Ný saga - 01.01.1998, Page 14

Ný saga - 01.01.1998, Page 14
Vésteinn Ólason Það er hérumbil sama hvaða atburður er rök- studdur í Njálu, um sennileik er aldrei hirt eftir raunskilníngi vorra tíma, heldur ævinlega valin sú orsök sem best fer í mynd sögur sínar úr ýmsum áttum og nærtækt að benda á rannsóknir Eiríks Jónssonar á því efni.211 Ég held þó að það sé villandi að gera mikið úr þeirri hliðstæðu sem sé með vinnu- brögðum Halldórs við skáldsagnagerð og vinnu- brögðum þeirra sem settu saman Islendinga- sögur. Sjálfum er honum þessi munur ævin- lega fullljós. Myndræn rökvísi Halldór Kiljan Laxness var frábærlega glögg- skyggn á listræn einkenni Islendingasagna. Par nýtur skáldfræðimaðurinn sín best sem fagmaður á sviði sagnagerðar, og athuga- semdir hans um þau efni eru hnýsilegastar til fróðleiks ef menn ætla sér að reyna að bera saman hans eigin frásagnarlist og list Islend- ingasagna. Viðhorf hans lil listrænnar sköp- unar í sögunum eru líka óbreytt eða svipuð frá „Minnisgreinum um fornsögur" til þeirra greina sem hann skrifaði eftir að hann var kominn á áttræðisaldur. Þannig skrifar hann í „Mýramannaþætti“: „í skjóli kaþólsku kirkj- unnar á Islandi þróuðust hvorki meira né minna en íslenskar heimsbókmentir.“21 Meira verðar en slíkar yfirlýsingar, sem gnótt er af í ritgerðum Halldórs fyrr og síðar, eru ýmsar athugasemdir hans um stíl sagnanna og frá- sagnaraðferð í „Minnisgreinum um fornsög- ur“. Þar má taka sem dæmi það sem hann seg- ir um rökstuðning og myndræna frásögn: í skáldsögu er rökstuðníngur atburðanna mjög mikilsvert atriði. Á vorum dögum má segja að sú skylda áhvíli sagnaskáldi fram- ar öðru að sanna með rökum að atburðir þeir sem hann greinir hafi gerst með þeim hætti sem hann vill vera láta. Það er hér- umbil sama hvaða atburður er rökstuddur í Njálu, um sennileik er aldrei hirt eftir raunskilníngi vorra tíma, heldur ævinlega valin sú orsök sem best fer í mynd.22 Eftir að Halldór hefur vakið athygli á því að atburðir í sögunum séu náttúrlegir en ekki guðfræðilegir, bætir hann síðan við: En þó allir höfuðatburðir Njálu séu „nátt- úrlegir“ má fullyrða að einginn þeirra hefði getað gerst af þeirri orsök seni lilgreind er í verkinu. Orsökin er altaf bundin ein- hverju sýníngaratriði, einhverri stílfærðri mynd.23 Til rökstuðnings þessari staðhæfingu tekur hann m.a. dæmi af því atviki þegar Otkell í Kirkjubæ ríður á Gunnar ol'an þar sem hann bograr á akrinum: Úrslitum í Gunnarsmálum ræður blóðgun sú sem Otkell veldur hetjunni þar sem hann er að sá. í frásögn þessa atburðar hef- ur skáldið í huga víti sem mjög er hart tek- ið á í fornum lögum, að ríða á mann ofan. Gunnar er að sá á akri, Otkell kemur ríð- andi við sjöunda mann. Sáðlandið er ekki girt, mennirnir ríða yfir akurinn og fara mikinn. Hvorugur virðist sjá annan né heyra. „Og í því er Gunnar stendur upp ríður Otkell á hann ofan og rekur sporann við eyra Gunnari, og rístur hann mikla ristu, og blæðir þegar mjög“. Hér er öllu skipað eftir þörf myndarinnar. Gunnar verður ekki var sjö manna sem ríða akur- inn, því sagan krefst þess að þeir komi fast að honum. Hann bograr við sáðverkið, ekki af því menn sái korni bognir, heldur af því sagan krefst að hann standi vel fyrir höggi. Hann virðist bláttáfram staðnæmast hálfboginn til að bíða eftir högginu. Þetta er ósvikin miðaldamynd þar sem náttúru- líkíngin verður að víkja lyrir tilgánginum; á myndum af píslarvottum má sjá hvernig þeir ota fram þeim líkamshluta sem verið er að leggja spjóti.24 Þessi tvö atriði sem Halldór vekur hér athygli á og tengir saman: í fyrsta lagi að atburðir sögunnar eru náttúrlegir en ekki guðfræðileg- ir eða táknlegir og í öðru lagi að frásögnin lýt- ur myndrænu en ekki rökrænu lögmáli, eins og dæmið sýndi, draga fram sérstöðu íslend- ingasagna með mjög skýrum og eftirminnileg- um hætti, og ég hygg að hér hafi Halldór séð 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.