Morgunblaðið - 16.05.2011, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011
✝ Páll Þórðarsonfæddist að
Hjallhóli á Borg-
arfirði eystri 10.
ágúst 1944. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 5. maí
2011. Foreldrar
Páls voru Þórður
Jónsson skrif-
stofumaður, f. 23.
janúar 1918, d. 10.
janúar 2009, og
Sigrún Pálsdóttir kennari, f.
15. apríl 1917, d. 1. mars 2004.
Systkini Páls eru Sigurlaug, f.
28. október 1945, Birna, f. 26.
febrúar 1949, og Jón, f. 21. apr-
íl 1954.
Hinn 11. febrúar 1967 kvænt-
ist Páll eftirlifandi eiginkonu
sinni, Þorbjörgu Einarsdóttur,
f. 17. janúar 1945. Hún er dóttir
Einars Sigurðssonar, bónda í
Miðgarði í Stafholtstungum, f.
9. júlí 1920, d. 12. nóvember
2010, og Kristínar Þ. Ottesen,
forstöðukonu, f. 29. ágúst 1926.
Páll og Þorbjörg eignuðust
þrjár dætur. Þær eru: 1) Sigrún
rekstrarfræðingur, f. 25. ágúst
1967, maki Ólafur Arason
rekstrarfræðingur, börn þeirra
eru Skúli, f. 1990, faðir Halldór
Skúlason, Ýmir, f. 1998 og Mar-
grét, f. 2000, d. 2000. 2) Kristín
læknir, f. 9. júlí 1971, maki
Árna Halldórssonar með há-
skólanámi. Eftir lögfræðinámið
hóf Páll störf hjá skrifstofu
borgarstjórans í Reykjavík í
júní 1971 og var skrifstofustjóri
Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar frá september
1971 til 1. mars 1972 er hann
var ráðinn framkvæmdastjóri
Læknafélags Íslands og Lækna-
félags Reykjavíkur. Því starfi
gegndi hann mestan hluta
starfsævi sinnar eða til ársins
1999. Þá var hann fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suð-
urlands í eitt ár og starfaði um
skeið í launanefnd hjá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga.
Síðast starfaði Páll hjá fyr-
irtækjaskrá Hagstofu Íslands
þar til hann lét af störfum
vegna veikinda árið 2003. Páll
rak jafnframt eigin bókhalds-
og framtalsþjónustu frá 1974 til
2003. Páll gegndi fjölmörgum
félags- og trúnaðarstörfum í
gegnum tíðina. Hann var meðal
annars varaformaður Orators,
félags laganema, og ritstjóri
Úlfljóts, tímarits laganema,
1968-69 og í stjórn stúdenta-
félags HÍ 1969-70. Páll sat í
undirbúningsnefnd fyrir stofn-
un NEMA 1974, í ritnefnd
Fréttabréfs lækna frá upphafi
1983-85 og í fyrstu stjórn Fé-
lags um heilbrigðislöggjöf
1991.
Útför Páls fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 16. maí
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Hörður Sigurðs-
son dýralæknir,
börn þeirra eru
Védís, f. 2002,
Arnar Páll, f.
2006, og Sig-
urður Kári, f.
2006. 3) Arna
lögfræðingur, f.
20. febrúar 1975,
maki Halldór
Haraldsson bif-
vélavirki, börn
þeirra eru Hlín,
f. 1998, Hlynur, f. 2000, og
Hugrún Hekla, f. 2008.
Páll ólst upp hjá foreldrum
sínum í Sigtúni á Borgarfirði
eystri og gekk þar í barna-
skóla. Hann fór ungur í Alþýðu-
skólann á Eiðum, þá í Mennta-
skólann á Akureyri og lauk
stúdentsprófi þaðan 1964. Páll
flutti til Reykjavíkur 1964 þar
sem hann bjó alla tíð. Hann
stundaði nám í viðskiptafræði
við Háskóla Íslands 1964-65 og
í lögfræði við sama skóla 1965-
71 er hann lauk kandídatsprófi.
