Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 þakinu niður á rúðuna svo það sást ekkert út. Þetta þótti mér svo svakalega fyndið að ég var að kafna úr hlátri, en þú varst ekkert alltof hress með þetta. Ég, þú og amma vorum orðin svo náin að við vorum meira að segja komin með nöfn á okkur. Þú varst kallaður snigillinn því þú varst orðinn svo hægur, amma var kölluð ryksugan því hún var alltaf að taka upp kusk sem hún sá og ég var kölluð spretthlaup- arinn því ég var svo fljót að tína til matinn í körfuna í búðinni. Elsku afi minn, ég þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og mun geyma þær í hjarta mínu. Rakel Rut Reynisdóttir. Elsku afi Helgi. Við söknum þín mjög mikið og munum geyma margar minning- ar um þig í hjarta okkar. Þú varst alltaf svo góður við okkur og skemmtilegur. Góður Guð geymi þig. Ó himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. (Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.) Unnur Björk, Baldvin Þór. Elsku bróðir. Þetta voru ávallt upphafsorð þín þegar við töluðum í síma eða talstöð, og oft hugsaði ég að ekki gæti ég átt betri bróður en þig. Sem krakk- ar ólumst við upp við skin og skúrir, en ungir að árum ákváðum við okkar ævistarf, sem var sjómennska. Þá minnkaði samband okkar mikið, en við vorum þó alltaf í tengslum gegn- um talstöðvar skipanna og viss- um þar af leiðandi hvor af öðrum á öldum ljósvakans heimsálfanna á milli. Við útskrifuðumst úr far- mannadeild Sjómannaskólans árin 1958 og 1959. Þú varst mik- ill sjómaður, góður skipstjóri og traustur og svo fær í þínu starfi að eftir var tekið. Til margra ára varstu skipstjóri á Hofsjökli og sigldir honum á flestar hafnir landsins áfallalaust. Eftir að við bræður hættum til sjós gátum við farið að hittast oftar. Við fór- um saman í marga góða veiði- túra, ferðuðumst hér á landi og erlendis og fórum meðal annars á Ólympíuleika í Aþenu árið 2004. Sú ferð var ógleymanleg og var oft rifjuð upp síðar. Eftir að hafa verið hálfa öld til sjós komstu í land en fékkst ekki not- ið ævikvöldsins sem skyldi vegna langvarandi veikinda. Að lokum, elsku bróðir, vil ég kveðja þig með ljóði eftir móður okkar. Ó, himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. (Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.) Valsteinn (Bobbi bróðir). Við sem erum komin á efri ár fáum oftar fregnir af samferða- mönnum, sem hafa kvatt þessa jarðvist. Það er hinn eðlilegi gangur lífsins að allir verða að yfirgefa „Hótel jörð“ fyrr eða síðar. Samt er manni brugðið við andlátsfregnir vina og samferða- manna, sérstaklega skyldmenna. Svo var þegar að Valsteinn bróð- ir Helga hringdi og tilkynnti mér lát hans. Þetta snart mig meira vegna skyldleika okkar. Ég vissi að heilsu Helga frænda hafði hrakað síðustu ár og gat því svona farið. Helgi á það inni hjá mér að ég minnist hans í nokkr- um orðum. Við Helgi erum systrasynir, hann tveimur árum yngri en sá sem þetta skrifar. Eftir barnaskóla- og gagnfræða- skólanám fór Helgi fljótlega á sjóinn og síðan í Stýrimanna- skólann, strax eftir að hann hafði aflað sér tilskilins siglingatíma. Helgi lauk prófi frá farmanna- deild árið 1958. Helgi starfaði alla tíð hjá sama skipafélagi, þ.e. hjá Jöklum hf. Fyrst sem háseti, stýrimaður og síðan lengst af sem skipstjóri, og síðast á m.s. Hofsjökli eða þar til að skipið var selt úr landi og útgerð Jökla hf. lauk. Helgi var farsæll skip- stjóri og veit ég að hann var í miklum metum hjá útgerðinni. Á bernsku- og unglingsárum átt- um við Helgi og Valsteinn, bróð- ir hans, margar góðar og minn- isstæðar stundir. Það varð hlutskipti okkar þriggja að fara á sjóinn að námi loknu, ég sem vélstjóri til annars skipafélags og Valsteinn m.a. til