Morgunblaðið - 02.04.2011, Page 47

Morgunblaðið - 02.04.2011, Page 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Segja má að tónsmíðar fyrirtvö píanó, líkt og fluttar voruí Salnum sl. sunnudags-kvöld, hafi ef til vill ekki not- ið sannmælis á við önnur verk í gegn- um tíðina og kemur þar ýmislegt til. Útsetningar fyrir þessa samsetningu af eldri verkum hafa þjónað ákaflega praktískum tilgangi að tvennu leyti, til æfinga á ballettum og óperum og til flutnings stærri tónverka með litlum tilkostnaði. Má segja að þetta hlutverk hafi fölvað nokkuð ljóma tónsmíða af þessu tagi en á sunnu- dagskvöldið brá birtu á Salinn í verk- um þessara fjögurra höfuðsnillinga tónbókmenntanna. Brahms hafði áður leitað í smiðju klassískra höfunda með tilbrigðum sínum við stef eftir Händel en hér leitar Brahms til Haydn í tilbrigðum sínum fyrir tvö píanó. Reyndar er til hljómsveitarútgáfa af þessu verki, sem stendur bókstafnum framar í ópus-röðinni, þó ekki sé fullvíst hvort kom á undan. Hljómsveitarútgáfan er talin vera undanfari fyrstu sinfóníu Brahms. Í tilviki Chopin er um æsku- verk að ræða að uppruna. Verkið samdi hann upphaflega fyrir eitt pí- anó á námsárum sínum en var vænt- anlega ekki ánægður með útkomuna því að hann umritaði verkið fyrir tvö píanó árið 1834. Sónata Mozarts var samin fyrir einn nemanda tónskáldsins, Josep- hine von Aurnhammer, en Mozart sótti fjölskyldu hennar heim til kennslunnar vegna bágborinna að- stæðna heima fyrir. Verkið er í svo- kölluðum galant-stíl og þess má geta að það hefur verið notað til rann- sókna á jákvæðri örvun heilans af klassískri tónlist, hinum svokölluðu Mozart-áhrifum, og bentu rannsóknir til þess að hlustun gæti leitt til bættr- ar rúmskynjunar og gæti einnig bætt líðan flogaveikisjúklinga. Tónleikunum lauk síðan með La Valse eftir Ravel, sem samið var að beiðni ballettmeistarans Diaghilev. Verkið þótti honum þó ekki henta sem balletttónlist því valstakturinn í verkinu er ákaflega brotakenndur. Hins vegar hefur draumkenndur stíllinn og bólgnar, ofsafengnar hend- ingarnar þótt lýsa ákaflega vel hinum hnignandi, „decadent“, lífsstíl Vín- arbúa í upphafi tuttugustu aldar- innar. Píanóleikarar kvöldsins stóðu sig ákaflega vel. Þó að uppruni þeirra Helgu Bryndísar og Aladár sé ólíkur má finna hjá þeim ákveðnar hlið- stæður. Bæði sóttu þau menntun sína, a.m.k. að hluta, til Mið-Evrópu og hafa gert garðinn frægan sem ein- leikarar með hinum ýmsu sinfóníu- sveitum hér á landi undanfarin ár. Þau hösluðu sér bæði völl fyrir norð- an, hún í Eyjafirði og hann á Húsavík, og því hafa væntanlega gefist ómæld tækifæri til æfinga. Það heyrðist þetta kvöld. Samleikur þeirra í rubato og hröðum köflum rómantík- urinnar var frábær. Tónlist Mozart getur verið óvæginn mælikvarði í tærleika sínum en hápunktur kvölds- ins var einmitt túlkun þeirra á and- ante-kafla sónötunnar, tær snilld! Salurinn Tónlist fyrir tvö píanóbbbbm Johannes Brahms: Tilbrigði við stef eft- ir Haydn op. 56b, Frederic Chopin: Rondo op. 73, W.A. Mozart: Sónata fyrir tvö píanó í D-dúr KV 448, Maurice Ra- vel: La Valse. Aladár Rácz og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó. Sunnu- dagur 27. mars kl. 20:00. SNORRI VALSSON TÓNLIST Tvö píanó í Salnum Aladár Rácz Helga Bryndís Magnúsdóttir Möguleikhúsið frumsýnir barna- leikritið Gýpugarnagaul í Gerðu- bergi á morgun, sunnudag, klukk- an 14. Sýningin byggist á gömlum ís- lenskum munnmælum og kveðskap. Sagt er frá Gýpu sem er svöng og gleypir í sig allt sem á vegi hennar verður, án þess að hugsa um afleið- ingarnar. Einnig kemur lítill snjó- tittlingur við sögu, hann á ráð undir rifi hverju en breytist í sólskríkju þegar sól hækkar á lofti. Áhorf- endur heyra af risa með gullhár, prinsessunni Dettiklessu og fleiri furðum. Sýningin er krydduð með vísum og kviðlingum, söng og leik. Á sviðinu eru Alda Arnardóttir leikkona, Þórunn Elín Pétursdóttir söngkona og Birgir Bragason tón- listarmaður með stóran kontra- bassa. Leikstjóri er Sigrún Val- bergsdóttir, Bára Grímsdóttir hefur umsjón með tónlistinni og Messíana Tómasdóttir hannar leik- mynd og búninga. Handritið er eft- ir Pétur Eggerz og Sigrúnu Val- bergsdóttur en sérlegur ráðgjafi hópsins er Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur og rannsóknar- lektor hjá Stofnun Árna Magnús- sonar. Gýpu- garnagaul frumsýnt Möguleikhúsið sýnir nýtt barnaleikrit Úr sýningu Möguleikhússins. Boðið verður upp á leiðsögn um sýningar í Þjóðminjasafn- inu í dag og á morgun. Í dag, laugardag, klukkan 14 mun Jónas Kristjánsson, fyrr- verandi ritstjóri og hestamað- ur, vera með leiðsögn um hesta í tengslum við ljósmyndasýn- inguna Ljósmyndari Mývetn- inga – Mannlífsmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar. Jónas fjallar um hlut- verk og notkun hesta við upphaf 20. aldar. Á morgun, sunnudag, klukkan 14 verður síðan boðið upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafninu. Þá mun Helga Einarsdóttir ganga með börnum á aldrinum fimm til átta ára um grunnsýninguna. Þjóðminjar Leiðsögn fyrir börn og um hesta Hluti einnar ljós- myndar Bárðar. Sýning á verkum eftir Rut Re- bekku verður opnuð í sal Ís- lenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17 í Hafnarhúsinu, hafnarmegin, í dag laugardag klukkan 14. Yfirskrift sýningarinnar er Umbreyting. Rut Rebekka sýnir olíu- málverk en í sýningarskrá segir meðal annars um verkin: „litn- um gefið frelsi, forminu gefið frelsi og andinn fær að leika sér með takti, tón, nálægð, fjarlægð, tilfinningu og frá- sögn í jafnvægi sem ójafnvægi.“ Þetta er í fyrsta skipti sem listamaðurinn sýnir óhlutbundin málverk en áður hefur hún stuðst við fí- gúratíft myndmál. Myndlist Umbreyting í verk- um Rutar Rebekku Rut Rebekka Lorenzo Fusi, sýningarstjóri Liverpool-tvíæringsins árið 2010 og 2012, verður með fyrir- lestur á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag klukkan 13. Hann fjallar um uppbyggingu tvíær- ingsinga, þátttöku þjóða og þau félagslegu – menningar- legu – og pólitísku áhrif sem fulltrúar hverrar þjóðar geta haft. Fyrirlesturinn er fluttur í tengslum við Sýningu sýning- anna – Ísland í Feneyjum í 50 ár, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Lorenzo Fusi hefur verið sýningarstjóri með kunnum myndlistarmönnum og stýrt fjölda sam- sýninga. Myndlist Sýningarstjórinn Fusi segir frá Lorenzo Fusi Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hér eru trjágreinar, rafmagnssnúrur og æða- kerfi, ýmsar vísanir í náttúruna, í flæði sem er óútskýranlegt og endalaust,“ segir Harpa Dögg Kjartansdóttir. Við erum að horfa á eitt klippi- verka hennar á sýningunni Tilbúningur sem opn- uð verður í Galleríi Ágúst við Baldursgötu 12 í dag klukkan 16. Á sýningunni