Einnig stundaði hann nám við
Norræna heilsuverndarháskól-
ann í Gautaborg nóvember-
desember 1980. Páll vann í
frystihúsinu á Borgarfirði á
sumrin og var einnig í mörg
sumur í brúarvinnuflokki Sig-
urðar Jónssonar frá Sólbakka.
Hann vann á lögfræðistofu
Elsku pabbi, nú ertu loksins
frjáls og laus við allar þjáningar.
Ótal minningar þjóta um í höfði
mér og eru þær allar ótrúlega
dýrmætar. Ég minnist sunnu-
dagsmorgna þegar ég var lítil
stelpa, þá var venjan að skríða
upp í rúm hjá þér og hlusta á Jón
spæjó í útvarpinu, enda hvergi
öruggara að vera en í pabbaholu.
Þær voru einnig ófáar stundirnar
sem við spiluðum „skrafl“, bæði í
bústaðnum og heima í Strýtusel-
inu og þú varst nú venjulega í
hærri kantinum. Ég man líka
hvað þú varst stoltur þegar ég
komst inn í lögfræðina. Þá
grófstu upp allar gömlu bækurn-
ar þínar, sem voru reyndar flest-
ar danskar og mismikið úreltar
og vildir endilega að ég fengi
þær. Ekki veit ég hvort er sárara
að missa ástvin langt um aldur
fram eða horfa á hann hverfa
hægt og bítandi inn í eigin heim
og sjá allan þrótt og lífslöngun
hverfa smátt og smátt. Þvílík
skelfing sem það er að vera með-
vitaður um eigið ástand og upp-
lifa einangrunina sem fylgir því
að geta ekki tjáð sig. Það er
nokkuð sem enginn ætti að þurfa
að upplifa.
Elsku pabbi, söknuðurinn er
mikill en minningarnar margar
og þær mun ég varðveita um
ókomin ár. Ég hugga mig við það
að nú líður þér vel. Þú ert eflaust
farinn að margfalda stórar og
miklar tölur í huganum og það
kjaftar á þér hver tuska.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um
þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er þá er ég í burtu fer
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Þín dóttir,
Arna.
„Hans skal eg ávallt að góðu
geta er eg heyri góðs manns get-
ið.“ Þessi orð Jóns biskups helga
um fóstra sinn, Ísleif biskup, vil
ég gera að mínum, nú er ég kveð
tengdaföður minn og vin hann
Pál Þórðarson. Engum manni
öðrum hef ég kynnst sem þessi
orð hæfa eins vel og honum. Palli
var góður maður í eiginlegri
merkingu þess orðs, grandvart
ljúfmenni sem vildi öllum vel.
Hann var látlaus í fasi og fram-
komu, var ekki mikið fyrir að
vekja á sér athygli og vann störf
sín í hljóði. Palli var snyrtimenni
fram í fingurgóma, vinnusamur,
vandvirkur og nákvæmur. Hann
var ekki maður margra orða en
tekið var eftir því sem hann
sagði. Hafði hann góða nærveru
og leið mér vel í návist hans.
Palli hafði gaman af bridds og
stundaði það í góðra vina hópi.
En lífið er flókið spil þar sem
ólíkt er gefið. Fyrir um áratug
kom í ljós að spilin sem Páll hafði
á hendi voru því miður ekki mjög
góð. Í rauninni bara eintómir
hundar. Palli þjáðist af heilabil-
unarsjúkdómi sem hægt og síg-
andi rændi hann persónuein-
kennum og möguleikanum á því
að lifa innihaldsríku lífi og und-
anfarin ár var hann algjörlega
upp á aðra kominn sem olli hon-
um ómældum þjáningum. Bar-
áttan var löng og ströng en hann
gafst ekki upp fyrr en í fulla hnef-
ana.
Ég þakka fyrir þau ár sem
leiðir okkar lágu saman.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við
dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft
saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel
ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína
ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég
er.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Ólafur Arason.
Það var eitt kvöld að mér heyrðist
hálfvegis barið,
ég hlustaði um stund og tók af
kertinu skarið,
ég kallaði fram, og kvöldgolan
veitti mér svarið:
Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er
það farið.
