Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það flúði hversem beturgat í þing-
inu þegar svokall-
að stjórnlagaráð
var samþykkt þar.
Þótt búið væri að
láta hringla í handjárnunum í
hálfan mánuð náðist ekki
meirihluti í þinginu fyrir mál-
inu. Enda hefur fnykurinn af
því farið vaxandi.
Kosningin sem fyrst var
stofnað til féll illa í kjósendur
og því varð kosningaþátt-
takan afspyrnu slök. Í ljós
kom að framkvæmd kosning-
anna var öll í skötulíki. Hún
var kærð til Hæstaréttar. Lít-
ill vafi er á að rétturinn hefur
verið tregur til að dæma al-
mennar kosningar ógildar í
fyrsta skipti í sögu þjóðar-
innar. Hann hefur örugglega
leitað allra annarra kosta áð-
ur. En slíkir voru annmark-
arnir á lagasetningu og fram-
kvæmd að sex dómarar
Hæstaréttar voru sammála
um að ekki væri verjandi að
láta niðurstöðuna standa.
Eðlilegast hefði verið eftir
allar þessar hrakfarir að falla
frá málinu sjálfu, enda engin
nauðsyn til að breyta stjórn-
arskránni um þessar mundir.
Næstbesti kosturrinn var svo
sá að lagfæra lagagrundvöll-
inn og láta svo kjósa á ný.
Það að gefa
Hæstarétti lands-
ins langt nef og
velja þá sem full-
trúa í stjórnlaga-
ráð sem höfðu
komið út sem
fulltrúar í hinni ógildu kosn-
ingu var hið eina sem gat
ekki komið til greina. En
þennan kost valdi ríkis-
stjórnin og stuðningsmenn
hennar, þótt einstaka ráð-
herrar hlypu í skjól ásamt
þingforsetanum og fáeinum
óbreyttum stjórnarliðum.
Og nú reynir á fólkið sem
saklaust lenti í fremstu víg-
línu máls sem var slíkt klúður
frá hendi stjórnvalda. Hefur
það siðferðisstyrk til að láta
ekki draga sig í þennan ljóta
leik? Ella liggur skýrt fyrir
að það var ekki aðeins kosið í
ógildri kosningu, heldur ætti
það síst allra að fást við
breytingar á Stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands. En eins
og Þráinn Eggertsson pró-
fessor hefur bent á þá er eftir
hina fráleitu afgreiðslu þings-
ins gert ráð fyrir svonefndu
„hrakvali“ sem endar þannig
að aðeins þeir sem vilja taka
þátt í að vega að Hæstarétti
verða valdir til að fitla við ís-
lensku stjórnarskrána.
Stjórnarfarið í landinu verður
sífellt dapurlegra.
Hið gæfusnauða rík-
isstjórnarlið velur
jafnan versta kost-
inn eigi það val}
Hrakvalalið
Reykvíkingarsem eru svo
ólánsamir að sorpí-
lát þeirra eru
meira en 15 metra
frá þeim stað sem
sorphirðubíll legg-
ur hafa samkvæmt tilkynningu
frá borgaryfirvöldum fengið 30
daga gálgafrest. Borgin ætlar
að fresta því til 1. maí að sekta
þennan hóp, þar sem veðurfar
hefur ekki leyft nákvæmar
mælingar á fjarlægð sorpíláta.
Þetta breytir þó vitaskuld
engu um það að margir íbúar
höfuðborgarinnar þurfa á
næstu vikum að finna leiðir til
að koma sorpílátum sínum
þannig fyrir að borgin ræki þá
skyldu sína að hirða sorpið. Í
þessu sambandi er nauðsynlegt
að hafa í huga að þessir íbúar
hafa engar reglur brotið, þvert
á móti hafa þeir fylgt öllum
þeim skilyrðum sem borgin
hefur hingað til sett um stað-
setningu sorpíláta. Margir
þeirra hafa lagt í umtalsverðan
kostnað við að byggja snyrtileg
skýli utan um tunnurnar eða
jafnvel gert ráð fyrir þeim við
byggingu húsa
sinna. Allt hefur
það verið gert sam-
kvæmt skipulagi
og samþykktum
teikningum.
Bygging nýrra
skýla fyrir tunnurnar kostar
mikið fé og er alls ekki á allra
færi eins og nú háttar til í þjóð-
félaginu, ekki síst eftir að Sam-
fylking og Besti flokkur hafa
lagst á eitt hjá ríki og
Reykjavíkurborg við að hækka
álögur á íbúana. Færsla tunn-
anna er þess vegna ekki raun-
hæfur kostur fyrir alla og þá
eru aðeins tveir kostir eftir,
þ.e. að greiða fimmtán metra
skattinn eða að fylgjast vel með
dagatali sorphirðunnar á net-
inu og færa tunnurnar út á
götu á nokkurra daga fresti.
