Morgunblaðið - 26.07.2011, Page 16

Morgunblaðið - 26.07.2011, Page 16
Reuters Gæsluvarðhald Dómstóll í Ósló úrskurðaði Anders Behring Breivik í átta vikna gæsluvarðhald og var honum ekið frá dómhúsi í brynvarinni bifreið. 16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Fjöldamorð í Noregi Fram kom á vef norska dagblaðsins Verdens Gang, að Anders Breivik hefði verið á lista norsku lögregl- unnar vegna kaupa á efnavörum frá pólskum aðila. Verðmæti kaup- anna var 121 norsk króna eða sem svarar 2.600 krónum. Hefur lög- reglan, að sögn blaðsins, ekki upp- lýsingar um hvaða efni ódæðis- maðurinn keypti en hugsanlegt er að þau hafi nýst við gerð sprengj- unnar sem sprakk í Ósló. Um 60 Norðmenn voru á lista lögregl- unnar vegna viðskipta við pólska aðilann og þóttu viðskipti Breiviks ekki gefa tilefni til tortryggni. Er það grunleysi rakið til hegð- unarmynsturs ódæðismannsins. Löghlýðinn borgari Þannig ræðir blaðið við Janne Kristiansen, yfirmann í norsku lög- reglunni, vegna málsins. Bendir Kristiansen þar á, að Breivik hafi verið „einstaklega löghlýðinn“ og gætt sín á því að vekja ekki eftir- tekt lögreglu. Þá hafi hann í sama tilgangi sneitt hjá hatursfullu orð- færi í umræðum á netinu. Stórtjón Sprengingin í Ósló beindist gegn skrifstofum nokkurra ráðuneyta. Var á lista vegna kaupa á efnum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Innflytjendum tók að fjölga í Noregi á áttunda áratugnum og var and- staða við þá þró- un meðal annars byggð á þeirri röksemd að þeir sem flyttust til landsins tækju vinnu frá þeim sem fyrir væru. Með árásum al-Qaeda á Bandaríkin haustið 2001 urðu þáttaskil í mál- flutningi margra Norðmanna sem töldu innflytjendamálin komin í óefni. Snerist orðræðan upp frá því um yfirvofandi íslamsvæðingu. Þetta segir Thomas Hylland Eriksen, prófessor í félagsmann- fræði við háskólann í Ósló og einn helsti sérfræðingur Norðmanna í málefnum innflytjenda. Andhverfa íslamista Aðspurður hvort norskir stjórn- málamenn hefðu gert þau mistök að sjá ekki fyrir hvaða áhrif heilagt stríð íslamskra öfgamanna gegn Vestur- löndum myndi hafa á hugmynda- fræði norskra öfgamanna segir Erik- sen ýmislegt til í því. Athygli lögreglu og leyniþjón- ustu hafi beinst gegn íslömskum öfgahópum til að fyrirbyggja árásir þeirra í Noregi. Um leið hafi lögreglu láðst að fylgjast grannt með hópum sem tileinka sér orðræðu íslamista en snúa henni við svo áróðurinn snýst um þá ógn sem Vesturlöndum stafar af íslam, en ekki öfugt, ekki síst þeim um 150-200.000 Norðmönnum sem aðhyllist íslamstrú. Tugir þúsunda öfgamanna Spurður hversu margir Norð- menn aðhyllist hugmyndafræði í ætt við lífsskoðanir Behrings Breivik, sem hvetur til byltingar gegn meintri íslamsvæðingu í Evrópu, bendir Eriksen á að um 40.000 manns séu virkir þátttakendur á norskum samskiptasíðum þar sem skipst sé á jaðarskoðunum um þessi mál. Þar sé á ferð tæpt prósent norsku þjóðar- innar, samanborið við þau 20-25% kjósenda sem styðji Framfaraflokk- inn. Inntur nánar út í þennan saman- burð segir Eriksen að þótt ólíku sé saman að jafna megi það segja um flokkinn að hann geri út á tortryggni gegn íslömskum innflytjendum. Eriksen vill árétta að orðræðan um meinta útbreiðslu íslamskrar menningar í Evrópu hafi verið farin af stað fyrir hryðjuverkastríðið. „Áður fyrr átti andstaðan við innflytjendur rætur í ótta við að þeir tækju störf eða tilheyrðu óæðri kyn- þætti. Nú snýst hún í auknum mæli um menningu. Skoðanabræður Brei- viks, sem var öfgafull útgáfa af and- stæðingi innflytjenda, byggja mál sitt einkum á tveimur röksemdum. Annars vegar að íslam og lýð- ræði fari ekki saman. Múslímar geti því aldrei orðið gegnir borgarar á Vesturlöndum. Hin röksemdin er sú að við stjórnumst af elítu sem hafi svikið almenning. Fullyrt er að al- þýðan leggist gegn því að blöndun verði í kynstofninum, þvert á afstöðu elítunnar.