Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Alþingi samþykkti í gær, með 30 atkvæðum gegn
21, þingsályktunartillögu um að skipa 25 manna
stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórn-
arskránni. Sjö sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á
meðal tveir ráðherrar, Jón Bjarnason og Ögmundur
Jónasson.
Atkvæðagreiðslan var löng og margir þingmenn
tjáðu sig um hana og voru skoð-
anir afar skiptar. Stuðningsmenn
tillögunnar sögðu, að með henni
væri hvorki verið að sniðganga
lög, ákvörðun Hæstaréttar um að
ógilda stjórnlagaþingskosninguna
né brjóta gegn stjórnarskrá.
Þeir sem greiddu atkvæði gegn
tillögunni sögðu hins vegar að ver-
ið væri að ganga á svig við niður-
stöðu Hæstaréttar.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfsstæðisflokksins, sagði
stjórnlagaráðið óþarft. Þá sagðist
Bjarni vera óbundinn af væntan-
legum tillögum stjórnlagaráðsins.
Hann lagði jafnframt áherslu á,
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
fullan vilja til að vinna að breyt-
ingum á stjórnarskránni.
En Mörður Árnason, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, sagði að
Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki
endurskoða stjórnarskrána nema
hann fengi að sjá algerlega um þá endurskoðun
sjálfur.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu allir at-
kvæði gegn þingsályktunartillögunni og þingmenn
Hreyfingarinnar greiddu allir atkvæði með henni.
Aðrir flokkar klofnuðu. Fjórir þingmenn Sam-
fylkingarinnar, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
Helgi Hjörvar, Skúli Helgason og Kristján L. Möll-
er sátu hjá en Kristján sagðist ekki geta sætt sig við
að aðeins tveir fulltrúar af landsbyggðinni sitji í
stjórnlagaráði.
Þrír þingmenn Framsóknarflokksins, Guðmund-
ur Steingrímsson, Höskuldur Þórhallsson og Siv
Friðleifsdóttir, studdu tillöguna og einn, Eygló
Harðardóttir, sat hjá en aðrir þingmenn flokksins
greiddu atkvæði gegn tillögunni. Sagði Siv að Al-
þingi hefði fulla heimild til að skipa stjórnlagaráð og
það væri fráleit túlkun að verið væri að brjóta
stjórnarskrána.
Þá sátu Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra,
og Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðherra, hjá í atkvæðagreiðslunni. Lilja Móses-
dóttir, sem sagði sig úr þingflokki VG á mánudag,
greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Alþingi samþykkti 25
manna stjórnlagaráð
Jón
Bjarnason
Ögmundur
Jónasson
Tveir ráðherrar VG sátu hjá í atkvæðagreiðslu um málið
Fjórir þingmenn úr Samfylkingunni sátu einnig hjá
Morgunblaðið/Golli
30 sögðu já Þó að tillagan um stjórnlagaráð hafi hlotið
brautargengi með atkvæðum 30 þingmanna stendur ekki
meirihluti þingheims að baki henni því alþingismenn eru 63.
Áfram-hópurinn kynnti í gær á
blaðamannafundi á Kjarvalsstöð-
um afstöðu sína varðandi Icesave-
samninginn sem kosið verður um í
þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl
næstkomandi.
Kynnt var á fundinum að hóp-
urinn væri skipaður fólki úr öllum
geirum samfélagsins; atvinnulíf-
inu, háskólasamfélaginu, öllum
stjórnmálaflokkum, listum og
menningu. Fólkið væri sammála
um að já við Icesave-samningnum
í þjóðaratkvæðagreiðslunni væri
farsælasta leiðin í málinu og leið
út úr stöðnun og kyrrstöðu ís-
lensks samfélags og efnahagslífs
eins og kemur fram í fréttatil-
kynningu frá hópnum.
Snýst um komandi kynslóðir
Meðal þeirra sem tóku til máls á
fundinum var Guðmundur Gunn-
arsson, formaður Rafiðnaðarsam-
bands Íslands. Guðmundur tók
lágt lánshæfismat fyrirtækja sem
dæmi um hlut sem nauðsynlegt
væri að lagfæra og já við Icesave-
samningnum væri forsenda þess
að hægt væri að vinna upp þann
kaupmátt sem hefði tapast. Mar-
grét Kristmannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Pfaff, bætti við að
farsæl lausn á Icesave snerist um
lífskjör þjóðarinnar á komandi ár-
um en ekki bara um líftíma einnar
ríkisstjórnar. Nauðsynlegt væri að
huga að komandi kynslóðum þegar
tekin yrði ákvörðun um Icesave.
Lítið hefði verið rætt um áhættuna
sem fælist í því að hafna samn-
ingnum og því væri ekki sann-
gjarnt gagnvart þeim sem ættu
eftir að koma inn á vinnumark-
aðinn í framtíðinni að hafa Icesave
hangandi yfir sér.
