Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 mynt. Icelandic Group er alþjóðlegt framleiðslu- og sölufyrirtæki sjáv- arafurða og mjög lítill hluti við- skipta félagsins tengist Íslandi. Eimskip er nú að þriðjungi í eigu bandarísks fjárfestingafélags Yu- caipa eftir nauðasamningaferli. Tekjur félagsins byggjast í raun á flutningsgjöldum í erlendri mynt og lánveitendur og eigendur eru að verja sína stöðu eins og gildir reyndar einnig um Icelandic Group. Stærsti hluti af tekjum Landsvirkj- unar tengist orkusölu í erlendri mynt til erlendra álfyrirtækja hér á landi. Eingöngu hluti af fjár- mögnunarþörf Landsvirkjunar er í hendi og óvíst með lánakjör á því sem eftir er. Til viðbótar við augljósan vanda fyrirtækja og heimila getur rík- issjóður ekki farið í alþjóðlegt skuldabréfaútboð nú eins og aðrar þjóðir notfæra sér þegar vextir eru lágir erlendis. Eftir 1-2 ár er ekki víst að kjörin verði jafn góð. Gjald- eyrishöft gera stöðuna enn erfiðari og því mikilvægt að áframhaldandi deilur um Icesave auki ekki enn á vandann. Sem betur fer eru áðurnefnd fyr- irtæki enn með höfuðstöðvar hér á landi og vonandi verður svo áfram, en stærsti hluti íslensks atvinnulífs og atvinna fólks tengist litlum og meðalstórum fyrirtækjum og rekstri ríkisfyrirtækja. Það streym- ir ekki erlent lánsfé til þeirra og bankar hér á landi eru að mjög takmörkuðu leyti í stakk búnir að fjármagna fjárfestingu og upp- byggingu íslensks atvinnulífs. Ís- lensk fyrirtæki búa við mun lakari lánskjör innanlands en keppinautar þeirra erlendis ef þau fá þá yfirleitt einhverja lánafyrirgreiðslu. Þetta ógnar verulega samkeppnihæfni ís- lenskra fyrirtækja, bæði til skemmri og lengri tíma. Lánshæfismat þjóðarinnar og fyrirtækja mun trúlega lækka ef Icesave er hafnað. Það er mikill ábyrgðarhluti að láta eins og höfn- un Icesave-samningsins hafi lítil áhrif á íslenskt atvinnulíf og að við getum auðveldlega sparað okkur að borga. Slæmt ástand efnahags- og at- vinnumála birtist okkur á hverjum degi. Þetta á ekki að koma á óvart miðað við efnahagshrun og núver- andi stjórnarstefnu, en ástandið lagast ekki með afneitun um nei- kvæð áhrif þess að synja fyrirliggj- andi samningi um Icesave staðfest- ingar. Fjölmiðlar verða að vera faglegir í sinni umfjöllun um stöð- una frekar en að rangtúlka fréttir og byggja upp óraunhæfar vænt- ingar hjá þjóðinni um lánamögu- leika og lánakjör fyrirtækja í land- inu. Á forsíðu Morg- unblaðsins hinn 18. mars sl. var frétt með fyrirsögninni, „Fé fæst til Íslands á ný“. Þar er fjallað um lán- tökur fyrirtækja er- lendis og Össur, Mar- el, Icelandic Group, Eimskip og Lands- virkjun m.a. nefnd í því sambandi. Fréttin á að sýna fram á að það sé nú til- tölulega auðvelt að fá lánsfé erlend- is frá og allt í lagi að hafna Ice- save-samningnum. Ég þekki nokkuð til rekstrar og fjármögnunar þeirra ágætu fyr- irtækja sem Morgunblaðið taldi upp og leyfi mér að fullyrða að fréttin gefur mjög villandi mynd af því sem er að gerast á fjár- málamarkaði hér á landi. Fyrr- greind fyrirtæki eru alþjóðleg og þeim hefur tekist að fjármagna sinn alþjóðlega rekstur þrátt fyrir efnahagshrun og þrátt fyrir óvissu með nið- urstöðu Icesave- málsins. Eingöngu hluti af lánsfé þessara fyrirtækja, að undan- skilinni Landsvirkjun, mun koma til Íslands og fyrirsögnin „Fé fæst til Íslands á ný“ er undarleg fréttaskýr- ing og til þess fallin að búa til óraunhæfa bjartsýni. Fæst