(Jón Helgason)
Gættu þess vin yfir moldunum
mínum
að maðurinn ræður ei næturstað
sínum
og þegar þú hryggur úr garðinum
gengur
ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei
lengur.
En þegar þú strýkur burt tregafull
tárin
þá teldu í huganum yndisleg árin
sem kallinu gegndi ég kátur og
glaður
það kætir þig líka minn sam-
ferðamaður.
(James McNulty)
Elskulegur bróðir er fallinn
frá langt um aldur fram, hans
verður sárt saknað af fjölskyldu
og vinum. Minningin um góðan
dreng lifir.
Sigurlaug (Systa).
Páll Þórðarson, einn minn
allra besti vinur, er látinn. Hann
barðist hin síðustu ár við mikil
veikindi og fyrir allnokkru var
öllum ljóst að hverju stefndi.
Palli var mikill sómadrengur
og afar traustur vinur enda hefur
sú vinátta varað í hálfa öld. Okk-
ar kynni hófust í MA og þar sát-
um við saman tvö síðustu skóla-
árin. Eins og gengur hjá ungum
mönnum þá var oft glatt á hjalla
hjá okkur og margt brallað. Það
kom snemma í ljós að við áttum
mörg sameiginleg áhugamál og
nægir í því sambandi að nefna
bæði skák og brids. Mikill áhugi
var á þessum árum fyrir skákinni
og oft komu þekktir skákmeist-
arar norður og tefldu þá gjarnan
fjöltefli við nemendur í MA. Einn
þeirra var stórmeistarinn Róbert
Wade og mættum við félagarnir í
fjölteflið. Mér er það mjög minn-
isstætt að við héldum vel í við
meistarann og vorum nokkuð
vissir um að halda jöfnu, en allt í
einu sá Palli að stórmeistarinn
lék nokkuð ónákvæmum leik og
þá var ekki að sökum að spyrja,
Palli leiddi hann í gildru og stór-
meistarinn gafst upp nokkrum
leikjum seinna. Þannig var Palli,
fljótur að hugsa og framkvæma
hlutina. Bridsinn var okkur mikið
hjartans mál og áttum við eftir að
spila saman í marga áratugi
ásamt þeim Einari Hafliðasyni og
Ingvari Viktorssyni.
Saman fórum við ásamt mök-
um í ógleymanlega draumaferð
um Dóná. Já, það er margs að
minnast og þá ekki síst hversu
gott var að leita til hans þegar á
þurfti að halda, því Palli gat
gengið í hvað sem var og leyst
verkefnin með miklum sóma.
Þegar við vorum að byggja húsið
okkar í Fögrubrekkunni vantaði
mig smið og auðvitað leitaði ég til
Palla og saman slógum við upp
fyrir neðri hæðinni og eins þegar
ég var í Háskólanum og þurfti að
lesa undir próf, þá fékk ég Palla
til að kenna fyrir mig í nokkra
daga, þó hann hafi ekki mikið
fengist við þá iðju þá leysti hann
það með stæl.
Palli var einstaklega talnag-
löggur og það var með ólíkindum
að fylgjast með honum leggja
saman heilu talnarunurnar á ör-
skotsstund. Fljótlega eftir að lög-
fræðináminu lauk fór hann að
starfa fyrir Læknafélag Íslands
sem framkvæmdastjóri og vann
við það mestan hluta starfsæv-
innar. Þá vann hann árum saman
við að telja fram til skatts fyrir
ýmsa aðila.
Palli var mikill fjölskyldumað-
ur og saman eiga þau Obba þrjár
dætur, sem allar eru í dag há-
menntaðar. Þar vorum við vinirn-
ir einnig samstiga í fjölda barna
og af sama kyni. Auðvitað væri
gaman að rifja upp hinar ýmsu
ferðir sem við fórum saman, en
trúlega stendur ferðin sem við
fórum í til Austurríkis og Ítalíu
um árið nokkuð upp úr, en þar
lentum við í þeim hremmingum
að panta okkur kjötsúpu á Mark-
úsartorginu í Feneyjum, en við
fundum aldrei kjötið í þeirri
ágætu súpu.
