Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 45 3 0 8 Sevilla Cordoba Granada Torremolinos Glæsileg sérferð – mikið innifalið! 15. maí Töfrar Andalúsíu Andalúsía er eitt fallegasta og frægasta hérað Spánar. Allt frá hrikalegum fjallvegum með stórkostlegu útsýni yfir í gróskumikil héruð til sögufrægra kastala sem minna á þann tíma er Márar ríktu á Spáni. Gist er í Sevilla í 4 nætur. Miðborg Sevilla er einstaklega fögur með göngugötum, fallegum lágreistum húsum, gosbrunnum, torgum, kaffihúsum og litríku mannlífi. Heimsótt er hin sögufræga borg Córdoba. Kynnisferð um miðborgina. Þá er haldið í suðurátt til baðstrandarbæjarins Torremolinos þar sem dvalið verður í 5 nætur á góðu hóteli í miðbænum með öllu inniföldu. Ferðatilhögun: Flug til Jerez og frá Malaga. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hótelum í 9 nætur með hálfu fæði í Sevilla og öllu inniföldu í Torremolinos, kynnisferðir um Sevilla, Cordoba og Malaga. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum og annað sem ekki er tilgreint að ofan. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns. 179.900 kr. á mann í tvíbýli Verð er netverð á mann. Aukagjald fyrir einbýli kr. 43.000 BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hreindýraveiðimenn, líkt og leið- sögumenn með hreindýraveiðum, þurfa hér eftir að gangast undir skotpróf verði nýtt frumvarp um- hverfisráðherra að lögum. Meginbreytingin sem frumvarpið boðar, auk skotprófa, snýr að leið- sögumönnum með hreindýraveiðum. Kröfur til þekkingar þeirra verða auknar, ákvæði eru um námskeið sem þeir þurfa að sitja og gjaldtöku fyrir þau. Einnig verða gerðar kröf- ur um endurmenntun leiðsögumann- anna og hlutverk þeirra er betur skilgreint. Þá er lagt til að til þess að landeig- andi fái arð af hreindýraveiðum þurfi hann að heimila hreindýraveiðar á landi sínu allt veiðitímabilið. Dæmi munu um að landeigendur hafi bann- að veiðar á sínu landi en krafist arðs. Krafan um að hreindýraveiðimenn skuli hafa staðist verklegt skotpróf á síðustu tólf mánuðum áður en haldið er til veiða er nýjung. Veiðimaður mun þurfa að skila inn staðfestingu þess að hann hafi lokið verklegu skotprófi fyrir 1. júlí ár hvert. Skili hann ekki staðfestingu skal veiðileyfi hans úthlutað að nýju. Fyrirmyndin að verklegu skot- prófi er sótt til annarra Norðurlanda en þar þurfa veiðimenn stærri dýra að standast slíkt próf. Þá er þessi krafa gerð af dýraverndarsjónar- miðum til að tryggja að bráðin sé felld örugglega og án óþarfa þján- inga. Leiðsögumenn með hreindýra- veiðum þurfa einnig að standast verklegt skotpróf áður en þeir fá leyfi til starfa og við endurnýjun leyfis á fjögurra ára fresti. Breytingar til bóta „Þetta er til mikilla bóta,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson á Vað- brekku, leiðsögumaður með hrein- dýraveiðum um margra ára skeið, um frumvarp umhverfisráðherra. „Skotpróf veiðimanna er langmesta bótin. Það tryggir betur en áður að við fáum veiðimenn sem hafa vit á skotvopnum. Þessum prófum þarf að fylgja fræðsla um rifflana. Við höfum fengið of mikið af veiðimönnum sem eru óvanir að skjóta úr riffli.“ Sigurður taldi að krafan um skot- próf veiðimanna muni einnig slá mik- ið á meinta kennitölusöfnun. Sá sem fær úthlutað veiðileyfi á að veiða dýrið samkvæmt gildandi reglum. Nú verður hann að standast skotpróf að auki til að halda fengnu veiðileyfi. Því séu minni líkur á að einhverjir handhafar aukins skotvopnaleyfis, sem aldrei hafa skotið úr riffli á veið- um, séu fengnir til að sækja um hreindýraveiðileyfi sem annar ætlar sér að nýta. Sigurður sagði að óstað- festur orðrómur hafi verið um að þetta hafi gerst í nokkrum tilvikum. Hvað varðar hertar kröfur til leið- sögumanna taldi Sigurður gott að verðandi leiðsögumenn fari tvisvar í þjálfunarferðir með starfandi leið- sögumönnum eins lagt er til í frum- varpinu. Hann taldi einnig þörf á að tryggja að leiðsögumenn kunni að gera að og taka innan úr dýrum. Sig- urður sagði nokkuð hafa borið á því að komið sé með vel skotin dýr til fláningar í fláningarstöðvum. Að- gerð hafi hins vegar verið ófullnægj- andi og kjötið jafnvel mengað af gor. Veiðimenn taki skotpróf  Hreindýraveiðimenn verða að skila staðfestingu á skotprófi áður en þeir halda til veiða  Leiðsögu- menn með hreindýraveiðum þurfa og að standast skotpróf og fara í endurmenntun á fjögurra ára fresti Morgunblaðið/RAX Hreindýr Kröfur til hreindýraveiðimanna og leiðsögumanna verða hertar hvað varðar skotfimi. Nú þurfa veiði- menn að sýna að þeir hafi staðist verklegt skotpróf áður en þeir fá að halda til veiða. Reglur um útgáfu leyfa fyrir leiðsögu- menn með hreindýra- veiðum hafa verið óskýrar, að því er fram kemur í at- hugasemd- um við lagafrumvarpið. Með frumvarpinu á m.a. að lögbinda kröfur til leiðsögu- mannanna. Þeir þurfa m.a. að hafa skotvopnaleyfi (B-flokk) og veiðikort; hafa staðist verklegt skotpróf á síðustu tólf mánuðum, hafa þekkingu og reynslu af veiðum, flán- ingu og meðferð afurða hreindýra. Þá þurfa þeir að hafa setið námskeið Umhverfisstofn- unar fyrir leiðsögumenn með hreindýraveiðum og lokið prófi eftir námskeiðið með fullnægjandi árangri. Lög um leið- sögumenn AUKNAR KRÖFUR „Kostar verk og smávinnu, en ekki einn einasta þúsundkall,“ segir í lagi hins fimmtán ára gamla Ólafs Gunnars Daníels- sonar, sem hann samdi fyrir átak GRÆNS APRÍL á Íslandi sem hófst formlega í ráðhúsi Reykja- víkur í gær. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra flutti stutt ávarp og klippti á borða til að hefja 30 daga átak um að gera apríl að grænasta mánuði ársins. Gam- anleikkonan Edda Björgvinsdóttir samdi sérstakt atriði fyrir daginn til að minna á það hversu mik- ilvægt það er að er að sinna um- hverfinu vel. Hún er löngu kunn sem gamanleikkona en hefur und- anfarin ár haldið fyrirlestra og fræðslu um heilbrigðan og hrein- an líkama og mikilvægi þess að nota eiturefnalausar snyrtivörur. GRÆNN APRÍL er verkefni sem hópur áhugafólks um um- hverfismál hrinti í framkvæmd. Markmiðið er að fá ríkisstjórn- ina, sveitarfélög, fyrirtæki, fé- lagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Ís- landi. GRÆNN APRÍL mun tengjast ýmsum viðburðum um allt land ásamt því að standa fyrir lista- verkasamkeppni leikskólabarna. Ótal verk hafa þegar verið send í keppnina en svo mun þriggja manna dómnefnd meta innsend verk og verður veitt viðurkenning fyrir besta listaverkið 15. apríl næstkomandi. Hægt er að fylgjast með við- burðum og fréttatilkynningum á www.graennapril.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grænt Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra klippir á borðann og Guð- rún Bergmann og Vala Matthíasdóttir fylgjast glaðbeittar með. Kostar verk og vinnu, en ekki einn einasta þúsundkall Umhverfisvænn Grænn apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.