Morgunblaðið - 26.07.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011
4.800 einstaklingar greiða auð-
legðarskatt, samtals 4,8 milljarða
króna. Skatturinn er nú lagður á
í annað sinn, en einnig er end-
urálagning í fyrsta sinn. Skatt-
hlutfall var hækkað frá fyrra ári
og eignamörk lækkuð. Nettóeign-
armörk einhleypings eru 75 millj-
ónir kr. og hjá hjónum 100 millj-
ónir kr. Skatturinn er 1,5% af
þeirri eign sem umfram mörkin
er. Hjón greiða skattinn sitt í
hvoru lagi.
Þessi viðbótarálagning er
vegna munar sem er á nafnvirði
og raunvirði hlutabréfaeigna í
árslok 2009 samkvæmt upplýs-
ingum viðkomandi félaga. Ef
hlutafé í félagi er t.d. 25 þúsund
krónur, en innra virði þess er
einn milljarður þá myndar þessi
munur stofn til álagningar auð-
legðarskatts. Þessi viðbótarálagn-
ing skilaði 1,8 milljörðum í rík-
issjóð.
4.800 einstaklingar
greiða 4,8 milljarða
í auðlegðarskatt
Heildarfjöldi framteljenda í ár er
260.764, en framteljendum hefur
fækkað síðustu ár vegna þess að
margir hafa flust frá landinu.
Framteljendur voru flestir árið
2008 eða 267.494.
Stöðugt fækkar þeim sem sæta
áætlunum vegna þess að þeir telja
ekki fram. Þeir voru 10.190 í ár
eða 3,91% af skattgrunnskrá.
Sennilega
flóknasta álagningin
Skúli Eggert Þórðarson rík-
isskattstjóri segir að álagningin
hafi gengið mjög vel. „Allar upp-
lýsingar eru áreiðanlegri eftir að
við fengum upplýsingar um banka-
innistæður og gátum áritað þær
beint á framtölin. Framtalsgerðin
er orðin einfaldari fyrir þorra
framteljenda vegna þess að við
áritum svo mikið af upplýsingum
inn á framtölin. Það er hins vegar
búið að flækja allar álagning-
arforsendur gríðarlega mikið.
Þetta er sennilega flóknasta
álagning sem við höfum verið
með, tæknilega, en okkur tókst að
ganga þannig frá því að hinn al-
menni framteljandi finnur ekki
fyrir því,“ segir Skúli Eggert.
Framtalsgerðin er flóknari hjá
þeim sem eru umsvifamiklir í við-
skiptum og eiga miklar eignir.
Hjónaskilnaðir og fráfall maka
flækja einnig framtal sem annars
ætti að vera einfalt.
Álagningin flókin
en hún gekk vel
Þorsteinn Hjaltested, fjárfestir og
eigandi Vatnsendajarðarinnar í
Kópavogi, greiðir hæstu skattana í
ár, samtals tæplega 162 milljónir
króna. Þorsteinn hagnaðist á því að
selja verðmætt byggingarland í
Kópavogi.
Tekjuhæstu menn landsins greiða
umtalsvert minna í ár en undanfarin
ár. Þorsteinn er ekki hálfdrættingur
á við skattakónga áranna 2007 og
2008 en þá
greiddu skatta-
kóngarnir 400
milljónir og 451
milljón í skatt
miðað við verðlag
á þeim tíma.
„Það eru miklu
færri sem eru
með mjög há laun
en var fyrir hrun.
Við sjáum ekki
lengur þessar
óvenjulega háu tekjur,“ segir Skúli
Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Framtaldar tekjur eru ekki bara
launatekjur sem atvinnurekandi
greiðir um hver mánaðamót. Þetta
geta verið fjármagnstekjur, arður,
hagnaður af sölu hlutabréfa, fast-
eigna eða annarra eigna.
Þeir sem raða sér á lista yfir hæstu
gjaldendur hafa margir verið þar í
nokkur ár. Þorsteinn var í þriðja sæti
listans í fyrra. Andri Már Ingólfsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri Út-
sýnar, er í öðru sæti með 130 millj-
ónir, en hann var í 20. sæti í fyrra. Í
þriðja sæti er Guðbjörg Matthías-
dóttir, útgerðarmaður í Eyjum, en
hún greiddi hæstu gjöldin árið 2010.
Svokallaðir „útrásarvíkingar“
voru áberandi á listum yfir skatta-
kónga fyrir hrun, en þeim hefur
fækkað mikið. Listinn sýnir þó að
það töpuðu ekki allir fjárfestar á
hruninu. Þar er að finna hóp manna
sem forðuðust að taka áhættu með
eignasafn sitt, seldu á réttum tíma
eða voru búnir að koma eignum í
skjól áður en hlutabréf og fyrirtæki
urðu verðlaus.
Átta konur á listanum
Á þessum 50 manna lista yfir
hæstu gjaldendur eru aðeins átta
konur. Hópurinn dreifist heldur ekki
jafnt milli á sveitarfélaga því að 14 af
þessum 50 búa í Garðabæ.
