Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Einbeittar Þessi föngulegi gæsahópur hóf sig til flugs á Seltjarnarnesinu í gær og lét ekki eilitla snjódrífu á sig fá enda smávægileg í samanburði við snjókomuna þegar mest lét sl. mánuð. Ómar Ég hef lagt fram á Alþingi breyt- ingu á lögum um íslenskan ríkis- borgararétt, nr. 100/1952, með síð- ari breytingum. Legg ég til í frumvarpinu að 6. gr. laganna falli brott þar sem kveðið er á um að Al- þingi veiti ríkisborgararétt með lög- um. Slík valdheimild verði til fram- tíðar stjórnvaldsákvörðun á hendi innanríkisráðherra. Innanríkisráðu- neytið færi með þær valdheimildir sem tiltækar eru í undanþágum þegar veita þarf þeim ríkisfang sem öðlast ekki íslenskt ríkisfang við fæðingu. Innan- ríkisráðuneytið býr og yfir öllum upplýsingum um einstakling sem hyggst sækja um íslenskt rík- isfang í samvinnu við lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda og Útlendingastofnun og er því best í stakk búið að taka ákvörðun sem þessa. Ein- staklingur nýtur ákveðinna réttinda á grundvelli ríkisborgararéttar síns jafnframt því sem hann ber ákveðnar skyldur gagnvart því ríki hvers rík- isfang hann ber. Sem dæmi má nefna stjórnmálaleg og félagsleg réttindi, landvistarrétt, heimild til fjárfestinga auk þess sem ríkisborgarar njóta diplómatískrar verndar frá því ríki. Meginreglan er sú að menn öðlist ríkisborgararétt við fæðingu sem byggist fyrst og fremst á ríkisfangi foreldra og/eða fæð- ingarstað en undantekningar frá þessu séu t.d. ríkisfangsveitingar til ættleiddra barna og er- lendra ríkisborgara á grundvelli búsetu. Lagasetning Alþingis um ríkisborgararétt hef- ur lengst af gengið vel og hafa fjölmargir ein- staklingar öðlast ríkisborgararétt með þeim hætti. Vinnuferlið hefur verið að dómsmálaráðu- neytið (nú innanríkisráðuneyti) hefur gefið um- sögn til Alþingis, eftir samráð við lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda og Út- lendingastofnun. Í þessum um- sögnum er lagt mat á hvort ein- staklingur uppfylli skilyrði laga um ríkisborgararétt, m.a. hvort hann geti sannað hver hann er, hvort hann hafi brotaferil að baki, hvernig fjölskylduaðstæður hann búi við, hvort hann geti sýnt fram á framfærslu o.s.frv. Þeir þjóð- kjörnu fulltrúar sem á Alþingi sitja hafa lengst af tekið tillit til þessara umsagna og farið að ráð- gjöf ráðuneytisins. Nú hefur orðið breyting á og í a.m.k. tvígang hefur Alþingi, að tillögu meiri hluta allsherjarnefndar, gengið lengra en ráðu- neytið ráðleggur. Til framtíðar getur slíkt skapað mikinn vanda fyrir íslenskt þjóðfélag í heimi þar sem ríkisborgararéttur, sá dýrmæti frumréttur, er ekki eins sjálfsagður og áður var. Geti ein- staklingur ekki sannað ríkisfang sitt eru honum allar dyr lokaðar og í seinni tíð hafa hafist ólögleg viðskipti með þennan rétt. Þann sama dag og frumvarpið var lagt fram barst allsherjarnefnd með formlegum hætti beiðni um að Alþingi beiti 6. gr. laganna með þeim hætti sem ekki verður unað. Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Legg ég til í frumvarpinu að 6. gr. laganna falli brott þar sem kveðið er á um að Alþingi veiti ríkisborgararétt með lög- um. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Hindrun viðskipta með ríkisborgararétt Meirihluti fjórflokkanna í bæjarstjórn Kópavogs hefur tekið þá ákvörðun að segja upp samningi rekstraraðila leik- skólans Kjarrsins við Dals- mára. Rekstur leikskólans var boðinn út fyrir þremur árum og lægstbjóðandi var Jóhanna Thorsteinsson leikskólastjóri og hefur hún og hennar fólk rekið leikskólann í tæp þrjú ár með miklum myndarbrag bæði hvað varðar fræðslu og fagleg vinnubrögð. En hvað veldur að Jóhönnu var sagt upp samningnum? Jú, hún er félagi í Sjálfstæð- isflokknum og formaður sjálfstæðiskven- félagsins Eddu í Kópavogi og líður greini- lega fyrir það. Starfið í leikskólanum hefur gengið mjög vel og foreldrar eru hæst- ánægðir með það og engar kvartanir eða aðfinnslur borist. En samningnum á að segja upp án nokkurs samráðs við rekstr- araðilann þrátt fyrir að ákvæði sé um slíkt í rekstrarsamningnum. Án þess svo mikið sem að ræða við hana um lækkun á greiðslum sem hún var þó tilbúin til að gera. Réttlæting meirihlutans á uppsögninni er að hagkvæmari rekstur fáist með því að sameina Kjarrið og leikskólann Smára- hvamm. Kostnaður Kópavogs vegna hvers barns á leikskólum Kópavogs er ríflega 1.200 þúsund á ári að meðaltali. Reikni- meistarar meirihlutans hafa fundið það út að kostnaður á barn á Kjarrinu eftir sam- einingu verði 970 þúsund á ári sem þýddi að þetta yrði lang- hagkvæmasta rekstrarein- ing leikskóla í Kópavogi. Glöggt fólk í rekstri leik- skóla í Kópavogi telur þessa niðurstöðu útilokaða. Spara á í rekstri með því að lækka laun um 13 millj- ónir sem þýðir að fagfólki verður fækkað og ófaglært fólk kemur inn í staðinn. Það vantar fleiri leik- skólapláss í Kópavog og það hefði verið nær að stækka leikskólann um 20 pláss, úr 54 í 74, með því að setja niður lausa kennslustofu sem Kópavogsbær á til staðar. Slík framkvæmd hefði kostað um 12 milljónir og samþykkt skipulag liggur fyrir. Með fleiri nemendur hefði reksturinn orðið hagkvæmari og fækkað hefði á bið- listum. En allt annað vakir fyrir þessum verk- og lánlausa meirihluta. Burt með pólitíska andstæðinga. Á sama tíma eru þau að samþykkja að bæjarbúar greiði fyrir sig málskostnað í einkamáli. Siðblindan er al- gjör. Eftir Gunnar I. Birgisson » Á sama tíma eru þau að samþykkja að bæjarbúar greiði fyrir sig málskostnað í einkamáli. Siðblindan er al- gjör. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri. Hreinsanir halda áfram í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.