Jökla hf. í nokkur ár og síðar til annarra skipafélaga, sem stýrimaður og skipstjóri. Því varð vík á milli vina í nokkur ár, á sjómanns- árunum. Síðar áttum við frænd- urnir tækifæri til meiri samvista því fríin frá sjónum urðu síðar oftar og lengri. Ég minnist margra góðra samverustunda og þá sérstaklega veiðiferða okkar í ár og vötn víðsvegar um landið. Þá var glatt á hjalla þegar komið var í tjald að kvöldi veiðidags, eða í annan áningarstað. Þá voru sagðar sögur í léttum dúr, sem oftar en ekki voru um skemmti- lega og litríka samferðamenn til sjós og lands. Af mörgu var þar af taka. Þessar stundir verða mér ógleymanlegar. Margs ann- ars er að minnast sem ekki verð- ur tíundað hér, en geymt í minn- ingabankanum. Helgi kvæntist góðum lífsförunaut, Guðlaugu Dagmar Jónsdóttur, og eignuð- ust þau fimm börn, þrjá syni og tvær dætur. Fyrir hjónaband átti Helgi dóttur. Helgi var mik- ið snyrtimenni sem sjaldan féll verk úr hendi í fríum frá sjónum hvort heldur var í viðhaldi húss og heimilis eða við garðvinnu. Síðustu ár voru Helga og fjöl- skyldu hans erfið vegna veikinda hans. Fjölskyldan stóð við hlið hans til síðustu stundar og gerðu síðasta áfangann bærilegri. Helgi fylgdist vel með fréttum og viðburðum alveg fram á þenn- an vetur. Fótbolti og handbolti var m.a. það efni sem hann mátti helst ekki missa af. Helgi kvaddi þetta líf saddur lífdaga. Hann vissi hvað var í vændum og sagði til um fyrirkomulag síðustu kveðjustundar. Við Jóna og fjöl- skylda sendum Guðlaugu og ætt- ingjum öllum innilegustu samúð- arkveðjur. Far þú á guðs vegum Helgi minn. Vonandi verður þar fley handa þér til að sigla og stýra um óþekkt höf. Guðmundur Elvar Eiríksson. Jöklar eignuðust stærsta skip íslenska flotans 1976 og Helgi Guðjónsson var fyrsti stýrimað- ur í jómfrúarferð Hofsjökuls með stærsta freðfisksfarm sem hafði verið fluttur út frá Íslandi fram að því. Ég veitti mót- tökunni forstöðu. Þannig urðu okkar fyrstu kynni. Vélbúnaður Hofsjökuls var erfiður í rekstri og móttakan á þessum ofurfarmi gekk treglega. Samstarf okkar Helga var frá byrjun mjög gott. Helgi var yfirvegaður og það var gott að vinna með honum. Fljót- lega eftir þessa ferð tók Helgi við sem skipstjóri og við hitt- umst svo til mánaðalega í ára- tugi við komur hans til Boston. Á fyrstu árunum voru tíðar vélabil- anir skipsins mikið álag á Helga. Helgi var í brúnni þegar var ver- ið að draga skipið til hafnar og það sviplega slys varð að Sævar sonur hans missti handlegginn þegar dráttartaug slitnaði. Þetta var þungt áfall, en hann kvartaði aldrei þó svo að við Ragnheiður fyndum undir niðri hvað honum fannst þetta sárt áfall. Rekstur skipsins fór að ganga betur og Helgi var farsæll í sínu starfi. Það fór vel um farminn, og hann lék sér að því að koma þessum risa inn á minnstu hafnir á ströndinni í verstu veðrum, þar sem fiskverkendur biðu eftir af- skipunum. Hann kunni sitt fag og gerði það vel. Forysta Helga var þannig að það var alltaf góð- ur andi um borð og hann vann vel með sinni áhöfn – gott „crew“ eins og hann kallaði þá. Margir höfðu verið Jöklamenn í árarað- ir. Sjálfur byrjaði hann 1951 sem háseti á gamla Vatnajökli, eða „Svaninum“ eins og hann kallaði hann. Í hafnarlegum í Boston notaði Helgi stundum reiðhjól sem hann hafði um borð til að fá meiri líkamshreyfingu, því slíkt var ekki að fá á úthöfum. Hann lét sér aldrei leiðast, og skellti sér jafnvel í bíó ef tími var aflögu frá stjórnunarstörfum og versl- unarferðum. Alltaf var gaman að gera sér dagamun með Helga, og við Ragnheiður nutum þess iðulega að snæða með Helga í Boston eitthvert kvöldið sem hann var í höfn. Hann var mikill fjölskyldu- maður. Á sumrin kom eitthvað af fjölskyldunni stundum með og þá var stundum efnt til sum- arbústaðarferðar. Helgi var gestrisinn og sem dæmi eigum við margar góðar minningar af þorrablótum um borð í Hofs- jökli. Pakkar fóru fram og til baka til vina og fjölskyldu og Helgi stakk stundum að manni lambalæri eða saltfiski, svo okk- ar tengsl gerðu það að verkum að maður var nær heimalandinu vegna heimsókna hans. Rúmlega sextugur greindist Helgi með Parkinsonsveiki. Það voru þung- bærar fréttir þegar hann sagði okkur hjónunum frá því eitt sinn þegar við vorum að borða saman í Boston. En hann var harður af sér og mér er ógleymanlegt að sigla með honum frá Keflavík til Vestmannaeyja og sjá hann í fullri vinnu þrátt fyrir þennan sjúkdóm. Hann ætlaði ekki að láta þetta sigra sig, og vann áfram sem skipstjóri. Undir lok- in sigldi hann undir fána Eim- skips sem hafði keypt skipið. Skömmu síðar hætti hann að starfa og fór í land. Við vottum Gullu, og fjöl- skyldunni samúð við fráfall Helga. Jafnframt erum við þakk- lát fyrir að hafa átt hann að vini. Þorsteinn og Ragnheiður Gíslason. Þegar vinir manns hverfa hver af öðrum er ljóst að farið er að halla undan fæti. Helgi lifði bernskuárin í Skuggahverfinu, Bjarnaborg, Lindargötu, líkt og ég. Með tímanum þróaðist með okkur vinátta sem aldrei bar skugga á. Meira en hálf öld er liðin síðan við eignuðumst sam- eiginlegan vinahóp sem ætíð kemur saman um áramót. Sjómennska varð ævistarf Helga. Vegna hæfileika sinna vann hann sig fljótt úr háseta í skipstjóra. Hann var búinn að vera með Hofsjökul nokkurn tíma, þegar ég vildi hvíla mig á starfi mínu sem var húsasmíði. Ég var ráðinn viðgerðarmaður í túr sem tók sex vikur og byrjaði með hring um landið að sækja frosinn fisk til útflutnings. Minn- isstætt er þegar verið var að leggja skipinu að í Rifi. Þar var afleitt að koma svo stóru skipi að. Ekki bætti að veðrið var með versta móti. Æðruleysi Helga við þessar aðstæður var aðdáun- arvert. Með gjallarhorni stjórn- aði hann mönnum á skipinu og í landi. Öryggi hans var algjört og menn fundu það. Fulllestuðu skipinu var svo stefnt til Eystra- saltslanda, þar sem Rússar réðu lögum og lofum. Þeir létu Helga leggja skipinu við ankeri á læg- inu, það er leguplássi sem er rétt utan hafnar. Þar var það á þriðju viku og tók á taugarnar að bíða því Rússarnir voru óútreiknan- legir svo ekki sé meira sagt. Síð- an var því lagt við bryggju á milli tveggja stórskipa Ráð- stjórnarríkjanna. Í fyrstu mátti enginn fara í land. Þá reyndi verulega á Helga. Snilld hans í samskiptum við Rússana var með ólíkindum. Þeir minntu mig á Davíð og Golíat. Svo miklir voru yfirburðir Helga og við fengum að fara í land. Þessi minningaskrif eru frekar formáli miðað við það sem vert væri. Ég kveð þig, kæri vinur, með þökk fyrir að vera svo mikilvæg- ur. Albert Jensen. Margs er að minnast við frá- fall Helga Guðjónssonar sem var alveg einstakur maður. Persóna hvers manns kemur oft fram í starfi hans og þar var skipstjór- inn Helgi Guðjónsson engin und- antekning. Hér er stutt tilraun til að minnast Helga með skír- skotun til skipstjórnar hans á Hofsjökli, skipi Jökla hf. Helgi Guðjónsson stýrði einu stærsta flutningaskipi íslenska flotans með einkar farsælum hætti. Það gerði hann af einstakri leikni enda þurfti skóhorn til að koma þessu stóra skipi í þær fjöl- mörgu íslensku örhafnir sem Helgi stýrði sínu skipi í. Farsæl meðhöndlun Hofsjök- uls krafðist einkenna, sem Helgi hafði í ríkum mæli; leikni, yf- irvegunar, áræðis, góðrar dóm- greindar, jákvæðni og margra annarra einkenna sem hverjum manni er sómi að. Þessi og mörg önnur einkenni hafði Helgi ríku- lega. Þegar ég tilkynnti fyrrver- andi samstarfsmönnum okkar í Boston að Helgi væri látinn kom það sama fram í þeirra