Skattakóngurinn hagnað-
ist á að selja byggingalóðir
Skattakóngsmetin frá árunum fyrir hrun efnahagslífsins verða líklega seint slegin
Álagning einstaklinga 2011 – 50 hæstu gjaldendur
Nafn Heimili Sveitarfélag Starf Samtals gjöld
1 Þorsteinn Hjaltested Vatnsenda Kópavogur Jarðeigandi 161.807.610
2 Andri Már Ingólfsson Sólvallagötu 2 Reykjavík Fv. framkvæmdastjóri 130.620.002
3 Skúli Mogensen Blikanesi 19 Garðabær Fjárfestir 111.473.838
4 Guðbjörg M Matthíasdóttir Birkihlíð 17 Vestmannaeyjar Útgerðarmaður 98.210.568
5 Guðmundur Steinar Jónsson Eskiholti 4 Garðabær Framkvæmdastjóri 91.765.137
6 Sigurður Sigurgeirsson Grandahvarfi 4 Kópavogur Framkvæmdastjóri 85.605.247
7 Jóhannes Jónsson Fagraþingi 8 Kópavogur Fjárfestir 78.613.219
8 Kristján VVilhelmsson Kolgerði 3 Akureyri Útgerðarmaður 78.598.233
9 Magnús Ingi Óskarsson Blómvangi 20 Hafnarfjörður Tölvunarfræðingur 75.459.258
10 Anton Ásgrímur Kristinsson Gvendargeisla 76 Reykjavík Vélfræðingur 68.671.705
11 Ingunn GyðaWernersdóttir Bjarmalandi 7 Reykjavík Fjárfestir 61.341.690
12 Einar Sveinsson Bakkaflöt 10 Garðabær Fjárfestir 61.076.716
13 Jón Pálmason Arnarási 2 Garðabær Fjárfestir 59.289.553
14 Ívar Daníelsson Árskógum 6 Reykjavík Apótekari 58.409.178
15 Guðmundur Ásgeirsson Barðaströnd 33 Seltjarnarnes Fv. Framkvæmdastjóri 57.115.157
16 Dröfn Árnadóttir Aðalstræti 125 Vesturbyggð Útgerðarmaður 57.009.383
17 Margrét Ásgeirsdóttir Blikanesi 19 Garðabær 52.153.729
18 David John Kjos Skrúðási 6 Garðabær Tölvufræðingur 50.742.473
19 Gunnar I Hafsteinsson Skildinganesi 58 Reykjavík Lögfræðingur 50.287.410
20 Guðmundur Sveinn Sveinsson Jóruseli 24 Reykjavík 50.173.632
21 Jón Zimsen Innra-Leiti Dalabyggð Bóndi 49.241.257
22 Steinunn Jónsdóttir Brekkuási 11 Garðabær Fjárfestir 48.794.269
23 Hörður Arnarson Stallaseli 8 Reykjavík Forstjóri 48.062.097
24 Finnur Reyr Stefánsson Brekkuási 11 Garðabær Fjárfestir 47.268.578
25 Óttar Pálsson Kaldakri 5 Garðabær Lögfræðingur 46.560.090
26 Katrín Þorvaldsdóttir Háuhlíð 12 Reykjavík Fjárfestir 44.495.751
27 Sigurður Örn Eiríksson Kornakri 4 Garðabær Tannlæknir 43.049.385
28 Sverrir Sveinsson Suðurhlíð 38b Reykjavík 42.783.379
29 Kristinn Gunnarsson Dalakri 10 Garðabær Apótekari 42.357.411
30 Jakob Már Ásmundsson Hamarsbraut 8 Hafnarfjörður Iðnverkfræðingur 42.306.084
31 Arnór Víkingsson Kársnesbraut 64 Kópavogur Læknir 42.218.384
32 Ásgeir Margeirsson Línakri 4 Garðabær Framkvæmdastjóri 41.098.942
33 Kári Stefánsson Hávallagötu 24 Reykjavík Forstjóri 40.815.689
34 Hinrik Kristjánsson Lækjarbergi 1 Hafnarfjörður Fv. Útgerðarmaður 39.346.257
35 Jón Ásgeir Jóhannesson Sóleyjargötu 11 Reykjavík Fjárfestir 39.092.368
36 Þorsteinn Már Baldvinsson Barðstúni 7 Akureyri Útgerðarmaður 37.935.215
37 Bjarni Ármannsson Bakkavör 28 Seltjarnarnes Fjárfestir 37.366.719
38 Benedikt Eyjólfsson Funafold 62 Reykjavík Framkvæmdastjóri 36.799.353
39 Sigurbergur Sveinsson Miðvangi 118 Hafnarfjörður Kaupmaður 36.649.598
40 Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Næfurholti 2 Hafnarfjörður Forstjóri 36.403.095
41 Sigurður Gísli Pálmason Ásenda 1 Reykjavík Fjárfestir 36.088.545
42 Ingi Guðjónsson Bakkasmára 25 Kópavogur Lyfjafræðingur 35.929.922
43 Hans Ingi Þorvaldsson Heiðargerði 17 Reykjanesbær 35.769.998
44 Ólafur Björnsson Lækjarbergi 2 Hafnarfjörður Framkvæmdastjóri 35.629.576
45 Eiríkur Ingvar Þorgeirsson Fjarðarási 8 Reykjavík Læknir 34.349.494
46 Benedikt Sveinsson Lindarflöt 51 Garðabær Fjárfestir 33.840.577
47 Magnús R Jónsson Eskiholti 15 Garðabær Forstjóri 33.473.643
48 Helgi Vilhjálmsson Skjólvangi 1 Hafnarfjörður Framkvæmdastjóri 32.919.968
49 Kristinn Zimsen Furugerði 12 Reykjavík Viðskiptafræðingur 32.856.955
50 Guðbjörg Astrid Skúladóttir Mýrarási 15 Reykjavík Danskennari 32.572.214
Þorsteinn
Hjaltested
Þessar tölur byggjast á upplýs-
ingum frá fjármálastofnunum, en
einnig geta einstaklingar bætt við
upplýsingum um skuldir hérlendis
eða erlendis áður en þeir skila
skattframtali.