ís- lenskra fyrirtækja búa við þær aðstæður að geta sótt lánsfé með sama hætti og þau sem greint var frá hér á undan, jafnvel ekki íslensku bankarnir og rík- issjóður. Sum þessara fyrirtækja eru að stórum hluta í eigu erlendra aðila og viðskipti þeirra að mestu utan Íslands og í erlendri mynt. Össur er t.d. alþjóðlegt fyrirtæki að 2/3 í eigu Dana og með tiltölulega litla sölu til innlendra aðila. Marel er einnig eins og Össur í alþjóðlegum rekstri með sínar tekjur í erlendri Mikilvægi faglegrar umfjöllunar í Icesave-málinu Eftir Þorkel Sig- urlaugsson Þorkell Sigurlaugsson » Fjölmiðlar mega ekki byggja upp óraunhæfar væntingar hjá þjóðinni um lána- möguleika og lánakjör fyrirtækja í landinu ef við höfnum Icesave- samningnum. Höfundur er framkvæmdastjóri. Ekki var laust við að manni brygði illilega við lestur skýrslu starfshóps mennta- ráðs Reykjavík- urborgar er hún fyrst kom fram en í henni eru kynntar tillögur að sameiningu nær allra leikskóla í Breiðholt- inu við annan. En þess ber jafnframt að geta að í engu öðru hverfi Reykjavíkurborgar eru fyrirhug- aðar jafn margar sameiningar og í Breiðholtinu. „Aðför að Breiðholt- inu,“ segja sumir íbúar hverfisins og er það alls ekki vægt til orða tekið enda lýgur tölfræði skýrslunnar ekki. Hraunborg er einn af þessum fjöl- mörgu leikskólum sem starfshóp- urinn leggur til að sameinist öðrum leikskóla í hagræðingarskyni eða nánar tiltekið leikskólanum Ösp í efra Breiðholti. Ekki verður séð að starfshópur menntaráðs leggi fram nein haldbær rök fyrir sameiningu Hraunborgar og Aspar. Því miður læðist að manni sá grunur að niðurstöður hópsins hafi verið settar fram í miklum flýti og að hluta til að vanhugsuðu máli, sérstaklega í ljósi þess að það er engan veginn sýnt fram á faglegan eða fjárhagslegan ávinning af þeim. Til að mynda var beinlínis um rang- færslu að ræða í skýrslu starfshóps- ins er snéri að rökstuðningi fyrir sameiningu þessara tveggja leik- skóla. Bara sú einfalda staðreynd að það eru ekki 300 m á milli þeirra heldur 478 m í beinni loftlínu og allt að 800 m í akstursleið (heimild: www.googlearth.com ). Hvernig getur t.d. samnýting mötuneyta verið talin raunhæfur kostur m.v. þessa fjarlægð? Hvernig á leikskólastjóri að hafa þá nauðsyn- legu faglegu yfirsýn sem starfið krefst af honum í krafti forystu og rekstrar á hlaupum á milli leikskól- anna? Varla getur talist faglegur ávinn- ingur í því að fækka menntuðu starfsfólki þessara leikskóla sem óumflýjanlega mun eiga sér stað ef þessi sameining verður að veruleika. Hlutfall menntaðra leikskólakenn- ara í Reykjavíkurborg er í dag ein- ungis um þriðjungur af starfsfólki þeirra. Það hlutfall mun verða enn lægra ef sameiningar ganga yfir og stjórnendum leikskólanna verður sagt upp. Ég leyfi mér jafnframt stórlega að efast um að þessi atlaga að leikskólakennarastéttinni og sér í lagi að kvenstjórnendum hennar sé í samræmi við stefnu borgaryfirvalda í jafnréttismálum og í samræmi við jafnrétt- isáætlun hennar. Fjárhagslegur ávinn- ingur við sameiningu Hraunborgar og Aspar er vægast sagt stórt spurningarmerki í þessari jöfnu, enda alls kostar óvíst hvort jafn- mikill sparnaður muni hljótast af þessari sam- einingu eins og af er lát- ið. Það kallar á fjár- magn að umturna starfi þessara tveggja skóla og koma á nýju skipulagi. Móta þarf eina heild- ræna sýn og markmið úr tveimur ólíkum stefnum, en slíku verður ekki á komið nema með mikilli vinnu stjórnenda leikskólanna og slík vinna kallar á frekara fjármagn úr sjóðum borgarinnar. Forðast skal því að eyðileggja hið góða starf sem unnist hefur í leikskólanum Hraun- borg undir faglegri stýringu stjórn- enda og starfmanna hans, fyrir ávinning sem í besta falli getur kall- ast óljós. Skaðinn verður ekki aftur tekinn, eftir að hann er skeður. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að Reykjavíkurborg býr við þröngan fjárhagslegan stakk og verður því að leita allra leiða til að draga úr útgjöldum, en ekki gera það á kostnað barna okkar. Ég krefst því þess fyrir hönd dætra minna og annarra barna í Reykjavík að leitað verði allra leiða til sparnað- ar áður en til uppsagna starfsfólks leikskólanna kemur. Einnig skora ég á borgaryfirvöld að forgangsraða verkefnum þannig að útsvar mitt og annarra borgarbúa fari í lögbundin verkefni sem þola ekki frekari niðurskurð, eins og t.d. menntun barna okkar, en ekki ólög- bundin verkefni. Framtíð barna okk- ar er í húfi. Í huga mínum hefur von um fögur fyrirheit Besta flokksins og Sam- fylkingarinnar í formi átaksins „111 Reykjavík“ gjörsamlega snúist upp í andhverfu sína. Kæri Jón Gnarr borgarstjóri, hve- nær kemur „nei bara djók“ vegna þessara sameiningartillagna? Sameining, nei takk Eftir Finn Tryggva Sigurjónsson Finnur Tryggvi Sigurjónsson » Því miður læðist að manni sá grunur að niðurstöður hópsins hafi verið settar fram í mikl- um flýti og að hluta til að vanhugsuðu máli … Höfundur er viðskiptafræðingur og er faðir barns í leikskólanum Hraun- borg í Efra-Breiðholti. Hinn 2. september 2010 byrjaði frið- arráðstefna í Wash- ington á milli Ísraela og Palestínumanna með pompi og prakt, að undirlagi Banda- ríkjanna, BNA. Abbas, forseti Pal- estínu, tilkynnti í setningarræðu sinni að slíta yrði viðræð- unum ef Ísraelar myndu ekki framlengja byggingarbannið á her- teknum svæðum, sem rann út 26. september 2010. Þessi bygging- arstarfsemi er ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Starfsemin fer fram á svæðum sem rænt hefur verið frá Palestínumönnum og eru óum- deilanlega þeirra eign, þó að Ísr- aelar haldi fram hinu gagnstæða. Þeir telja sig mega taka land frá Palestínumönnum að vild, þar sem ekkert formlegt ríki Palestínu var og er til frá því að vopnahléslínan var sett 1967 og þar með engin landamæri. Þvílík einföldun! Í landamæraviðræðum fara því fram hrein hrossakaup og hafa Palest- ínumenn þegar afsalað sér stóru svæði til Ísraela. Samt vilja Ísrael- ar meira, þeir eru óseðjandi. Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, þvældi tilfinningaþrungið um frið í setningarræðu sinni. Sagði hann m.a. að Ísraelar hefðu sýnt fram á að þeir vildu frið með því að skila áður herteknum land- svæðum eftir stríðið 1967. Hvers konar þvæla er þetta? Rétt er að þeir skil- uðu hinni nánast óbyggðu herteknu Sínaí-eyðumörk til Egyptalands (1980/82) með því skilyrði þó að landið yrði herlaust. Öðru máli gegnir með Jórdaníu. Palest- ínu vestan Jórdanár- innar var stjórnað af Jórdaníu og náði til landamæra sem Sam- einuðu þjóðirnar settu 1947 undir mótmælum frá Palest- ínumönnum og Arababandalaginu. Þessi landamæri áttu að skilja að griðland fyrir Gyðinga og Araba. Jerúsalem var undanskilin þessari skiptingu og átti að vera undir al- þjóðlegri stjórn. En á árunum 1947-1949 innlimuðu Ísraelar V- Jerúsalem auk landsvæðis frá Pal- estínu sem er stærra en allur V- bakki og Gazasvæðið í