Þrjátíu daga frestur er ekki
það sem borgarbúar þurfa í
sorphirðumálum. Þeir þurfa
einfaldlega á því að halda að
borgin sæki áfram sorpið eftir
þeim reglum sem hún hefur
sjálf sett og borgarbúar hafa
lagt út í kostnað við að fylgja.
Er það til of mikils mælst?
Átakinu „Allt í rusli“
í Reykjavík hefur
verið frestað um
einn mánuð}
15 metra reglunni frestað um
30 daga vegna veðurs
Þ
egar syrta tók í álinn á fjár-
málamörkuðum sumarið 2007 lét
hagspekingur einn þau orð falla
að fyrirsjáanlegur skortur á
lánsfé á fjármálamörkuðum
myndi ekki hafa nein áhrif á íslenska fjár-
málafakíra sökum yfirburða viðskiptaáætlana
þeirra. Íslenskur mannauður, verðmætasta
en að sama skapi takmarkaðasta auðlind
þjóðarinnar, myndi sjá til þess að gnótt yrði
af erlendu fjármagni á góðum kjörum. Þessi
ummæli rifjast upp fyrir mér þegar ég les eða
heyri málsmetandi menn lýsa því yfir að
lausn Icesave-deilunnar muni leiða til þess að
flóðgáttir erlends fjármagns muni galopnast
og flæða yfir land og þjóð.
Ég hef litlar áhyggjur af skorti á erlendu
lánsfé hér á landi. En mig grunar að það
muni bjóðast á mun verri kjörum en menn almennt bú-
ast við og munu lyktir Icesave-málsins breyta litlu þar
um.
Í fyrsta lagi er skuldastaða ríkissjóðs og lánshæfismat
með þeim hætti um þessar mundir að lítil ástæða er til
að ætla að ríkissjóði standi til boða sérstaklega hagstæð
fjármögnun á næstu misserum. Skuldastaða ríkisins er
til að mynda verri en hjá Portúgal sem getur vart fjár-
magnað sig með eðlilegum hætti og heildarskuldastaða
hagkerfanna tveggja er sambærileg. Jafnframt bendir
margt til þess að stjórnvaldsaðgerðir undanfarið hafi
aukið á pólitíska áhættu í tengslum við hugsanlega fjár-
festingu í ríkisskuldabréfum og það end-
urspeglast í lakari kjörum. Einnig er vert að
hafa í huga að ef ríkissjóður ræðst í erlenda
skuldabréfaútgáfu til að mæta lánum sem
eru að falla á gjalddaga þá er um að ræða
endurfjármögnun á lánum sem voru tekin
þegar lánshæfismat ríkisins var með besta
móti og eða á hagstæðum kjörum vegna
efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS.
Í öðru lagi er hvorki hægt að búast við
miklu innflæði á erlendu fjármagni vegna er-
lendrar skuldabréfaútgáfu íslenskra banka
né að það bjóðist á sérstaklega hagstæðum
kjörum. Lög um algeran forgang krafna
vegna innistæðna viðskiptabanka gera að
verkum að erlendir fjárfestar kaupa varla
skuldabréf bankanna án þess að krefjast
verulegrar áhættuþóknunar – hugsanlega
með þeim afleiðingum að slík fjármögnun yrði með öllu
tilgangslaus. Þetta mun því hafa djúpstæð áhrif á að-
gengi íslenskra fyrirtækja að erlendu fjármagni á kom-
andi árum og þýða að hærri ávöxtunarkrafa verði gerð
til verkefna sem verða fjármögnuð.
Þetta er í raun og veru eðlileg afleiðing þeirrar
skuldakreppu sem íslenska hagkerfið stríðir nú við. Hún
verður ekki leyst á einni nóttu og því miður bendir
margt til þess að hún verði langvarandi. Hún mun held-
ur ekki leysast meðan stólað er á frekari erlenda skuld-
setningu í stað beinnar erlendrar fjárfestingar. ornarn-
ar@mbl.is
Örn
Arnarson
Pistill
Flóðgáttir erlends fjármagns
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
É
g bað um þessar upp-
lýsingar vegna þess að
mér hefur verið margt
óljóst varðandi þessi
mál og ég held að það
séu fleiri í þeim sporum,“ segir
Mörður Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sem lagði fram fyr-
irspurn um byggingu tónlistar- og
ráðstefnuhússins Hörpu á Alþingi í
síðasta mánuði. Segist hann fyrst og
fremst hafa verið að falast eftir svör-
um um stjórnskipulag og kostnað.
Í svari ráðherra kemur meðal ann-
ars fram að kostnaður við að ljúka
Hörpu, þ.e. sá kostnaður sem fellur á
ríkið og Reykjavíkurborg sem eiga
húsið, er áætlaður um 17,5 milljarðar
en hann var upphaflega áætlaður um
14,5 milljarðar, eða 16,7 milljarðar á
núverandi verðlagi. Í svarinu kemur
ekki fram kostnaður við fram-
kvæmdina fram að þeim tíma þegar
Austurhöfn, í eigu ríkisins og borg-
arinnar, tók hana yfir og hefur
reynst erfitt að fá uppgefnar kostn-
aðartölur fyrir það tímabil, en áætlað
er að heildartalan sé í kringum 10
milljarðar.