Skúli sagðist að ýmislegt gæti
skýrt lækkun skulda. Fjármála-
stofnanir væru byrjaðir að afskrifa
skuldir og eitthvað af þessum af-
skriftum gætu hafa verið komnar
inn í uppgjör síðasta árs. „Fleira
kemur til. Fólk sem á fjármuni tel-
ur að það sé kannski hagstætt að
losa sig við skuldir með því að
greiða upp lán því að raunávöxtun
fjármuna í banka er neikvæð,“
sagði Skúli.
Eignir heimilanna rýrna
En það eru ekki bara skuldirnar
sem eru að lækka. Eignir heim-
ilanna eru að rýrna. Þær lækkuðu
um 9% í fyrra á meðan skuldirnar
lækkuðu um 0,8%. Samanlagðar
eignir landsmanna umfram skuldir
lækka því um 323,8 milljarða.
Framtaldar eignir heimilanna námu
3.466 milljörðum króna í lok síðasta
árs. Skuldir vegna íbúðarkaupa
nema nú í fyrsta sinn yfir helmingi
af verðmæti fasteigna í eigu ein-
staklinga. Þrátt fyrir það telja um
26 þúsund af 95 þúsund fjölskyldum
sem eiga íbúðarhúsnæði ekki fram
neinar skuldir vegna kaupa á því.
Þá er merkilegt að nú telja 9.110
fleiri fjölskyldur fram skuldir. Hér
fjölgar um 6,7% á milli ára. Fjöl-
skyldur sem telja fram eignir eru
hins vegar 1.425 færri en í fyrra og
hefur þeim fækkað um 0,8%. Fjöl-
skyldur með jákvæðan eignar-
skattsstofn eru 7.616 færri í ár en í
fyrra, fækkar um 8,1%.
Tölur ríkisskattstjóra sýna að
það eru ekki bara fasteignir heim-
ilanna sem eru að lækka í verði.
Bílafloti landsmanna er að eldast og
hann verður þar af leiðandi verð-
minni. Ökutæki heimilanna voru
metin á rúma 176,7 milljarða í árs-
lok 2010, það er 8,6 milljörðum
minna en á sama tíma 2009.
Skuldir heimilanna að lækka
Skuldir 2002 til 2011
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
2.000.000
1.800.000
1.600.000
1.400.000
1.200.000
1.000.000
800.000
600.000
400.000
200.000
0
Milljónir kr. Skuldir%
60
50
40
30
20
10
0
54
7.
38
1
Skuldir Skuldir sem hlutfall af eignum
58
6.
4
88
65
6.
77
9
75
6.
83
7
91
8.
27
1
1.
11
3.
30
8
1.
34
8.
07
9
1.
68
3.
15
3
1.
89
2.
49
3
1.
87
8.
0
44
38
,9
%
39
,2
%
39
,3
%
39
,3
%
37
,4
%
39
,5
%
39
,9
% 46
,0
%
49
,7
%
54
,2
%
Skuldir heimilanna margfölduðust fyrir hrun en eru núna
loksins farnar að lækka Eignir rýrna í verði um 9%
„Skuldaaukning
var alveg gríðarleg
fyrir hrun. Skuld-
irnar 10-földuðust
á 12 ára tímabili“
Skúli Eggert Þórðarson
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
„Skuldir heimilanna hafa aukist al-
veg gríðarlega mikið á undanförn-
um árum, en þetta er fyrsta árið í
mörg, mörg ár sem skuldir heim-
ilanna lækka,“ segir Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri í samtali
við Morgunblaðið.
Árið 2002 skulduðu íslensk heim-
ili 547 milljarða. Átta árum síðar
voru skuldirnar komnar upp í tæp-
lega 1.900 milljarða. Skuldaaukn-
ingin var að jafnaði um 10% á ári.
Framan af fylgdi skuldaaukning-
unni eignaaukning, en um miðjan
síðasta áratug fóru skuldir að
aukast hraðar en eignir. Í fyrra
urðu þau tímamót að skuldirnar
lækkuðu í fyrsta skipti í áratugi.
Lækkunin nam 0,8% eða rúmlega
14 milljörðum.