“ Verða aldrei hluti af Noregi Eriksen heldur áfram og rifjar upp viðtal við kunnan sagnfræðing í Noregi, Nils Rune Langeland, aðeins nokkrum dögum fyrir ódæðisverkin á föstudag þar sem hann hafi látið þau orð falla að þótt til dæmis Pak- istönum gæti gengið vel í norskum skólum myndu þeir engu að síður aldrei skilja evrópskan þankagang. Slík orðræða sverji sig í sætt við gyð- ingahatur á uppgangsárum þýskra nasista. Fallist hafi verið á að gyð- ingar gætu gengið menntaveginn en um leið tekið fram að gyðingdómur og þýsk menning væru tveir ósam- rýmanlegir hlutir. Eriksen heldur áfram og segir að margir fylgismenn öfgahyggju í Noregi hafi lokið háskólanámi og séu í vel launuðum stöðum. Staðal- myndin af krúnurökuðum nýnasista eigi því langt í frá við alla. Spurður hvað megi betur fara í innflytjendastefnu Noregs vill Erik- sen taka fram að hún sé þríþætt. Vegna Schengen-samstarfsins hafi erlent launafólk rétt til að starfa í Noregi. Þá skuldbindi Noregur, líkt og Ísland, sig til að taka á móti flótta- fólki. Þriðja og síðasta hliðin snúi að innflytjendum sem komi til að sam- einast fjölskyldum sínum sem fyrir eru. Það er hjá síðastnefnda hópnum sem Eriksen telur að sitthvað mætti betur fara, m.a. hvað varðar þátttöku í norsku samfélagi. Árásirnar 11. september 2001 mörkuðu straumhvörf  Norskur sér- fræðingur greinir þróun öfgahyggju Reuters Samhugur Fjöldi Óslóarbúa vottaði fórnarlömbum árásanna virðingu sína í gær. Eriksen segir fjórðung Óslóarbúa eiga rætur að rekja til innflytjenda. Thomas Hylland Eriksen Í textum Anders Behring Breivik kemur fram sú skoðun að þeir sem séu af „blönduðum kynþætti“, eða sýni þjóðræknisgildum ekki fyllstu hollustu skuli sendir á sérstakt svæði á milli Evrópu og hins ísl- amska heims, heimshlutans sem Vesturlöndum stafi ógn af. Þetta kemur fram í umfjöllun fréttavefjar Dagbladet um hug- myndafræðina í ritgerðum hans. Líkt og nasistar gerðu leggur Breivik áherslu á menningarlegan og kynþáttarbundinn „hreinleika“. Hann telur kristin gildi vera grund- völl evrópskrar menningar og vill dæma þá úr samfélagi manna sem sýni merki siðferðislegrar hnign- unar. Hina siðlausu beri að flytja á brott svo varna megi því að þeir spilli hinum hreina kjarna. Úr gúlaginu Líkt og Stalín gerði vildi Breivik senda andstæðinga sína í burtu. Hinir „óæðri“ skuli sendir á sér svæði Faðir Anders Behrig Breivik, hag- fræðingurinn Jens Breivik, hefur ekki hitt né talað við son sinn síðan um miðjan tíunda áratuginn. Jens, sem er nú búsettur í Suður- Frakklandi, á bágt með að skilja hvað fékk son hans til að fremja voðaverkin. „Það er ekki venjuleg- ur maður sem gerir nokkuð svona lagað,“ sagði Jens dapur í bragði í samtali við TV2. Jens starfaði áður sem diplómati í sendiráði Noregs í Lundúnum og París. Erfiðir dagar Verðir gæta heimilis Jens Breivik í Suður-Frakklandi. Faðir um son: „Ekki venjulegur maður“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.