huga og ekki síst hversu flinkur Helgi var að stýra þessu stóra skipi með tign sem einnig einkenndi Helga. Haraldur Þórðarson heit- inn sagði oft söguna þegar að- alvél Hofsjökuls svaraði ekki og stefndi skipið á mikilli ferð beint á bátaflota Tálknfirðinga og síð- an beint í strand. Ef ekki næðist að stöðva skipið yrði stórtjón og stór skaði fyrir lítið útgerðar- samfélag. Það er á þeim stund- um þar sem við blasir mikil al- vara sem einkenni sérhvers manns birtast með einkar skýr- um hætti. Helgi hélt fullkominni ró þannig að eftir var tekið og beið með að gefa nýja skipun í smástund. Þegar hann gaf nýja skipun bakkaði skipið og þannig var verulegu tjóni afstýrt. Þann- ig var framtíð þess félags sem Helgi starfaði hjá í höndum hans þessa örlagastund. Þessi saga kemur reyndar oft upp í huga minn og þá hversu mikilvægt það er, ekki síst á óvenjulegum tímum og örlagastundum, að eiga að einstaklinga sem búa yfir ró, áræði, yfirvegun og ríkum vilja til að vinna vel að hag síns félags eins og Helgi. Í öllum samskiptum var Helgi jákvæður, mildur, traustur og mjög áfram um hag síns félags. Sonur minn var einn af þeim fjölmörgu sem fengu að eiga ómetanlegan en stuttan sjó- mannsferil undir stjórn Helga og minnist hann hans sem hlýs einstaklings sem kom vel fram við unga og óreynda einstaklinga sem á stundum kynnast annarri hlið mannlegrar tilveru. Við átt- um gott og náið samstarf í rúm- an áratug sem ég vil þakka fyrir. Að lokum vil ég votta eiginkonu, börnum og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Birgir Ómar Haraldsson, fv. framkvæmdastjóri Jökla hf. Í dag er ég á valdi minning- anna frá Hrísdal þar sem fólkið mitt átti heima. Kristján bróðir mömmu var þar við búskap með afa og ömmu og í næsta nágrenni kom ung þýsk stúlka til sumarvinnu sem leiddi til farsæls sambands þeirra á milli. Þessi góða kona, hún María, er nú að kveðja okkur; hún sem kom með nýjan reynsluheim í farteskinu sér og sínum til góðs. Ungu hjónin stofnuðu heimili í tvíbýli með ömmu og afa og svo komu börnin eitt af öðru en þau urðu alls átta. Í Hrísdal var því æði fjölmennt og við barna- börn afa og ömmu sem áttum heima á mölinni leituðum mikið eftir að fá að koma viku og viku til að vera í faðmi sveitarinnar og njóta umhyggju þeirra. Ég man þegar ég kom eitthvert vorið til að vera við sauðburð, þá lagðist ég veik í hlaupabólu og smitaði víst allan barnahóp- inn, líka hjá Leifa og Stínu sem bjuggu líka í Hrísdal. María og Diddi höfðu sér eldhús en þaðan kom oft dásamleg lykt af einhverju spennandi sem María var að elda en á þeim árum hafði mað- ur ekki vit á né þekkingu til að fá að læra eitthvað af hennar reynslu og menningu frá Þýskalandi. Hvernig skyldi ungri konu hafa litist á íslensk- ar matarvenjur? Þar sem stór- ar tunnur af súrmat voru enn við lýði og saltmeti fyrir vet- urinn. María kom á sínum frum- byggjaárum nokkrum sinnum til Reykjavíkur og gisti þá æv- inlega hjá foreldrum mínum og áttu hún og faðir minn oft djúp- ar samræður um uppbyggingu Þýskalands og margt fleira sem ekki var rætt við aðra. Þau deildu líka áhuga á tónlist sem sett var á fóninn, m.a. spilaðar þýskar plötur sem til voru. En sumar ferðirnar suður voru ekki farnar í gleðilegum til- gangi heldur með von í brjósti þegar dóttir þeirra Snjólaug var ung að koma til skoðunar hjá læknum. Ég man eftir þess- ari litlu stúlku í vöggu í gesta- herberginu okkar. Læknum auðnaðist ekki að hjálpa og þau misstu litlu stúlkuna sína. Þá voru börnin orðin fimm og von á því sjötta. Hjálmur kom inn í líf þeirra og háði sína hörðu baráttu sem lauk með ósigri ár- ið 1967. En börnin urðu átta og lífið hélt áfram og húsfreyjan fór að taka virkan þátt í félagsstörfum og