Morgunblaðið - 25.03.2011, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.03.2011, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Lítið er vitað um uppreisnarmennina í Líbíu og hvað taki við nái þeir því markmiði sínu að koma Muammar Gaddafi einræðisherra frá völdum. Leiðtogar uppreisnarmannanna lýsa sér sem lýðræðissinnum en fram hafa komið vísbendingar um að með- al þeirra séu margir úlfar í sauðar- gæru. Uppreisnarmennirnir hafa stofnað byltingarráð sem skipað er 31 manni en aðeins hefur verið skýrt frá nöfn- um átta þeirra vegna þess að flestir þeirra eru sagðir búa á svæðum sem eru enn á valdi öryggissveita Gadd- afis. „Flestir þeirra eru lögfræðingar eða prófessorar,“ hefur fréttastofan AFP eftir Mansour Saif Al-Nasr, sendimanni byltingarráðsins. „Allir landshlutar Líbíu eiga fulltrúa í ráðinu, það er skipað mönnum úr öll- um ættbálkunum.“ Nasr spáði því að Muammar Gadd- afi hrökklaðist frá völdum á næstunni og Líbía yrði „lýðræðislegt og verald- legt“ ríki. „Líbíska þjóðin er hófsöm og ríkið verður ekki undir stjórn klerka.“ Fjöldahandtökur og barsmíðar David D. Kirkpatrick, blaðamaður The New York Times, er þó ekki sannfærður um lýðræðisást upp- reisnarmannanna. Hann spyr hvort átökin í Líbíu snúist um baráttu lýð- ræðissinna gegn grimmum einræðis- herra eða sé fyrst og fremst borg- arastríð milli þjóðflokka eða lands- hluta. Hann bendir á að andstaðan við Gaddafi hefur alltaf verið mest í austurhlutanum, meðal annars vegna þess að íbúum hans var hyglað á valdatíma Ídris konungs, sem Gadd- afi steypti af stóli árið 1969. Gaddafi hyglaði hins vegar ættbálkum á vest- urströndinni og miðhluta landsins. Leiðtogar vestrænu ríkjanna, sem taka þátt í loftárásunum á Líbíu, vona að þær verði til þess að upp- reisnarmennirnir í austanverðu land- inu geti tekið höndum saman við íbúa bæja í grennd við Trípolí í vestur- hlutanum til að steypa Gaddafi af stóli og koma á lýðræði. Eða stöndum við frammi fyrir langvarandi borgarastyrjöld, eða ættbálkastríði, milli vesturhlutans og austurhlutans? „Þetta er mjög mikilvæg spurning sem er nær ómögulegt að svara,“ hef- ur The New York Times eftir Paul Sullivan, sérfræðingi í málefnum Líbíu við Georgetown-- háskóla í Bandaríkjunum. „Það gæti komið okkur mjög á óvart þegar Gaddafi fer frá og við sjáum hvers konar menn þeir eru í raun og veru.“ Leiðtogar uppreisnarmannanna hafa boðað lýð- ræði, gegnsæi, mannréttindi og rétt- arríki. Framganga uppreisnarmann- anna í austurhlutanum bendir hins vegar til þess að þeir hafi lært ýmis- legt af harðstjóranum, að því er fram kemur í The Los Angeles Times. Hópar vopnaðra uppreisnarmanna hafa m.a. tekið hús á íbúum Beng- hazi-borgar síðustu vikur í leit að hugsanlegum „óvinum byltingarinn- ar“, handsamað fjölda líbískra blökkumanna og afrískra farand- verkamanna sem grunaðir eru um að hafa verið málaliðar eða njósnarar einræðisstjórnar Gaddafis. Fólkið er síðan læst inni í sömu fangelsum og notuð voru til að yfir- heyra og pynta andstæðinga harð- stjórans. Fram hafa komið vísbend- ingar um að margir fanga upp- reisnarmannanna hafi sætt illri meðferð, meðal annars barsmíðum. Efasemdir um lýðræðisástina Reuters Sorg Uppreisnarmenn jarðsetja félaga sinn í Benghazi, næststærstu borg Líbíu. Maðurinn féll í átökum við öryggis- sveitir Muammars Gaddafis í bænum Ajbadiya sem uppreisnarmennirnir hafa reynt að ná á sitt vald síðustu daga.  Leiðtogar uppreisnarmanna í Líbíu boða lýðræði og mannréttindi en framganga þeirra í Benghazi vekur grunsemdir um að þeir séu úlfar í sauðargæru  Beita stundum svipuðum meðulum og Gaddafi Fangar barðir » Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að uppreisnarmenn hafi hrakið þúsundir manna frá heimilum sínum í austurhluta Líbíu, handtekið þá eða barið. » Gambíumaður, sem var handtekinn í Benghazi, segir að þrír vopnaðir menn hafi bar- ið hann og nauðgað eiginkonu hans. » Fjöldi farandverkamanna frá grannríkjunum hefur ekki kom- ist frá Líbíu. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Öll spjót standa á Ali Abdullah Sal- eh, forseta Jemens, sem hefur misst stuðning nokkurra háttsettra her- foringja, sendiherra og gamalla flokksbræðra. Hann virðist nú einn- ig vera að missa tökin á hundruðum ættbálka í norðurhluta landsins. Sótt er að Saleh úr öllum áttum. Honum stafar ekki aðeins hætta af mótmælendum sem hafa krafist af- sagnar hans með daglegum götu- mótmælum í tvo mánuði, heldur einnig uppreisnarmönnum úr röðum sjíta í norðurhluta landsins, aðskiln- aðarsinnum í suðurhlutanum og AQAP, einni af hreyfingum hryðjuverkanetsins al-Qaeda. Dældi fé í höfðingjana Saleh hefur verið við völd í tæp 33 ár og sýnt mikil klókindi til að tryggja sér stuðning ættbálkanna. Hann hefur myndað bandalag með tugum ættbálkahöfðingja, dælt í þá vopnum og peningum og skipað þá í mikilvæg embætti. Þegar hann hef- ur tryggt sér hollustu ættbálka- leiðtoga með þessum hætti hefur hann yfirleitt um leið tryggt sér stuðning nær alls ættbálksins. Fjár- austur Saleh í bandamenn sína hefur einnig getið af sér öfund annarra ættbálkaleiðtoga og einræðisherr- ann hefur ekki vílað það fyrir sér að etja ættbálkum saman sjái hann sér hag í því til að geta haldið áfram að deila og drottna. Saleh lýsti því eitt sinn hvernig það væri að stjórna Jemen og lét þau orð falla að það væri „eins og að dansa á hausum snáka“. Svo virðist sem þessum dansi fari senn að ljúka því fregnir herma að meirihluti þeirra sem taka þátt í fjöldamótmælunum í Sanaa sé úr ættbálkum sem fengið hafi nóg af fjáraustri hans í höfðingjana á sama tíma og fólkið lepur dauðann úr skel. „Þetta kom okkur öllum á óvart,“ hefur The New York Times eftir Mohamed Qadhi, þingmanni sem sagði sig úr flokki Saleh eftir að leyniskyttur skutu 52 mótmælendur til bana í Sanaa í vikunni sem leið. „Fólkið í ættbálkunum fylgdi venju- lega höfðingja sínum og forsetinn taldi að það myndi gerast. Það sem hefur hins vegar gerst núna er að flestir eru með sína eigin skoðun.“ Andstæðingar Saleh hafa hafn- að tilboði hans um að mynda þjóð- stjórn, efna til kosninga til nýs þings sem myndi síðan velja nýjan forseta fyrir lok ársins. Þeir segja tilslökun- ina hafa komið alltof seint. Fer „dansi á snákunum“ í Jemen senn að ljúka?  Saleh forseti virðist vera að missa tökin á ættbálkunum Reuters Hafa fengið nóg Stjórnarandstæðingar í Sanaa hrópa vígorð gegn Ali Ab- dullah Saleh og krefjast þess að hann láti af embætti forseta þegar í stað. 200 km SÓMALÍA Al Mukhalla JEMEN Í HNOTSKURN Heimildir: Reuters, CIA World Factbook Ljósmynd: Reuters Flatarmál Íbúafjöldi Atvinnuleysi Hlutfall fátækra Lífslíkur karla Lífslíkur kvenna Þjóðartekjur Íbúar í þéttbýli 527.968 ferkm 24,13 milljónir 35% 45,2% 63 ár 67 ár 122.000 kr. á mann 31% JEMEN Sanaa Aden Aden-flói Indlandshaf SÁDI- ARABÍA Ó M A N Ali Abdullah Saleh forseti 1978 Kjörinn forseti Norður-Jemens 1990 Varð forseti Jemens eftir að jemensku ríkin voru sameinuð * AFRÍKA 18. mars Leyniskyttur skjóta 52 mótmælendur til bana í Sanaa 2. mars Stjórnarand- staðan leggur fram áætlun um valda- skipti og afsögn Saleh 20. mars Saleh víkur ríkis- stjórn sinni frá 22. mars Háttsettir herforingjar og sendiherrar snúast á sveif með mótmælendunum 3. febr. Um 20.000 manns taka þátt í götumótmælum í höfuðborginni, Sanaa 13. febr. Hundruð manna ganga að forsetahöllinni til að krefjast afsagnar Saleh Mar Febrúar NÝLEGIR ATBURÐIR * Norður-Jemen fékk sjálfstæði frá Tyrkjaveldi árið 1918. Bretar héldu Suður-Jemen sem verndarsvæði til ársins 1967. Suður-Jemen varð þá kommúnistaríki. Löndin tvö voru sameinuð formlega 22. maí 1990. Læknir í borginni Misrata í Líbíu sagði í gær að minnst 109 manns hefðu beðið bana í vikulöngum árásum liðsmanna Muammars Gaddafis á borgina. Hann sagði að yfir 1.300 manns hefðu særst í árásunum, þar af um 80 alvarlega. Liðsmenn Gaddafis ein- ræðisherra hafa beitt skrið- drekum í árásunum og leyni- skyttur hafa skotið á fólk í borginni. „Lið Gaddafis hefur lagt aðalgötuna undir sig – leyniskyttur eru á þökum húsa við götuna. Þeir skjóta á alla sem fara á aðalgötuna og nálægar götur,“ hafði fréttavefur breska ríkis- útvarpsins eftir einum borgar- búanna. Hjálparsamtök segja að neyðar- ástand hafi skapast í Misrata vegna umsáturs liðsmanna Gadd- afis. Skortur er á lyfjum og öðrum birgðum og vatnslaust er í sjúkra- húsum borgarinnar. Íbúar borgar- innar eru hátt í 200.000. Harðir bardagar geisuðu einnig í bænum Ajbadiya í gær. Neyðarástand vegna árása MIKIÐ MANNFALL Í UMSETINNI BORG Skannaðu kóðann til að lesa það nýj- asta um átökin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.