dag, og fylgdi því hrottaleg þjóðarhreins- un. A-Jerúsalem tilheyrði áfram V- bakkanum, enda nánast eingöngu byggð Palestínumönnum. En eftir stríðið 1967 gerðu Ísraelar einnig tilkall til A-Jerúsalem og innlim- uðu enn einu sinni stórt svæði af þáverandi V-bakka. Auk þess byrj- aði landrán með stofnun á ólögleg- um landnemabyggðum á hertekn- um svæðum í skjóli hers. Og þá talar Netanyahu um frið og fórnir af hálfu Ísraela! Þvældi hann síðar um landið sem Guð gaf Gyðingum (auðvitað einnig rænt frá öðrum eins og skráð er í Bibl- íu) og sem byggt hafi verið af þeim síðustu 3000 ár. Hafa skal í huga að um 1914 bjuggu um 85.000 Gyð- ingar í allri Palestínu á um 7% af landinu í friði meðal milljóna Pal- estínuaraba. Netanyahu þvældi áfram um að hægt væri að deila þessu litla landi með öðrum en Gyðingum. Hvers konar tilboð!!! Er þetta ávísun á það að Ísrael ætlar sér að innlima V-bakkann að öllu leyti, svo landræningjabyggðir verði „löglegar“? Þetta virðist vera staðreynd frekar en tilgáta. Þetta má aldrei gerast! Þessi ætlun sást einnig vel þann 23.11.2010 þegar ísraelskur her jafnaði við jörðu og þurrkaði út heilt palestínskt þorp á V- bakkanum í Jórdandal. Þann 30.11.2010 ruddu Ísraelar í burtu palestínskum byggingum í A- Jerúsalem til að rýma fyrir 130 ísraelskum sem nýlega voru sam- þykktar af ísraelskum yfirvöldum. Lýstu Ísraelar því yfir að palest- ínsku byggingarnar hefðu verið reistar án leyfis Ísraela. Þetta endurtók sig 19. febrúar 2011. Hver gefur Ísraelum rétt til að dæma um það hvort byggingar í annarra manna landi séu óleyfileg- ar til þess eins að leyfa eigin trú- bræðrum að ræna landið og að byggja þar sjálfir? Ísraelar ræna ekki einungis landinu heldur einnig vatninu. Ekki nóg með það að þeir tappi vatninu af palestínska V-bakk- anum með safnæðum í kringum herteknu svæðin og af stærsta vatnsbóli Palestínu, heldur skammta Ísraelar 1.450m3 af vatni á ári á hvern íbúa til landræn- ingjabyggðar á meðan þeir skammta til palestínsku heima- manna aðeins 83m3. Mönnum er jafnvel rænt af Ísr- aelum eins og gerðist fyrir nokkr- um árum þegar tugir palestínskra ráðherra og þingmanna voru numdir á brott. Þeir drepa jafnvel eins og atburður í Hebron þann 8.1. 2011 sýnir: Eftir að Abbas, forseti Palestínu, náðaði nokkra pólitíska palestínska fanga ruddust ísraelskir hermenn inn í íbúðir þeirra, handtóku sex þeirra en í sjöunda skiptið fóru Ísraelar húsa- villt og drápu blásaklausan mann, sofandi í rúmi sínu og báðust af- sökunar eftir á! Þvílík huggun! Útþenslustefna Ísraela sést vel í sambandi við innflytjendastefnuna. Á meðan Gyðingar um heim allan eru beinlínis hvattir til búsetu í Ísrael, fá palestínskir flóttamenn ekki leyfi til að snúa til sinna heimahaga, í það sem Ísraelar kalla Ísrael. Innflytjendur af Gyð- ingaættum eru jafnvel hvattir til að setjast að í ræningjabyggðum á herteknum svæðum og eru ofan á allt verðlaunaðir fyrir það með skattaívilnun frá ríkinu. Þegar Sameinuðu þjóðirnar leggja fram ályktun gegn Ísrael um yfirgang þeirra, kæra Ísraelar sig kollótta um það og BNA sitja hjá eða beita neitunarvaldi. Þetta hefur gerst margoft, nú síðast 18. febrúar 2011 Friður á milli Ísraela og Palestínumanna? Eftir Edmund Bellersen »Um 1914 bjuggu um 85.000 Gyðingar í allri Palestínu á um 7% af landinu í friði meðal milljóna Palestínu- araba. Edmund Bellersen Höfundur er tæknifræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.