að sækja um í Karlaklúbbnum sem hefur það markmið að karlar hittist og geri eitthvað „karllægt“ saman. Með þeim hópi fór hann meðal annars í heimsóknir á bíla- sölu að skoða fornbíla og til Flug- björgunarsveitarinnar að skoða tæki og tól. Hann var alltaf til í söng, dans og gleði og hafði gam- an af að gantast með vinnufélög- um sínum og stríða leiðbeinend- um. Kára líkaði vel að hafa vinnudaginn fjölbreyttan og vildi taka þátt í öllum þeim tilboðum sem Bjarkarás hefur upp á að bjóða. Hans er því sárt saknað í Bjarkarási. Minningin um bjart bros, ljúft geð og allt það sem Kári átti til að gefa samferða- mönnum sínum lifir með okkur um ókomna tíð. Við vottum for- eldrum og systkinum Kára okkar dýpstu samúð og einnig öllum í Drekavogi 16. Þórhildur Garðarsdóttir og Valgerður Unnarsdóttir Það kom alltaf sólskin í bæinn þegar Kári mætti á Vesturvalla- götu með systrum sínum. Kær- leikurinn á milli systkinanna hlýjaði líka okkur hinum og var okkur fyrirmynd. En honum var ekkert allt of vel við hundinn Skugga, það var fyrirgefið. Kári var hrókur alls fagnaðar í út- skriftarboðum og öðrum boðum á Laugarásveginum, munum við lengi minnast ýmissa tónlistarat- riða. Það er sárt að missa ljúfan vin svo skyndilega og óvænt. Hugur okkar er hjá Álfdísi, Þór- unni, Ara, Guðnýju og Þorleifi sem harma bróður og son. Hjördís Björk Hákonardóttir og Hákon Kjalar Hjördísarson. HINSTA KVEÐJA Ég kynntist Kára í Víði- hlíð, á Holtavegi og í Öskju- hlíðarskóla. Svo vorum við að vinna saman í Bjark- arási. Ég lét hann oft vita þeg- ar bíllinn kom að sækja hann. Nú er hann hjá Guði. Birna Rós Snorradóttir.  Fleiri minningargreinar um Kári Þorleifsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Elsku Inga, mig langar með ör- fáum orðum að kveðja þig og þakka fyrir samfylgdina. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast þér og eiga með þér margar góðar stundir veturinn 94-95 þegar að ég var í Framhaldsskólanum á Húsavík. Flesta daga kom ég við hjá þér og naut gestrisni þinnar sem var nú ekki af slakara taginu, borðið alltaf hlaðið af heimatil- búnum kræsingum og sultum sem þú hafðir gert sjálf. Það var svo ótrúlega gott að koma í litla húsið þitt og setjast við litla eldhúsborð- ið þitt og fá sér kaffi með þér og eiga við þig gott spjall. Aldrei urðu neinar svona inn- antómar þagnir þegar maður var með þér, það var alltaf eitthvað til þess að tala um, þú hafðir svo gaman af því að segja fréttir af fólkinu þínu, fylgdist alltaf svo vel með og vissir hvað var að gerast í lífi þess. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á garðinn þinn sem var svo ótrúlega fallegur og vel hirtur, líka þegar heilsan var farin að gefa sig, þá tók þetta bara að- eins lengri tíma en var alltaf jafn vel gert. Elsku Inga, takk fyrir allt sam- an og nú veit ég að þú ert hress og kát þarna hinum megin með manni þínum, systkinum og öllu því góða fólki sem þú þekktir og er þarna líka og örugglega umvaf- in blómum og rósum eins og þér líkaði best. Guð geymi þig, elsku frænka. Kveðja, Hildur Salína. Þann 13. mars síðastliðinn lést amma mín, sómakonan Ingibjörg Ingibjörg Jósefsdóttir ✝ Ingibjörg Jós-efsdóttir fædd- ist á Kúðá í Þist- ilfirði 8. mars 1915. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 13. mars 2011. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Húsavíkurkirkju 19. mars 2011. Jósefsdóttir. Langar mig að minnast hennar með nokkr- um orðum. Á sumrin fór ég ásamt foreldr- um og systkinum í bíltúr til Húsavíkur að heimsækja ömmu á Ketilsbrautina eins og við sögðum. Elsku amma, þú varst alltaf eitthvað að brasa bæði úti og inni, hafðir yndi af rósunum í garðinum sem þú tókst svo inn yf- ir veturinn. Pabbi erfði þennan áhuga á blómarækt frá þér, ég skildi þetta ekki þá en skil þetta vel í dag. Það var ekki alltaf hringt á undan sér eins og gjarn- an er gert í dag, það átti ekkert að hafa fyrir okkur, en það skipti ekki máli, það tók þig ekki langan tíma að snara fram veisluborði, þú hafðir yndi af því að gefa fólki eitt- hvert góðgæti, allar terturnar og pönnukökurnar, ég mun aldrei gleyma hversu myndarlegt þetta var hjá þér. Það var margt spjallað og þú vissir allt um fólkið þitt. Síðustu árin eftir að pabbi dó komum við Höddi við hjá þér á sjúkrahúsinu eftir að hafa verið í Kelduhverfi á rjúpnaveiðum. Þú spurðir hvernig hefði gengið og oftast sagði ég frekar illa, við borðum bara svína- kjöt, ég held að þú hafir bara verið glöð með það. Auðvitað fengum við gott kaffi og bakkelsi, ég setti í þig rúllur og við töluðum um prjónaskap og margt fleira skemmtilegt. Stundirnar með þér eru mér ógleymanlegar. Ég mun sakna þess að fara ekki á Ketils- brautina, elsku amma mín. Hafðu þökk fyrir yndislegar stundir. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Sigurlaug. Það er gott að eiga góða vini, það hef ég áþreifanlega fundið eftir að hafa átt vináttu Buggu og Ævars. Ég kynntist Buggu fyrst þegar við vorum ungar námsmeyjar í húsmæðraskóla á Löngumýri og fann strax að þar fór góð kona. Fyrir 10 árum greindist ég með krabbamein, þá fékk ég ómetanlega hjálp frá þeim sem seint verður þakkað. Ég drakk seyði frá þeim í nokkra mánuði og var umvafin hlýju og mikilli gestrisni sem á því heimili var einstök. Við Bugga áttum sameigin- legt áhugamál, sem var að hafa mjög gaman af því að ferðast. Fyrir 8 árum vantaði mig ferða- félaga í hópferð til Vínar og Búdapest. Mér var hugsað til Buggu og hafði samband við hana og fékk strax svar, jú hún kæmi með mér. Við nutum ferð- arinnar vel enda Bugga mikill Kristbjörg Þórarinsdóttir ✝ Kristbjörg Þór-arinsdóttir fæddist 24. ágúst 1934 á Ríp í Hegra- nesi. Hún lést 23. febrúar sl. Útför Krist- bjargar var gerð frá Kópavogskirkju 3. mars 2011. fagurkeri, naut blómanna og alls þess fallega sem fyrir augum bar. Nú hefur hún farið þá ferð sem bíður okkar allra, þegar ég fer þá ferð vona ég að við hittumst og kannski getum við svifið saman og séð yfir Skaga- fjörð. Ég votta Ævari og allri fjöl- skyldunni mínar samúðarkveðj- ur. Minning Buggu lifir. Oddný. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.