Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011
sig, stundvís og ósérhlífinn í
störfum sínum í skólanum. Hann
var mjög vel látinn af nemendum
enda hægur og hlýr í viðmóti. Og
oftar en ekki létti hann mönnum
lund í önn dagsins með góðlát-
legri kímni. Þorsteinn var þannig
jafnlyndur, einkar samvinnuþýð-
ur í samstarfi og traustur í hví-
vetna. Hann var drengur góður
sem gott er að minnast er leiðir
skilja.
Við Svava sendum Unni, börn-
um þeirra og öðrum aðstandend-
um hugheilar samúðarkveðjur
um leið og við biðjum minningu
Þorsteins P. Guðmundssonar
blessunar Guðs.
Óli Þ. Guðbjartsson.
Látinn er góður vinur minn og
félagi til margra ára, Þorsteinn
Pálmi Guðmundsson (Steini spil),
tónlistarmaður og smíðakennari
með meiru. Við Steini höfum ver-
ið sveitungar mjög lengi. Steini
var ungur að árum þegar ég og
foreldrar mínir fluttum að Syðri-
Gróf í Villingaholtshreppi og síð-
ar flutti hann að Selfossi eins og
ég og fjölskylda mín og hóf þar
búskap. Steini var fæddur í Eg-
ilsstaðakoti í Villingaholts-
hreppnum, sonur hjónanna Guð-
mundar Hannessonar og
Guðbjargar Þorsteinsdóttur.
Fyrstu kynni mín af Steina voru
þegar við ungir að árum hófum
að æfa og spila saman á harm-
onikku og síðar jafnvel á fleiri
hljóðfæri. Hátt í áratug áttum
við samleið í spilamennsku á böll-
um vítt um Suðurland.
Steini var góður félagi, gam-
ansamur og mikill gleðigjafi og
gott að vera með honum. Margar
eftirminnilegar ferðir frá þessum
spilamennskuárum okkar geym-
ast í minningunni, einkum áður
en við eignuðumst eigin bíla. Við
Steini urðum nokkuð frægir,
þegar við hófum að koma okkur
upp trommusetti, og smíðuðum
stóru-trommuna sjálfir eitt
haustið sem við unnum saman í
sláturhúsinu. Steini kom með
stórt gæruskinn að heiman sem
við rökuðum og notuðum á
trommuna. Raggi Bjarna gaf
okkur litlu trommuna og Guð-
mundur Steingrímsson, tromm-
ari í Hafnarfirði, ýmsan annan
búnað í settið, sem ég spilaði svo
á með Steina einhver ár. Steini
var lærður handavinnukennari
og vann við það lengst af. Hann
kenndi líka á harmonikku. Þegar
Steini óx upp úr spilamennsk-
unni með mér spilaði hann með
hljómsveit Óskars Guðmunds-
sonar í 10 ár en stofnaði svo
Hljómsveit Þorsteins Guð-
mundssonar, sem var þriggja
manna band, eins og sagt er, sem
sagt: harmonikka, gítar og
trommur. Hljómsveitin varð
landsþekkt og naut mikilla vin-
sælda um árabil. Hljómsveit Þ.G.
gaf út nokkrar hljómplötur og
eða (hljómdiska). Steini var
söngvari hljómsveitarinnar, en
gaf lítið fyrir slíka tilburði meðan
ég spilaði með honum. Eitt fræg-
asta lag Steina spil, ætla ég að
hafi verið „Mokið meiri snjó“.
Steini naut þess líka að hafa í
hljómsveitinni til margra ára
einn af þekktari hljóðfæraleikur-
um landsins, Hauk Ingibergsson,
en hann spilaði á gítar í hljóm-
sveitinni.
Steini vinur minn var mikill
gæfumaður í einkalífinu, eignað-
ist yndislega konu og börn, sem
erft hafa músíkina og dansa
flestum öðrum betur.
En allt hefur sinn tíma, eins
og sagt er. Nú hin síðari ár hefur
heilsu Steina hrakað jafnt og
þétt, en framundir það síðasta
þekkti hann mig alltaf með nafni
þegar ég heimsótti hann á spít-
alann. Kæri vinur. Þegar ég kem
yfir móðuna miklu tökum við lag-
ið saman, því nú er ég farinn að
æfa mig á nikkuna aftur.
Fjölskyldu Þorsteins Guð-
mundssonar (Steina) færi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Hafsteinn Þorvaldsson.
✝ Helgi I. Elías-son, fyrrum úti-
bússtjóri Háleit-
isútibús
Íslandsbanka, fyrr-
um Iðnaðarbanka,
fæddist í Reykjavík
5. júní 1921. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 16.
mars 2011. Helgi
var sonur hjónanna
Elíasar Jóhanns-
sonar og Jóhönnu Kristjönu
Bjarnadóttur.
Helgi var kvæntur Guðrúnu
Finnbogadóttur, hún lést árið
2009. Eftirlifandi börn þeirra
eru Finnbogi tannsmiður og
Guðbjörg mannfræðingur.
Helgi gekk í Samvinnuskól-
ann í Reykjavík. Hann var jafn-
framt húsgagnabólstrari að
mennt og starfaði við þá iðn um
árabil. Árið 1964 hóf Helgi störf
hjá Iðnaðarbankanum, síðar Ís-
landsbanka. Helgi gerðist úti-
bússtjóri við stofnun Háaleit-
isútibús árið 1966 og starfaði við
bankann allt til ársins 1992.
Helgi gegndi mörgum trún-
aðarstörfum á sinni löngu starfs-
ævi. Hann sat í
stjórn Kirkjugarða
Reykjavíkur 1953-
1992 eða í tæp fjör-
tíu ár, þar af sem
stjórnarformaður í
tuttugu ár. Hann
var einn af stofn-
endum Gídeon-
félagsins á Íslandi
sem stofnað var ár-
ið 1945 og gegndi
þar starfi forseta
um árabil. Helgi var virkur fé-
lagi í KFUM, sat í stjórn Skógar-
manna auk þess að gegna ýms-
um störfum fyrir félagið. Hann
var til að mynda einn af þeim
forvígismönnum sem stóðu að
byggingu Friðrikskapellu í
Reykjavík á sínum tíma. Helgi
var virkur leikmaður í starfi
kirkjunnar og lét sóknarnefnd-
arstörf til sín taka. Hann var í
sóknarnefnd Ásprestakalls um
árabil og eftir að fjölskyldan
flutti í Fossvoginn árið 1970
starfaði hann í sóknarnefnd Bú-
staðasóknar til margra ára.
Útför Helga fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 25. mars 2011,
og hefst athöfnin kl. 13.
Amma fór snöggt frá okkur, ég
hafði ekki talað við hana síðan á
afmælinu mínu, þá hringdi hún
og þú út til mín til dk til að óska
mér til hamingju með daginn. En
í enda samtalsins sagði hún mér
að við mundum ekki hittast aftur.
Það var eins og hún vissi það á
undan okkur að hún væri að fara
fyrir fullt og allt. Ég varð svo nið-
urbrotinn þegar hún dó svo mán-
uði eftir samtalið okkar. Enda
eytt miklum tíma með ömmu og
þér, elsku afi minn, í gegnum öll
mín bernskuár.
En nokkrum vikum seinna
birtist hún mér í draumi, hún
sagðist vera komin til að kveðja
mig. Í draumnum sat ég á rúminu
ykkar í Brautó, þú og amma vor-
uð bæði þar. Og ég sagði við hana
að ég hefði áhyggjur af þér en
hún sagðist ekki hafa það, því að
það væri ekkert svo langt þangað
til að þú mundir koma til hennar.
Og núna ertu farin, elsku afi
minn, næstum 2 árum seinna, þú
varst svo sorgmæddur þegar
amma dó og þráðir að komast til
hennar. Og loksins er biðin þín á
enda, elsku besti afi minn, ég sé
hana fyrir mér takandi á móti þér
opnum örmum og með bros á vör.
Þó að við vissum að það væri
að koma að þessu hjá þér þá er
maður bara aldrei tilbúin til að
sætta sig við þetta og kveðja þá
fyrir fullt og allt sem maður elsk-
ar. En núna veit ég að þér líður
vel og ert aftur orðinn eins og ég
kýs að muna eftir þér, hávaxinn,
beinn í baki með glansgreidda
hárið þitt, alltaf brosandi og segj-
andi sögur.
Það verður svo skrítið að koma
næst til Íslands og engin amma
og enginn afi, enginn afi til að
segja mér söguna í 100. skiptið
um tímana sem þú eyddir í Dan-
mörku og hvað þér þótti gaman
þar.
En ég á svo margar minningar
um alla þær stundir sem ég eyddi
hjá ykkur ömmu í Brautarland-
inu, öll sunnudagskaffin sem
voru alltaf eins og veisla því
amma var svo dugleg að baka,
jólin með risastóra jólatrénu sem
náði alltaf upp í loft, nammihillan
inn í köldu kompu sem þú leyfðir
mér alltaf að stelast í, og sumrin í
fallega garðinum ykkar. Og það
voru ófá skiptin sem ég kom við í
bankanum hjá þér eftir að hafa
verið á skautum niðri á Tjörn, til
að fá smá knús og Opal, þú gafst
mér alltaf 500 kr og sagðir „Æ,
hérna er smá aur handa þér“
Elsku afi minn, takk fyrir allar
yndislegu minningarnar, ástina,
kærleikann og hlýjuna sem þú
hefur alltaf gefið mér frá því að
ég man eftir mér. Bænirnar sem
þú kenndir mér hef ég nú kennt
Ísabellu minni, ég veit að þú hefð-
ir verið glaður yfir því.
Ég hugsa til þín, elsku afi, og
elsku ömmu með söknuð í hjarta,
en er líka glöð því að núna eruð
þið saman aftur, alveg eins og
það á að vera.
Mig langar að kveðja þig með
bæn sem þú kenndir mér, og við
Ísabella förum með á hverju
kvöldi.
Faðir vor, þú, sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji svo á jörðu sem
á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Og fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Þitt barnabarn,
Guðrún Finnbogadóttir
(Gúrý.)
Elsku afi minn, núna hefur þú
loksins fengið hvíldina. Ég mun
alltaf hugsa til ykkar ömmu með
söknuð í hjarta, þið voruð alltaf
svo góð við mig og alla í kringum
ykkur. Það var svo gott að koma
og gista hjá ykkur í Ásholtinu og
reyndi ég að fá að gera það eins
oft og ég gat. Ég mun aldrei
gleyma þeim góðu stundum. Ég
ætla að kveðja þig með bæn sem
þú kenndir mér og við fórum svo
oft með saman á kvöldin áður ég
fór að sofa:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þú munt alltaf eiga stóran stað
í hjarta mínu.
Rósin þín.
Tinna Rós Finnbogadóttir.
Það markar ákveðin skil þegar
fólk hverfur á braut sem hefur
verið hluti af lífinu svo lengi sem
munað er. Fólk sem hefur haft
áhrif, gefið af umhyggju sinni og
hlýju og verið samferða á lífsleið-
inni. Helgi frændi hefur verið
hluti af lífi okkar systra frá fyrstu
tíð. Í okkar huga var hann stór-
brotinn maður, sterkur persónu-
leiki sem snerti við okkur. Helgi
var afabróðir okkar og tengslin á
milli hans og afa Ragnars voru
sterk. Það var töluverður aldurs-
munur á þeim en væntumþykjan
og hlýjan á milli þeirra var ein-
stök. Helgi var traustur og þegar
hann tjáði skoðanir sínar var eftir
þeim tekið og hlustað. Ragnar afi
sagði okkur að í uppvexti þeirra
hefði verið lögð áhersla á heið-
arleika, trúmennsku og ábyrgð.
