Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SKO... HVERNIG ER ÞAÐ, ÁTTU EKKI AÐ VERA Á VAKT? NEI! ÉG ER Í MATAR- HLÉI VIÐ FÖRUM EKKI Í RÁNSFERÐ TIL ENGLANDS FYRR EN RÉTTU SKILABOÐIN BERAST MÓÐIR MÍN KEMUR Í HEIMSÓKN Á ÞRIÐJUDAGINN!! ÞETTA ER ÞAÐ SEM VIÐ VORUM AÐ BÍÐA EFTIR ÉG FÓR TIL AUGNLÆKNIS Í GÆR HANN SAGÐI MÉR AÐ ÉG ÆTTI EKKI AÐ ÞURFA AÐ NOTA GLERAUGUN DAGLEGA. SVO SAGÐIST HANN HAFA SPILAÐ 18 HOLUR UM HELGINA TÖLUÐU ÞIÐ UM GOLF? AUÐVITAÐ, VIÐ GERUM ÞAÐ ALLTAF ÞAÐ RÓAR HANN Á MEÐAN HANN SKOÐAR MIG HVERNIG STENDUR SAMT Á ÞVÍ AÐ ÞÚ VARST RÁÐIN Í ÖRYGGISGÆSLU? ÞEGAR ÉG MÆTTI ÞÁ VAR VERIÐ AÐ STILLA UPP „ÉG FÓR OG SPURÐI, ÞANN SEM SÁ UM HÁTÍÐINA, UM STARF VIÐ ÞURFUM EINHVERN Í ÖRYGGISGÆSLU, EN EKKI STELPU HVAÐA RUGL ER ÞAÐ!?! ÖRYGGISGÆSLA ER BARA FORM AF KÚGUN SLAKAÐU Á MAÐUR! ÞÚ ERT RÁÐIN! HEYRÐU SAUÐUR! ÞÚ SPARKAÐIR Í MIG HVERN ERT ÞÚ AÐ KALLA „SAUД? VILTU AÐ ÉG GRAFI HÖFUÐIÐ Á ÞÉR Í SANDINN LÍKA? ÉG ER EKKI GRAFINN Í SANDINN! ÉG ER SANDURINN! SVO VIRÐIST SEM ÞETTA SÉ ÞRÁLÁTT ÁSTAND Íslenskur afþreyingarvefur Þann 10. mars sl. var opnaður afþreyingarvefurinn Praktus sem sérhæf- ir sig í að bjóða upp á ókeypis afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. Meðal þess sem boðið er upp á er t.d. tónlist, leikir, gagnrýni, upp- skriftir, fréttir og margt fleira. Vef- urinn er í hraðri þróun og stefnir á að vera með yfir 130.000 notendur fyrir afmælisdag sinn næsta ár. Ég vil endilega benda á þennan vef, sem ég fann á ferð minni um netið en mér fannst einmitt vanta eitt- hvað svona íslenskt – ekki alltaf þetta er- lenda – youtube og slíka vefi, reyndar finnst mér youtube stórskemmtilegt – Praktus nær til breiðari hóps og býð- ur upp á öruggari þjónustu þar sem ekkert „varasamt“ er á Praktus. Fyrir þá sem hafa áhuga er vefslóðin: www.practus.web.is. Ánægður notandi Praktusar. Ást er… … að standa vörð um þann tíma sem er bara fyrir ykkur. EKKITRUFLA Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Bingó kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Söngstund með Lýð kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, botsía kl. 10.45. Félag eldri borgara, Reykjavík | Árshátíð FEB, húsið opnað kl. 18.30. Hátíðarmatseðill, skemmtiatriði, Þor- valdur Halldórsson leikur fyrir dansi. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20-23, Klassík leikur. Félagsheimilið Boðinn | Sam- verustund m/prestum kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30/13, málm- og silfursmíði kl. 9.30/ 13, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30. Gleðigjafarnir syngja kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.15 og 12.10, málun kl. 10, leðursaumur og félagsvist kl. 13. Dansiball FEBG í Jónshúsi kl. 21, miðar við innganginn kr. 1000, ekki kort. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Munið skoðunarferðina í Há- skóla Íslands í dag. Lagt verður af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. Skráning í s. 5868014 og 6920814. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. bókband. Prjónakaffi kl. 10. Stafganga kl. 10.30. Frá hádegi er spilasalur opinn. Kóræfing kl. 15.30. Föstud. 1. apríl farið að Nesvöllum í Reykjanesbæ, fimmtud. 7. apríl leik- húsferð, ,,Nei ráðherra“, skráning á staðnum og í s. 5757720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Eldri konur hittast kl. 13 og liðka sig í brids. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, bingó kl. 13.30, bókabíllinn kl. 14.45. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, biljardstofa og pílukast í kjallara opið alla virka daga kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, vinnustofa kl. 9 án leið- beinanda. Myndlist kl. 13. Bíódagur kl. 13.30, kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 | Framsagnarhóp- urinn Tungubrjótar frá Dalbraut 18-20 flytur ördagskrá kl. 13.30 í dag um skáldið og rithöfundinn Sigurð Pálsson. Stjórnandi dagskrárinnar er Guðný Helgadóttir, leikari. Skáldið heiðrar okk- ur með nærveru sinni. Uppl. í s. 411- 2790. Kristbjörg Kjeld er morgungestur Steinunnar Finnbogadóttur kl. 10 á mánudagsmorgun. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjá- bakka kl. 13. Hringdansar (byrjendur) í Kópavogsskóla kl. 14.40. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, bingó kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Myndlist/útskurður kl. 9. Bingó kl. 14. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð, enska kl. 9, tölvukennsla kl. 12, sungið v/flygil kl. 13.30, dansað í aðalsal kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja og leirmótun kl. 9, handavinnustofa kl. 9, morgunstund kl. 9.30, bingó kl. 13.30. Nokkuð hefur verið um vísur íslitruhætti upp á síðkastið, enda varð til sá siður að yrkja um þjóðhöfðingja. Óttar Einarssonar yrkir að gefnu tilefni: Gadda- ærið fúll er fi, firrtur skyn – og er semi. Hálf- er alveg hann viti, her- að beita liðs valdi! Hermann Jóhannesson tekur undir með Óttari og þykir full ástæða til að siða Gaddafa. Hann kastaði fram er hann hafði hlustað á fréttirnar: Gadd-afi er grimmur perri sem góðum börnum illu hótar. Hann er öðrum öfum verri. Af honum ganga sögur ljótar. Áður þó en yfir lýkur einhver honum skorður setur. Óhafandi er afi slíkur. Allah þyrfti að sið’ann betur. Ingólfur Ómar Ármannsson sendir kveðju í Vísnahornið eftir vel lukkaðan reiðtúr: Ærið glettinn, ör í lund, ólmur, léttur, þolinn. Yfir slétta gróna grund geysist nettur folinn. Og um annan hest yrkir hann: Ærslafenginn, æði knár, ört um frónið skeiðar, vöðvastæltur, viljahár, vakur jór til reiðar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af hestum og Gaddafa - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.