Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 11
Stelpulegir Hver getur staðist bleika skó eða fléttu-gullskó?
Geggjaðir Þessir litríku kjólar eiga eftir að heilla einhverja stúlkuna.
Flottir Þessir eru svalir og henta við ólíkust tilefni, veislur eða hversdags.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns-
son, blessaði á miðvikudag men úr
nýrri ICON-línu Gling Gló skart-
gripa, en hönnuðir hennar eru Olga
Nielsen og Bergrós Kjartansdóttir.
Línan var hönnuð út frá trúartákn-
inu, krossinum, og er hugmyndin
að baki að gefa krossinum nútíma-
legt yfirbragð til að hann hafi
breiðari skírskotun, ekki síst til
yngra fólks.
Menið sem biskup blessaði er
samsett úr sjö krossum og verður
það í framhaldinu selt til styrktar
Lífi, styrktarfélagi sem vinnur að
því að styrkja fæðingarþjónustu og
kvenlækningar á kvennadeild Land-
spítalans.
Talan sjö hefur margvíslegar til-
vísanir til kristninnar og raunar
annarra trúarbragða. Þannig er í
meninu einn kross fyrir hvern dag
vikunnar, og í Grikklandi til forna
var talað um sjö himna, en orða-
tiltækið „að vera í sjöunda himni“
er einmitt dregið af því. Þá eru
höfuðdyggðirnar sjö: trú, von, kær-
leikur, viska, sjálfstjórn, hugrekki
og réttlæti; sem og ávextir andans;
kærleikur, gleði, gæska, góðvild,
trúmennska, hógværð og sjálf-
stjórn.
Loks eru sjö bænir í faðirvorinu,
Jesús undirstrikaði mikilvægi þess
að fyrirgefa ekki bara sjö sinnum
heldur sjötíu sinnum sjö sinnum og
orð hans á krossinum voru sjö
talsins.
Hönnun
Í sjöunda himni með
sjökross um hálsinn
Klukkan er rétt rúmlega fimm um morgun ogmeðan ég sýp varlega af kaffibolla númertvö horfi ég á mann, sem virðist vera einnaf þessum miðaldra Skandinövum sem er
sólbrúnn eins og frá náttúrunnar hendi og gengur um
í þægilegum og frekar dýrum vindheldum jakka og
fer mjög reglulega á ráðstefnur hér og þar í ná-
grannalöndunum, berst við að ákveða á staglkenndri
ensku hvernig kaffidrykk hann eigi innbyrða í morg-
unsárið og fyrir ofan mig, hvert sem ég lít, eru hás-
kerpuskermar þar sem erlent fallegt fólk frá öllum
heimshornum segir mér á sannfærandi hátt frá því að
þrátt fyrir að í þeirra augum sé það algjörlega ein-
stök upplifun að rekast á Íslending; þrátt fyrir hversu
villtir Íslendingar séu og klikkaðir og hversu fallegt
allt sé hér á landi en samt á einhvern hátt svo frá-
brugðið þá sé flugvöllurinn sjálfur, besti flugvöllur
ársins 2009 samkvæmt einhverju hlutlægu mati sér-
fræðinga í flugvallarstarfsemi býst ég við, þeim efst í
huga og mér finnst ég jafnvel skynja af orðum þeirra
að dvölin í Leifsstöð sé ekki einungis tærasta minning
þeirra frá Íslandi heldur hafi hún virkilega hreyft við
þeim og jafnvel breytt hugmyndum þeirra til fram-
búðar um flugvelli og áður en ég veit af er kaffiboll-
inn næstum tómur og þegar ég stend upp og set
bókina ofan í bakpokann og bakpokann á bakið
læðist um mig þreytubundin sæla yfir því að
vera vakandi svo snemma morguns sem flétt-
ast við koffínið og ómeðvitaða spenninginn sem
fylgir því ávallt að vera á leið í flugferð og þeg-
ar ég líð eftir ganginum sem leiðir mig á
endanum að hliðinu mínu, hliðinu sem
er merkt öðru landi, les ég hverja ein-
ustu auglýsingu gaumgæfilega og
skoða fólkið á myndunum, fólk sem
ég kannast við héðan og þaðan; andlit
úr miðbæjarlífinu, tónlistarfólk eða
háskólaborgarar – fólk sem allt á
það sameiginlegt að vera beint eða
óbeint eitt og hið sama og 101
Reykjavík alveg eins og ég – og ég
rifja upp hvaðan ég þekki þessi and-
lit sem segja mér að The Secret to
Iceland‘s healthy living sé skyr.is og
að á landi sem er extraordinary þurfi
góða leiðsögn heimamanna og að á
Djúpavík gangi fólk í 66°Norður-úlpum
og þar sé aðeins eina manngerð að finna sem sé eitt-
hvað sem nefnist Originals og ég velti fyrir mér við
hvað sé átt nákvæmlega og líður eins og verið sé að
gefa í skyn að á Íslandi, og aðeins á Íslandi, finnist
staðir þar sem allir íbúarnir í einangruðu sakleysi
sínu séu gegnheilir og sannir – ekki falskir – og það
kristallist í dýrum útivistarfatnaði þeirra og smám
saman finn ég hvernig morgunþreyta mín víkur fyrir
tilfinningu sem ég kem ekki beinlínis orðum að en
hún er einhvers konar blanda af því að finna fyrir
minni eigin ímyndarkrísu í gegnum auglýsingarnar á
flugvellinum og hreinræktaðri skömm og hún stig-
magnast eftir því sem auglýsingunum fjölgar og ís-
lenskir málshættir eru útskýrðir á ensku (sem er
banalt á sama hátt og maður sem útskýrir af
hverju brandarinn hans er fyndinn) og ég kemst
ekki hjá því að taka andköf þegar ég heyri ofboðs-
lega öðruvísi íslenska tónlist í hátalarakerfi flug-
vélarinnar og á hverju einasta sæti eru skermar,
mörg hundruð skermar hvert sem ég lít, og á
þeim fylgja hver skilaboðin á fætur öðrum
um að The Most Amazing Thing About
Iceland sé ekki hversu sérstæð og
magnþrungin náttúran hér á landi
sé heldur eitthvað ógeðslega flippað
eins og að pylsustandur sé vinsælasti
veitingastaðurinn og tilfinningin sem
ég fann á ganginum er orðin að ein-
hverri óútskýranlegri sjálfsandúð
og hraðinn eykst og eykst og ég
fæ að lokum hellu fyrir eyrun sem
ég reyni ekki að losa mig við og
loka augunum.
»…hún er einhvers konar blandaaf því að finna fyrir minni eigin
ímyndarkrísu í gegnum auglýsing-
arnar á flugvellinum og hreinræktaðri
skömm og hún stigmagnast eftir því
sem auglýsingunum fjölgar…
HeimurHalldórs
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Félag kvenna í lögmennsku stendur fyrir
málþingi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
föstudaginn 25. mars kl. 15-17
Auður
Erindi flytja:
Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar
Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar
Tanya Zharov, framkvæmdastjóri hjá Auði Capital
Guðrún Sesselja Arnardóttir, hæstaréttarlögmaður
Guðrún Erlendsdóttir, fyrrv. hæstaréttardómari
Auðuns
-aldarminning
frumkvöðull
fyrirmynd
&
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir