Morgunblaðið - 26.07.2011, Side 11
en tók mér reyndar hlé þegar ég
eignaðist strákinn minn. Ég keppti
svo þegar hann var orðinn eins árs og
vann Íslandsmeistarmótið í vor, en þá
vann ég líka fyrsta sætið í „over all“-
keppninni. En þetta verður vissulega
harðari keppni í haust, því kepp-
endum hefur fjölgað mjög mikið.“
Gengur fyrir öllu
Þær systur eru
því kappsamar og
eru í þessu til að
vinna. „Við höfum
fórnað miklu fyrir
þetta. Mér var
nánast pakkað í
bómull þegar ég
var lítil, ég fékk
aldrei að fara á
skíði eða skauta
því það var of
mikil áhætta, ég
mátti ekki slas-
ast á fæti,“ segir
Hanna Rún um
lífið í samkvæm-
isdansinum.
„Vissulega var
mikið í húfi, hingað komu þjálf-
arar að utan sérstaklega til að
kenna mér og stráknum sem
dansaði með mér þegar ég var
yngri. Ég man eftir því að hafa
þurft að fara úr mínu eigin afmæli
þegar ég var níu ára til að fara í
einkatíma og gestirnir biðu á meðan.
Dansinn hefur gengið fyrir öllu og
þannig þarf það að vera ef maður ætl-
ar að ná árangri,“ segir hún og bætir
við að hún hafi flutt ein til Danmerk-
ur eftir 10. bekk til að dansa þar, en
þá var dansfélagi hennar rússneskur.
Fann ástina
í dansinum
Hanna Rún hef-
ur verið Íslands-
meistari á hverju
ári frá því árið
1997, undanfarin
14 ár. „Núna er ég eingöngu í latin-
dansi en ég var alltaf líka í „ball-
room“. Ég hætti í ballroom-dansinum
fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði
að dansa með nýjum dansfélaga, Sig-
urði Þór Sigurðssyni, af því hann
dansar einvörðungu latin.“
Í dansinum kviknaði ástin og nú
eru þau Sigurður og Hanna Rún ekki
aðeins dansfélagar heldur líka kær-
ustupar. „Á æfingum erum við í
vinnunni okkar en við erum kær-
ustupar þegar við komum heim,“ seg-
ir Hanna Rún sem fer líka í ræktina
og hleypur, enda krefst dansinn mik-
ils styrks og þols. Þau keppa einnig
mikið í útlöndum, núna síðast fóru
þau til Blackpool í sumar og náðu
fjórða sæti í sínum flokki. Um síðustu
páska kepptu þau í Frakklandi og
náðu sextánda sætinu; það er besti
árangur sem Íslendingar hafa náð í
slíkri keppni.
Gullsmíðin heillar
„Núna erum við að undirbúa
okkur fyrir heimsmeistaramót í
Singapúr í haust. Við ætlum alla leið,“
segir Hanna Rún sem var valin
íþróttakona Garðabæjar fyrr á þessu
ári. Þrotlausar æfingar liggja á bak
við svo góðan árangur, þau Sigurður
mæta fjórum sinnum í viku á hóp-
æfingar, þar fyrir utan eru einka-
tímar og þau æfa líka ein.
Það er því nóg að gera hjá þeim
systrum, Unnur lyftir lóðum 4 sinn-
um í viku, æfir súlufitness 2-4 sinnum
í viku sem hún segir mjög erfiða
íþrótt og eigi ekkert skylt við súlu-
dans, og hún fer í pallatíma tvisvar í
viku. „Ég er í fullri vinnu og á barn og
mann, svo þetta er dálítið mikið. Mig
vantar eiginlega nokkra tíma í sólar-
hringinn í viðbót.“ Unnur lauk sveins-
prófi í gullsmíði í vor. „Ég ætla í
meistaraskólann í haust og þá verður
enn meira að gera. Ég var mjög ung
þegar ég ákvað að verða gullsmiður
en pabbi er gullsmiður og mamma
hefur starfað við gullsmíði með hon-
um alla tíð í Gullsmiðju Óla. Fyrir
vikið erum við stundum kallaðar gull-
stelpurnar,“ segir Unnur og hlær en
hún ætlar að keppa á Norðurlanda-
móti í gullsmíði í ágúst í Danmörku,
þar sem tveir hæstu í sveinsprófi frá
hverju landi taka þátt. Systurnar eiga
ekki langt að sækja áhugann á dansi
og öðrum íþróttum, því pabbi þeirra,
Óli Jóhann Daníelsson, var dansari á
sínum yngri árum, sýndi rokk og ról
og æfði auk þess frjálsar íþróttir.
