Morgunblaðið - 02.04.2011, Side 33

Morgunblaðið - 02.04.2011, Side 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Vorið er farið að minna á sig hér í Laufási við Eyjafjörð. Það er vorilmur í lofti, fyrsta ferming- arathöfnin í presta- kallinu afstaðin og fuglalíf að vakna. Vor- ið er tími endurnýj- unar, það er ótal- margt sem minnir á það, ekki bara náttúr- an heldur jafnframt skipulags- hættir hjá okkur mannfólki. Fyrir utan vorhreingerningar víða á heimilum eru haldnir aðal- fundir um land allt, stjórnir end- urnýjast í nefndum og ráðum. Það er mjög skynsamleg endurnýjun, því með langvarandi stjórnarsetu myndast valdþreyta, sem safnast saman og leggst á sálina eins og rykkorn á gluggasyllu. Sú stað- reynd er m.a. ástæða þess að ég set þessa þanka hér á blað. Traust til stofnana í samfélag- inu er heldur rýrt. Það kemur engum á óvart á ólgutímum. Landhelgisgæslan og lögreglan eiga helst traust landsmanna og er það vel. Það staðfestir að enn er til traust í landinu, sem má vekja og efla þannig að það teygi anga sína víðar. Kirkjan sem pré- dikar traust hefur beðið hnekki. Það er ekki í fyrsta skipti sem hefur gefið á kirkjuskipið í lífsins ólgusjó. Ég er ekki að gera ráð fyrir að kirkjan sigli alltaf lygnan sjó, því hún endurspeglar lífið og það gengur í bylgjum eins og við vit- um. Líf Jesú Krists var síður en svo vindalaust, inntak föstutímans og páskahátíðar sem framundan er ber vitni um það. Mér er annt um kirkjuna, mér er annt um boðskap hennar sem þráir það að við séum virk í lífinu en ekki óvirk eða meðvirk. Ég er reyndar ekki hlutlaus þar sem ég þjóna í kirkjunni og hef alist upp í kirkjunni og þannig má ég hafa mig allan við að stunda sjálfs- gagnrýni, ég veit fátt betra en þegar ég er minntur á hvað ég má gera betur í starfi mínu og tilveru. Það eru, að mínu mati, með stærri lífsgjöfum sem mann- eskjum eru gefnar. Ég hef alltaf reynt að hugsa sem svo að kirkjan sé ekki full- komið fyrirbrigði vegna þess að hún er samfélag fólks sem misstígur sig. Það hefur ekki farið framhjá neinum. Það á hins vegar að vera markmið hennar að ganga á undan með góðu fordæmi og auð- vitað eigum við öll að leggja okkur fram um það á öllum sviðum lífs- ins, í því þurfum við að sýna sam- stöðu. Kirkjan þarf að vera nógu heil til að geta átt traust. Traustið lím- ir hana saman eins og svo margt annað. Það er vel skiljanlegt að ýmsir vilji ekki tengjast kirkju- hreyfingunni vegna lífsskoðana sinna. Hins vegar er það ekki allt- af ástæðan fyrir því að landsmenn ganga framhjá kirkjunni. Ýmiss konar fréttir um samskiptavanda- mál ellegar fagráðsmál fæla frá. Almenningur gerir þá kröfu að kirkjan leysi úr sínum vanda en við vitum í ljósi reynslunnar að það er samtakamátturinn sem leiðir til lykta og kallar fólk til sátta og starfa. Með það í huga skiptir mjög miklu máli fyrir kirkjuna að lands- menn gefi sig fremur að henni heldur en að þeir hverfi frá. Ann- ars verður engin endurnýjun og það er óhollt. Auðvitað er þægileg- ast að afgreiða öll mál þannig að þau komi manni ekkert við og að kirkjan sem aðrir geti bara séð um sinn vanda upp á eigin spýtur. En kirkjan þarf á fólkinu að halda. Ég myndi vilja sjá öll sæti setin á aðalsafnaðarfundum sókna á útmánuðum. Það er fremur sjaldgæf sjón innan kirkjunnar. Með þeim hætti yrði reglulegri endurnýjun innan safnaðastjórna og með nýju fólki koma nýjar hug- myndir, ný viðhorf. Þetta á sér- staklega við um fjölmennari byggðir landsins því fólksfæð í söfnuðum getur vissulega verið skýring á lítilli endurnýjun. Með þessu er ekki verið að van- þakka reynslu né trúfesti þeirra, sem vel hafa unnið, heldur fremur lögð áhersla á það að kjörtímabil í sóknarnefndum eru 4 ár og ekki lengri, m.a. til þess að hleypa nýju fólki að, gefa öðrum tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif á stjórn- arhætti og málefni safnaðanna. Hver einstaklingur, sem er lög- ráða og skráður í þjóðkirkjuna, getur haft slík áhrif, ekki með því að hrópa bara úr sófanum heima, heldur mæta á fundi kirkjunnar og endurnýja þar hugarfar, minna á það sem vel er gert og efla þannig starf kirkjunnar í landinu. Sóknarnefndir fylgjast m.a. með þjónum og starfi, það er mikil ábyrgð sem því fylgir. Prestar og aðrir sem í kirkjunni þjóna þurfa aðhald og ábendingar, æviráðning- ar presta eru t.a.m. úr sögunni og 5 ára skipunartími tekinn við. Tak- markaður skipunartími í embætti er, að mér finnst, mikið framfara- skref í kirkjunni. Að 5 ára skip- unartíma liðnum getur söfnuður metið störf prestsins og farið fram á að embætti sé auglýst að nýju sé eitthvað við störf og framkomu prests að athuga. Þetta er visst aðhald og prestar eru ekki undanþegnir slíku. Söfn- uður þarf að vera meðvitaður um það sem og annað er fram fer í kirkjunni, við þurfum að kynna okkur starf hennar og vera tilbúin að gegna hlutverkum og taka ábyrgð. Þannig er samfélag byggt upp, það á við um kirkju- samfélagið eins og samfélagið í heild sinni. Já, þankar sem þessir sækja á þegar gengið er á vorlegum degi meðfram bökkum Fnjóskár. Hún stoppar víst ekki, heldur streymir fram og mótar og skapar nýja far- vegi. Með auknum mannauði gerir kirkjan það líka. Vorþankar um kirkjuna Eftir Bolla Pétur Bollason »En kirkjan þarf á fólkinu að halda. Ég myndi vilja sjá öll sæti setin á aðalsafnaðar- fundum sókna á útmán- uðum. Bolli Pétur Bollason Höfundur er sóknarprestur í Laufási. TIL SÖLU Ef viðunandi tilboð fæst: Starfsmannahús Orkuveitu Reykjavíkur að Nesjavöllum Húsið er á tveimur hæðum, samtals um 1.219 fermetrar. Þar er í dag rekið fullbúið hótel á vegum leigutaka. Á fyrstu hæð er álma með 8 gestaherbergjum, rými fyrir heilsu- rækt með heitum pottum og 30 manna fundarsal. Inn af fundarsal eru að auki 4 gestaherbergi og nokkur aðskilin þjónusturými. Á annarri hæð er álma með 8 gestaherbergjum, ráðstefnusal sem rúmað getur allt að 60 manns, eldhús, þjónusturými, matsalur sem þjónað getur um 60 manns, sem og stór vistleg setustofa og bar. Inn af eldhúsinu eru 3 gestaherbergi. Öll gestaherbergi eru með sér baðherbergi og sturtu. Ástand hússins er mjög gott jafnt innan sem utan og aðkoma og umgjörð glæsileg. Húsið stendur á 9.350 fermetra leigulóð, möguleiki er á stækkun lóðar upp í 14.000 fermetra. Húsnæðið verður til sýnis áhugasömum kaupendum þriðjudaginn 5 apríl 2011 kl. 13.00-16.00. Nánari upplýsingar gefa eftirfarandi starfsmenn Orkuveitu Reykja- víkur: Hannes Frímann Sigurðsson, sími 516-6690 Ólafur Þór Leifsson, sími 617-6334 Kauptilboðsblað og sölulýsingu er hægt að sækja á vefsíðu Orku- veitunnar. Kauptilboðum skal skila til Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík fyrir kl. 13.00 fimmtudaginn 14. apríl 2011. MATVÍS stendur fyrir opnu málþingi fagmanna og framleiðanda um þá gagnrýni sem hefur komið fram á mat í mötuneytum skólanna. Þar eru ásakanir um að fóður sé borið á borð en ekki fæða. Til þess að fara yfir þessi mál hefur MATVÍS boðið eftirtöldum aðilum að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum með framsögu og sitja síðan í pallborði. Dagskrá: Setning: Níels S. Olgeirsson formaður MATVÍS. Framsögur. Grímur Þór Gíslason hjá Grímur kokkur. Innihald og næringargildi þeirra vöru sem hann selur til mötuneyta og annarra. Eðvald S. Valgarðsson frá Kjarnafæði. Stefna Kjarnafæðis hvað varðar söltun, reykingu og aukefni í þeirra afurðum. Ólafur Reykdal frá Matís. Yfirlit um niðurstöður rannsókna á næringargildi brauð- og kjötvara. Hólmfríður Þorgeirsdóttir hjá Lýðheilsustöð. Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um matarframboð í skólum byggt á handbók fyrir skólamötuneyti J. Trausti Magnússon matreiðslumeistari í grunnskóla. Fer yfir hvernig hann velur sína birgja og á hvað hann leggur áherslu á við innkaup á matvöru. Pallborðsumræður. Fundarstjóri: Ólafur Jónsson hjá Iðunni fræðslusetri FÓÐUR EÐA FÆÐA MATVÍS stendur fyrir málþingi um mat í skólamötuneytum, 6. apríl kl. 15:00 að Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréf- um til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðshausnum efst t.h. á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og grein- ar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.