Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjólabrjálæði Þær voru búnar að draga fram ótal kjóla og fínerí vinkonurnar Anna Kristín, Hildur og Þórunn. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við ætlum að losa okkur viðþað sem við erum hættarað nota í fataskápunumokkar,“ segir Þórunn Ant- onía Magnúsdóttir tónlistarkona, en hún og vinkonur hennar Hildur Selma Sigbertsdóttir og Anna Krist- ín Jensdóttir verða með skvísufata- markað á Prikinu á morgun, laug- ardag milli klukkan 14 og 18. „Við erum allar fatafrík og ein okkar er fatahönnuður, Anna Kristín hannar undir nafninu Starstruck design og hún ætlar bæði að vera með föt úr eigin hönnunarlínu og úr sínum einkafataskáp.“ Þórunn Antonía segist hafa sankað að sér allskonar gullmolum í fataskápana á ferðalögum sínum. „Og nú er svo komið að þetta er orðið allt of mikið og veitir ekki af að létta eitthvað á þessu. Við ætlum að láta frá okkur það sem við erum orðnar þreyttar á og gefa einhverjum öðrum tækifæri til að nota það. Maður fær nóg af sínum eigin fötum en öðrum finnst þau kannski fjársjóður og það er frábært ef þau öðlast nýtt líf hjá nýju fólki.“ Ég er alæta á föt og fylgi ekki sérstaklega tískunni Þórunn Antonía hefur farið víða um veröldina í tengslum við sönginn og tónlistina og á flakki sínu hefur hún keypt mikið af fötum. „Ég hef búið í Bandaríkjunum, Bretlandi og Írlandi og líka varið góðum tíma í Danmörku og Japan. Ég játa fúslega að hafa komið við í allnokkrum fata- búðum á þessum ferðalögum mínum. Ég er mikil alæta á föt, ég fylgi ekki neitt sérstaklega tískunni, ég klæði mig bara í það sem mér finnst fallegt. Ég er mikið fyrir vintage-föt eða gömul föt, mér finnst þau skemmtileg og það verður nóg af þeim á mark- aðinum á morgun. Við verðum líka með eitthvað af skóm en þetta verða aðallega flíkur og þær eru frá löngu tímabili. Ég held að elstu flíkurnar hafi ég keypt í London þegar ég var átján ára eða fyrir um tíu árum,“ seg- ir Þórunn Antonía og hlær. „Reyndar verða þarna vintage-flíkur frá því ég vann í kílóamarkaðinum í Spútnik þegar ég var sextán ára. En vintage- föt fara ekkert úr tísku, því öll tímabil koma alltaf aftur.“ Erfitt að láta frá sér uppáhaldsflík Þórunn Antonía segist ekki vera mikið fyrir að henda hlutum og það sé ástæðan fyrir því að hlaðist hefur upp í fatahirslunum hjá henni sem raun ber vitni. „En nú er kominn tími til að endurnýja. Þó það geti vissu- lega verið erfitt að láta frá sér mikla uppáhaldsflík þá kemur alltaf ný flík í staðinn. Og það er alltaf mjög gaman að endurnýja,“ segir Þórunn Antonía sem lofar góðu úrvali af frumlegum og fjölbreyttum fötum á skvísumark- aðinum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og verðinu er stillt í hóf. „Allt verður á góðu og kreppuvænu verði,“ segir Þórunn Antonía sem var að semja lag í stof- unni heima hjá sér þegar blaðamaður náði tali af henni. Skvísur tæta föt úr skápunum og selja Þær eru allar þokkalega fatasjúkar og hafa viðað að sér allskonar fötum á flakki sínu um heiminn og ein þeirra hannar sjálf föt. En nú flæðir úr yfirfullum fata- skápum þeirra og þær ætla að skunda með helling af fötum á Prikið og halda þar skvísufatamarkað á morgun, leyfa flíkum að öðlast nýtt líf hjá nýjum eigendum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Það er óneitanlega gaman að klæð- ast fötum sem hafa sál og sögu frá fyrri tíð, en það er líka einstaklega umhverfisvænt. Og veitir ekki af á krepputímum að sem flestir tileinki sér þann sparandi lífsstíl að endur- nýta hluti. Á vefsíðunni vintage- trends.com er ótrúlegt úrval vintage- fatnaðar, eða gamalla notaðra klæða eins og það er kallað á íslensku, en vintage á við um föt sem eru frá ár- unum 1920 til 1980. Vintagetrends- .com er vefverslun og því er hægt að kaupa sér klæðin fín ef fólk vill og getur, en það er ekki síður gaman að vafra um og skoða sér til ánægju. Þarna eru vintage-föt fyrir karla, kon- ur og börn en einnig fylgihlutir, hand- klæði, gardínur, koddaver o.fl. Fyrir þá sem hafa áhuga á herklæðum (Mi- litary Clothing), þá er nóg af þeim á þessari síðu og líka glás af „Hippie“- fötum og „Retro“. Vefsíðan www.vintagetrends.com Með sál Þetta dásamlega útsaumaða veski er hægt að sjá á síðunni. Gamalt með sál og sögu Það er alltaf gaman að sjá ungt og upprennandi fólk á leiksviði og nú er tækifæri til að skella sér í Stúdenta- leikhúsið í kvöld, annað kvöld eða sunnudagskvöld og sjá verkið DNA eftir Dennis Kelly. Tvö verk eftir Dennis hafa verið sýnd á Íslandi, Munaðarlaus og Elsku barn. Í tilkynn- ingu segir að Dennis takist í verkum sínum á við siðferðilegar spurningar og oft birtist þar sterkar konur, of- beldi og sveigjanleg persónu- einkenni. Í þessu verki er m.a. fjallað um afleiðingar eineltis. Leikstjóri er Sara Marti Guðmundsdóttir og miða- pantanir á www.studentaleikhusid.is og í síma 869-0326. Lokasýning verður 9. apríl. Endilega … … farið í Stúd- entaleikhúsið Morgunblaðið/Kristinn Ung og upprennandi Frá samlestri á DNA áður en æfingar hófust. Ljósmynd/Bernhard Kristinn Ingimundarson Sjökross Krossinn er þemað í nýrri ICON línu Gling Gló skartgripa, en eitt menið verður selt til styrktar Lífi. Til sölu Laugavegur 77 Landsbankinn óskar eftir tilboðum í fasteignina Laugaveg 77 í Reykjavík. Fasteignin er alls 4.729 m2 að stærð og er skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Nóg af bílastæðum þar sem umtalsverður byggingaréttur er fyrir bílageymslu og skrifstofuhúsnæði. Tilboð skulu berast fyrir kl. 17:00 þann 31. mars í móttöku Landsbankans Hafnarstræti 5 merkt: Eignadeild Landsbankinn – L77 Hafnarstræti 5 Reykjavík b/t Valgeir Valgeirsson Nánari upplýsingar veita: - Valgeir Valgeirsson sími 410 7840 - Þorsteinn Egilson í síma 899 5254 eða í thorsteinn.egilson@landsbankinn.is Skannaðu kóðann til að fara á vintagetrends.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.