Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 36
Flytjandi Elfa Rún Kristinsdóttir. Ný tónlistarhátíð verður haldin í Selinu á Stokkalæk um helgina, 25. til 27. mars. Hátíðin nefnist Podium festival en þar kemur ungt fólk víðs- vegar að úr Evrópu saman og leikur fjölbreytilega kammertónlist. Markmiðið er að skapa nýjan vett- vang fyrir nýja kynslóð flytjenda, til að leika fáheyrð og ný verk í bland við þekktar perlur í persónulegu umhverfi stofunnar í Selinu. Opnunartónleikar hátíðarinnar eru kl. 18.30 í kvöld, miðvikudag, og verða flutt verk eftir Hugo Wolf, Anton Arensky og E.W. Korngold. Meðal flytjenda er Elfa Rún Krist- insdóttir fiðluleikari. Kvöldtónleikar verða síðan kl. 21.15 með flutningi verka eftir Moz- art, Milhaud og Sjostakovitsj. Á laugardag eru tónleikar kl. 15.30 og 19.00, og á sunnudag eru barnatónleikar klukkan 14.00 og lokatónleikar kl. 19.00. Miðapantanir á tónleikana eru í síma 4875512 eða 8645870. Hátíð á Stokkalæk  Ungt tónlistarfólk víða að úr Evrópu www.podiumfestival.com 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sýning Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara, Borders, var opnuð á torginu Dag Hammarskjöld Plaza á Manhattan í New York í gær. Sýn- ingin er innsetning með 26 skúlptúr- um, eftirmyndum fólks í raunstærð; helmingurinn er steyptur í ál en helmingurinn í seigjárn. Fólk Stein- unnar ýmist situr á bekkjum í garð- inum, stendur eða krýpur. Torg þetta er milli fyrstu og ann- arrar breiðgötu, gegnt höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna. Verkin eru því staðsett á afar fjöl- förnu svæði en sýningin mun standa í sex mánuði. Það var skrifstofa garðyrkju- og garðastjóra New York-borgar sem bauð Steinunni að sýna. Í tilkynningu frá skrifstofunni segir að þetta sé stærsta listsýning sem hefur verið sett upp á Dag Hammarskjöld Plaza og sú fyrsta sem virkjar allt torgið. „Þetta kemur mjög vel út. Verkin virka á torginu eins og ég vonaðist til og miðaði allt við. Ég er mjög ánægð með það,“ sagði Steinunn í gær áður en sýningin var formlega opnuð. Eftir opnunina í garðinum var móttaka í Scandinavia House við Park Avenue. „Það er mjög mikill áhugi á verk- unum,“ segir Steinunn. „Við vorum tvo daga að setja þau upp enda er það talsvert mál og fyrri dagurinn var erfiður, það rigndi svo mikið. En seinni daginn skein sól, þá fyllt- ist torgið lífi og ég fékk margar ánægjulegar at- hugasemdir. Enda myndaðist fínt samband milli fólks sem fór þar um og verkanna. Endi torgsins er við byggingu Sameinuðu þjóðanna og torgið er mjög alþjóðlegt, þarna fer um fólk alls staðar að,“ segir hún. Þetta er mjög langt torg sem verk Steinunnar dreifast um, en hún set- ur verkin þanig upp að persónurnar tengjast. „Ég var beðin um að gera tillögu um stað í borginni til að koma verk- um fyrir. Ég valdi þetta torg og kom með tillögu um þessa uppsetningu. Hún var alveg frá upphafi hugsuð fyrir torgið,“ segir hún. Millifyrirsögn Verk Steinunnar hafa vakið sívax- andi athygli erlendis, til að mynda hefur sýning með verkum hennar, sem kallast Horizon, verið á ferða- lagi milli safna í Bandaríkjunum síð- ustu misserin og er nú í Georgia Mu- seum of Art í Georgíu-ríki. Óhætt er þó að fullyrða að Borders á Dag Hammerskjöld Plaza verði lang- fjölsóttasta sýning hennar til þessa. „Já, án efa,“ segir hún. „Þarna streymir fólk í gegn og sýningin mun standa lengi.“ Steinunn segir að Bandaríkja- menn hafi sýnt verkum sínum mik- inn áhuga. „Það gengur almennt vel hjá mér en ekki síst hérna. Það er mjög ánægjulegt en ég veit ekki hver skýringin getur verið. Fígúratíf myndlist á oft upp á pallborðið hér, fólk er opið fyrir henni. Það sést að minnsta kosti vel á torginu að fólk tengist þessum verkum vel.“ Eftir opnunina heldur Steinunn til Georgíu-ríkis og heldur fyrirlestur í safninu sem sýnir Horizons. 26 skúlptúrar á torginu  Viðamikil sýning Steinunnar Þór- arinsdóttur opnuð á torgi í New York Á bekk Mannvera úr áli, ein af þrettán, horfir til himins af bekk á torginu. Steinunn Þórarinsdóttir Ljósmynd/James Ewing Járnfólk Helmingur skúlptúra Steinunnar á Hammarskjöld Plaza eru úr járni. Verunum er dreift um torgið. Miðasala » www.sinfonia.is » Sími 545 2500 » Miðasala í Háskólabíói frá kl. 9-17 Fös. 25.03. » 21:00 Sænski slagverkshópurinn Kroumata og slagverks- sveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands flytja eitt helsta meistaraverk Steve Reich á tónleikum í Háskólabíói. Miðaverð er aðeins 1.500 kr. Við gerð skúlptúra sinnasækir Brynhildur Þor-geirsdóttir innblástur tillífríkis, forma og efna náttúrunnar. Á sýningunni „Hug- arlundur“ í Listasafni ASÍ getur að líta 38 ný verk sem unnin eru úr gleri, sandi, ösku og steinsteypu og bera þau heiti með náttúruskírskot- unum á borð við Vatnalúra, Sand- lúra, Hryggla og Glitra. Fantasían er undirstrikuð með nöfnum eins og Óra og Hygla – enda einkennast líf- rænir skúlptúrarnir af formrænum leik þar sem ímyndunaraflinu er gef- inn laus taumurinn. Blendingsskúlptúrar listamanns- ins eiga sem sagt kirfilegar rætur í náttúruformum: annarleg vera á gólfi í Ásmundarsal minnir í senn á jurtarót og liðdýr; þar hjá stirnir á massífan, sandhúðaðan stein sem gæti allt eins verið einhvers konar hryggdýr með steingerða ásjónu. Í skúlptúrunum er sem renni saman steingervingar, skeldýr, þörungar eða önnur sjávarfyrirbæri, grýlu- kerti, ískristallar, rætur, grjót, sandar, fjöll, gosaska og jafnvel hraunstrókar. Þessi blendingsfyr- irbæri eru skynrænar verur sem teygja út anga sína, tilbúnar að hörfa en búa sumar yfir leynivopn- um. Frásagnarheimur listamannsins er ríkulegur og vel mótaður – og hann byggist á sjálfum töfrum nátt- úrunnar. Brynhildur hefur gott vald á spuna en um leið býr hún yfir agaðri formhugsun sem ljær verkum henn- ar sterk höfundareinkenni. Með ólíkum efnum eins og gleri og stein- steypu nær hún fram samspili gagnsæis, léttleika og þyngdar, mýktar og hörku, sem aukið er á með blæbrigðaauðgi í áferð og lit. Í Arinstofu eru smærri verk sem bera fáguðum vinnubrögðum listamanns- ins vitni. Þar hvíla verur, ættaðar úr vatni eða sjó, á nokkurs konar eyjum sem komið hefur verið fyrir á gólfi, og sumar skríða upp eftir veggjum. Skúlptúrarnir njóta sín vel í björtu rýminu á efri hæðinni. Stöpl- ar eru víðs fjarri og verurnar spóka sig á gólfinu í skemmtilegri sam- ræðu sín á milli. Aðrar hafa „sogað“ sig fastar á veggi og sumar þær fín- legustu, sem minna á marglyttur, eru afmarkaðar á plötu sem liggur á gólfinu rétt eins og í Arinstofunni niðri. En á neðri hæðinni ná verkin ekki sama rýmislega fluginu og fyrir vikið njóta verkin sín síður þar en í Ásmundarsal. Engu að síður er hér á ferðinni fallega unnin sýning þar sem má gera sér ævintýralegan hug- arlund. Ævintýri í sandi og ösku Morgunblaðið/RAX Brynhildur Þorgeirsdóttir Listakonan við eitt verka sinna. Listasafn ASÍ Brynhildur Þorgeirsdóttir – Hugarlundur bbbmn Til 3. apríl 2011. Opið þri. til su. kl. 13- 17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Gler Eitt blásnu glerverkanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.