Á fundinum kom fram að skort-
ur á erlendu fjármagni væri farinn
að há fjölda fyrirtækja í landinu.
Það væri því nauðsynlegt að auka
fjárfestingar í atvinnulífinu og
væri samþykkt Icesave skref í þá
áttina.
Dóra Sif Tynes fundarstjóri
sagði að á næstum dögum myndi
hópurinn halda áfram að kynna
þjóðinni málstað sinn og að sátt
um málefni Icesave byggðist á
málefnalegri umræðu allra aðila.
matthiasarni@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Já! Meðlimir Áfram-hópsins kynntu í gær afstöðu sína til Icesave.
Hafa fengið nóg
af kyrrstöðu
Áfram-hópurinn ætlar að segja já
Athugun Ríkisendurskoðunar á því
hvort upplýsingar sem veittar voru
í svari forsætisráðuneytisins vegna
fyrirspurnar um kostnað vegna
þjónustu starfsmanna félagsvís-
indasviðs Háskóla Íslands er langt
komin. Að sögn Sveins Arasonar
ríkisendurskoðanda hafa svör bor-
ist frá nánast öllum sem beðnir
voru um upplýsingar. Þegar þær
hafi borist verði þær bornar sam-
an við þær upplýsingar sem voru
gefnar á sínum tíma. Sveinn segir
að athugun á málinu verði lokið
fyrir þingslit og vonandi ljúki
henni í apríl.
Málið snýst um svar forsætis-
ráðuneytisins við fyrirspurn Guð-
laugs Þórs Þórðarsonar, þing-
manns Sjálfstæðisflokks, um
kostnað ráðuneyta við aðkeypta
þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni
starfsmanna félagsvísindasviðs
Háskóla Íslands í tíð núverandi
ríkisstjórnar. Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra svaraði
fyrirspurninni en Guðlaugur Þór
dró sannleiksgildi svarsins í efa.
Úr varð að forsætisnefnd þingsins
óskaði eftir athugun ríkisendur-
skoðunar á málinu en Jóhanna
taldi þá ástæðu til að senda rík-
isendurskoðanda bréf um að efni
fyrirspurnar þingsins til ríkisend-
urskoðunar væri annað en í upp-
haflegri fyrirspurn þingmannsins.
Flest gögn hafa
skilað sér í hús
Niðurstöður sendar Alþingi fljótlega
Morgunblaðið/Ernir
Sagt er í frétt á bls. 6 í blaðinu í gær
um talningu eftir kosningar til
stjórnlagaþings að Ástráður Har-
aldsson sé formaður landskjör-
stjórnar. Hann er það ekki lengur en
á sæti í stjórninni, núverandi for-
maður er Freyr Ófeigsson.
Rangt farið
með föðurnafn
Ranglega var farið með föðurnafn
Hildar Helgadóttur í viðtali vegna
fimmtugsafmælis hennar í blaðinu í
gær. Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Á sæti í stjórn
Inga Lind Karlsdóttir, sem var meðal
þeirra 25 sem náðu kjöri í kosningu til
stjórnlagaþings, segist ekki ætla að
þiggja boð Alþingis um sæti í stjórnlaga-
ráði. Inga Lind sendi í gær frá sér eft-
irfarandi yfirlýsingu: „Undirrituð er ein
þeirra 25 sem náðu kjöri í kosningum til
stjórnlagaþings sem fram fóru 27. nóv-
ember 2010. Nú hefur verið samþykkt á
Alþingi að skeyta ekki um úrskurð
Hæstaréttar frá því í janúar, um að kosn-
ingar til stjórnlagaþings skyldu ógildar teljast, og skipa
þessa 25 í stjórnlagaráð sem á að sinna því sama og
stjórnlagaþinginu var ætlað. Undirrituð mun ekki ganga á
svig við úrskurð Hæstaréttar og þiggur því ekki boð Al-
þingis um að taka sæti í stjórnlagaráði.“
Þiggur ekki boð um sæti
YFIRLÝSING INGU LINDAR KARLSDÓTTUR
Inga Lind
Karlsdóttir
Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna á Seltjarnarnesi sam-
þykkti í gær ályktun þar sem lýst er
yfir fullum og óskoruðum stuðningi
við störf Ásgerðar Halldórsdóttur,
bæjarstjóra Seltjarnarness og odd-
vita Sjálfstæðisflokksins á Nesinu.
„Aðalfundurinn harmar þá aðför
sem gerð hefur verið að Ásgerði í
fjölmiðlum á liðnum vikum. Við-
kvæmt deilumál verður ekki til
lykta leitt í fjölmiðlum, heldur á
réttum vettvangi.“
Styðja bæjarstjóra