eru verk eftir þær Ragnhildi Jóhanns, vissulega ólík, en þau fara engu að síður vel saman á sýningunni. Þær eru tiltölulega nýkomnar út í myndlistar- heiminn; Harpa Dögg útskrifaðist í Listaháskól- anum árið 2007 en Ragnhildur í fyrra. Þær hafa þó báðar verið virkar við sýningahald og aðra listræna gjörninga. Harpa Dögg hefur til að mynda komið að skipulagningu sýninga en Ragn- hildur unnið með texta og gjörninga, samhliða því að vinna að konkret myndverkum. Margháttuð hringrás Undanfarið hefur Harpa Dögg einbeitt sér að klippimyndagerð og á sýningunni má bæði sjá verk þar sem hún hefur komið fundnu myndefni fyrir á bakgrunni úr samanlímdu prentuðu efni og innan á stórum málningarflötum sem hún hef- ur flett sundur en notað litinn og klíninginn sem eftir sat í fötunum sem bakgrunn. „Sumt myndefnið er rómantískt en annað gróf- ara,“ segir Harpa Dögg um verkin. Við skoðum verk með bláum bakgrunni, sem kemur úr heimi skipalakksins, en á lituðum fletinum sitja tölvur og önnur tól, og snúrur hlykkjast um og minna á teikningu. „Myndinar er mis-súrrealískar,“ segir hún. „Þær eru aldrei jarðbundnar. Ég vinn mikið með trjágreinar, snúrur og víra. Hér er ýmiskonar hringrás og hlutir öðlast nýtt líf, það er marg- háttuð hringrás í þessum myndum.“ Harpa Dögg segir að teikningin hafi kallað á sig en hún teiknar með því að skera og klippa út. „Fyrir mér er það alveg sami hluturinn að klippa liti út og blanda fljótandi liti fyrir málverk – mér finnst ég vera að mála á minn hátt í þessum klippiverkum.“ Hrifin af bókum Ragnhildur Jóhanns hefur gefið út myndljóða- bók og komið að ýmiskonar upulestrum og út- gáfu. Á þessari sýningu vinnur hún líka með bækur; á endavegg gallerísins er stór skúlptúr úr bókum á hillum: hún hefur rist á síður bókanna og flett línum út úr þeim. Sama hefur hún gert með stakar bækur sem eru innrammaðar á veggjum. „Ég er afskaplega hrifin af bókum,“ segir Ragnhildur – og kemur ekki á óvart. „Þetta er fundið efni, bækur héðan og þaðan, nýjar og gamlar, barnabækur, ævisögur, skáldsögur ... En ég geri þetta allt að mínum bókum og geri mín ljóð úr þeim.“ Þegar litið er á textalínurnar sem flettast út fyrir bækurnar eins og við þekkjum þær, kemur sitthvað áhugavert í ljós; stakar línur, og Ragn- hildur segist velja þær vandlega. Tilviljun ræður þó hvað stendur hinumegin,“ segir hún. „Það er ákveðin rómantísk tilfinning í þessum verkum, þetta eru ljóð en án upphafs eða enda, áhorfandinn getur nálgast þau eins og hann vill.“ Í einum rammanum á veggnum hefur Ragn- hildur flett sundurlausum setningum út úr gam- alli bók sem heitir Þættir úr dagbók lífsins og á kápunni siglir seglskip á úfnum sjó. „Titill bókarinnar var kveikjan að þessu verki,“ segir hún. „Þetta er líka falleg gömul bók – ein- hver fyrri eigandi hefur lagt sitt af mörkum og litað í titilinn. Vissulega verður útlit bókanna hluti af verkinu,“ segir Ragnhildur. Óútskýranlegt og endalaust  Harpa Dögg Kjartans- dóttir og Ragnhildur Jó- hanns opna sýningu í Galleríi Ágúst Morgunblaðið/Einar Falur Harpa Dögg og Ragnhildur „Það er ákveðin rómantísk tilfinning í þessum verkum,“ segir sú síðar- nefnda um myndverkin sem hún býr til úr bókum. Harpa Dögg gerir hinsvegar klippimyndir. Tveir bræðra hans þjáðust af vöðva- visnun og voru bundnir við hjólastól 48 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.