Dans Þau Hanna Rún og Sigurður hafa náð mjög góðum árangri í dansinum, hér eru þau að dansa til sigurs á Íslandsmeistaramótinu í febrúar. Sterk Unnur lyftir lóðum fyrir módelfitness.
Unnur hampar
bikurum tveim
síðast liðið vor.
Ljósmynd/Jónas Hallgrímsson
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011
Þegar bæklunarskurðlæknir ráðlagði
hlauparanum og íþróttalífeðlisfræð-
ingnum Hirofumi Tanaka, sem var að
jafna sig á hnémeiðslum, að forðast
að hlaupa á malbiki og halda sig frek-
ar á mjúku undirlagi eins og grasi eða
mold, ákvað Tanaka að sjálfsögðu að
hlýða honum. Hann forðaðist malbik-
aðar stéttir og hljóp þess í stað á
moldarstígum sem óteljandi ferðir
hlaupara, sem trúa að mjúkt undirlag
komi í veg fyrir meiðsli, höfðu mynd-
að. Skömmu síðar sneri hann sig á
ökkla og hnémeiðslin urðu verri.
Þrátt fyrir mikla leit sagðist Tan-
aka ekki finna neinar vísindalegar
sannanir þess efnis að mjúkt undir-
lag sé betra fyrir hlaupara. Í raun
fannst honum allt eins líklegra að
hlauparar yrðu fyrir meiðslum á
mjúku undirlagi, sem oft er óreglu-
legt, frekar en á hörðu og sléttu und-
irlagi.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að lík-
aminn aðlagar sig ólíku undirlagi til
að taka sem best við högginu sem
fóturinn fær þegar hann snertir jörð-
ina. Dr. Stuart J. Warden, hjá Háskól-
anum í Indiana, segir þá niðurstöðu
rökrétta. Ætli maður að stökkva af
borði niður á gólf beygi maður sjálf-
krafa hnén þegar maður lendir. Hins-
vegar sé hægt að læsa hnjánum þeg-
ar verið er að hoppa á trampolíni.
Svipað gerist þegar hlaupið er á ólík-
um undirlögum. „Ef þú hleypur á
hörðu undirlagi er líkaminn ekki eins
stífur. Hnén og mjaðmirnar gefa bet-
ur eftir,“ segir Warden. „Á mjúku
undirlagi verða fótleggirnir stífari. Í
raun er það allt öðruvísi hlaup.“
Warden segir að sumir séu fljótari
en aðrir að aðlagast ólíku undirlagi.
Hann ráðleggur því hverjum sem vill
breyta úr hörðu í mjúkt, eða öfugt, að
fara varlega og leyfa breytingunni að
gerast smám saman. Að breyta um
sé eins og að hlaupa lengra eða
skipta um skó. Skyndileg breyting
geti verið áhættusöm.
Warden segir að þar sem ekkert
bendi til þess að betra sé að hlaupa á
mjúku undirlagi, þá sé engin ástæða
til þess nema hlauparinn vilji það.
Líkaminn aðlagast undirlaginu
Morgunblaðið/Frikki
Á hlaupum Sumir nýta malbikaða
stíga en aðrir vilja mjúkt undirlag.
Algeng mýta að mjúkt undirlag
sé betra fyrir hlaupara
Patti Húsgögn
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18
Basel
Aspen
Þú velur
og drauma sófinn þinn er klár
GERÐ (fleiri en 90 mismunandi útfærslur)
STÆRÐ (engin takmörk)
ÁKLÆÐI (fleiri en 2000 tegundir)
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
Landsins mesta úrval af sófasettum
Íslensk
framleiðsla
Torino
Rín
Roma
Ljósmynd /Jónas Hallgrímsson