smám saman öllu undirspili við kirkjulegar athafnir á svæð- inu. Í mínum huga er glaðværð Didda og einlæg virðing sem þau báru hvort fyrir öðru ein af mínum fallegu minningum. Áfram var vináttan til staðar og þau aufúsugestir foreldra minna og okkar á Miklubraut- inni. Mörgum árum seinna var María svo stórkostleg að senda syni okkar bréf og bjóða honum í sveitina til að vera hænsna- hirðir með meiru sem hann þáði með þökkum enda mikill úti- verumaður. Með þessu vinar- bragði eignaðist María einlæg- an vin. Ég hef svo oft seinna á ævinni hlustað á undirleik Mar- María Louise Eðvarðsdóttir ✝ María LouiseEðvarðsdóttir, fædd Fick, var fædd í Þýskalandi 19. febrúar 1925. Hún lést á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi, 14. mars 2011. María var jarð- sungin frá Borgar- neskirkju 19. mars 2011. íu og gert mér grein fyrir hversu frábær listamaður hún var. Stærsti sigurinn var kannski að geta náð ótrúlegum tök- um á íslenskri tungu og geta skrifað 99% rétta íslensku. Til þess þarf þrautseigju og góðar gáfur. Í dag kveðjum við þessa góðu konu sem gaf líf sitt fjölskyld- unni og gerði sveitina okkar að sinni og fyrir það er rétt að þakka um leið og við vottum fjölskyldunni samúð okkar. Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Elskuleg mágkona móður minnar og sumarfóstra mín, María Louise, er látin. Þær eru margar minningarn- ar úr Hrísdal sem rifjast upp þegar ég skoða myndaalbúmið frá æskuárunum. Þar átti ég góða dvöl á sumrin frá 7 ára aldri fram að fermingu. Þetta var mikill ævintýraheimur fyrir ungan strák og mjög þroskandi. Það var alltaf margt um mann- inn og kynslóðir unnu og bjuggu saman. Eitt sumarið var svo margt í heimili að ég gisti sumarlangt í tjaldi uppi í rab- arbaragarði. Myndirnar lifna við: Hjördís gefur kálfum úr fötu. Gunna og Bjarni stelast til að kela í stofu- sófanum. Kettirnir lepja volga mjólk í fjósinu. Hvolparnir Max og Moritz veltast um. Vinnu- maðurinn stundar vegagerð uppi á Kastala á milli þess sem hann rekur kýr og hirðir upp rak. Ég sá líka um að fóðra hænurnar, bæði hennar ömmu og Maríu og telja úr þeim egg- in. Nákvæmt varpbókhald varð til þess að hænurnar hennar ömmu enduðu á eldavélinni. Amma þæfir ullarsokka á mó- kassanum og hlúir að móður- lausum lömbum. Feðgarnir Siggi og Diddi dást að glænýja heyhleðsluvagninum sem létti heyskapinn mjög. Veiðiferðir í Land Rovernum inn að Múla- vatni voru spennandi en mikið voru skrefin mörg til að ég gæti haldið í við Sigga, eins skref- langur og hann var. Lækurinn hafði mikið aðdráttarafl og þar voru reistar miklar stíflur. Þeg- ar ég hafði aldur og líkams- þunga til fór ég að keyra trak- tor og það var ótrúlega spennandi upplifun. Þá lærði maður líka um grundvallaratriði rekstrar þegar ég eignaðist fyrstu kindina, hana Mjallhvít. Ullin og kjöt af lömbunum var lagt inn í Kaupfélagið sem sá um að geyma peningana og af- henda mér þá í ekki of stórum skömmtum. Já, þær eru ótelj- andi minningarnar úr Hrísdal. Yfir öllum þessum búrekstri og mannfjölda vöktu þau heiðurs- hjón Diddi og María en hjóna- band þeirra var einstaklega gott. Það þarf margs konar hæfileika til að halda svona mannmörgu heimili gangandi. Það gerði María af miklum dugnaði og það var augljóst að þar fór kona sem hafði reynt og upplifað margt, bæði eftir komu sína til Íslands en ekki síst í Þýskalandi stríðsáranna. Reynsla hennar og styrkur skil- aði sér til unga vinnumannsins þegar eitthvað bjátaði á hjá honum, fjarri foreldrum sínum. Ég kveð Maríu með þakklæti og virðingu fyrir öll góðu sumr- in í Hrísdal. Ég óska henni góðrar ferðar heim til Didda síns sem hún saknaði svo mjög. Sigurgeir Ó. Sigmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.