Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 24
24 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
LÁTTU MIG
HAFA ÞETTA
ÞÚ
SENDIR MÉR
EKKI VALEN-
TÍNUSARKORT
ÉG VAR BÚIN AÐ SEGJA ÞÉR AÐ
ÉG MYNDI EKKI GERA ÞAÐ MOÐHAUS!
ÉG VEIT AÐ ÞÉR
OG MÖMMU HEFUR
EKKI ALLTAF KOMIÐ
VEL SAMAN...
EN HÚN
VERÐUR BARA Í
HEIMSÓKN Í
NOKKRA DAGA...
ÞANNIG
AÐ REYNDU AÐ
HAGA ÞÉR, RÉTT
Á MEÐAN!
MUNDU
AÐ LOKA ALDREI
TJALDINU Á
EFTIR ÞÉR ÞEGAR
ÞÚ HEIMSÆKIR
„SÁ-SEM-TOGAR-
Í-PUTTA”
ÞETTA STAÐFESTIR AÐ
ÞESSI HATTUR ER SVALUR
SVALUR
UNGUR GAUR MEÐ
HATT EINS OG
MINN
RUSL
ÉG HEFÐI EKKI ÁTT AÐ
STINGA UPP Á ÞVÍ AÐ VIÐ
BERÐUMST Í ÞYKJUSTUNNI
SJÁ-
UMST!
HANN ER
AÐ REYNA AÐ
BÆTA RÁÐ
SITT...
OG
ÉG STYÐ
HANN Í
ÞVÍ
GÓÐA
NÓTT OG
GANGI ÞÉR VEL
JÁ, ÉG
VONA ÞAÐ.
ÉG Á EFTIR AÐ
ÞURFA Á ÞVÍ AÐ
HALDA Á MORGUN
AUÐ-
VITAÐ!
GOTT
AÐ ÞÚ
STENDUR VIÐ
ÞAÐ SEM ÞÚ
SEGIR
Útigalli fannst
Lítill rauður barna-
útigalli ásamt lúffum
fannst við rætur Úlf-
arsfells. Uppl. í síma
899-0284.
Af hverju grætur
Jón Sigurðsson?
Sumir vegfarendur
þykjast sjá tár á
hvarmi styttu Jóns
Sigurðssonar þegar
þeir eiga leið um Aust-
urvöll þessa dagana.
Getur það verið? Ja,
því ekki það, alla vega í
óeiginlegri merkingu.
En hvers vegna ætti sómi Íslands að
gráta? Hann grætur af því að það er
viðurkennd staðreynd að sum okkar
þurfa að betla til að eiga fyrir nauð-
synjum. Hann grætur af því við Ís-
lendingar erum svo miklir aumingjar
að við virðumst ekki skilja þetta og
viljum ekki breyta þessu. Hann græt-
ur af því að þeir sem hafa meira en
nóg eru alltaf að heimta meira og
meira. Þetta lið vill ekki gefa tommu
eftir. Þess vegna grefur það sína eig-
in gröf. Hann grætur af því við Ís-
lendingar, þjóðin hans, hendum mat
alveg blygðunarlaust. Sennilega er
ekki ofreiknað að einn þriðji af öllum
matvælum sem við kaupum lendi í
ruslatunnunni. Ætlumst við virkilega
til að þeir sem eru bjargarlausir sæki
sér næringu þangað? Mörg okkar,
sem komin erum til vits
og ára eins og sagt er,
vissu hvað það var að
hafa ekki alltaf nóg að
borða. Við segjum:
Hingað og ekki lengra.
Nú er komið nóg.
Styrmir Gunnarsson
skrifaði í Sunnudags-
moggann: En það er
því miður raunveruleiki
að of margir Íslend-
ingar eiga ekki fyrir
mat og afleiðingar fá-
tæktarinnar koma
fram með ýmsum hætti
og alveg sérstaklega
koma þær niður á
börnum. Börnum sem
munu aldrei gleyma þeirri lífsreynslu
svo lengi sem þau lifa og mun fylgja
þeim alla tíð. Sagt var um þau hjón,
Jón forseta og Ingibjörgu, að allir Ís-
lendingar væru börn þeirra. Háttalag
okkar í dag, í miðjum allsnægtum, er
okkur sem nóg höfum handa á milli,
til háborinnar skammar og mun sú
skömm fylgja okkur meðan landið er
byggt. Nema við breytum til.
Hallgrímur Sveinsson Brekku
og Bjarni Georg Einarsson
Þingeyri í Dýrafirði.
Heyrnartæki fannst
Heyrnartæki fannst 7. maí í anddyri
á Vesturgötu 7. Uppl. í síma 5352740.
Ást er…
… þegar tíminn flýgur ef
þið eruð saman.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9.
Útsk./myndl. kl. 13. Félagsvist kl. 13.30.
Árskógar 4 | Handav./smíði/útsk. kl.
9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Bútas., handav.,
leikfimi kl. 13.15, sögustund kl. 14.
Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín
kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, bæna-
stund kl. 9.30, söngur á 2. hæð kl.
10.30, leikfimi kl. 11, uppl. kl. 14 á 2.
hæð. Listamaður mánaðarins.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9.
Botsía kl. 11. Handv.kl. Valdórs kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
lín kl. 9, ganga kl. 10, handav/brids kl.
13, félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10, 11.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9. Vatnsleikfimi kl. 9.50. Spilasalur
frá hád. Gerðubergskór fer í heimsókn á
Hvolsvöll kl. 12.30.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Félagsvist kl. 13.
Hraunbær 105 | Handav. kl. 9, bænast.
kl. 10, Helga fótafræðingur á staðnum,
pant. í s. 6984938. Hárgr.st. Fjólu er
opin kl. 9-14, tímap. í s. 8946856.
Hraunsel | Ganga kl. 10 frá Haukahúsi,
kór kl. 10.30, glerbræðsla kl. 13, tré-
skurður kl. 13, félagsv/botsía kl. 13.30,
vatnsleikfimi kl. 14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30
og 10.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl.
8.50. Listasm. kl. 9. Félagsvist kl. 13.30.
Skrán. í ferð 17. maí til Hrafnistu, Hafn.
lýkur í dag. Rúta fer kl. 13 frá Hæðar-
garði. Uppl. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum kl. 11.30.
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga kl. 10 í
Egilshöll. Sundleikfimi kl. 9.30.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, handav.
kl. 9. Djákni kl. 14. Smíðastofa opin.
Vesturgata 7 | Sameiginleg handverks-
sýning Vesturgötu 7 og Lindargötu 57
verður á Lindargötu 57 dag. 19., 20. og
21. maí kl. 13-16.30 alla dagana.
Skemmtiatriði kl. 15 alla dagana. Kór fé-
lagsstarfs aldraðra í Reykjavík syngur
19. maí. Tískusýning, dömu-sumarfatn.
frá Logý 20. maí kl. 15. Vitatorgs-
bandið/dans 21. maí . Veislukaffi kl.
14.30-16.30 alla dagana. Handverks-
sala. Handavinna, botsía, leikfimi kl.
9.15. Tölvukennsla kl. 12. Kóræfing kl.
13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
bókband og postulín kl. 9. Morgunst. kl.
9.30. Botsía kl. 10. Framh.saga kl.
12.30. Handavinnust. kl. 13. Spil kl. 13.
Stóladans kl. 13.
Úrslit liggja fyrir í árlegri vísna-keppni Sæluviku Skagfirðinga.
Alls sendu 22 höfundar efni í Vísna-
keppnina, sem orðin er órjúfanlegur
hluti Sæluvikunnar, og eru það
nokkru færri en fyrri ár en á móti
kemur að fleiri nýliðar tóku þátt í
keppninni en stundum áður.
Stefán G. Haraldsson í Víðidal átti
bestu vísuna en óskað var eftir því
að höfundar settu saman heilræði.
Vísa Stefáns er eftirfarandi:
Forðastu alltaf fals og spott
þá friðar berðu merkin.
Þú skalt öllum gera gott
og Guð mun launa verkin.
Þá áttu þeir Guðmundur Sveins-
son Sauðárkróki og Pétur Stef-
ánsson Reykjavík bestu botnana við
fyrriparta Hjalta Pálssonar. Guð-
mundur hafði sinn svona:
Hugsun öll er horfin brott
hausinn virkar lítið.
Það sem áður þótti gott
þykir núna skrítið.
Og Péturs botn var við hring-
hentan fyrripart:
Ef að þjóðin ekki lætur
örlög bjóða sér að þola.
Léttist róður, þagna þrætur,
þrautum óðar burt mun skola.
Friðrik Hansen orti á sínum tíma
að lokinni Sæluviku, eins og frá
greinir á Vísnavef Héraðs-
skjalasafns Skagfirðinga:
Minnkar kvik á mönnum hér.
Mærðar hikast rómur.
Sæluvika enduð er.
Ástarbikar tómur.
Og Stefán Vagnsson orti í svip-
uðum dúr:
Sæluvika enduð er
og ástarbikar tæmdur.
Lengi og hiklaust lék ég mér
lofnarbliki sæmdur.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af samkeppni og sæluviku