Ný saga - 01.01.1998, Side 9

Ný saga - 01.01.1998, Side 9
Halldór Kiljan Laxness og forn sagnahefð skarpskyggni, en skáldið er líka ófeimið að láta til sín taka. Staðhæfingar eru bæði meitl- aðar og aldráttarlausar, oft órökstuddar og, amk. við fyrstu sýn, þversagnakenndar. Fræðileg viðhorf hans og áhugamál breyttust með tímanum, eins og hér mun koma fram, en eðlilegt er að athuga fyrst „Minnisgreinar um fornsögur“. Eins og Jón Karl Helgason heldur fram í nýrri bók, Hetjan og höfundurinn, eru viðhorf Halldórs til íslendingasagna í grundvallarat- riðum náskyld viðhorfum íslenska skólans svo nefnda eða nánar tiltekið þeirra Sigurðar Nordals og Einars Ólafs Sveinssonar.6 Eeir eru sammála um það meginatriði, sem miklu skiptir við túlkun á list sagnanna og heimi þeirra, að sögurnar eigi sér höfunda sem hafi verið skapandi listamenn og túlkar samtíma síns. En fræðimennirnir fara varlega þegar þeir kynna ný viðhorf, af því að fræðahefðin kennir þeim að taka eitt skref í einu og reyna að hafa alltaf fast undir fótum, enda eru þeir ekki tilbúnir að kasta fyrir borð öllu sem þeir hafa lært, en einnig vilja þeir forðast að vekja andstöðu með því að koma of flatt upp á les- endur; viðfangsefnið er þjóðinni hjartfólgið og þess vegna viðkvæmt. Aðferð skáldfræði- mannsins er allt önnur: hann tekur undir sig stökk án þess að vera alveg viss um hvar hann komi niður og er aldrei ánægðari en þegar hann hneykslar lesendur og kippir fótuni undan barnatrú þeirra. Jafnframt er sjónar- horn hans vítt, og hann er óhræddur við að al- hæfa og draga fram til samanburðar atriði úr menningu fjarlægra þjóða. Sérstaða íslenskra miðaldabókmennta Þótt Halldór Kiljan Laxness hafi litið á höf- unda Islendingasagna sem skapandi lista- menn, gerir hann skýran greinarmun á lilut- verki höfundarins í sköpun fornsagna og nú- tímaskáldsagna, auk þess sem hann dregur skýrt fram margvíslegan mun á vinnuaðferð- um og eðli þessara bókmenntagreina. Um „yrkisefni Brennunjálssögu“ segir hann í „Minnisgreinum um fornsögur“: [þau] eru, sem siður var til um yrkisefni miðaldanna, hérumbil ævinlega mótuð af hefð: fastmyndaðar sagnir sem einginn á öðrurn fremur og allir geta notað í sögu og ljóði að vild; á miðöldum var kaþólisítas ríkjandi og höfundarréttur á hugmyndunt, persónum og atburðum þektist ekki, menn sem settu saman bækur álitu sig heldur ekki höfunda þeirra ...7 Halldór talar samt víða óhikað um „Njáluhöf- und“, svo að dæmi sé tekið, og leynir ekki að- dáun sinni á þeim manni, en þótt ættartala sú frá Gunnari og Njáli um Njáluhöfund til Hall- dórs Laxness og Einars Ólafs Sveinssonar, sem Jón Karl rekur í fyrrnefndri bók sinni, sé ekki úr lausu lofti gripin, þegar verið er að lýsa hálf- og ómeðvituðum goðsögnum Is- lendinga á síðari tímum, rná helst ekki láta fræði þeirra Halldórs og Einars Ólafs gjalda þess. Gildi þeirra sem fræða hvílir á röksemd- unum sem þeir færa fram fyrir niðurstöðum sínum, á orðum þeirra, en ekki á þeim tilfinn- ingum sem þeir báru í brjósti eða þeim hug- myndafræðilegu þörfum sem fornsögurnar og fræðin um þær fullnægðu hjá lesendum sín- um. Það er önnur saga, ef svo má taka til orða. Eins og fyrr getur, virðist afstaða Halldórs til fornbókmenntanna að því leyti mótsagna- kennd að hann hefur þær til skýjanna samtím- is því sem hann hæðir og fordæmir hetjudýrk- unina sem einkennir þær. Þessi mótsögn er þó ekki eins djúpstæð og hún virðist vera við fyrstu sýn. Sú hetjuímynd, sem hann beinir spjótum sínum gegn, er mótuð á víkingaöld, hreinræktuð í fjölda dróttkvæða og lifir áfrarn í ýmsum fornaldarsögum og síðan í rímum, en hún er í raun og veru fremur sjaldgæf í íslend- ingasögum, þótt hugprýði og hreystiverk séu þar niikils metin. Æðsta hugsjón þeirra er Aðferð skáld- fræðimannsins er allt önnur: hann tekur undir sig stökk án þess að vera alveg viss um hvar hann komi niður og er aldrei ánægðari en þegarhann hneykslar les- endur og kippir fótum undan barnatrú þeirra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.