Páll Þórðarson var maður
þeirrar gerðar að öllum sem
kynntust honum þótti vænt um
hann. Hann var mikill ljúflingur
og ég er afar þakklátur fyrir að
hafa átt hann sem góðan vin alla
ævi.
Obba mín, Sigrún, Kristín og
Arna, við Sóley sendum ykkur
öllum og fjölskyldum ykkar okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng
lifa með okkur öllum.
Guðmundur Oddsson.
Góður vinur okkar og spila-
félagi til áratuga, Páll Þórðarson,
er nú genginn til feðra sinna eftir
langt og erfitt veikindastríð.
Kynni okkar hófust við bridge-
borðið í Bridgefélagi MA og í tvo
vetur vorum við saman í sveit
sem herjaði af og til í Bridge-
félagi Akureyrar. Makker Palla,
eins og hann var nefndur í okkar
hópi þá, var Haraldur Jóhannes-
son sem lést fyrir aldur fram í bíl-
slysi í Þýskalandi þar sem hann
hugðist stunda framhaldsnám
eftir stúdentspróf. Oft fórum við
léttstígir heim á leið þegar
heppni byrjendanna lék við okk-
ur og við þóttumst vera að ná tök-
um á þessari erfiðu íþrótt. Veru-
leikinn laukst þó upp fyrir okkur
síðar þegar við að afloknum há-
skólaprófum tókum til við spilin
aftur, þá orðnir heldur sjóaðri, en
nú hafði Guðmundur Oddsson
slegist í hópinn. Nú dugði ekkert
minna en að taka í notkun ítalskt
meistarakerfi og til að hafa taum-
hald á glannaskapnum fara að
spila í bridgefélaginu Ásunum í
Kópavogi.
Við unnum ekki til margra
verðlauna á ferlinum en kostir
Palla nutu sín þar vel með agaðri
spilamennsku og næmi í úrspilun.
Eftir að keppnistímabili okkar
lauk voru veturnir styttir með
spilakvöldum heima fyrir í hart-
nær 30 ár með dyggri aðstoð og
veitingum eiginkvenna okkar.
Palli var mikill rólyndismaður
og hafði einstakt jafnaðargeð og
aldrei minnumst við þess að hann
hafi æst sig yfir spilamennsku
okkar hinna þótt stundum hafi
sjálfsagt verið ástæða til.
Aðdragandi veikindanna sem
Palli glímdi við að lokum fór ekki
fram hjá okkur þegar færni hans
til að spila fór að minnka. Við vor-
um auðvitað í afneitun til að byrja
með og töldum að þetta hlyti að
lagast en annað kom því miður í
ljós.
Það er margs að minnast eftir
áralanga vináttu og samveru.
Oftast var borgað í sjóð eftir
spilakvöldin en Palli sá um að
ávaxta sjóðinn. Árið 2000 var svo
ákveðið að fara í siglingu á Dóná
með eiginkonunum. Siglt var frá
Passau til Búdapest (auðvitað var
spilað á dekkinu í sólinni) og síð-
an rútuferð til Prag, Dresden og
Berlínar. Ógleymanleg ferð.
Við spilafélagarnir sitjum eftir
og söknum góðs vinar og félaga
en sárastur er þó söknuður fjöl-
skyldu hans.
Elsku Obba, við og konur okk-
ar Sigrún og Birna vottum þér og
fjölskyldu þinni okkar dýpstu
samúð og biðjum Guð að styrkja
ykkur.
Einar Hafliðason
og Ingvar Viktorsson.
Páll Þórðarson tók við stöðu
framkvæmdastjóra Læknafélags
Íslands 1972 þá tæplega þrítugur
að aldri. Á þessum árum var tals-
verð uppbygging í heilbrigðis-
þjónustunni, læknar voru eftir-
sóttur vinnukraftur og
margvísleg ný þekking barst til
Íslands með ungum læknum, sem
höfðu aflað sér hennar með öðr-
um þjóðum. Af sjálfu sér leiddi að
bjartsýni og mikill hugur ein-
kenndi læknastéttina á þeim ára-
tugum, sem í hönd fóru. Lækna-
félag Íslands var í senn stéttar-
og fagfélag lækna og kröfur voru
gerðar að það mætti þörfum
lækna bæði til munns og handar
ef svo má að orði komast.
