Morgunblaðið - 26.07.2011, Side 1
Reuters
Minning Kveikt var á kertum fyrir framan dómkirkjuna í Ósló í gærkvöldi, en þar mynduðu rósir frá fólki úr fjöldagöngunni blómahaf.
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Um tvö hundruð þúsund Óslóarbúar
mættu í göngu í miðborginni í gær til að
minnast fórnarlamba Anders Behring
Breiviks. Tala hinna föllnu var lækkuð í
gær, en þá sagði lögregla að búið væri að
staðfesta 68 dauðsföll í og við Útey, þar
sem Breivik gekk um og skaut fólk, en
ekki 86 eins og áður var sagt. Í heildina er
því búið að staðfesta 76 dauðsföll. Enn er
fjölmargra þó saknað.
Jens Stoltenberg forsætisráðherra
ávarpaði mannfjöldann, og flestir höfðu
með sér hvítar og rauðar rósir. Graf-
alvarlegt yfirbragð var á samkomunni.
„Illska getur orðið manneskju að bana, en
hún getur ekki banað heilli þjóð,“ sagði
Stoltenberg meðal annars í ávarpi sínu.
Hann viðurkenndi að norska þjóðin væri
breytt til frambúðar, en hét því að Nor-
egur yrði áfram opið samfélag.
Breivik var í gær úrskurðaður í átta
vikna gæsluvarðhald og er í fjölmiðla-
banni. Úrskurðurinn var kveðinn upp bak
við luktar dyr og var Breivik meinað að
mæta í heimagerðum einkennisklæðum,
eins og hann hafði óskað eftir. Hann fékk
að lesa upp úr stefnuyfirlýsingu sinni í tíu
mínútur fyrir dómarana áður en hann var
stoppaður. Kvaðst hann hafa framið
ódæðin nauðugur viljugur, til að bjarga
Noregi frá íslamsvæðingu.
Norska rannsóknarlögreglan (Kripo)
fer með vettvangsrannsóknina í Útey. Í
gærkvöldi sagði yfirmaður hennar, Odd
Reidar Humlegård, að allt benti til þess
að Breivik hefði verið einn að verki. Einn-
ig leiddi rannsóknin í ljós, að Breivik
hefði ekki sýnt fórnarlömbum sínum
neina miskunn. „Sérfræðingar okkar
greina áverkana þannig að gerandinn hafi
haft fulla stjórn á sér,“ sagði Humlegård.
Sameinast í sorginni
Tvö hundruð þúsund manns í
miðbæ Óslóar í gærkvöldi
„Illska getur banað mann-
eskju, en ekki heilli þjóð“
Breivik einn að verki í Útey
segir rannsóknarlögreglan
Samstaða Um tvö hundruð þúsund manns mættu í göngu í Ósló.MFjöldamorð »4, 16-17, 18
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. J Ú L Í 2 0 1 1
Stofnað 1913 173. tölublað 99. árgangur
KAPPSAMAR
GULLSYSTUR
Í GARÐABÆ
TÓNLISTARÆVINTÝRI Í
ÆGIFAGURRI NÁTTÚRU
LAXVEIÐI
Í ÁGÆTU
MEÐALLAGI
BRÆÐSLAN 32 GÓÐAR LAXAGÖNGUR 12ÍSLANDSMEISTARAR 10
Þó fjárhags-
staða margra
heimila sé veik
þá urðu þau
tímamót á síð-
asta ári að heild-
arskuldir heim-
ilanna í landinu
minnkuðu. Fara
þarf áratugi aft-
ur í tímann til að
finna dæmi um
minnkun skulda milli ára.
Skúli Eggert Þórðarson rík-
isskattstjóri segir að skuldaaukn-
ing heimilanna hafi verið gríð-
arleg fyrir hrun, en þá jukust
skuldirnar um 10% að jafnaði á
ári.
Eignir heimilanna hafa hins
vegar líka rýrnað, en þær minnk-
uðu um 9% í fyrra á meðan skuld-
irnar minnkuðu um 0,8%. »14
Heimilin eru hætt
að safna skuldum
Skúli Eggert
Þórðarson Þrátt fyrir umtalsverð útsölu-
áhrif á verðlag mældist verðbólgan
5% í júlímánuði og hefur hún ekki
mælst meiri síðan í júní í fyrra.
Miklar hækkanir á innfluttum
vörum í bland við hækkanir á inn-
lendum vörum voru helstu áhrifa-
valdar í aukningu verðbólgu í júlí.
Jafnframt hefur kjarnaverðbólga
aukist umtalsvert. Í gær var verð á
bensínlítra hjá Skeljungi komið í
244,8 krónur. »15
Mesta verðbólga
hérlendis í eitt ár
Dýrt Óþægileg sjón fyrir bíleigendur.
Tap Eden aldingarðs ehf. vegna
brunans í Eden í Hveragerði aðfara-
nótt föstudags hleypur á tugum
milljóna króna. Innbúið í Eden var
ótryggt og rekstrarfyrirtækið hafði
ekki rekstrarstöðvunartryggingu.
Eden aldingarður ehf., sem rak
Eden, er í eigu Gunnars Magnússon-
ar og fjölskyldu. „Þetta er mikill
harmleikur hjá mér og minni fjöl-
skyldu,“ segir Gunnar í viðtali við
Morgunblaðið.
Fjölskyldan hefur þó hug á að
byrja aftur. „Nokkrir menn hafa
hringt í mig og boðist til að vera með
okkur í uppbyggingunni,“ segir
Gunnar og bætir við að Eden verði
til í framtíðinni í einhverri mynd.
„Vonandi verður hægt að opna 1.
maí.“
Sparisjóður Vestmannaeyja átti
bygginguna. Bæjaryfirvöld í Hvera-
gerði og sparisjóðurinn hafa lýst yfir
vilja til að endurreisa Eden í ein-
hverri mynd. »6
Tapar tugum milljóna
Innbúið í Eden í
Hveragerði var
ekki vátryggt
Morgunblaðið/Ómar
Bruni Rannsókn á orsök eldsvoðans í Eden er enn í fullum gangi.
Norska lögreglan íhugar nú að
ákæra Anders Behring Breivik fyrir
brot gegn 102. grein norsku hegn-
ingarlaganna, sem kveður á um
glæpi gegn mannkyninu, meðal
annars þjóðarmorð. Greinin er til-
tölulega ný, en hún var sett inn í
lögin árið 2008. Refsirammi vegna
brota gegn greininni er þrjátíu ár,
en hámarksrefsing fyrir hryðju-
verk og sömuleiðis fyrir morð er 21
ár samkvæmt norskum lögum.
Vefútgáfa Aftenposten greindi frá
þessu í gærkvöldi.
Glæpur gegn mannkyninu?
LÖGREGLAN ÍHUGAR AÐ ÁKÆRA EFTIR NÝLEGRI LAGAGREIN