Ný saga - 01.01.1998, Page 12

Ný saga - 01.01.1998, Page 12
✓ Vésteinn Olason Halldór Kiljan Laxness í Los Angeles 1920. Eitt af því sem færir Njálu nær hlutræn- um veruleik en obbinn af erlendum sam- tíðarbókmentum kemst, er sú staðreynd að höfuðatburðir verksins eru allir „náttúrleg- ir“, en ekki guðfræðilegir, - og þetta veldur því eitt meðal annars, að Njála er heiðíng- leg bók á þrettándu öld. Einginn ákvarð- andi atburður í verkinu gerist utan hins skilvitlega raunheims ... aldrei ber við í sögunni sjálfri að guðdómspersónur ryðjist fram fyrir skjöldu til að raska gángi sög- unnar eða draga atburðina á órætt svið.14 Þetta má svo sem allt til sanns vegar færa nema það að Njála sé heiðingleg bók. Að mínum dómi hæfði betur orðið „veraldleg“. Hún er, eins og margir hafa bent á, þar á meðal Einar Ólafur Sveinsson, undir djúpum áhrifum frá kristnum kenningum og hugsun- arhælti og engin ástæða til að efast um að höf- undur hafi verið sannkristinn maður. En eins og aðrar íslendingasögur er hún harla ólík þeim bókum sem kristnir menn settu saman í öðrum Evrópulöndum á þessu tímabili, þótt skilin séu ekki eins skörp og Halldór lætur í veðri vaka. Þessi munur stafar af því að hin kristna kenning bar ólíkan ávöxt eftir því í hvaða jarðveg henni var sáð, og hinn íslenski jarðvegur var vissulega ólíkur öðrum, einsog Halldór víkur víða að, enda átti hann eftir að skipta um skoðun á þessu efni. Nokkru eftir að Halldór Kiljan skrifaði „Minnisgreinar“ tóku fræðimenn að leggja meiri áherslu á að benda á krislnar miðalda- hugmyndir í íslenskum sögum og jafnvel að túlka sögurnar þannig að það sem um er tal- að tákni eitthvað annað en sjálft sig. Areiðan- lega fylgdist Halldór vel með þessu og öðru sem fram kom í fræðunum eins og greinar hans um fræðileg efni sýna. Ekki fór hjá því að ný fræði hefðu á hann ýmis áhrif, t.d. segir hann í upphafi greinarinnar „Forneskjutaut“, sem birtist í Þjóðhátíðarrollu 1974, um höf- und Eyrbyggja sögu: „Þó hann sé kaþólskur í söguskoðun, einsog allir menn voru á þeim tíma, væri ránglátt að telja hann heilaþveg- inn, þeas indoktríneraðan í klerklegum skiln- íngi.“l5Hér er Halldór kominn býsna langt frá „heiðnum dómi“ fyrstu skrifa um fornsögur, þótt hann leggi enn áherslu á sjálfstæði hins íslenska höfundar gagnvart boðskap kirkj- unnar. í þessari grein er líka allt annað uppi á ten- ingnum um áhrifaleysi kristninnar en tæpum þrjátíu árum áður: „Þegar höfundur Eyr- byggju semur bók sína um forna breiðfirðínga er búið að greypa kaþólska trú í sálarh'f ís- lendínga, indoktrínera þá viðstöðulaust í 8 mannsaldra ,..“16 Og blómaskeið bókmennt- anna er ekki lengur í beinu framhaldi af rnenn- ingu víkinga, heldur fer hákristið tímabil þar á milli: 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.