Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Þjóðir í Evrópu skulda mikið en mis- mikið. Taflan hér fyr- ir neðan veldur yf- irmönnum í ESB miklu hugarangri. Hún sýnir skulda- stöðu nokkurra landa í Evrópu. Grikkir og Írar eru núna í gjör- gæslu ESB og Portú- galar í dyragættinni. Samkvæmt töflunni hér stöndumst við Íslendingar inn- tökuskilyrðin í gjörgæslu ESB. Skuldir sem hlutfall af VLF Skuldir Heildar- ríkissjóðs skuldir Portúgal 99% 232% Írland 113% 1305% Grikkland 137% 167% Ísland 117% 260% Talnaglöggir menn telja að af- skrifa verði skuldir hjá viðkom- andi löndum. M.a. Kenneth Rogoff heimsþekktur hagfræðiprófessor frá Harvard. ESB vill ekki fara þá leið. ESB myndar neyðarsjóð sem fær fjármuni frá stærstu bönkum Evrópu. Sá sjóður lánar viðkom- andi þjóðum peninga sem síðan eru notaðir til að endurreisa gjaldþrota banka. Þessir bankar geta því endurgreitt skuldir sínar til stóru bankanna sem lánuðu í stóra neyðarsjóð ESB. Þessi hringrás í boði yfirmanna ESB tryggir bankakerfinu líf en setur samtímis allan kostnaðinn á herðar almennings í viðkomandi löndum. Núverandi banka- kreppa hefur af- hjúpað ESB sem verkfæri banka- kerfisins en ekki almennings. Þúsundum saman mótmæla verka- lýðsfélög og almenningur um víða Evrópu en hafa takmarkaðan snertipunkt við hið ólýðræðislega valdakerfi framkvæmdavalds ESB. Þing þjóðlandanna hafa af- salað sér völdum til fram- kvæmdavaldsins í ESB og Evr- ópuþingið er nánast valdalaust í þessu tafli. Átökin eru hörð á milli skuldara og lánardrottna. Hugsanlega mun evrusvæðið bresta vegna þess að almenningur í Evrópu mun ekki sætta sig við afarkjör bankanna. Hvað er það sem heillar íslenska vinstri stjórn til að leggja ríkustu bönkum Evrópu lið við innheimtu á misheppnaðri lánastarfsemi þeirra? Samtímis samþykkir sama vinstri stjórn að rústa áratuga baráttu verkalýðsfélaga í velferð- armálum. Ekki er raunhæft að ætla að um sé að ræða hugsjónir hjá „vinstri“ stjórninni og því er um annað hvort að ræða þrælsótta eða einhver hlunnindi þeim til handa. Rök almennings í Evrópu eru að mistök bankakerfisins eigi ekki að lenda á skattgreiðendum. Það eru sömu rök og andstæðingar Icesave á Íslandi hafa. Rök fram- kvæmdavaldsins í ESB eru þau að veröldin fari til fjandans ef bönk- unum sé ekki bjargað. Já-sinnar á Íslandi eru því sammála fram- kvæmdavaldinu í ESB og tala því máli lánardrottna en ekki skuld- ara, almennings. Eftir Gunnar Skúla Ármannsson »Hvað er það sem heillar íslenska vinstri stjórn til að leggja ríkustu bönkum Evrópu lið við inn- heimtu á misheppnaðri lánastarfsemi þeirra? Gunnar Skúli Ármannsson Höfundur er læknir. Hvað rekur Íslendinga í faðm lánardrottna Evrópu Sagt hefur verið að íslensk stjórn- völd hafi með aðgerðum sínum mis- munað innstæðueigendum eftir bú- setu og valdið þeim verulegum skaða. Því er sagt betra að samþykkja Ice- save-samningana, ella fari málið fyrir dómstóla og niðurstaðan verði verri fyrir Íslendinga. Þar með er ekki öll sagan sögð. Við fall bankakerfisins haustið 2008 voru dregnar varnarlínur með það að marki að tryggja að hrun bankakerf- isins myndi ekki leiða til allsherjar kerfishruns á Íslandi. Meðal þess sem var verndað var greiðslu- miðlun innanlands. Greiðslumiðlun er grunnstoð í hagkerfi landsins. Hugtakið greiðslumiðlun lýsir því kerfi sem tryggir að fyrirtæki geti greitt laun, að hægt sé að greiða reikninga og að kortaviðskipti gangi snurðulaust fyrir sig. Ljóst er að hefði greiðslumiðlun fallið hefðu mikil verðmæti tapast. Innstæður eru grundvöllur greiðslumiðlunar. Sett voru neyðarlög sem gerðu tvennt til að tryggja greiðslumiðlun. Annars vegar voru all- ar innstæður gerðar að forgangskröfu og hins vegar fékk FME heimild til að stofna nýja banka. Það að allar innstæður skuli hafa verið gerðar að forgangskröfu bætti hag þeirra sem áttu innstæður á Ice- save-reikningum umtalsvert. Í því samhengi er rétt að benda á grein Jóns Gunnars Jónssonar sem birtist í Morgunblaðinu 31. mars sl. um málið. Endurheimtur hefðu verið um 50% en verða um 90% skv. síðasta mati skila- nefndar Landsbankans. Í Icesave- deilunni er því ekki deilt um forgang innstæðna. Hitt atriðið er svo stofnun nýju bankanna. Þar var neyðarlögunum beitt og greiðslumiðlun innanlands tryggð. Þá voru innlendar innstæður upp á 431 milljarð fluttar yfir í nýja Landsbankann ásamt innlendum eignum upp á 431 milljarð en Icesave innstæður upp á 1.319 milljarða skild- ar eftir í þrotabúinu og eignir upp á 1.175 milljarða. Miðað við ofangreindar tölur mætti í fyrstu álykta að ef nýi Landsbankinn hefði ekki verið stofnaður hefðu end- urheimtur vegna Icesave verið 3% hærri, að hámarki. Sem sagt um 93% í stað þeirra 90% sem skilanefndin hef- ur áætlað. Hinsvegar er mikilvægt að hafa í huga að þessi að- gerð var framkvæmd til að koma í veg fyrir kerf- ishrun sem hefði leitt af sér rýrnun á innlendum eignum Landsbankans, en við fall hans voru veru- legar eignir þrotabúsins innlendar. Ljóst er að hefði greiðslumiðlun fallið væru endurheimtur í Ice- save verulega lægri en 90%. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig endur- heimtur hefðu verið án neyðarlaga og með aðgerðum stjórnvalda. Appels- ínugula línan sýnir svo hvert endur- heimtuhlutfall hefði orðið án stofnunar nýja Landsbankans en með setningu neyðarlaga. Hafa verður í huga að aðgerðir ís- lenskra stjórnvalda voru til þess falln- ar að verja greiðslumiðlun Íslands gegn falli. Hefði það ekki verið gert hefðu eignir gamla Landsbankans rýrnað enn frekar þar sem verulegur hluti þeirra var innlendar eignir. Tjón Breta og Hollendinga hefði orðið mun meira en raun varð. Því er haldið fram að dómstólaleiðin sé varhugaverð vegna þess að Ísland gæti verið dæmt fyrir mismunun vegna aðgerða sinna. Þá þarf hins veg- ar að sýna fram á að mismunun hafi valdið beinum og verulegum skaða. Svo er ekki. Tökum upplýsta ákvörð- un. Eftir Sigurð Hannesson »Hefði greiðslumiðlun ekki verið tryggð hefðu eignir gamla Landsbankans rýrnað enn frekar þar sem verulegur hluti þeirra voru innlendar eignir. Sigurður Hannesson Höfundur er stærðfræðingur. Hvaða skaða? Endurheimtur Icesave innstæðna 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Fræðilegt hámark (91,8%) Án aðgerða stjórnvalda Með aðgerðum stjórnvalda 43,7% 89,1% Vorboðinn ljúfi Lóur þessar flugu fagurlega saman á Álftanesinu í gær en lóan er sá fugl sem landsmenn taka hvað mest fagnandi enda syngur hún inn sjálft vorið kærkomna. Ómar Lee Bucheit kveðst ekki vilja vera í spor- um Íslendinga; þurfa ganga að kjörborði og greiða atkvæði með eða á móti hinum lán- lausa Icesave-III- samningi. Þetta eru undarleg orð frá manninum sem leiddi íslensku samninga- nefndina í viðræðum við Breta og Hollendinga. Það liggur fyrir að Icesave-III hangir yfir þjóð- inni út þennan áratug – og lengur. Ef gengi lækkar um 2% á ársfjórð- ungi, samkvæmt greiningu GAMMA til fjárlaganefndar breytast millj- arðatugir í hundruð milljarða. Gengi íslensku krónunnar hefur á undanförnum mánuðum lækkað um 8% og aflandsgengi krónunnar í hæstu hæðum. Óvissan er mikil. Nú er Bucheit kom- inn hingað til lands fyrir silfurpeninga úr tómum ríkissjóði til þess að telja þjóðina á að samþykkja ólögv- arðar kröfur Breta og Hollendinga. Bucheit lætur stjórnvöld etja sér á foraðið. Það er honum ekki til sóma. Annar stuðningsmaður Icesave, Tryggvi Þór Herbertsson, segir að menn verði að kyngja ælunni, hvort sem þeim líki betur eða verr. Minn gamli félagi af Stöð 2, Tryggvi Þór, er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Kjörorð flokks hans eru: Gjör rétt, þol ei órétt. Báðir þessir annars ágætu menn eru með óbragð í munni. Þeir biðja þjóðina að kyngja ógeðsdrykknum með sér. Við því er einfalt svar: Nei. Með óbragð í munni Eftir Hall Hallsson » Báðir þessir annars ágætu menn eru með óbragð í munni. Þeir biðja þjóðina að kyngja ógeðsdrykknum með sér. Við því er ein- falt svar: Nei. Hallur Hallsson Höfundur er blaðamaður og rithöf- undur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.