Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, er algjörlega andvíg- ur því að nýju fangelsi verði fundinn staður í gamla Sjafnarhúsinu á Ak- ureyri. Í minnisblaði sem hann sendi innanríkisráðherra fyrir skemmstu bendir hann á að fangar eigi rétt á lágmarks mannréttindum og verði ekki „vistaðir sem hver annar búpen- ingur“. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að eigendur Sjafnarhússins hafa ósk- að eftir viðræðum við innan- ríkisráðuneytið um hugsanlega leigu á húsinu undir fangelsi. „Ég nenni varla að taka þátt í þess- ari umræðu lengur. Það þarf að standa faglega að þessu og byggja sérhannað fangelsi. Ekki taka í notk- un gamla ísbrjóta, gáma eða annað húsnæði langt frá höfuðborgarsvæð- inu,“ sagði Páll um þessa hugmynd. Hann benti á að nýbúið væri að end- urnýja fangelsið á Akureyri en það gæti tekið á móti öllum föngum af Norðurlandi. Mikill kostnaður við breytingar Hugmynd um að nota gamlar vinnubúðir Alcoa á Reyðarfirði sem fangelsi voru kynntar fyrir innan- ríkisráðuneytinu fyrir skömmu. Af því tilefni sendi Páll minnisblað til innanríkisráðherra þar sem rök gegn því eru tíunduð í tólf liðum en hann sagði að þau ættu að mestu einnig við um Sjafnarhúsið. Í minnisblaðinu er m.a. bent á kostnað vegna ferða til og frá Austur- landi, að á Austurlandi séu engir menntaðir fangaverðir og ekki liggi fyrir hvort nægilega margir myndu sækjast eftir slíku starfi. Við bætist að flestir lögmenn séu á höfuðborg- arsvæðinu en málskostnaðarliður vegna ferða lögmanna myndi marg- faldast ef þeir þyrftu að eyða heilu dögunum í ferðalög vegna þjónustu við fanga. Kostnaður við breytingar á eldra húsnæði væri mjög hár og nefndi Páll sem dæmi að áður en Bitra var tekin í notkun sem bráða- birgðafangelsi þurfti að breyta bygg- ingunni fyrir sem svarar einni milljón á hvert fangarými. Páll benti einnig á að um 80% fanga kæmu af höfuðborg- arsvæðinu. Það væri mat Fangelsis- málastofnunar að það væri gróft brot á mannréttindum fanga ef þeim yrði gert að afplána svo langt frá fjölskyld- um sínum. Konur sem eru í afplánun fái margar hverjar börn sín reglulega í heimsókn og í vissum tilvikum feður einnig. Óhægara yrði um vik fyrir barnaverndaryfirvöld að flytja börn reglulega til Reyðarfjarðar til að eiga samvistir við foreldra undir eftirliti. Kostnaður barnaverndaryfirvalda myndi að auki hækka verulega og sömuleiðis kostnaður aðstandenda við heimsóknir. Það væri til þess fallið að minnka samskipti fanga við fjölskyld- ur sínar, sem gengi þvert gegn mark- miðum stofnunarinnar. Fangar eru ekki búpeningur  Fangelsismálastjóri vill ekki að fangelsi verði tekið í notkun í eldra húsnæði langt frá höfuðborgarsvæðinu  Dregur úr samskiptum fanga við fjölskyldur „Fangar eiga rétt á tilteknum lág- marksmannrétt- indum“ Páll Winkel Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, hlaut í gær Íslensku bjartsýnisverðlaunin fyrir árið 2010. Frú Vig- dís Finnbogadóttir, formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó og færði hún Gísla Erni áletraðan verðlaunagrip úr áli og verð- launafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir í dómnefndinni voru Rannveig Rist, Sveinn Einarsson og Örnólfur Thorsson. Bjartsýnisverðlaunin voru fyrst afhent árið 1981 en Alcan á Íslandi hefur verið bakhjarl þeirra frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari þeirra. Gísli Örn hlaut bjartsýnisverðlaunin Morgunblaðið/Sigurgeir S Veitingarekstur við Austurvöll virðist ganga brösulega þessi misserin. Hafa að minnsta kosti þrír staðir þar ver- ið teknir til gjaldþrotaskipta frá því í nóvember í fyrra. Hinn 16. mars úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að Eignarhaldsfélag Miðborgar, sem átti Kaffi París, yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn Grétars Berndsens, veitingastjóra staðarins, var reksturinn keyptur af nýju félagi, LIDUS-veitingum, um mitt síðasta ár. Þá voru Veitingahúsið Austurvelli Reykjavík, sem