Helgi frændi hafði sterka kímni-
gáfu. Þær eru ógleymanlegar
stundirnar þegar afi og hann
voru að gera að gamni sínu og
stríða hvor öðrum og sínum nán-
ustu því stríðnin var þeim í blóð
borin. Þeir göntuðust og léku á
als oddi og sköpuðu góðan anda í
kringum sig. Þeir voru hrókur
alls fagnaðar og miðdepillinn
þegar slegið var á létta strengi.
Við áttum því láni að fagna að
starfa náið með Helga í KFUM
og KFUK. Á þeim vettvangi átt-
um við góð samskipti við hann,
þar sem hann uppörvaði og hvatti
okkur. Helgi heilsaði okkur alltaf
glaðlega með bros á vör „Sæl
frænka mín“ og lét alla vita að
hann væri uppáhaldsfrændinn.
Helgi hafði ungur kynnst starf-
inu í KFUM og trúin á Guð var sá
grunnur sem hann kaus að
byggja líf sitt á. Hann lagði sitt af
mörkum til starfsins bæði sem
sjálfboðaliði og launaður starfs-
maður. Það var hugsjón hans að
fá að taka þátt í að breiða út
kristna lífssýn. Hann var virkur í
safnaðarstarfi þjóðkirkjunnar og
einn af stofnendum Gídeon-
félagsins á Íslandi.
Helgi átti það sameiginlegt
með Ragga bróður sínum að eiga
auðvelt með að koma fyrir sig
orði. Þeir voru félagslyndir, áttu
létt með að koma fram, voru opn-
ir og glaðlegir. Þær voru margar
veislurnar þar sem afi og Helgi
slógu í glas og héldu ræður. Þeir
voru mikil „séntílmenni“, alltaf
huggulegir til fara og fínir. Þeir
þurftu ekki annað en að vatns-
greiða á sér hárið þá voru þeir
orðnir stórglæsilegir. Þeir áttu
það líka sameiginlegt að vera
ófeimnir við að sýna hversu ást-
fangnir þeir voru af konum sín-
um. Helgi og eiginkona hans,
Guðrún Finnbogadóttir, sem lést
árið 2009, voru óaðskiljanleg,
miklir og nánir vinir. Helgi og
Guðrún bjuggu sér fallegt heimili
og það var notalegt að koma til
þeirra. Börnin okkar eiga hlýjar
minningar frá þessum heimsókn-
um því alltaf var stutt í grínið og
glensið hjá Helga. Þegar Guðrún
lést hrundi heimur hans. Það
minnti okkur mjög á afa þegar
hann missti ömmu. Við systurnar
erum þakklátar fyrir Helga
uppáhaldsfrændann. Við vottum
Finnboga, Ellý, Gullu og fjöl-
skyldum okkar dýpstu samúð.
Hanna móðursystir okkar í
Kanada og Steinunn systir okkar
í Svíþjóð færa þakkir fyrir liðna
tíð. Guð blessi minningu frænda
okkar, Helga I. Elíassonar.
Guðlaug Helga og
Ragnhildur.
Mér þótti mikið til vinar míns
Helga Elíassonar koma. Hann
hringdi oft á æskuheimili mitt til
að fá að ræða við föður minn um
sameiginlegt hjartans mál þeirra
er snerti Gídeonfélagið og starf
þess að útbreiðslu fagnaðarer-
indisins um kærleika Guðs. Í ófá
skiptin svaraði ég í símann og
man ég sérstaklega eftir því að
hann gaf sér ávallt tíma til að
spjalla við unga manninn um fót-
bolta eða handbolta eða önnur
hugðarefni ungs manns eða
spyrja hvað maður væri að fást
við og hvernig gengi í lífinu. Er
það sannarlega til mikillar eftir-
breytni að taka eftir börnum og
sýna þeim áhuga sem fólki, því að
fátt er betra nesti á þroskabraut
barnsins.
Helgi Elíasson var einn af
þeim vinum föður míns sem báru
merki Gídeonfélagsins í jakka-
horninu og komst ég fljótt að því
að þeir sem það gerðu voru gegn-
heilir menn sem hægt var að
treysta. Helgi átti einlæga trú á
frelsara sinn og eilífan lífgjafa,
Jesú Krist, og lét hann um sig
muna við að útbreiða orð krossins
og vitnisburðinn um lífið. Hittust
hann og faðir minn ásamt fleiri
trúföstum liðsmönnum Gídeon-
félagsins, sem nú eru allir horfnir
heim til himinsins sala, vikulega í
áratugi á bænastundum fyrir
starfi félagsins og framgangi
þess. Enda hefur farsæld í starfi
félagsins verið mikil blessun fyrir
landsmenn alla sem fengið hafa
að njóta þess að dvelja í námunda
við Nýja testamentið eða hafa
fengið það að gjöf frá félaginu.
Helgi sat meðal annars við
stjórnarborð Gídeonfélagsins á
Íslandi samtals í um tuttugu og
fjögur ár, lengst af sem gjaldkeri
en einnig sem forseti félagsins í
fimm ár.
Þau heiðurshjón Helgi og Guð-
rún voru fáguð og snyrtileg sem
mikil og vingjarnleg reisn var yf-
ir. Þeirra minnist ég með hlýju og
þakklæti.
Sigurbjörn Þorkelsson.
Þegar ég byrjaði að vinna í
Iðnaðarbankanum í Lækjargötu
fyrir margt löngu mættu þar
flesta morgna menn sem gengu
þar um eins og á heimaslóðum
væru. Þetta reyndust vera úti-
bússtjórar bankans að ganga er-
inda lánamála og fleira. Helgi
vakti strax athygli mína fyrir
léttleikann og jákvætt og þægi-
legt viðmót. Ekki grunaði mig
þarna að vegir okkar ættu eftir
að liggja nánar saman síðar.
Þremur árum eftir að ég hóf störf
í bankanum, frekar ungur að ár-
um, var ég var ráðinn aðstoðar-
maður hans við útibúið við Háa-
leitisbraut þar sem hann var
útibússtjóri. Helgi var ráðinn úti-
bússtjóri að nýju útibúi Iðnaðar-
bankans við Háaleitisbraut þegar
það var opnað 1966, fyrsta útibú
bankans í Reykjavík utan Lækj-
argötu. Fortöluraddir heyrðust,
húsgagnabólstrari fenginn til
þess að reka bankaútibú. Þessar
raddir áttu eftir að reynast til-
hæfulausar. Viðskiptin sópuðust
að útibúinu og átti Helgi stærst-
an þátt í því hve vel tókst til með
uppbyggingu útibúsins, enda
réttur maður á réttum stað. Það
var mjög gott að vinna með
Helga. Hann var góður leiðbein-
andi, léttur og hress og alltaf
stutt í gamansemina. Í góðra vina
hópi var hann hrókur alls fagn-
aðar – og ekki þurfti hann vökva
til, enda stakur bindindismaður.
Margir viskumolarnir hnutu af
vörum hans og margar góðar ráð-
leggingar sem hafa nýst mér vel,
bæði í leik og starfi. Auðvitað átti
hann sínar misjöfnu stundir eins
og aðrir, enda afskaplega sam-
viskusamur og hjálpsamur og tók
oft nærri sér ef eitthvað bjátaði á
og hlutirnir gengu ekki sem
skyldi, en starf útibússtjórans
getur verið margslungið. Við
höfðum einungis unnið saman í
fimm ár þegar hann var ráðinn
útibússtjóri Lækjargötuútibús.
Það kom mér á óvart að ég var
beðinn að taka við hans starfi og
því hálf kvíðinn, enda enn ungur
að árum. Helgi hafði byggt útibú-
ið upp frá grunni og var mjög vel
liðinn. Það styrkti mig í að taka
við starfinu að hann hvatti mig til
að sækja um og ég er viss um að
það var að stórum hluta fyrir
hans orð að ég var ráðinn til
starfans. Þó að leiðir skildi þarna
áttum við Helgi alltaf mikil og
góð samskipti, ekki síður eftir að
hann lét af störfum hjá bankan-
um. Helgi bar sterkar tilfinning-
ar til síns gamla útibús á Háaleit-
isbraut og var tíður gestur þar,
allt undir það síðasta. Allir starfs-
menn útibúsins vissu hver Helgi,
gamli útibússtjórinn, var. Helgi
var mikill og góður fjölskyldufað-
ir. Honum var umhugað um fjöl-
skyldu sína og hann talaði alltaf
ákaflega fallega um hana Guð-
rúnu sína, börnin sín og þeirra
fjölskyldur. Það var líka einstakt
að sjá hvað hann studdi og hugs-
aði vel um hana Guðrúnu í hennar
miklu og löngu veikindum. Helgi
sýndi mér og fjölskyldu minni
ávallt mikinn hlýhug og velvild
sem ég er honum þakklátur fyrir.
Helgi var mjög trúaður maður og
fór ekki leynt með það, ég er
sannfærður um að það hafi verið
miklir fagnaðarfundir þegar
hann hitti hana Guðrúnu sína aft-
ur í Paradís. Mér finnst það hafa
verið forréttindi að hafa fengið að
vera samferðamaður Helga Elí-
assonar.
Guðmundur Kristjánsson.
Helgi Elíasson var einn af
drengjunum hans sr. Friðriks.
Þegar á unga aldri komst hann
undir áhrif Guðs orðs og í fram-
haldinu gekk hann Guði á hönd.
Upp frá því var ekki aftur snúið,
hann hafði gerst liðsmaður Krists
og gekk nú ötullega inn í þjón-
ustuna í ríki Guðs. Gilti þar einu
hvort um KFUM, Gídeon, Skóg-
armenn KFUM, Kristniboðs-
sambandið eða þjóðkirkjuna var
að ræða, alls staðar var Helgi
virkur og lét til sín taka og um sig
muna. Nægir þar að nefna að
Helgi var einn af 17 stofnendum
Gídeonfélagsins og forseti þess
um árabil. Hann sat í stjórn
Skógarmanna KFUM, auk þess
sat hann í safnaðarstjórn Ás-
kirkju og svo síðar í safnaðar-
stjórn Bústaðakirkju, á öllum
þessum stöðum um langt árabil
og við góðan orðstír.
Öll störf sem Helgi tók að sér,
gegndi hann af fádæma sam-
viskusemi, trúmennsku og heil-
indum, svo að eftir var tekið.
Hann gekk ekki einn til verka,
heldur hafði sér við hlið sóma-
konu mikla, Guðrúnu Finnboga-
dóttur, sem stóð eins og klettur
með manni sínum og honum al-
gjörlega samferða.
Var eftir því tekið hve samhent
og samrýmd þau hjónin voru í
öllu lífi og starfi.
Nú er ekki svo að skilja að
Helgi hafi haft lifibrauð sitt af
þessu starfi sínu, öðru nær. Hann
var útibússtjóri Iðnaðarbankans
og síðar Íslandsbanka á Háaleit-
isbraut 58 stærstan hluta starfs-
ævi sinnar. Var það mál manna,
að það útibú væri eitt best rekna
útibú bankans.
Að leiðarlokum skal það þakk-
að sem Helgi og reyndar þau
hjón, voru undirrituðum, nú þeg-
ar Helgi hefur gengið inn til fagn-
aðar herra síns og fengið heið-
urssveig hinna hólpnu.
Hann var trúr allt til dauða
lausnara sínum, tryggur vinur og
bróðir í trúnni, maður sem hægt
var að treysta og líta upp til.
Blessuð sé minning Helga I. Elí-
assonar.
Bjarni Árnason.
Helgi I. Elíasson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu.
Minningargreinar