Af þessum 17,5 milljörðum sem
það hefur og mun kosta að klára
Hörpu er áætlaður kostnaður við
bílahús um 2,3 milljarðar, en það er
hlutdeild Totus, sem á Hörpu. Heild-
arkostnaður við bílahúsið er hins
vegar áætlaður tæplega þrír millj-
arðar og mismuninn greiða Situs og
Bílastæðasjóður, sem einnig munu
eiga stæði í húsinu.
Vildi svör um stjórnarsetu
Í fyrirspurn Marðar er leitað eftir
svörum um starfssvið félaganna sem
Austurhöfn-TR tók yfir í tengslum
við tónlistar- og ráðstefnuhúsið og
hvernig stjórnir þessara félaga hafa
verið skipaðar. Samkvæmt svari ráð-
herra sitja sjö stjórnarmenn í stjórn
Austurhafnar og eru tveir til vara.
Stjórnarmenn fá greiddar 57 þúsund
krónur á mánuði en stjórnarformað-
urinn, Stefán P. Eggertsson, starfar
hjá fyrirtækinu og eru stjórnarlaun
hans hluti af starfslaununum. Vara-
mennirnir fá greitt fyrir þá fundi sem
þeir sitja.
Stjórnarformenn Portus og Ago
starfa hjá fyrirtækjunum og stjórn-
arlaun þeirra eru hluti af starfs-
launum. Aðrir stjórnarmenn í Port-
usi, Situs, Totus og Ago sitja í
stjórnum tveggja þessara félaga eða
fleiri og fá þeir allir greiddar 100
þúsund krónur á mánuði fyrir setu í
stjórnum fyrirtækjanna.
Samkvæmt upplýsingum frá Port-
us hafa stjórnarmenn Hospes og
Custos ekki fengið greitt fyrir stjórn-
arsetu í þessum fyrirtækjum enda
hefur starfsemi þeirra ekki verið
nein. Í svarinu kemur ekki fram
hversu mikið hver stjórnarmaður í
Austurhöfn eða tengdum fyrir-
tækjum hefur fengið greitt samtals
hingað til.
Kostnaður ekki sundurliðaður
Ýmislegt fleira er að finna í svari
ráðherra, m.a. að heildarkostnaður
við glerhjúpinn er áætlaður um 2,9
milljarðar miðað við núverandi gengi
evru og einnig að tjónið sem varð á
suðurhluta hjúpsins hafi kostað Tot-
us 12 milljónir króna. Þá kemur fram
að þar sem um heildarsamning við
fyrirtækið Lingyun sé að ræða liggi
ekki fyrir sundurliðaður kostnaður
við glerhjúpinn.
Svipað virðist vera upp á ten-
ingnum varðandi þann kostnað sem
féll til við byggingu Hörpu áður en
Austurhöfn tók verkefnið yfir, hann
liggur ekki fyrir. Mörður segist eiga
eftir að leggjast betur yfir svarið sem
ráðherra veitti á þriðjudag en sér
virðist í fljóti bragði að það sé ekki
eins upplýsandi og hann hefði kosið.
Svör um Hörpu ekki
nægilega ítarleg
AUSTURHÖFN
Rekstrark. 2009: 117,3 m. kr.
Stöðugildi: 2,5
PORTUS
Eignarhaldsfélag
Rekstrark. 2009: 173 m. kr.
104,7 m. kr. færðar til eignar
SITUS
Byggingarétturáöðrumreitum
Rekstrark. 2009: 51,6 m. kr.
1,7 m. kr. færðar til eignar
AGO
Rekstrarfélag
Leigir Hörpu af
Totusi og annast
starfsemina
20
starfs-
menn
TOTUS
Fasteignafélag
Eigandi Hörpu
HOSPES
Uppbygging
hótels
CASTOS
Eiga og reka
bílastæði
HRINGUR
Tekur við fram-
lögum ríkisins
og veitir í réttan
farveg
Engin starfsemi, verða
líklega lögð niður.
» Eigendur Austurhafnar eru
ríkið, sem á 54% hlut, og
Reykjavíkurborg, sem á 46%
hlut.
» Kostnaður við breytingar inn-
anhúss, sem Ago óskaði eftir,
var 22,9 milljónir árið 2010.
» Áætlað er að kostnaður við
að þrífa glugga Hörpu verði um
átta milljónir á ári. Í svarinu
kemur fram að reynsla af vinnu-
búðum sjávarmegin á lóðinni
sýni að salt festist ekki á glugga
og að óhreinindum frá umferð
virðist rigna jafnharðan af.
» Verktími framkvæmdarinnar
hefur alls verið framlengdur um
16 mánuði og er skiladagur
verktaka 7. apríl næstkomandi.
Hitt og þetta
SVAR RÁÐHERRA
Skannaðu kóðann
til að lesa svar ráð-
herra við fyr-
irspurninni.