Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Innlendir og erlendir ráðamennviðurkenna ekki opinberlega að tengsl séu á milli Icesave og ESB- aðildarumsóknar Íslands. Á bak við luktar dyr dettur hins vegar engum í hug að neita þessum tengslum.    Og tengslinkomu glöggt í ljós þegar Við- skiptablaðið lét kanna fyrir sig afstöðu til ESB-aðildar og stuðn- ing við Icesave-lögin.    Þrír af hverjum fjórum þeirrasem segja já við aðild að ESB ætla að segja já við Icesave, sem er þrefalt meiri stuðningur en hjá þeim sem eru andvígir aðild að ESB.    Þetta er ekki aðeins af því að þessihópur segi já við öllu umhugs- unarlaust, heldur miklu frekar vegna þess að hann áttar sig á að Icesave-samningarnir eru liður í því að koma Íslandi inn í ESB.    Það er engin önnur ástæða fyrirþví að Samfylkingin leggur slíkt ofurkapp á bæði þessi mál. For- ysta þess flokks er einfaldlega tilbú- in að greiða tugi eða hundruð millj- arða fyrir aðgangsmiða að ESB.    Og nú er komin fram enn ein stað-festingin á þessum tengslum. Myndaður hefur verið hópur undir nafninu Áfram, sem berst fyrir því að Íslendingar hengi á sig löglausan skuldaklafann.    Í þessum hópi eru nánast eingönguyfirlýstir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB.    Sumir telja öllu fórnandi til aðflytja fullveldið til Brussel. Áfram gegn hags- munum Íslands STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.3., kl. 18.00 Reykjavík 5 rigning Bolungarvík 0 skýjað Akureyri -2 snjókoma Egilsstaðir -3 snjókoma Kirkjubæjarkl. 2 slydda Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki -1 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 16 heiðskírt Dublin 12 heiðskírt Glasgow 13 léttskýjað London 13 heiðskírt París 18 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Berlín 15 léttskýjað Vín 18 léttskýjað Moskva -1 skafrenningur Algarve 18 léttskýjað Madríd 8 alskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 heiðskírt Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -6 heiðskírt Montreal -2 snjókoma New York 2 alskýjað Chicago 0 alskýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:12 19:57 ÍSAFJÖRÐUR 7:14 20:04 SIGLUFJÖRÐUR 6:57 19:47 DJÚPIVOGUR 6:41 19:27 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ferðafólk getur kynnt sér lifn- aðarhætti æðarfuglsins á sýningu Æðarseturs Íslands sem opnuð verður í Norska húsinu í Stykk- ishólmi í vor, og keypt sér ekta dúnsængur og listmuni sem tengj- ast æðarfuglinum. Þá gefst gestum svítunnar á Hótel Stykkishólmi kostur á að kynnast gæðum afurð- anna af eigin raun með því að sofa undir dúnsæng. Feðginin Friðrik Jónsson læknir og Erla Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi, standa fyrir uppbyggingunni en þau reka dúnhreinsistöð og útflutningsfyr- irtæki í Stykkishólmi. „Ég kynntist þessu fyrst þegar við fluttum í Stykkishólm en ég var þá átta ára. Pabbi keypti í fé- lagi við fleiri Bjarneyjar á Breiða- firði. Ég fór alltaf með til að tína dún og ólst upp við þetta,“ segir Erla. Seinna vann hún við útflutn- ing á dúni og rekstur dúnhreinsunarstöðvar, með öðrum störfum. „Í upphafi var markmið okkar að fullvinna dúninn í sængur og flytja þannig út. Ekki hefur orðið úr því fyrr en nú,“ segir Erla. Kynna fuglinn og nýtingu hans Hugmyndin komst á fram- kvæmdastig eftir að Erla sat aðal- fund Æðarræktarfélags Íslands í fyrra og hafði hlustað á fyrirlestur þar sem æðarbændur voru hvattir til að gera meiri verðmæti úr dún- inum með því að framleiða og selja fullunnar vörur. Vitnað var til reynslu íbúa norskrar eyjar sem gert hafa veruleg verðmæti úr þeim litla dúni sem þar fellur til. „Ég hugsaði með mér: Ef ekki í Stykkishólmi, þá hvar?“ Erla og Friðrik hafa nú komið sér upp aðstöðu til að fullhreinsa dún og framleiða sængur. Afurðin verður seld undir vörumerkinu Queen Eider. Jafnframt er unnið að undirbúningi sýningar Æð- arseturs Íslands í Norska húsinu í samvinnu við Byggðasafn Snæfell- inga. Sagt verður frá nýtingu æð- arfuglsins og vinnubrögðum við hreinsun dúnsins. Það verður gert með myndum en einnig fengið fólk til að sýna gömlu vinnubrögðin. Þá er unnið að því í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands og Háskólasetur Snæfellsness að fræða gesti um æðarfugl- inn og lifnaðarhætti hans. Minknum verða einnig gerð skil enda er hann einn helsti óvinur æðarfugls- ins. Erla segir að reynt verði að kynna það merkilega samspil manns og fugls sem skapar verð- mætin. Maðurinn verndi varpið og fái dún í staðinn. Sýningin verður opnuð í byrjun júní. Listamenn að störfum Í versluninni í Norska húsinu verður ekki aðeins boðið upp á sængur heldur einnig leitast við að finna fleiri vörur sem tengjast æðarfuglinum. Þannig eru þrjár listakonur á staðnum að búa til minjagripi sem tengjast fuglinum. Þá hefur Erla áhuga á að fá til liðs við sig hönnuði og framleiðendur á fatnaði eða útivistarvörum sem vildu nýta dún í vörur sínar. Rúsínan í pylsuendanum er síð- an samstarf við Hótel Stykk- ishólm. Gestum svítunnar gefst kostur á að kynnast þessari ein- stöku og nánast séríslensku afurð af eigin raun með því að sofa undir dúnsæng frá Queen Eider. Ferðafólki boðið að bregða sér undir alvöru dúnsæng  Sýning Æðarseturs Íslands opnuð í Norska húsinu í Stykkishólmi í vor  Fræðsla um lifnaðarhætti æðarfugls  Verslun með dúnsængur og listmuni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Æðardúnn Erla Friðriksdóttir og Friðrik Jónsson eru byrjuð að hreinsa dún í sængur sem seldar verða í verslun í Norska húsinu í sumar. „Það er svo gaman að vera úti í náttúrunni og innan um fugl- ana,“ segir Friðrik Jónsson æðarbóndi. Friðrik starfaði um árabil sem héraðslæknir í Stykk- ishólmi en tók sér ávallt frí á sumrin til að sinna æðarvarpinu, fyrst í Bjarneyjum og síðar í Hvallátrum þegar hann eignaðist hlut í þeim. Nú er hann kominn á eftirlaun og getur sinnt áhuga- málinu af enn meiri krafti. Friðrik segir að vegna þess hversu lengi æðar- fuglinn hafi verið friðaður hér sé hann mun gæfari en æðarfugl í öðrum löndum. Í náttúrunni LÆKNIR Í EYJABÚSKAP Æðarfugl » Æðarfuglinn hefur verið al- friðaður á Íslandi í meira en 150 ár. » Um þrjú af þeim fjórum tonnum af æðardúni sem framleidd eru í heiminum ár- lega verða til á Íslandi. Því má með nokkrum sanni segja að afurðin sé séríslensk. » Eftirspurn eftir æðardúni hefur vaxið á ný og verð hækk- að, eftir samdrátt á heims- markaði. Æðarkollur í Eyjafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.