Páll leiddi starf Læknafélags
Íslands á þessum árum undir
traustri leiðsögn formanna þess
svo sem Snorra Páls Snorrason-
ar, Tómasar Árna Jónassonar,
Þorvaldar Veigars Guðmunds-
sonar og annarra mætra lækna,
sem á eftir þeim komu. Páll var
góður lögfræðingur og jafnan
samstiga þeim lögmönnum, sem
LÍ kallaði til þjónustu sinnar.
Hann var samviskusamur og
ósérhlífinn og kröfuharður um
nákvæmni í öllu reiknishaldi.
Hann var vel virtur innan stjórn-
sýslunnar og átti greiðan aðgang
að heilbrigðisstjórninni, sem
læknum er ómetanlegt til að
koma fram sjónarmiðum sínum
um skipulag heilbrigðisþjónustu.
Ég kynntist Páli þegar á
kandidatsári mínu er ég tók sæti í
stjórn Læknafélags Íslands 1979.
Samvinna okkar var eftir atvik-
um mikil upp frá því vegna fé-
lagsstarfsemi lækna og bar þar
aldrei skugga á. Páll var ráðagóð-
ur og ráðhollur og leitaðist frekar
við að leysa mál með lagni en
ofsa. Páll var félagslyndur og átt-
aði sig vel á mikilvægi örvandi
umgjörðar fyrir félagsstarf
lækna. Hann var ætíð virkur
þátttakandi í skipulagi funda og
fundvís á leiðir, sem voru lækn-
um að skapi. Margir læknar
minnast hjálpar Páls við framtöl,
sem ætíð vefjast fyrir mönnum.
Þar gerði Páll sér glögga grein
fyrir skyldum sínum og hélt
mönnum innan ramma laga og
reglugerða traustri hendi.
Páll hvarf frá Læknafélagi Ís-
lands fyrri part árs 1999. Þegar
frá leið áttuðum við okkur á, að
starfsþrek hans hafði bliknað síð-
ustu misserin í starfi fyrir lækna,
enda þurru starfskraftar hans al-
veg fáum árum síðar. Við læknar
þökkum framlag Páls til málefna
okkar sem tók yfir lungann úr
starfsævi hans á meðan þrek
hans var óskert. Megi minningin
um góðan dreng lifa.
Sigurbjörn Sveinsson.
Horfinn er sjónum góður vin-
ur, Páll Þórðarson lögfræðingur.
Kynni okkar hófust, þegar hann
var ráðinn framkvæmdastjóri
læknafélaganna árið 1972. Þar
áttum við farsæla samvinnu við
útgáfustarfsemi lækna í rúmlega
tuttugu ár. Naut sín þar dugn-
aður hans og elja, samviskusemi
og hreinlyndi.
Við Áslaug sendum Þorbjörgu
og dætrunum samúðarkveðjur
okkar.
Örn Bjarnason.
Páll Þórðarson HINSTA KVEÐJA
Vænn er farinn vinur minn
vinsæll var og góður
minning lifir merk um sinn
hann mætur var og fróður.
(N.J.)
Nanna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför föðursystur okkar
JENNÝJAR JÓHANNESDÓTTUR
frá Egilsstöðum
Við viljum einnig þakka starfsfólki
Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga fyrir
góða umönnun.
Erna Snorradóttir, Jóhannes Snorrason,
Elín Rósa Snorradóttir, Eggert Snorrason,
Hulda Snorradóttir.
Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR ÁGÚSTSSON
frá Mávahlíð,
Engihlíð 16D,
lést á Dvalarheimilinu Jaðar föstudaginn 13.
maí.
Sigrún Ólafsdóttir,
Þuríður Ragnarsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Brynja Ragnarsdóttir, Kristmundur Sigurðsson,
Hjörtur Ragnarsson, Sigrún Þórðardóttir,
Jóhannes I Ragnarsson, Anna Valvesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgun-
blaðsins. Smellt á reitinn
Senda inn efni á forsíðu mbl.is
og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar