Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Ingibjörg Jónsdóttir, Imma á Hernum, verður 90 ára 5. maí 2011. Af því tilefni kemur út bókin Konan með opna faðminn, líf og starf Immu á Hernum eftir Sigríði Hrönn Sigurðardóttur. Verið er að safna áskrifendum að bókinni og kostar hún 5.000 krónur. Þau sem vilja fá nafn sitt í heilla- óskaskrá og með því einnig styrkja starf Hersins í tilefni af afmælinu og útkomu bókarinnar greiða 10.000 kr ekki síðar en 8. apríl. Vinsanlegast leggið inn á reikning 513-26-003414, kt. 620169-1539. Gott er að senda staðfestingu um greiðslu á ester@herinn.is eða á Hjálpræðis- herinn, Flugvallarbraut 730, 235 Reykjanesbæ. Konan með opna faðminn - Heillaóskaskrá Salt ehf útgáfufélag Hjálpræðisherinn á Íslandi FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Háskóli Íslands á aldarafmæli í sumar og verður þessara tímamóta minnst með margvíslegum hætti. Mun starfsfólk verkfræði- og náttúruvís- indasviðs meðal annars efna til vikulangrar dag- skrár og opna dyr sínar fyrir gestum og gang- andi. Almenningur getur heimsótt húsakynni raunvísindadeildar og Raunvísindastofnunar í dag, hægt er að skoða „stjörnuver, tilraunastofur og kafbát á þurru landi,“ eins og segir á vefsíðu sviðsins. Margir kannast við sjónvarpsþætti dr. Davids Suzuki sem er prófessor í líffræði við Há- skólann í Bresku Kólumbíu í Kanada. Á mánudag flytur hann fyrirlestur með aðstoð fjarfundabún- aðar og svarar síðan spurningum úr sal, að sögn Inga Rafns Ólafssonar, markaðs- og kynningar- stjóra verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Laugardaginn 9. apríl verður boðið upp á skoðunarferð um Reykjanes þar sem jarðfræði og fuglalífi verða gerð góð skil undir leiðsögn fræðimanna, einnig verður fræðsluferð um Reykjavík. Árið 2008 var skipulagi Háskólans breytt og sett á laggirnar fimm fræðasvið en undir þau heyra síðan deildir skólans. Forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs er nú Kristín Vala Ragn- arsdóttir og er hún eina konan í röðum forset- anna, raunvísindadeildir H.Í. hafa lengi verið mikill karlaheimur. Um 70% nemenda skólans í heild eru nú konur en hlutfallið er þó mun lægra í ýmsum raunvísindagreinum eins og eðlisfræði og mun fleiri karlar en konur annast kennsluna. Alls eru nú 111 fastir kennarar á sviðinu, þar af 21 kona en engar konur kenna sem stendur eðl- isfræði, stærðfræði og efnafræði, að sögn Krist- ínar Völu. Stelpurnar vantar fleiri fyrirmyndir „Það vantar fleiri fyrirmyndir fyrir stelp- urnar,“ segir hún. En hvernig tók karla- samfélagið henni sem forseta? „Ég get ekki kvartað, þeir eru allir ágætir,“ svarar Kristín Vala hlæjandi „Ég tók við strax 2008 og heyrði þá að einhverjir verkfræðingar hefðu áhyggjur af því að fá konu sem yfirmann. En ég hef ekki orðið vör við það í samskiptum mínum hér við verkfræðingana. Og það hefur gengið ágætlega, samstarfið milli náttúruvísindamanna og verkfræðinga.“ Kristín Vala lauk doktorsprófi í jarðefnafræði við Northwestern- háskólann í Evanston í Illinois 1984. Hún hefur m.a. rannsakað sjálfbærni og vistfótspor, þ.e. ummerki sem at- hafnir manna skilja eftir sig í nátt- úrunni. Íslenskt stjörnuver og kafbátur á þurru landi  Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskólans kynnir starfsemi sína Morgunblaðið/Kristinn Tilraunir Ávallt er góð aðsókn þegar háskólafólk býður almenningi að kynna sér starfsemina, hér eru áhugasöm ungmenni að ræða við kennara á rannsóknastofu á Háskóladeginum í fyrra. Ritfangaverslunin Griffill, sem er í eigu Pennans, hefur flutt sig um set í Skeifunni. Verslunin fór þó ekki langt heldur er áfram starfandi í sama húsnúmeri, Skeifunni 11. Var verslunin flutt úr austurhlutanum yfir í vesturhluta hússins, þar sem verslun BT hefur verið til húsa. Um sameiginlega verslun BT og Griffils verður því að ræða og tók þetta gildi í gær, 1. apríl, en leigusamn- ingur Griffils í fyrra húsnæði rann út um mánaðamótin. Það húsnæði kemur ekki til með að standa lengi autt því til stendur að opna þar nýja matvöruverslun. Eiríkur Sigurðsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi 10-11 versl- ananna, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hann myndi opna þarna verslun á vordögum. Gaf hann þá til kynna að verslunin myndi hrista upp í matvörumark- aðnum og veita raunverulega sam- keppni. bjb@mbl.is Griffill flutti inn í verslun BT Morgunblaðið/Ómar Griffill Verslunin flutti sig yfir í vesturhlutann í Skeifunni 11. Félag viðskipta- fræðinga og hagfræðinga efnir til hádeg- isverðarfundar á Grand hóteli þriðjudaginn 5. apríl, kl. 12- 13.30. Á fund- inum verður leitast við að svara þeirri spurningu hvers vegna stór fyrir- tæki íhuga að flýja land og koma sér í stærra skjól. Er það vegna gjaldeyrishafta, skattahækkana eða erfiðleika við að nálgast fjár- magn? Eða er rótin annars stað- ar? Ræðumenn fundarins verða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörv- ar alþingismaður, Alexander Eðv- ardsson, sviðstjóri skattasviðs hjá KPMG, og Guðbjörg Edda Egg- ertsdóttir, forstjóri Actavis. Hádegisfundur um starfsumhverfi ís- lenskra fyrirtækja Bjarni Benediktsson Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Ís- lands, hafa undirritað samning um atvinnuátaksverkefni Skógræktar- félags Íslands fyrir árið 2011. Tekur Skógræktarfélagið að sér að bjóða fram mannaflafrek verk- efni á sviði skógræktar, m.a. stíga- gerð, skógrækt, áburðargjöf, um- hirðu og smíðavinnu og eru þau flest unnin á tímabilinu 1. maí til 31. október. Alls er fjárframlag til atvinnuátaksins 200 milljónir króna. Átak í skógrækt Menningar- og safnanefnd Garða- bæjar stendur fyrir opnum fundi um menningarmál í Garðabæ. Fundurinn verður haldinn mánu- daginn 4. apríl nk. í samkomuhús- inu á Garðaholti í Garðabæ og stendur frá kl. 20.00 til 21.30. Á fundinum gefst fólki tækifæri til að koma hugmyndum og skoð- unum á framfæri á óformlegan og auðveldan hátt. Niðurstöður fundarins munu nýt- ast fyrir menningar- og safnanefnd til að vinna áfram að því að efla menningarlíf í Garðabæ. Opinn fundur um menningarmál „Þetta byrjaði eiginlega árið 2000, þá urðu þáttaskil í lífi mínu,“ segir Kristín Vala um áhuga sinn á sjálfbærni og umhverfismálum. „Ég hitti mann sem var að vinna fyrir félag sem heitir Schumacher Society í Bretlandi. Bæði vorum við að vinna að umhverfismálum, ég var að kanna hvernig meng- unarefni hegða sér í umhverfinu en hann var að horfa á stóru myndina og hvert við stefndum. Allt í einu gerði ég mér grein fyrir því að ég hafði misst af stóru myndinni.“ Hún segist hafa orðið fyrir nokkru áfalli en síðan farið að velta því fyrir sér hvað hún gæti gert. Þá um haustið hafi hún farið á vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP, til Kosovo þar sem rannsakað var hvaða umhverfis- og heilsufarsleg áhrif hefðu orðið af skertu úrani, sem notað var í sprengjur gegn herliði Serba 1999. „Síðan fór ég að skoða hvaða kennslu og rannsóknir ég gæti stundað með minni þekkingu og komst að því að helstu vandamál heimsins tengjast því að jarðvegur er að eyðast mjög hratt en fáir vinna að jarðvegsrannsóknum. Ég fór inn á það að tengja saman jarðvegs- fræðinga í Evrópu og er nú með stórt verkefni, stutt af ESB, þar sem minn þáttur felst í því að skoða hvernig við getum nýtt jarðveg á sjálfbæran máta til framtíðar.“ Hún segir vandann mikinn, síðustu 30 ár hafi menn eytt um 25% af jarðvegi hnattarins, svo mikið hafi skolast í sjó og vötn, aðallega í tengslum við landbúnað. Hundruð eða þús- undir ára getur tekið að mynda jarðveg á ný. Eyðingin hefur verið geysimikil hér á Íslandi gegnum aldirnar, einkum vegna sauðfjárbeitar, slík eyðing telst vera hluti af manngerðri eyðingu á jarðvegi vegna landbúnaðar. „Við töpuðum miklu af okkar jarðvegi fyrir löngu og erum enn að ganga á hann,“ segir Kristín Vala. „Við sjáum enn rofabörð víða, höfum ekki enn náð tök- um á þessu og þyrftum að gera meira af því að binda jarðveginn okkar.“ „Ég hafði misst af stóru myndinni“ EYÐUM STÖÐUGT JARÐVEGI SEM NÁTTÚRAN ÞARF ÓRATÍMA TIL AÐ ENDURNÝJA Kristín Vala Ragnarsdóttir STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.