Morgunblaðið - 02.04.2011, Page 41

Morgunblaðið - 02.04.2011, Page 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 fyrstu árum eru minningarnar ekki svo margar, ferðir í Stykk- ishólm með pabba og mömmu, Eyþór og Kristrún að koma í heimsókn til okkar í Hveragerði. Þessar minningar eru þó allar bjartar og fullar af hlýju. Seinna man ég eftir Eyþóri á Glettingi og Arney, þetta voru örugglega flottustu batarnir, seinna á Flóa- bátnum Baldri, það var nú flott skip, svo stór og hvítur. Seinna tók ég eftir því að Baldur var nú alls ekki með stærstu skipum. Eyþór var hæglátur maður en þó fullur af kímni og hafði jafnan hnyttnar athugasemdir á vörum. Hann var hraustur og gott að hafa hann í vinnu. Hann var fast- ur fyrir ef verið var að tala um pólítík, hafði sínar skoðanir og varði þær ef á þurfti að halda. Hann var athugull og ótrúlega minnugur á atburði og staði hringinn í kring um landið. Það var svo ótrúlega gaman að eiga með honum stundir. Ég man svo vel kvöldin á Silfurgötunni, þá var oft hlegið, jafnvel svo að ég lá í gólfinu af hlátri. Í Flatey áttu þau Kristrún at- hvarf, þar var gaman að koma. Þá var gítarinn dreginn upp og Eyþór spilaði og söng. Síðan dó Kristrún. Það var Eyþóri og krökkunum mikið áfall. Það breytti engu um sam- band okkar og Eyþórs nema síð- ur væri. En hann fann Döddu sína og átti með henni rúmlega 25 ár. Á þessum árum hefur sam- bandið alltaf verið gott, Eyþór hringdi alltaf reglulega, þau komu í bæinn og gistu hjá okkur, þá kom hann oft með fisk, glæ- nýjan, flakaðan og roðflettan, við fórum vestur og gistum hjá þeim á Hafnargötunni eða úti í Flatey og aldrei brást það að Eyþór mundi eftir afmælinu mínu. Eyþór var fæddur í Flatey og hann dó í Flatey. Þar varð hann bráðkvaddur, kvaddur burt á augabragði. Hann hefði örugg- lega valið sér að fara svona og á þessum stað, en hann fór alltof snemma. Ég mun sakna Eyþórs svo óendanlega mikið. Það er með þakklæti í huga sem ég kveð góð- an vin, hann gerði líf mitt inni- haldsríkara. Blessuð sé minning Eyþórs Ágústssonar. Elsku Dadda, elsku Óskar, Inga, Höskuldur, Alli og fjöl- skyldur, mínar dýpstu samúðar- kveðjur til ykkar. Ingibjörg og Erlendur Óli. Nú er ástkær afi okkar látinn og við sem áttum eftir að gera svo margt með honum. Afi var svona maður sem allir virtust kunna vel við og okkur sem þekktum hann vel fannst það ekkert skrýtið. Hann var í raun allt sem góður afi á að vera. Á sama tíma og hann sýndi okkur umhyggju og hversu honum þótti vænt um sitt fólk var hann hæfi- lega ákveðinn og stundum dálítið afskiptasamur en það var bara hans leið til að passa upp á okk- ur. Það er eitthvað sem við eig- um eftir að sakna gífurlega mikið alla tíð. Það var stutt í strákinn í hon- um en hann var skemmtilega stríðinn og frábær persónuleiki. Hann var sú fyrirmynd sem okk- ur dreymir um að geta orðið en það eru ekki til nægilega mörg orð sem geta lýst því hversu vænt okkur þótti um hann. Okkur finnst mjög erfitt hversu fljótt hann var tekinn frá okkur. Óréttlátt og sárt. Við eig- um eftir að sakna mikið að geta ekki hitt hann, heyrt rödd hans og tekið utan um hann. En á sama tíma þökkum við fyrir það að hann hafi ekki þurft að vera veikur. Því við vitum að hann hefði ekki þolað að sitja og gera ekki neitt. Það er þó huggandi að vita að hann fór glaður og ánægður með lífið. Kæri afi, við þökkum fyrir all- ar góðu stundirnar sem við átt- um saman, þín er og verður alltaf sárt saknað. Það mun ekki líða sá dagur sem við hugsum ekki til þín. Við munum gera allt til að gera þig áfram stoltan af okkur og vitum að þú verður hjá okkur og passar vel upp á okkur eins og þú hefur alltaf gert. Við fjöl- skyldan munum líka öll passa vel upp á hvert annað, við lofum líka að passa vel upp á mömmu og Döddu ömmu. Við hlökkum til að sjá þig aft- ur, einhverstaðar á góðum stað þar sem þú ert núna. Mattías Arnar, Hafþór Ingi, Dagný Rún og Kristrún Sigríður. Nú er Eyþór bróðir minn fall- inn frá. Fráfallið var óvænt og ótímabært. Eyþór var hress og hraustur og hafði alla burði til að stunda sín störf af krafti. Kenndi sér að vísu veikleika fyrir fáum árum sem hann jafnaði sig af. En nú er kallið komið óvænt og um leið sárt. Þegar leiðir skiljast rifjast margt upp. Uppvaxtarár- in í Flatey þar sem margt var brallað með æskufélögum Ey- þórs, Rabba Ólafs, Eysteini, Baldri Gests og fleirum. Eyþór hefur oft rifjað upp margar æskusögur úr Flatey frá þessum árum. Síðan, eftir að flutt var til Stykkishólms, tók við unglinga- tímabilið. Þá var farið í skelli- nöðruferðalög upp að Selvalla- vatni með Óla Geir og fleirum og á fyrstu útihátíðina mína í Bjarkalund fékk ég að fara með þeim. Ótrúlegt hvað Eyþór var viljugur að hafa mig með þó að ég væri rúmlega tveimur árum yngri. En svo tók alvara lífsins við. Eyþór fór ungur að vinna. Fyrst sem sumarmaður hjá „Gumma Sakk“ í Flatey, en fljót- lega var farið á sjóinn sem síðan varð ævistarfið. Þetta þótti eðli- legt, enda allar okkar ættir sjó- menn og eyjafólk. Fyrstu árin var Eyþór aðallega í skiprúmi hjá föður okkar Ágústi Péturs- syni og á því tímabili menntaði hann sig til vélstjórastarfa. Eftir að ég fór að ráða yfir skipum kom Eyþór með mér í skiprúm og áttum við mörg góð ár saman á sjónum, bæði í útgerðum ann- arra sem og útgerðum sem við áttum saman eða í félagi við aðra. Eyþór starfaði lengst með Jónasi Sigurðssyni, en þeir voru saman til sjós í um 34 ár. Á tíma- bili vann hann á fragtskipum og á skipum Hafró. Hann var afar farsæll á sjónum og var umtal- aður sem góður og traustur vél- stjóri og góður félagi. Eyþór stofnaði ungur fjölskyldu með Kristrúnu Óskarsdóttur og eign- uðust þau tvö börn, Óskar og Ingveldi. Kristrún fórst í hörmu- legu sjóslysi 1983 á besta aldri og markaði sá atburður djúp spor hjá fjölskyldunni. En sólin skein að nýju þegar Eyþór giftist Dag- björtu Höskuldsdóttur og áttu þau sér lengst af heimili í hjarta Stykkishólms við höfnina. Þar hafa þau rekið bóka- og gjafa- vöruverslun sem var aðallega íhlaupavinna hjá Eyþóri á álags- tímum. En nú skyldi draga fiski- skipin í naust og gefa sér meiri tíma fyrir áhugamálin og eyjuna sínu kæru, Flatey. Samt átti að taka að sér eitt og eitt verkefni, eins og það sem hann var að byrja með núna, þegar hann ákvað að leysa af vélstjórann á Karlsey frá Reykhólum, dóla um Breiðafjörðinn og stunda óhefð- bundnar veiðar. Í stoppi í Flatey var notað kærkomið tækifæri til að rölta upp stíginn og kíkja á húsin sem kúrðu inni á Bökk- unum við Hafnarsundið. En í nokkurra metra fjarlægð frá fæðingastað sínum í Strýtu kom kallið svo skyndilega. Við Svana og fjölskylda okkar þökkum fyrir allar góðu stund- irnar á trillunum sem við áttum saman, samverustundirnar í Flatey og allar góðu stundirnar við hin margvíslegu tækifæri innan fjölskyldunnar og víðar. Við vottum Dagbjörtu, Óskari, Ingu og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Minning um góðan bróður og góðan dreng mun lifa. Pétur, Svana og fjölskyldur. Eyþór frændi minn er allur, aðeins 67 ára að aldri. Kallið kom snöggt og fyrirvaralaust og það kom í Flatey. Hann fæddist líka í Flatey og ólst þar upp fyrstu ár- in. Og það var eitthvað sem dró hann þangað. Þeim mun fastar sem árin liðu. Sjómennska varð hans ævi- starf og sjórinn gaf og sjórinn tók. Hann mátti sjá á eftir eig- inkonu sinni og tengdasyni í sjó- inn. Sjálfur sótti hann sjóinn áfram þrátt fyrir það. Líklega var hann sjómaður í húð og hár, enda Breiðfirðingur í báðar ættir og kominn af sjómönnum í marga ættliði. Eyþór frændi minn var kannski ekkert einfaldur maður. Hann gat verið dulur og jafnvel þungur. Frændur okkar segja að hann hafi ekki alltaf verið skemmtilegur á sjó. En hann var líka hlýr, glaður og skemmtinn. Gæddur húmor og sá hinar spaugilegri hliðar lífsins. Frænd- rækinn var hann og vissi vel hvert hans fólk var. Hann var óá- leitin um annarra mál, en lét sér annt um sína. Drengur góður og ekki vílsamur. Alltaf þægilegt að hitta hann. Hann sagði bara sæll frændi og maður fann svo vel væntumþykj- una og frændsemina, þó það væri ekkert verið að ausa þessu á mann í einhverju óhófi. Það var ekki hans stíll. Bað mig blátt áfram um að vera svaramann sinn þegar hann kvæntist Dag- björtu, en útskýrði það ekkert nánar. Mér þótt vænt um þennan trúnað og þetta traust. Og mér þótti vænt um Eyþór frænda. Nú er hann horfinn á braut. Hann mun ekki framar syngja Rasmus í stofunni í Vinaminni. En undan sorginni og sökn- uðinum mun læðast fram lítið bros. Minningin um góðan dreng og góðan frænda er þannig. Elsku Dadda mín og fjöl- skylda. Megi sá sem allt skapaði og öllu ræður styrkja þig og ykk- ur í ykkar mikla missi og sorg. Guð blessi minningu Eyþórs Ágústssonar. Guðmundur Stefánsson. Hvað lá nú á með þetta? heyrði maður stundum sagt þeg- ar nóg var að gera og einhverjir fóru að snatta í hlutum sem ekk- ert lá á með að koma í verk. Þetta orðatiltæki datt mér í hug þegar ég fregnaði andlát frænda míns og vinar Eyþórs Ágústs- sonar í Stykkishólmi. Í óreiðu heimsins er mikil þörf fyrir hæg- látt, duglegt fólk sem veður ekki um land og láð gasprandi, með heitingar og sperring. Fólk sem gengur að öllum hlutum með al- úð og gætni. Fólk sem ber virð- ingu fyrir öllu því sem lifir og umgengst allt sitt með virðingu og þakklæti. Eyþór var ekki maður margra orða, hann var prúðmenni og góðmenni sem notalegt var að vera nálægt. Því er það með nokkrum þótta að maður ávarpar nú Guð sinn með orðum gömlu mannanna „Hvað lá nú á með þetta?“ Það þýðir víst ekkert að vera að skattyrðast við Drottin hér á síðum Moggans en í bænum mín- um bið ég hann að gæta ykkar, Dadda mín, og allra sem nú kveðja kæran ástvin. Og ég er Guði þakklátur fyrir að hafa gef- ið mér stundir með Eyþóri Ágústsyni. Ingi Hans Jónsson. Í dag kveðjum við mikið ljúf- menni, hann Eyþór okkar í Hólminum er farinn á nýjar slóð- ir. Minningar úr Flatey streyma fram, minningar af Sundabakka og Sjávarborg streyma fram. Allt saman eru þetta yndislegar minningar sem ég held fast í núna og þakka fyrir. Stundirnar í Flatey sem barn eru ógleymanlegar en þar vorum við fjölskyldan með Eyþóri og fjölskyldu í „Vinaminni“ margar helgar á hverju sumri þegar ég var ung. Þar fékk maður að fara með Eyþóri út á bát að veiða fisk eða jafnvel lunda og lenti í ýms- um skemmtilegum ævintýrum. Mikið var spilað á gítar og sung- ið og margar sögur sagðar en Eyþór var skemmtilegur sögu- maður og gaman að hlusta á hann segja sögur af fólkinu í Flatey og eyjunum í kring. Núna er hann kominn á nýjan stað og er örugglega farinn að segja sög- ur af okkur. Það er sumt í þessu lífi sem maður tekur sem sjálfsögðum hlut. Hjá mér var eitt af því að geta farið í heimsókn til Eyþórs í Stykkishólmi hvenær sem mér datt í hug. Dálítið barnalegt en svona var það nú bara samt. Við systurnar skruppum í Hólminn fyrir nokkru síðan og stoppuðum yfir nótt. Eyþór kom óvænt í land af sjónum og við ákváðum að gista heima hjá honum og Döddu í Sjávarborg þetta kvöld. Við sátum öll, spjölluðum og hlógum langt fram eftir nóttu og áttum frábæra stund saman. Þegar við systurnar keyrðum svo heim daginn eftir þá töluðum við um það hvað við vorum glað- ar að hafa drifið okkur í Hólminn og hvað það hefði verið ánægju- legt að eiga svona góðan tíma með Eyþóri, því það var svo ofsalega langt síðan við höfðum hitt hann, og spjallað svona mik- ið og lengi. En að þetta skyldi vera okkar síðasta spjall, það datt okkur ekki í hug. Elsku Dagbjört, Óskar, Inga og Höskuldur, ég votta ykkur og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Hugur minn er hjá ykkur. Elínborg Ólafsdóttir og fjölskylda. Kæri vinur. Það er svo erfitt og sárt að kveðja þig. Þú og þín fjölskylda hafa verið samofin lífi okkar og starfi alveg frá því að þið vinirnir stiguð ykkar fyrstu skref sem sjómenn, þá unglingar á báti hjá föður þínum, fyrir rúmum fimm- tíu árum og síðustu vertíðir voru þið skipsfélagar, þú og barna- barn okkar Baldur sem fann vin í stað þar sem þú varst. Það eru svo margar minning- ar sem sækja á hugann, ungar fjölskyldur á ferð með börnin sín utanlands og innan, þið Kristrún með Óskar og Ingu. Við með Bylgju, Önnu og Þórnýju. Gleði, leikir, söngur spilað fram á næt- ur, vakað til að sjá sólina koma upp yfir Barðastrandarfjöllin. Sorgin þegar þú misstir fyrri konuna þína, hana Kristrúnu, í sjóslysi. Gleðin yfir barnabörnunum þegar þau fæddust eitt af öðru. Gleðin er systir sorgarinnar og þú eignaðist aðra konu, hana Döddu, sem var sólin í lífi þínu upp frá því, og enn áttum við samleið. Við áttum saman tvo báta, Eyrúnu og Gústa P., sem var gerður út á grásleppu. Á hverju hausti stóð til að fara á haukalóð. Í þann róður verður ýtt frá landi í fyllingu tímans frá annari strönd. Við minnumst dásamlegra ferða um eyjasund þar sem rennt var fyrir fisk, farið í heitt bað í skeri, skoðaðar bergmynd- anir í Diskæðarskeri, eldaður góður matur og snætt saman, og nú átti að fara að minnka við sig vinnu. Þið ætluðuð að klára að gera upp húsið ykkar, Vinaminni í eyjunni okkar fögru og nú ætl- uðum við fjögur að verða „göm- ul“ saman um ókomna tíð. Mennirnir áætla en Guð ræð- ur. Þú kvaddir þetta líf á sama stað og þú hófst það og eftir stöndum við í vanmætti okkar og söknuði. Við munum minnast þín þegar sólin roðar Hornatærnar, þegar ritan sest upp í höfnina og teist- an skríður í holuna sína við Vina- minni. Okkur er efst í huga þakklæti, þakklæti og gleði yfir því að hafa átt svo góðan og traustan vin sem Eyþór var. Eiginkonu þinni börnum, tengdabörnum og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning ykkar um kærleiksríkan eiginmann, föður og afa mun lýsa ykkur leið. Á Jónsmessu 1985 varð til ljóð í orðastað þinn, kæri vinur, þú last það þá, við látum það verða kveðjuorðin okkar í þessu lífi. Ég sit út við gluggann mig sækir ei svefn því sólin er nýrisin, hlý. Himininn logar af geislanna glóð, það gyllir upp sólroðin ský. Á blikandi bárum, rís Höfnin svo há, í hamrinum vætturinn býr. Minn hugur er rór, því að vornóttin hljóð, er svo voldug og fögur og góð. (G.M.Á.) Guðrún Marta, Baldur og fjölskyldan á Byggðarenda. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Vinur og fé- lagi til margra ára hefur verið kallaður til annarra starfa. Hann hefði ekki getað valið betri stað til að kveðja enda fæddur og uppalinn í Flatey sem var honum helgur staður, dvöl í eyjum er einstök, það skilur eng- inn nema sá sem notið hefur. Það eru forréttindi að eiga slíkan griðastað. Fjölskyldan átti þar bústað sem hann dvaldi í eins oft og tíminn leyfði, oftast umvafinn af sínum nánustu. Sjómennska var honum í blóð borin og hann tók virkan þátt í öllum umbreytingum sem hafa orðið á löngum tíma á þeim vett- vangi, ætíð af trúmennsku. Hugurinn reikar til þess tíma þegar hann kom síðast í heim- sókn í eldhúskrókinn hér við sjávarsíðuna fyrir nokkru, þá voru þau hjónin á leið í veislu með Vestureyingum. Augun full af eftirvæntingu, nú átti að eiga góða stund með vinum frá fyrri tíð. Það er gott að eiga góðar minningar. Fyrstu kynni okkar af Eyþóri voru í Stykkishólmi þegar hann ásamt okkur og fleirum stofnaði fyrirtækið Eyjar hf. Við vorum öll ung og ætluðum okkur stóra hluti. Þá áttuðum við okkur á því að þarna fór heilsteyptur maður og fylginn sér. Síðar á lífsleiðinni lágu leiðir hans og Dagbjartar saman og þau bundust sterkum böndum sem hafa styrkst með árunum. Samband þeirra var mjög fallegt og traust. Við nutum þess að koma í húsið þeirra við höfnina í Stykkishólmi, horfa út á sundin og taka spjall saman um lands- ins gagn og nauðsynjar, hann hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum sem fóru ekki alltaf saman við okkar en alltaf skildum við sátt. Vináttan og gleðin var einlæg og áhugi hans á okkar áhuga- málum ómetanlegur enda upp- eldisaðstæður svipaðar, lífsbar- áttan ekki alltaf auðveld né siglt á lygnum sjó. Síðasta símtal við hann sner- ist um það að þau hjúin væru að mála eldhúsið í íbúðinni sinni. Þetta væri besti tíminn því mað- ur eyddi ekki sumrinu í svona verk. Við skildum vel hvað hann var að fara, sumrinu eyðir mað- ur í að njóta veðurblíðu, eyja- mennsku og samveru með fjöl- skyldunni. Við höfum alla tíð skynjað áhuga hans fyrir eyjamennsk- unni og notið þess að taka þátt í sameiginlegu áhugamáli sem er hreiðrið okkar í Sellátri, þar átt- um við okkur skjól og margar ánægjustundir, ekki síst vegna greiðvikni hans, en hann var allt- af til í að skjóta fólkinu út þang- að þótt aðrar annir væru til stað- ar. Nýverið festi hann kaup á nýjum bát sem rúmaði okkur öll stórfjölskylduna. Báturinn kom sér vel þegar við héldum eyja- mót síðasta sumar. Vinátta Eyþórs og einlægni var einstök og hana ber að þakka. Í minningunni hvílir ein- læg þökk okkar fyrir þá um- hyggju sem hann sýndi okkur öllum í fjölskyldunni. Megi elsku Dagbjörtu og fjöl- skyldu veitast styrkur og guðs blessun þegar þau nú kveðja elskulegan fjölskylduföður og traustan vin. Blessuð sé minning Eyþórs Ágústssonar. Jón Breiðfjörð Höskuldsson og Elín Jóhannsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls okkar ástkæra MAGNÚSAR ÞÓRS HELGASONAR, Kirkjuvegi 1, Keflavík, og heiðruðu minningu hans. Einar Magnússon, Ingibjörg Bjarnadóttir, Grétar Magnússon, Margrét Borgþórsdóttir, Guðríður Magnúsdóttir, Magnús Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BJARNASONAR bónda, Skorrastað. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Magnea Guðrún Halldórsdóttir, Ingibjörg María Jónsdóttir, Haukur Baldursson, Bjarni Jónsson, Hulda Kjörenberg, Guðrún Jónsdóttir, Sigfús Illugason, Björn Reynir Jónsson, Halldór Víðir Jónsson, Guðrún Baldursdóttir, Guðmundur Birkir Jónsson, Guðný Elvarsdóttir, Soffía Jónsdóttir, Helgi Þór Helgason, Fjóla Jónsdóttir, Kristján V. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.