Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. M A R S 2 0 1 1  Stofnað 1913  71. tölublað  99. árgangur  MÚSÍKTILRAUNIR HEFJAST Í TJARNARBÍÓI SÝNING STEIN- UNNAR OPNUÐ Í NEW YORK HALDA SKVÍSU- FATAMARKAÐ Á PRIKINU SKÚLPTÚRAR Á TORGI 36 FATASJÚKAR VINKONUR 1030 ÁR AF TILRAUNUM 40 Morgunblaðið/Golli Glitnir Steinunn Guðbjartsdóttir, formað- ur slitastjórnar, kynnir stöðu mála í gær.  Slitastjórn Glitnis telur í hæsta máta ólíklegt að ráðist verði í gerð nauðasamninga á þessu ári. Enn séu of margir endar lausir í upp- gjöri þrotabúsins. Við gerð nauða- samninga þrotabús fjármálafyrir- tækja leggja skilanefndir og slita- stjórnir niður störf og kröfuhafar taka við félaginu. Fram kom á kynningarfundi Glitnis í gær að slitastjórnin hygðist freista þess að hefja útgreiðslur til kröfuhafa á þessu ári. Útgreiðslur úr þrotabú- um íslensku bankanna verða einna stærstu aðgerðir sinnar tegundar, að mati slitastjórnarinnar. Hanna þarf nýjan hugbúnað frá grunni til að geta ráðist í það verkefni að greiða hundruð milljarða til kröfu- hafa gömlu bankanna. »16 Engir nauðasamn- ingar hjá Glitni á næstunni Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Til stóð að aðilar vinnumarkaðarins, SA og ASÍ, funduðu með ríkisstjórn- inni fyrir hádegi í fyrradag, en sá fundur var sleginn af vegna þess að SA og ASÍ töldu að ekki lægi nógu skýrt fyrir hvaða stefnu ríkisstjórnin hyggst taka í sjávarútvegsmálum og framkvæmdum á vegum ríkisstjórn- arinnar. Þetta staðfesti Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka at- vinnulífsins, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það var búið að ákveða fund kl. 11 í gærmorgun, en það var talið að það væri verið að vinna á svo mörg- um stöðum að ýmsum málefnum að slíkur fundur hefði lítinn tilgang og við töldum ekki tímabært að setja á slíkan fund, sem yrði í besta falli eitt- hvert snakk. Þetta var bæði mat okkar hjá SA og ASÍ og ákveðinna embættismanna,“ sagði Vilmundur. Vilmundur segir að nú bíði SA eft- ir svörum frá ríkisstjórninni um það hvort hún er reiðubúin að setjast nið- ur með þeim og ræða um sjávarút- vegsmál. „Slíkur fundur hefur enn ekki fengist og við bíðum bara eftir tímasetningu hans og gerum okkur vonir um að hann verði haldinn á morgun (í dag – innsk. blaða- manns),“ sagði Vilmundur. Hefja þarf viðræður af alvöru Vilmundur segir að verið sé að ræða ýmis mál við ríkisvaldið sem sé góður gangur í en önnur mál standi út af svo til órædd. Vilmundur segir að aðilar vinnu- markaðarins séu mjög stífir á því að nú þurfi að fara að ræða við ríkis- stjórnina af fullri alvöru um sjávar- útvegsmál, framkvæmdir á vegum ríkisins og lífeyrismál, svo stór mál séu nefnd. „Við þurfum að fá ákveðin svör núna. Við getum ekki verið að dunda okkur við þetta langt fram- eftir vori,“ sagði Vilmundur Jósefs- son. Þurfum ákveðin svör núna  Aðilar vinnumarkaðar eru orðnir langeygir eftir svörum ríkisstjórnarinnar  SA vilja ræða fiskveiðistjórnun og framkvæmdir á vegum ríkisins Morgunblaðið/Golli Gagnrýnd Jóhanna Sigurðar- dóttir í stjórnarráðinu. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Deilt er hart á Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra vegna úr- skurðar kærunefndar jafnréttismála sem telur ráðherra hafa brotið lög í fyrra þegar karlmaður var skipaður í nýtt embætti skrifstofustjóra í for- sætisráðuneyti. Meðal fimm efstu í hæfnismati voru fjórar konur. Ein þeirra, Anna Kristín Ólafs- dóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra og þar áður að- stoðarmaður borgarstjóra, kærði niðurstöðuna. Álítur kærunefndin að hún hafi verið að minnsta kosti jafnhæf og sá sem var ráðinn. „Í rauninni var gengið enn frekar á rétt þeirra þriggja kvenna sem voru fyrir ofan mig ef gengið er út frá því að röðunin hafi verið mark- tæk sem kærunefndin gerir reyndar ekki,“ segir Anna Kristín. Jóhanna segist ekki hafa viljað ganga gegn niðurstöðu ráðgjafa sem hafi lagt faglegt mat á umsókn- ir. Vill ráðherra að „hlutlaus rýni- hópur“ fari yfir störf kærunefnd- arinnar. »2, 12 Fjórar konur og einn karl  Jóhanna vill að rýnihópur fari yfir störf kærunefndar HönnunarMars hófst í höfuðborginni í gær og stendur í fjóra daga en um er að ræða hönn- unarhátíð þar sem boðið er upp á fjölda sýninga og fyrirlestra sem endurspegla fjölbreytta flóru íslenskrar hönnunar. Hátíðin setur sannarlega svip á mannlífið enda eru yfir hundrað viðburðir á dagskránni um alla borg, meðal annars í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu þar sem gestir virtu fyrir sér íslenska tískuhönnun í gær. Hátíð íslenskrar hönnunar hafin í Reykjavík Morgunblaðið/Ómar  Greiðendur fjármagns- tekjuskatts greiða 18% skatt af öllum sölu- hagnaði verð- bréfa samkvæmt skattframtali í ár. Um er að ræða breytingu frá því í fyrra, þegar skattlagn- ing miðaðist við hvenær hagnaður eða vaxtatekjur mynduðust, en fjármagnstekjuskattur hefur hækk- að þrisvar frá því um mitt sumar 2009. »16 Ólík skattlagning milli ára á fjármagn Skattheimtan breytist. „Ég nenni varla að taka þátt í þess- ari umræðu lengur. Það þarf að standa faglega að þessu og byggja sérhannað fangelsi. Ekki taka í notkun gamla ís- brjóta, gáma eða annað hús- næði langt frá höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangels- ismálastofnunar, um þá hugmynd að nota Sjafn- arhúsið á Akureyri sem fangelsi. Í nýlegu minnisblaði til innanríkisráðherra, vegna hugmyndar um fangelsi í gáma- byggð í Reyðarfirði, kemur skýrt fram að Páll er algjörlega andvígur slíkum hugmyndum. Slíkt yrði afar óhagkvæmt og bryti gegn mannréttindum. Hann bendir m.a. á að fang- ar fái sumir börn sín reglu- lega í heimsókn og það yrði tímafrekt og dýrt fyrir barnaverndaryfirvöld að flytja börn út á land til að hitta foreldra sína undir eft- irliti. Fangar verði ekki vist- aðir sem búpeningur. »4 Verksmiðjur, gámar og ísbrjótar duga ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.