rak Óðal, og Nasaveitingar, sem ráku skemmtistaðinn Nasa, einnig tekin til gjaldþrotaskipta í nóvember og janúar. Gengur víða illa í miðborginni Það er ekki bara við Austurvöll sem veitingarekstur hefur gengið erfiðlega. Hinn 16. febrúar voru skemmti- staðirnir Hverfisbarinn við Hverfisgötu og Glaumbar við Tryggvagötu báðir teknir til gjaldþrotaskipta. Í stað þeirra eru komnir skemmtistaðurinn Bankinn bar og tónleika- og skemmtistaðurinn Risið. Þá var félagið Espresso ehf., sem áður átti kaffihúsið Segafredo við Lækjartorg, tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun mars. Hafði reksturinn tvisvar skipt um eigendur frá því að Espresso átti hann. Síðasti rekstraraðili kaffi- hússins, Norðurbrú, var tekinn til gjaldþrotaskipta 4. mars. Engin starfsemi er eins og er þar sem kaffihúsið var til húsa á Lækjartorgi 5. kjartan@mbl.is Veitingarekstur við Aust- urvöll gengur misjafnlega Morgunblaðið/Frikki Kaffihús Vinsælt er á sumardögum að sitja úti við Aust- urvöll. Þó eru nokkur veitingahús þar nú gjaldþrota.  Margir staðir teknir til gjaldþrotaskipta undanfarið Frá og með aprílmánuði munu allir viðskiptavinir Vodafone sem hafa myndlykil frá Digital Ísland greiða svokallað grunngjald sjónvarps- þjónustu. Hingað til hafa þeir áskrifendur sem kaupa áskrift hjá Skjá einum eða 365 miðlum ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir lykilinn en aðrir, sem nota lykilinn fyrir aðra þjónustu en innlendar áskriftarstöðvar, greitt 797 krónur á mánuði fyrir. Við þessa breytingu lækkar grunngjaldið í 549 krónur en að sögn Hrannars Péturssonar, upp- lýsingafulltrúa hjá Vodafone, er til- gangur breytingarinnar m.a. sá að koma á jafnræði meðal viskiptavina. Þessum tekjum sé ætlað að standa undir rekstri og endurnýjun á kerf- inu og ekki sé sanngjarnt að al- mennir notendur, sem kaupi ekki áskrift hjá sjónvarpsstöðvunum, greiði niður notkun hinna. Síminn tók upp samskonar grunngjald 1. febrúar og greiða notendur Sjónvarps Símans 435 krónur á mánuði fyrir þá þjónustu. Bæði Síminn og Vodafone eru með dreifisamninga við íslensku sjón- varpsstöðvarnar en samkvæmt upp- lýsingum frá Skjá einum og 365 miðlum hefur upptaka grunngjalds- ins engin áhrif á þá samninga. Áskrifendur Skjás eins eru um 25 þúsund og skiptir um það bil helmingur við hvort símfyrirtæki. Því má gera ráð fyrir að tekjur Símans af innheimtu gjaldsins frá viðskiptavinum Skjásins verði um 5,4 milljónir á mánuði og tekjur Vodafone um 6,8 milljónir. Sam- kvæmt upplýsingum frá 365 miðl- um hefur um helmingur lands- manna aðgang að læstri dagskrá en þeir gefa ekki upp áskrifendafjölda né liggur það fyrir hversu margir viðskiptavina þeirra skipta við hvort símfyrirtæki. holmfridur@mbl.is Innheimta gjald fyrir myndlykla  Símfyrirtækin taka upp grunngjald Morgunblaðið/ÞÖK Önnur kynslóð iPad-spjaldtölv- unnar frá Apple kemur fyrir sjónir Íslendinga í dag, en eftir klukkan 17 gefst áhugasömum færi á að kynna sér hana í verslun Epli.is við Laugaveg. Langir biðlistar mynd- uðust um allan heim eftir að Steve Jobs, forstjóri Apple, kynnti iPad 2 fyrir nokkrum vikum. Íslendingar eru þar engir eftirbátar, og ljóst að eftirvæntingin er nokkuð mikil. Hin nýja tölva er töluvert full- komnari en hinn upprunalegi iPad, sem kom á markað á fyrri hluta síð- asta árs. Á meðal breytinga má nefna tilkomu myndavéla að fram- an og aftan auk þess sem tölvan er búin tveggja kjarna A5-örgjörva, sem eykur vinnsluhraða til muna. Þrátt fyrir aukin afköst og notk- unarmöguleika er tölvan um þriðj- ungi þynnri en fyrsta útgáfan var og nokkru léttari. Skjástærð er hins vegar sú sama. Uppgefin raf- hlöðuending iPad 2 í notkun er um tíu klukkustundir, sem er sambæri- legt við það sem fyrir var. iPad 2-spjaldtölvan afhjúpuð í dag iPad Nýja útgáfan býður meðal annars upp á myndsamtöl. Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is 25% afsláttur Ilmur mánaðarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.